Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 8
8 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ná sjónvarpinu hvar sem er á sjó Ismar kynnir nýjan búnað frá SeaTel MEÐAL nýjunga sem ísmar hf. sýnir á íslensku sjávarútvegs- sýningunni verður viðtökubún- aður til að taka á móti sjónvarps- sendingum frá gervihnöttum frá fyrirtækinu SeaTel. Þessi búnaður gefur sjómönnum kost á að fylgjast með heimsfréttum, íþróttaviðburðum og öðru áhugaverðu efni nánast hvar sem þeir eru staddir á hnettinum. Búnaðurinn býður einnig upp á tengingu við Netið. ísmar mun kynna nýja gervi- hnattasíma frá Globalstar. Þessir símar eru litlir handsímar sem gefa möguleika á sambandi víðs vegar um heiminn gegnum hið nýja Globalstar-kerfi. Einnig verða sýndir símar af sömu gerð sem henta vel sem fastir símar í skip. Scanmar-búnaður fyrir skip með tvö troll Scanmar-fyrirtækið hefur þróað veiðarfærastýringu sína þannig að nú er hægt að nota höfuðlínubúnað- inn, eða svokölluð trollaugu, á tveim trollum í einu. Ismar hefur nú þeg- ar selt þennan búnað í nokkur rækjuskip sem toga með tvö troll og hefur hann gefið ágætis árangur. Ismar mun kynna þennan búnað á sýningunni ásamt öðrum nýjungum frá Scanmar. Má þar nefna skekkjunema, sem gefur skipstjórn- anda merki ef hann togar trollið skakkt. Af öðru sem ísmar mun kynna má nefna GPS-tæki frá Trimble Na- vigation. Trimble Navigation stend- ur framarlega á þessu sviði og má þess geta að allt DGPS-kerfi Sigl- ingastofnunar er frá fyrirtækinu. Þá framleiðir fyrirtækið einnig mik- ið af nákvæmnismælitækjum sem hafa verið notuð hér á landi við ýmsar framkvæmdir, til að mynda hafnar- og vegagerð. Þá mun ísmar sýna ýmsan bún- að frá þeim framleiðendum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Má þar nefna ratsjár og dýptarmæla frá STN Atlas Elektronik, gýrókompása og sjálfstýringar frá C-Plath svo einhver dæmi séu tek- in. Skjámynd af Nautilus-þrívíddarfiskileitarbúnaðinum frá Radíómiðun hf. ísmar kynnir viðtökubúnað fyrir skip til að taka á móti sjónvarpssend- ingum frá gervihnöttum. Þeir Jón Tryggvi Helgason og Birgir Benediktsson kynna búnaðinn á fslensku sjávarútvegssýningunni. RADÍÓMIÐUN ehf. hefur um árabil verið eitt framsæknasta fyrirtækið á Islandi á sviði fjarskipta-, sigl- inga-, og fiskileitartækja og má m.a. í því sambandi nefna notkun tölva um borð í fiskiskipum með tilkomu MaxSea skipstjórnartölvunnar. Fyrútækið kynnir á íslensku sjávarútvegssýningunni nýja möguleika með nýjum tölvu- og fjarskiptabúnaði. Radíómiðun kynnir byltingarkenndan búnað Radíómiðun ehf. hefur á undan- fömum árum tekið þátt í þróun á þrívíddarfiskileitartækjum í sam- vinnu við kanadískt fyrirtæki og bandaríska sjóherinn. Búnaðurinn nefnist Nautilus og að sögn Jóhanns H. Bjamasonar framkvæmdastjóra er með stórstígum framfömm á tölvubúnaði nú fyrst mögulegt að vinna allt það gífurlega magn upp- lýsinga sem þarf til að birta botnlag í þrívídd með þeim gæðum og þeim hraða sem til þarf. „Hvaða skip- stjórnanda fiskiskips hefur ekki dreymt um að geta séð botnlag í þrívídd eða að geta séð trollið og staðsetningu þess frá öllum sjónar- Sjávarútvegssýningin 1999 Bás D132 gP TSURUMI ihm SLÓGDÆLUR Öflugur valkostur fyrir útgerð og vinnslu Vöndub kapalþétting Yfirhitavörn NíSsterkur rafmótor 3x380 volt 3x220 volt Tvöföld þétting meö sílikoni ó snertiflötum Öflugt og vel opið dæluhjól tlugt oa eð karbí íthnífum YAMAHA Utanborðs- mótorar Ljósavélar Bensín eða dísel. Allar stærðir. x YANMAR Báta- og skipaválar 9-t SLEIPNER MOTOR A.S • Bógskrúfur • Skrúfur • Stefnisrör Ráðgjöf- sala-þjónusta Skútuvogi 12a Slml S6S 1044 hornum þegar verið er að toga? Búnaðurinn gerir skipstjórnendum línu- og netabáta, og reyndar öllum öðrum skipstjórnendum fiskiskipa, kleift að ferðast um undirdjúpin við strendur landsins og skoða kanta og aðra vænlega veiðistaði. Þannig geta þeir séð flestalla hóla, tinda, flök og festur, sem ekki eru til á nú- verandi kortum, í þrívídd," segir Jó- hann. Iridium gervihnattasímkerfi Radíómiðun varð í júní sl. fyrsti þjónustuaðili fyrir Iridium á Islandi og í Noregi. Iridium er gervihnatta- símakerfí og það fyrsta sinnar teg- undar sem nær að þekja alla jörð- ina. Iridium samanstendur af 66 gervihnöttum sem ferðast á sex sporbaugum umhverfis jörðina. Stjórnun samskipta fer fram í gervihnöttunum sem eru í aðeins 780 kílómetra vegalengd frá jörðu, sem veitir meiri talgæði og áreiðan- leika en áður hefur þekkst að sögn Jóhanns. „Sé hringt úr einum Iridium síma í annan fer hringingin beint upp í næsta gervihnött og þaðan stystu leið á milli gervihnatta í þann síma sem verið er að hringja í. Iridium er því óháð fjarskiptakerfinu á jörðu niðri og þar af leiðandi mikið örygg- istæki, jafnframt því að notkunin verður helmingi ódýrari en ef talað er frá hefðbundnum landsíma í Iri- diumsíma eða öfugt. Af þessum sök- um hafa nokkur úgerðarfyrirtæki þegar tekið Iridium í notkun með þeim hætti að hafa Iridium síma í skipunum og á skrifstofunni og haft þannig milliliðalaus samskipti sín á milli. Radíómiðun starfrækir sérstakt þjónustunúmer fyrir notendur Iri- dium en með því að hringja í það Búnaður til að skoða botnlagið í þrívídd númer getur viðkomandi fengið úr- lausn sinna mála fyrir þær vörur og þjónustu sem Radíómiðun veitir, fyrir aðeins brot af kostnaði af hefð- bundnu Iridium samtali. Notendur Iridium-síma geta einnig fengið símboða og fengið sent stutt skila- boð til dæmis með tölvupósti og er sú þjónusta ókeypis," segir hann. Ótal upplýsingar í Þjónustubanka Radíómiðun hefur komið upp sér- stökum þjónustubanka þar sem samþjöppuðum upplýsingum er komið eftir NMT símakerfinu eða Inmarsat C gervihnattafjarskipta- kerfinu fyrir þau skip sem eru á fjarlægum miðum. Grunnur þjón- ustubankans er MaxSea-skipstjórn- artölvan en notkun bankans er afar einföld þar sem viðkomandi fær upp á skjáinn sérstakan „pöntunarseðil" þar sem hann merkir við þau atriði sem hann vill fá send. Veðrið á margan máta Þjónustubankinn býður upp á mismunandi flokka. Meðal þeirra eru veðurspákerfi þar sem hægt er að fá allt að 5 daga veðurspá og skoða veðurþróunina í þrepum eða sem kvikmynd. Meðal annars er unnt að fá yfirlit yfir þau veðurkerfi sem gætu haft áhrif á veður á Is- landsmiðum næstu daga o.fl. Frá siglingastofnun verður hægt að fá öldudufia-, hafnar- og veðurat- hugunarstöðvaupplýsingar, frá Fiskistofu er hægt af fá sendar upp- lýsingar um skyndi- og reglugerð- arlokanir, veiðigagnagrunnur held- ur utan um allar upplýsingar um veiðiferðina s.s. dagsetningar, tíma, staðsetningu, dýpi o.s.frv. Ennfremur er hægt að senda aflaskýrslu beint til Fiskstofu með tölvupósti. Þá er hægt að nálgast gi'einar úr Fiskifréttum og upplýs- ingar um gengi gjaldmiðla, auk þess sem hægt er að leggja inn og sækja veiðiupplýsingar í sérstakan gagna- banka. Aðrir flokkar sem verið er að vinna að eru m.a. ferðaáætlnair flugfélaga og langferðabifreiða, ýmsar afþreyingar, s.s. getraunir, upplýsingar um verð á fiskmörkuð- um o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.