Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 6

Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 6
6 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Atökin f Kákasuslýðveldinu Dagestan Ný óg-n við ein- ingu rússneska sambandsnldsins Stjórnvöld í Moskvu eiga nú enn á ný í stórvandræðum suð- ur í Kákasusfjöllum þar sem uppreisnarmenn aðskilnaðar- sinnaðra múslíma standa í vopnaðri baráttu gegn rússneskum yfirráðum. Auðunn Arnórsson lýsir hér aðstæðum í Dagestan og veltir fyrir sér þýðingu nýjustu atburða á þessum afskekktu slóðum, sem kastljós heims- fjölmiðlanna beinist nú að. ÁTÖK í DAGESTAN Reuters Tjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Shamil Basayev kemur færandi hendi til liðsmanna sinna í fjallaþorpi í Botlikh-héraði í Dagestan þar sem þeim hefur undanfarnar tvær vikur tekizt að hrinda tilraunum Rússa til að hrekja þá aftur yfir landamærin til Tsjetsjníu. DAGESTAN - eða Fjallalandi eins og nafn þessa Kákasushér- aðs rússneska sambandsríkisins þýðir - býr mikil þjóðernasúpa sem ófriður og spenna sú, sem nú ríkir þar um slóðir, gæti endað með að leysa upp í ótal litlar einingar. Afleiðingar þess fyrir lýðveldið sjálft og fyrir Rússland gætu orðið ekki síður alvarlegar en þær sem hlutust af stríðinu í Tsjetsjníu sem lauk árið 1996 með niðurlægjandi ósigri Rússa. Dagestan er eitt allra fátækasta hérað rússneska sambandsríkisins, atvinnuleysi gífurlegt og ofbeldis- glæpir eru þar mjög tíðir, svo sem mannrán - sem einnig er sérgrein skæruliða Tsjestjena. Sem dæmi má nefna var í vikunni tveimur pólskum konum rænt nærri átaka- svæðinu í vesturhluta Dagestan. Aldagamlar hefðir, sem gert hafa hinum ólíku þjóðemahópum, sem landið byggja, kleift að lifa í sátt og samlyndi í gegnum tíðina, og úthugs- að kerfl valdajafnvægis milli þessara hópa eru nú í upplausn. Mesta ógnin við þetta jafnvægi er íslömsk bók- stafstrú, sem ásamt útbreiddu at- hæfi bófaflokka og hinu mikla at- vinnuleysi myndar eldfima blöndu. Vandamál nágrannalýðveldisins Tsjetsjníu hafa á undanförnu ári í auknum mæli smitazt yfir til Da- gestans. Yfir 20 stjórnmálamenn hafa verið myrtir og rússneskir hermenn og lögi-egla hafa æ oftar lent í átökum við vígreifa öfgamenn múslíma, sem nú hafa undir for- ystu tjetsjenkra skæruliðaforingja einu sinni enn ráðizt á afskekkt þorp í fjöllunum og lýst yfir sjálf- stæðu múslímaríki í Dagestan. Miklir hagsmunir í húfi Við mikinn vanda er að etja fyrir stjórnvöld í Moskvu. Rússlands- stjóm á mikilla hagsmuna að gæta, bæði pólitískt og efnahagslega, í því að halda völdum yfir Dagestan - ekki sízt eftir að Tsjetsjníu hefur tekizt að losna í raun alveg undan áhrifum Moskvuvaldsins og verða sjálfstætt ríki við suðurlandamæri Rússlands. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, meðal annars vegna þess að olía frá Kaspíahafinu og frá fyrr- verandi Sovétlýðveldinu Azer- baídsjan er flutt með leiðslum í gegnum Dagestan norður eftir í gegnum Rússland. Einnig má nefna aðra auðlind Kaspíahafs, kavíarinn, en meðal annars vegna rányrkju skipulagðra veiðiþjófa er Kaspía- hafsstyrjan í útrýmingarhættu. Og Kremlverjar hafa áhyggjur af hugs- anlegum dómínóáhrifum, sem gætu endað með því að Rússar misstu yf- irráðin úr hendi sér yfir öllu Norð- ur-Kákasussvæðinu, þ.e. ekki að- eins í Tsjetsjníu og Dagestan held- ur einnig í Ingúshetíu og Norður- Ossetíu þar sem róttækir múslímar og vopnaðir bófaflokkar eru nú þeg- ar umsvifamiklir. íbúar Dagestan eni um 2,2 millj- ónir, og skiptast þeir í 33 þjóðemis- hópa. Kerfi valdajafnvægis milli þeirra var komið á með stjómar- skrá sem samþykkt var árið 1994, en eftir því sem norska blaðið Aftenposten hefur eftir þjóðema- málaráðhemanum Magomed-Salikh Gusjaev var þetta fyrirkomulag kallað ,júgóslavísering“ Dagestan. En Tsjetjseníu-stríðið reyndist þessari stefnu mikO þolraun. Efna- hagurinn er í rúst og spenna hefur aukizt milli hinna ólíku þjóðerna- hópa, ekki sízt eftir að íslamskir bókstafstrúarmenn tóku að gerast umsvifameiri. Múslímamir á þessu landsvæði em af trúflokki súnnía, og sá hópur bókstafstrúarmanna, sem að undan- fömu hafa einna mest látið að sér kveða, em nefndir wahabíar. Wa- habí-hreyfingin á upptök sín sem hreintrúarstefna súnní-múslíma á átjándu öld, en er nú höfð í öndvegi í Sádi-Arabíu, svo dæmi sé nefnt um áhrif hennar nú á dögum. I hópi atkvæðamikilla wahabí- múslíma á svæðinu er Emir Hatab, sem uppranninn er í Jórdaníu en var undir tökunafninu Khattab einn af hernaðarleiðtogum uppreisnar- manna í Tsjetsjníu. Hann er nánasti samherji tsjetsjenska skæmliða- leiðtogans Shamils Basayevs. Sá síðamefndi fer fyrir uppreisnar- mönnunum sem nú beijast við Rússa í fjöllum Dagestans. í forsæti stjórnarráðs Dagestans, sem samkvæmt reglum stjórnar- skrárinnar frá 1994 á að velja sér forseta til skiptis úr röðum 14 stærstu þjóðernahópanna sem hér- aðið byggja, hefur undanfarin þrjú ár verið Magomed Magomedov. Þrjú ár era eftir af skipunartímabili hans, en það gæti orðið endasleppt ef rússnesk stjómvöld gera ekki veralegt átak í að bæta ástandið í Dagestan, með því annars vegar að vinna bug á uppreisnarmönnum en enn frekar þó með því að grípa til aðgerða sem draga kunna úr hinu geigvænlega atvinnuleysi, sem mun vera í kringum 40%. Ótryggt ástand en málstaður uppreisnarmanna ekki vinsæll Dagestan hefur á liðnum áram verið fjárhagslega mjög háð stuðn- ingi frá Moskvu; fjárlög sjálf- stjórnarlýðveldisins hafa stundum verið fjármögnuð að 85 prósentu- hlutum úr sjóðum alríkisstjómar- innar. En hinir miklu fjárhagsörð- ugleikar sem Rússlandsstjórn hef- ur átt við að etja síðustu misseri hafa komið hart niður á héruðum eins og Dagestan, sem svo háð era stuðningi. Eitt lýsandi dæmi um hvernig sviptingarnar í rússneskum stjórn- málum hafa haft alvarlegar afleið- ingar á afkomu fólks í Dagestan, er að þetta hérað sem eitt sinn var rómað fyrir vín- og koníaksfram- leiðslu sína er nú að mestu vínviðar- laust. Árið 1986 hóf Mikhaíl Gorbat- sjov, þáverandi Sovétleiðtogi, her- ferð gegn áfengi í Sovétríkjunum. Sem liður í þessari herferð var mestallur vínviðurinn í Dagestan - tugþúsundir hektara - rifinn upp með rótum, og nýjum plöntum ekki sáð í staðinn. Utkoman: atvinnu- leysi. Þrátt fyrir þetta hefur almenn- ingur í Dagestan fram að þessu ekki séð hag sínum betur borgið með því að snúast á sveif með aðskilnaðar- 1 Atlas oq alfræói í senn heims A JL S o I. %i ! \ :\ I \ G A H „Heimsatlasinn er einstaklega skýr, fræðandi og þægilegur í notkun. Kortin í bókinni eru unnin eftir gervihnattamyndum með stafrænum aðferðum sem gerir þau einstaklega lifandi. Samanbrotin kort sýna stærri landsvæði. Hérer komin landabréfabók 21. aldarinnar." Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur n Mál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500 sinnum. Mukhu Gumbatovitsj Alíjev, forseti þings Dagestans, sagði í Moskvu í vikunni að margar skoðanakannanir hefðu leitt í Ijós að yfir 90 af hundraði Dagestana vildu að landið yrði áfram hluti af Rúss- landi. Að sögn The New York Times var hann mjög andsnúinn hemaði Rússa í Tsjetsjníu, en segir nú að innrásir skæraliða inn í Da- gestan séu mjög illa séðar meðal íbúanna. Á vegum héraðsstjómarinnar í Dagestan og rússneska innanríkis- ráðuneytisins hefur vopnum verið dreift til innfæddra í þorpunum næst núverandi átakasvæði og víðar í Dagestan. „Við erum að setja þessar sjálfboðaliðasveitir á fót svo að þær geti varið eigin heimahér- uð,“ sagði Alíjev. En skæraliðamir, undir forystu Shamils Basayevs, era staðráðnir uppreisnarmenn með skýrar hug- myndir um hverju þeir vilja ná fram. Þeirra framtíðarsýn er sú, að allt Norður-Kákasussvæðið verði sameinað í éitt múslímaríki, eins og þar var við lýði á 19. öld, þegar múslímaleiðtoginn Imam Shamil réð þar ríkjum og hélt uppi virkri mótspymu gegn tilraunum Rússa til að ná yfirráðum á svæðinu. Imam Shamil tókst að sameina hina margvíslegu þjóðemishópa múslíma í Dagestan og Tsjetsjníu í nafni ís- lams undir sinni herstjóm, sem veitti hersveitum Rússakeisara virka mótspymu í meira en þrjá áratugi. Vantrú á getu hersins Hinn nýi forsætisráðherra Rúss- lands, Vladimír Pútín, hefur heitið því að bundinn verði endi á upp- reisnartilraunina í Dagestan á fá- einum dögum. Nærri því enginn trúir því þó að það gangi eftir, bendir Washington Post á. Einkum eftir ófarimar í Tsjetsjníu er van- traust á hemum og öðram öryggis- sveitum rússneska ríkisins útbreitt meðal rússnesks almennings. Washington Post hefur eftir Dmitri Trenin, sérfræðingi í rúss- neskum hermálum, að auk þess vanda sem felist í því að mikið skorti á nauðsynlegt samráð innan- ríkisráðuneytisins og hersins þegar stjórn aðgerða gegn skæraliðum era annars vegar, þá sé tilefni til að ætla að liðsmenn hersins og vopn- aðra öryggissveita innam-íkisráðu- neytisins skorti yfirleitt viljann til að há skilvirka baráttu gegn skæra- liðum. „Herinn kann ekki við að eiga í átökum innan landamæra Rússlands. Hins vegar ráða sveitir innanríkisráðuneytisins, hverra hlutverk það er að berjast í svona tilvikum, ekki yfir sprengjuflugvél- um,“ sagði Trenin. „Það er ekki einu sinni ljóst hvort þeir [her- mennimir] hafi yfirleitt einhvem vilja til að eiga í átökum af þessu tagi.“ I Rússlandi er áformað að þing- kosningar fari fram í desember nk., og forsetakosninar um mitt næsta ár. Dragist átök við skæraliða í Da- gestan á langinn gæti ástandið þar, að mati stjórnmálaskýrenda, haft ófyrirsjáanleg áhrif á gang mála í rússneskum stjómmálum. Átökin hafa enn sem komið er ekki náð slíkri stærðargráðu, að þau stefni kosningaundirbúningi í hættu, nema að því leytinu að ekki þykir útilokað að Borís Jeltsín forseti kunni að notfæra sér Dagestan-mál- ið til að lýsa yfir neyðarástandi og lengja þar með eigin valdatíma og stjórna með tilskipunum. í bili að minnsta kosti þykir þó ekki ýkja lík- legt að svo fari, en þeim sem um- hugað er um lýðræðisþróunina í Rússlandi, nú þegar til stendur að nýr lýðræðislega kjörinn forseti taki við af þeim fyrsta sem landið hlaut eftir fall Sovétríkjanna, þykir þó ástæða til að hafa áhyggjur af hverju því sem komið getur eðli- legri framkvæmd kosninga í upp- nám. „Það hefði verið svo gott að halda kosningar án þess að neitt truflandi kæmi upp á,“ sagði stjórnmálaskýr- andinn Andrei Piontkovsky í Wash- ington Post. „En það lítur út fyrir að Rússland geti hreinlega ekki ver- ið án slíkra flækja."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.