Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐTAL
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 43 '
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Jón Steinar Árnason og Ásgeir Sigurvinsson, eigendur Sjólistar.
Sýningar skipta máli hafi
menn eitthvað að sýna
r.
EIMAR OG EIMSVALAR
SMIÐJUVEGI 38 S:587-4530 kv@kaelivelar.com
SIEMENS
IEHF
IHAFLI0A
Sjólist hf. er nýtt fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í sölu á fjarskiptabúnaði
og búnaði til þess að taka við gervi-
hnattasendingum í skip. Fyrirtækið
er á öðru aldursári og mun taka
þátt í íslensku sjávarútvegssýning-
unni í fyrsta sinn. Jón Steinar Áma-
son, sem á fyrirtækið með Asgeiri
Sigurvinssyni, segir sýningar af
þessu tagi geti skipt miklu fyrir íyr-
irtæki sem eru að ryðja sér til rúms.
„Það sem skiptir auðvitað sköpum
er að menn séu með góðar vörur og
þjónustu - ef þessir þættir eru ekki
fyrir hendi breytir sjávarútvegssýn-
ing ekki neinu. Svona sýningar geta
þó skilað fyrirtækjum samböndum
sem leiða stundum til viðskipta. Það
er líka mikilvægt fyrir menn að
minna á sig í þessari grein og þau
fyrirtæki sem við erum í samstarfi
við gera þá kröfu að við tökum þátt í
sýningunni."
Jón Steinar segir að ekki sé hægt
að spá fyrirfram um hvort þátttaka
í sýningu skili einhverju, en bætir
jafnframt við að ástandið í greininni
gefi yfirleitt tóninn. „Sýningar eru
mjög háðar ástandinu í greininni.
Eg starfaði fyrir annað fyrirtæki,
sem sýndi á fyrstu sýningunni 1993.
Þá var útvegurinn enn að jafna sig
eftir erfiðleikatímabil í greininni,
enda var lítið selt á þeirri sýningu.
Aftur á móti var síðasta sýning með
fjörlegra móti og margir sölusamn-
ingar gerðir. Við búum við gott
ástand núna og þess vegna má ætla
að sýningin nú verði vel heppnuð."
Einangrun sjómanna
mun heyra sögunni til
Sjólist mun sýna búnað á sýning-
unni sem gerir sjófarendum kleift
að fá aðgang að gervihnattsjón-
varpi, Netinu og fleiri hlutum sem
tengjast samskiptabyltingu vorra
tíma. Búnaðurinn er frá enska stór-
fyrirtækinu Applied Satellite
Technology. Sjólist selur búnaðinn í
samstarfi við Tæknival. „Sjómenn
hafa rétt á því að vera í sambandi
við umheiminn þótt þeir séu að
sækja björg í bú. Ég sé fyrir mér að
innan skamms verði gervihnatta-
búnaður af þessu tagi kominn í öll
stærri skip. Það eru sjálfsögð
mannréttindi að sjómenn geti sent
bréf heim til sín gegnum tölvupóst
eða talað í síma við nánustu að-
standendur burtséð frá því hvar
þeir eru staddir á hafinu. Þessi
tækni er vel á veg komin í þróun og
aðeins tímaspursmál hvenær menn
ranka við sér og fara að setja þetta í
skipin.“ Reyndar eru einhverjir
famir að kveikja á perunni. Utgerð
Vigra RE hefur fest kaup á búnað-
inum og verður hann settur i skipið
eftir sýninguna.
Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki hafi
til sölu búnað til margmiðlunar í
Sjólist hf. er fyrirtæki
sem hefur verið að
ryðja sér inn á
fjarskiptamarkaðinn
síðastliðin tvö ár.
Fyrirtækið tekur þátt í
--------7--------------
________Islensku_______
sjávarútvegssýningunni
í fyrsta sinn og af því
tilefni hitti Orn
Arnarson Jón Steinar
Arnason, annan
eiganda fyrirtækisins,
og tók hann tali.
skipum hefur Jón Steinar ekki
áhyggjur af samkeppninni. „Við
hræðumst ekki samkeppni. Sá sem
hefur besta loftnetsbúnaðinn mun
standa upp úr í þessari keppni og
við höfum fulla trú á okkar græj-
um.“
GMDSS-væðingu flotans
lýkur eftir eitt ár
Sjólist er með umboð fyrir
Scanti-fjarskiptabúnaðinn sem hef-
ur farið í mörg skip sem hafa þurft
að skipta um talstöðvarbúnað vegna
laga sem skylda sjófarendur til að
vera með GMDSS-kerfið í skipum.
„Scanti er mjög gott fyrirtæki sem
teygir anga sína víða um heim. Það
er gott að vera í samstarfi við fyrir-
tækið, því það getur útvegað við-
gerðarmenn hvar sem er á hnettin-
um. Salan hefur gengið mjög vel hjá
okkur, en það breytir því ekki að á
endanum verða öll skip komin með
þann búnað sem lög gera ráð fyrir.
En þá tekur eitthvað annað við.
Öryggisbúnaður fyrir sjófarendur
er hlutur sem alltaf verður eftir-
spum eftir.“
Sjólist hefur ekki einskorðað sig
við íslandsmarkað í sölumálum.
Fyrirtækið hefur selt fjarskipta-
búnað til nokkurra landa víðsvegar
um heim. „Það er fast í okkur Is-
lendingum að sjá ekki lengra en 200
mílurnar. Það er eins og lögsagan
sé girðing sem blindi okkur sýn. Við
erum hins vegar fullir af sjálfs-
trausti og sjáum enga ástæðu til
þess að við getum ekki keppt við
sambærileg erlend fyrirtæki. Þegar
við höfum verið að selja erlendis
höfum við fundið fyrir því að mönn-
um finst ekkert verra að eiga við
okkur, þótt íslendingar séum. Við
vitum betur en flestir aðrir hvaða
aðstæður búnaður í skipi þarf að
þola og sú vitneskja veitir okkur oft
á tíðum forskot á erlenda keppi-
nauta.“
Skemmtilegar nýjungar
Þrátt fyrir að leggja mesta
áherslu á að sýna Scanti-fjarskipta-
búnaðinn og loftnet til gervihnatta-
móttöku verður Sjólist með fleira á
boðstólum á sýningunni. „Sem gam-
all skipstjóri er ég sérstaklega hrif-
inn af einum hlut sem við vorum að
fá til sölu. Það er þráðlaus mús sem
hægt er að vera með í lófanum.
Skipstjórnendur eru yfirleitt á sí-
felldu flakki um brúna, öskrandi á
kallana út um brúargluggann og svo
framvegis, og þess vegna getur ver-
ið hentugt fyrir þá að geta stjórnað
til að mynda plottemum þráðlaust."
Fyrirtækið mun einnig sýna nýja
tölvuskjái af Mermaid-gerð, sem
henta vel til sjós, sem og flestan
þann öryggisbúnað sem sjófarendur
þurfa að hafa um borð.
Verið velkomin á bás A68
á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi
dagana 1.- 4. september ^ þekking reynsla þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000
Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is
r
i