Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Kbiónusta HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJONUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 J|l TRAUST KNOW HOW Ltd. ************************* Klapparstígur 18, 101 Reykjavík • Sími 567 4670, Fax: 567 4172 E-mail: traust@isholf.is • Heimasíöa: http://www.traust.is Veitum ráðgefandi verkfræðiþjónustu við hönnun og skipulagningu. Yfir 20 ára reynsla Við bjóðum eftirfarandi búnað: • Saltdreifara • Sprautusöltunarvélar • Þurrkklefa • Skelvinnsluvélar • Rækjuvinnsluvélar • Reykofna • Lausfrysta • Skreiðarpressur • Umsöltunarbúnað • Loðnuhrognabúnað • Vacuumlöndunardælur • Síldar- og loðnuflokkara • Uppþýðingarvélar • Kassaþvottavélar • Sigtisbönd fyrir loðnu • Færibandareymar ************************* www.mbl.is FRÉTTIR SYSTÉÍVÍ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hilmar Sigurgíslason, Hans Óli Rafnsson, Jónas Ágústsson og Guðmundur Kristinsson hjá Eltak standa fyrir aftan búnaðinn frá Soco-systems. Eltak með heildarlausn í pökkunarferlinu ^^^^^^^^■■■■■■■■i* Eltak ehf. er níu ára gamalt fyrir- KxmTiíi AÍTIYIÍO* YVifÍíl tæki sem sérhæfir sig í sölu og rvyillla BUlIllg þjónustu á rafeindavogum og öðr- flokkara frá Póls um búnaði til vigtunar, flokkunar, skömmtunar, pökkunar og vöru- frágangs. Fyrirtækið tekur þátt í sjávarútvegssýningunni og mun kynna vörur frá samstarfsaðilum sínum sem koma víða að. Jónas Ágústsson segir að fyrir- tækið leggi mikinn metnað í að framlag þess til sýningarinnar verði sem best. „Við verðum með stóran bás og munum leggja áherslu á sjálfvirka heildarlausn á pökkunar- ferli afurða ásamt öðrum gagnleg- um vörum sem við höfum upp á að bjóða.“ „Þessi heildarlausn, frá Soco Sy- stem, sem við erum með á pökkun- arferlinu er mjög öflug. Fyrst fer afurðin í kassabrotsvél, en hún er sjálfvirk og límir og setur saman pappakassa utan um afurðina. Hún er mjög afkastamikil og getur sett saman 12-15 kassa á mínútu. Þegar búið er setja afurðina í kassa fer hún á færibandi í vélmenni sem er með innbyggða brettavafningsvél. Vélmennið sér um að raða kössun- um á bretti og ganga frá því. Hægt er að stilla það á ýmsa vegu þannig að það ræður við mismunandi stærðir og gerðir af kössum. Þegar þessu ferli er lokið kemur til skjal- anna brettafæriband, sem er raf- drifið flutningskerfi fyrir vöru- bretti. Þetta er ákaflega hagkvæm samstæða sem sparar fjölmörg handverk," segir Jónas. Hægt er að fá þennan búnað stakan eða í einni heild. Nýir íslenskir flokkarar Eltak er samstarfsaðili Póls á Isafirði sem framleiðir rafrænar vogir og flokkara. „Við höfum í sam- vinnu við þá þróað nýja gerð flokk- ara fyrir fiskvinnslur. Við höfum endurhannað allan rafeindabúnað í flokkaranum og reynt að endur- bæta eftir fremsta megni. Þessir flokkarar hafa fengið frábærar við- tökur, sérstaklega hjá saltfiskverk- endum. Við höfum nú þegar selt þá í yfir 20 vinnslur um allt land.“ Jónas segir ennfremur að mikill uppgangur sé í saltfiskvinnslu og ljóst að verkendur eru farnir að leggja meiri metnað í gæðamálin og fylgjast því vel með öllum nýjung- um. Evrópumarkaður krefst málmleitartækja Eltak mun kynna á sýningunni nýja tegund af málmleitartækjum fyrir matvælaiðnað. Þessi málm- leitartæki eru ekki seld vegna ótta við óþarfa vopnaburð starfsmanna frystihúsa heldur er um að ræða sí- auknar kröfur frá kaupendum full- unninna sjávarafurða á að allar af- urðir fari gegnum svona tæki til að koma í veg fyrir að skrúfur eða eitthvað álíka fylgi með. „Allir stórir kaupendur á Evrópumark- aði, til að mynda Marks og Spencer, kaupa ekki fullunnar vör- ur nema þær fari í gegnum svona tæki,“ segir Jónas. „Við ætlum að kynna LOMA IQ málmleitartæki á sýningunni. Þetta tæki nær 30% meiri næmi í skynjun á málmagnir í matvælum en eldri gerðirnar á markaðnum og það þýðir að títu- prjónshaus myndi ekki sleppa í gegn.“ Af öðrum búnaði sem Eltak verður með á sýningunni má nefna gátvog sem einnig kemur frá Loma. En hugbúnaður vogarinnar vinnur samkvæmt stöðlum Evr- ópusambandsins. Einnig verða vogar og mælitæki frá japanska fyrirtækinu AND sýndar og bleksprautuprentarar til merkinga á umbúðum frá Alpha Dot. Að lok- um má nefna að pökkunarvélar með lofttæmingarbúnaði frá hinum virta framleiðanda MultiVac verða kynntar. I Hönnun og útboð nýsmíða. Önnumst einnig verk- og útboðslýsingar á breytingum og viðgerðum. Gerum samanburð á tilboðum og sjáum um samningagerð, hönnun og útboð á fiskvinnslulínum, hailaprófanir og stöðugleikaútreikninga. Vinnum einnig matsgerðir. SKIPATÆKNI Member of the Vik-Sandvik Group Borgartúni 30 105 Reykjavik S(mi: 5 400 500 Fax: 5 400 501 Netfsng: skipataekni@skipataekni.is S H II’ D E S l G N C O N S U l. T A N T S Með nýjan litaradar og „kortaplotter“ Rafhús ehf. er umboðsaðili Japan Radio Company (JRC) á íslandi og mun framlag fyrirtækisins á íslensku sjávarútvegssýningunni að mestu leyti verða helgað vörum frá þeim. JRC er eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem bjóða heildstæða framleiðslulínu í fjarskipta-, fiskileitar- og siglingatækjum í skip. Rafhús með tæki frá Japan Rafhús mun sýna meginhluta rad- arlínu JRC en þar ber helst að nefna nýjan litaradar með ARPA og kortaplotter. Plotterinn notar C-map kortakubba sem eru mikið notaðir af sjófarendum hér á landi. Rafhús mun einnig sýna radara, með bæði lampa- og kristalskjá, sem henta vel í minni báta. Sónarar frá JRC komnir aftur Sónarar frá JRC hafa ekki verið á boðstólum hér á landi í meira en ára- tug en nú hefur Rafhús gert bragar- bót á því og mun kynna nýjustu gerð- ir af sónurum frá fyrirtækinu á sýn- ingunni. Þeirra á meðal verður nýr millitíðni 55khz hringsónar sem hef- ur fengið góðar viðtökur hjá skip- stjórum á nótaskipum í nágranna- löndunum. Rafhús mun kynna þrjár gerðir dýptarmæla frá JRC en þeir hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi undanfarin ár. Einnig mun fyrirtæk- ið kynna talstöðvar, veðurkortaritara og annan búnað sem tengist GMDSS-væðingu flotans sem og aðr- ar vörur frá þekktum framleiðendum eins og WESMAR og SCANTROL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.