Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐTAL
fslenska sjávardtvegssýningm haldin í sjötta sinn
Hátækni og fjölbreytni
einkennir sýning’una
I dag klukkan 10 árdegis opnar Ami M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
7 -------------------------------------------
formlega Islensku sjávarútvegssýninguna í Smáranum í Kópavogi.
Sýningin slær öll fyrri met hvað varðar rými og fjölda þátttakenda og
jafnframt er gert ráð fyrir metaðsókn. Af þessu tilefni settist Steinþór
Guðbjartsson niður með Ellen Ingvadóttur, fjölmiðlafulltrúa sýningarinnar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg"
Eilen Ingvadóttir, fjölmiðlafulltrúi Islensku sjávarútvegssýningarinnar.
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN
hefur verið haldin á þriggja ára
fresti frá 1984 að frumkvæði Johns
Legates sem hefur verið fram-
kvæmdastjóri hennar frá upphafi
en eigandi sýningarinnar er breska
útgáfu- og sýningarfyrirtækið
Nexus Media Limited. Til þessa
hefur sýningin ávallt verið í Laug-
ardalshöll en verður nú á mun
stærra svæði í Smáranum í Kópa-
vogi; í íþróttahúsinu Smáranum,
Tennishöllinni, þremur innfluttum
sýningarskálum og á útisvæði í
kring. 1996 sýndu 699 fyrirtæki frá
28 löndum á sýningunni en nú eru
þau hátt í 900 frá tæplega 40 þjóð-
um.
Kostnaður hleypur
á tugum milljóna
Þó skráningu sýnenda hafi átt að
ljúka fyrir nokkru hafa ný íyrir-
tæki bæst í hópinn nánast á hverj-
um degi fram að opnun. Sýnendur
kynna starfsemi sína á 13.000 fer-
metra sýningarsvæði undir þaki
auk útisvæðis í kring og er sýning-
in 40 til 45% stærra að umfangi en
1996. Gert er ráð fyrir um 1.000 til
2.000 gestum frá útlöndum og von-
ir standa til að sýningargestir verði
17.000 til 20.000. „Þetta er stærsta
sýning, sem haldin hefur verið á Is-
landi,“ segir Ellen Ingvadóttir,
fjölmiðlafulltrúi sýningarinnar.
„Þetta er sannarlega fjölþjóðleg
sjávarútvegssýning þó hlutur Is-
lands sé að sjálfsögðu stærstur en
Danmörk, Færeyjar, Noregur, Sví-
þjóð og England eru með sérstaka
þjóðarbása. Sýningin er á meðal
stærstu sýninga í heiminum á
þessu sviði en sýningarsvæði undir
þaki er um 13.000 fermetrar og þar
af eru um 6.000 fermetrar í þremur
innfluttum skálum frá Hollandi.
Við gerum okkur vonir um að fá
allt upp í 20.000 gesti í heimsókn
en þar af er raunhæft að ætla að á
annað þúsund gestir komi frá út-
löndum. Allt gistirými á höfuð-
borgarsvæðinu var nánast
upppantað fyrir nokkru vegna sýn-
ingarinnar og þurfti að leita út lyr-
ir það til að sinna öllum gestum.“
Islenska sjávarútvegssýningin
hefur breyst mikið frá því hún var
fyrst haldin fyrir 15 árum. „Bás-
arnir hjá sýnendum verða sífellt
glæsilegri og fagmannlegri," segir
Ellen. „Fyrsta sýningin var mjög
falleg en mikil breyting hefur orð-
ið á allri uppsetningu og þátttöku
fyrirtækjanna. Reynsla manna af
þátttöku í sýningum heima og er-
lendis kemur þeim til góða og
starf Útflutningsráðs varðandi
það að kenna mönnum hvemig
best má nýta sér sýningu eins og
þessa hefur haft mikið að segja.
Islensk fyrirtæki eru í meirihluta
en í mörgum tilfellum kynna þau
ekki aðeins eigin framleiðslu og
þjónustu heldur líka þjónustu er-
lendra fyrirtækja sem þau eru
fulltrúar fyrir.“
Ljóst er að kostnaður við að
setja upp svona veigamikla sýn-
ingu er mikill. „Hann hleypur á
tugum milljóna," segir Ellen og
bendir í því sambandi á óhjá-
kvæmilegan kynningarkostnað,
uppsetningu skála, starfsmanna-
hald og fleira.
Gott samstarf
við Kópavogsbæ
Að sögn Ellenar hefst undirbún-
ingur að næstu sýningu um leið og
einni lýkur en starfið fer á fullt um
ári fyrir sýningu. „í fyrra var sam-
ráðshópur stofnaður í þeim tilgangi
að samræma aðgerðir til að sýning-
in yrði sem best úr garði gerð, en í
hópnum voru fulltrúar ensku og ís-
lensku skipuleggjendanna, fulltrú-
ar íslenskra fyrirtæka og Útflutn-
ingsráðs. Fjöldinn sem kemur að
verkinu eykst eftir því sem nær
dregur en um 50 til 70 manns á
vegum sýningarstjórnar koma að
undirbúningnum. Að mörgu þarf
að gæta og enginn þáttur er svo lít-
ill að ekki þurfi að hyggja að hon-
um.“
Sýningin er í fyrsta sinn í Kópa-
vogi og lætur Ellen vel af sam-
starfinu við Kópavogsbæ.
„í fyrra var ákveðið að sýningin
yrði haldin í Smáranum og höfum
við átt náið og mjög gott samstarf
við Kópavogsbæ, bæjarstjórn
Kópavogs og einstaka sérræðinga
frá fyrsta degi. Maður hefur geng-
ið undir manns hönd til að tryggja
að skipulag og framkvæmd yrðu
sem best verður á kosið og hefur
verið sérstaklega gaman að sjá
Kópavog lyfta Grettistaki í Smár-
anum í þessu sambandi.“
Tilgangur sýningarinnar er að
afla sambanda og kynna íslenska
framleiðslu, íslenska sérþekkingu
og íslenska þjónustu á alþjóðlegum
vettvangi, að sögn Ellenar. „ís-
lendingar eru í framvarðarsveit í
sjávarútvegsmálum, fiskvinnslu og
þjónustugreinum, og svona sýning
er ein besta leiðin til að kynna það
sem við höfum að bjóða en ein-
kenni sýningarinnar eru hátækni
og fjölbreytni."
Forseti Islands
heiðursgestur
• ÓLAFUR Ragnar Grimsson,
forseti fslands, verður heiðurs-
gestur við opnun íslensku sjáv-
arútvegssýningarinnar, sem
verður í hátíðarsal Smáraskóla
í Kópavogi og hefst kl. 10 ár-
degis. Forsetinn skoðar siðan
sýninguna í fyigd sýningar-
stjórnar. Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra opnar
sýninguna formlega en auk
þess verður Halldór Ásgrims-
son utanríkisráðherra á meðal
gesta við opnunina.
Sýningin opin í
fjóra daga
• ÍSLENSKA sjávarútvegssýn-
ingin verður í Smáranum í
Kópavogi 1. til 4. september og
verður opið klukkan 10 til 18
alla sýningardagana. Gert er
ráð fyrir á annað þúsund gest-
um erlendis frá og telja skipu-
leggjendur að sýningargestir
verði allt að 20.000.
Jóhannes með
4 veitingastaði
• JÓHANNES Stefánsson, veit-
ingamaður í Múlakaffi, sér um
veitingaþjónustuna eins og á
þremur undangengnum sýning-
ura. Að þessu sinni verða fjórir
veitingastaðir á fjórum stöðum;
á efri hæðinni í íþróttahúsinu
Smáranum, í skólanum og tveir
í Tennishöllinni. „Þetta er sann-
kölluð heimssýning og við
frumsýnum sjávarréttahlaðborð
þar sem við bjóðum upp á meira
en 25 rétti í hádeginu, vcrðum
með súpu- og salatbar, grill-
rétti, smárétti og fleira,“ segir
Jóhannes.
Sjávarútvegs-
verðlaun afhent
• ÍSLENSKU sjávarútvegs-
verðlaunin verða afhent í fyrsta
sinn og verður athöfnin á hátíð-
arkvöldi á Hótel íslandi á föstu-
dagskvöld. Verðlaunin verða
veitt fyrirtækjum og einstak-
lingum sem þykja hafa náð
framúrskarandi árangri á ýms-
um sviðum sjávarútvegs, fisk-
vinnslu, framleiðslu tæknibún-
aðar og markaðsátaks.
Tímaritið World Fishing,
Fiskifréttir og Fjárfestinga-
banki atvinnulífsins standa að
verðlaununum en Hampiðjan
hf., Eimskip hf. og Brunnar ehf.
eru einnig sérstakir stuðnings-
aðilar.
Viö hjá Plastco sérhœfum okkur í sölu á hátœkni-pökkunarvélum.
Nýtt útlit - Meiri sjálfvirkni - Meiri hraöi - Meiri nákvœmni
Velkomin á bás E 82 á Sjávarútvegssýningunni 1999
Sími 567-0090 • Fax 557-3688 • Netfang plastco@mmedia.is