Morgunblaðið - 07.09.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 07.09.1999, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Finnbogi Jakobsson (frá vinstri), taugasérfræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Mario Siebler, taugasérfræðingur á háskólasjúkrahúsinu í Diis- seldorf, Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur á Landspítala, og Stephan Theiss, eðlisfræðingur frá DUsseldorf, hafa starfað saman að þróun nýs tækis til að greina heilablóðfall. Fremstur fyrir miðju er Ingólfur G. Arnarson tölvunarfræðingur. Þróa nýtt tæki til að greina heilablóðfall NYTT TÆKI sem greinir heilablóð- fall á skjótan hátt er nú í þróun hjá Taugagreiningu hf. Að sögn Egils Mássonar framkvæmdastjóra er nýja tækið mun fljótvirkara en heila- rit sem nú er notað og getur greint heilablóðfall innan tíu mínútna. Tækið byggist á aðferð sem þró- uð var af læknum við háskóla- sjúkrahúsið í Dusseldorf, og hefur Taugagreining hf. einkarétt á hag- nýtingu þessarar aðferðar. Dr. Mario Siebler, taugalæknir og yfir- maður heilablóðfallsdeildarinnar á Háskólasjúkrahúsinu í Dusseldorf, og Stephan Theiss eðlisfræðingur, sem starfar með dr. Siebler, voru hér í síðustu viku til að kynna þetta nýja tæki fyrir íslenskum læknum. Skjót greining lykillinn Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsök hér á landi og ein al- gengasta ástæðan fyrir varanlegri fötlun. Miklu skiptir að heilablóðfall greinist sem fyrst svo hægt sé að koma í veg fyrir frekari áföll og al- varlegar heilaskemmdir af völdum þess. „Tækið sem við erum að þróa, og við köllum Key Stroke, er einfalt í notkun og gefur skjóta niðurstöðu. Það getur því auðveldað greiningu á sjúkdómnum verulega. Nú eru komin á markaðinn ný lyf sem geta komið í veg fyrir alvarlegar afleið- ingar heilablóðfalls en þau verður að gefa strax ef þau eiga að virka. Þannig er skjót greining lykillinn," segir Egill Másson. Að sögn dr. Sieblers er vandinn við heilarita sem nú eru í notkun sá að þeir eru flóknir í notkun og eins þurfa að vera sérfræðingar á staðn- um til að lesa úr niðurstöðunum. Einnig eru notuð sneiðmyndatæki núna við greiningu en niðurstöður úr þeim liggja ekki fyrir fyrr en eft- ir sólarhring. „Tækið sem við höfum þróað er einfaldara að öllu leyti og niðurstöður liggja fyrir innan tíu mínútna. Þetta er byggt á tölvufor- riti sem sérfræðingur getur lesið úr í tölvunni hjá sér en þarf ekki að koma á deildina þar sem sjúklingur- inn liggur. Þetta flýtir allri úr- vinnslu. Þá erum við einnig að þróa minna tæki sem er ætlað fyrir bráðadeildir. Það er mun auðveld- ara í notkun, svo auðvelt raunar að nánast hver sem er getur notað það. Slíkt er mjög heppilegt til dæmis úti á landi þar sem háþróuð sjúkrahús eru ekki á næsta leiti. Þá gætu til dæmis læknar á staðnum, hjúkrun- arfólk eða jafnvel sjúkraflutninga- menn notað það og með tölvutækn- inni fengið sérfræðinga á sjúkra- húsum til að lesa úr mælingunum jafnóðum," segir dr. Siebler. Þýsk aðferð Aðferðin við Key Stroke var fundin upp af dr. Siebler og Theiss. „Taugagreining fékk einkarétt á hagnýtingu hennar fyrir tæpu ári,“ segir Egill. „Við höfum svo fengið styrki bæði frá Iðntæknistofnun og Nýsköpunarsjóði til frekari þróun- ar. Aðferðin byggist fyrst og fremst á tölvuforriti en síðan þarf einnig að þróa lítið tæki með og við erum í samstarfi við enskt fyrirtæki sem sér um framleiðslu tækjanna. Fyr- irtæki okkar sér eingöngu um þró- un hugbúnaðar og vélbúnaðar en ekki framleiðslu." Egill segir að enn sé nokkuð í land í þróunarvinnunni. „Tækið hef- ur verið reynt á sjúkrahúsi í Þýska- landi og gefið mjög góða raun. Fyr- ir stuttu gerðum við svo samning við háskólasjúkrahúsið í Boston, eða Massachusetts General Hospi- tal, sem ætlar að prófa frumgerð tækisins nú í haust. Við bindum mikla vonir við þær prófanir og væntum niðurstaðna í vetur. Þær niðurstöður verða notaðar til að sækja um viðurkenningu banda- rískra heilbrigðisyfirvalda. Þá verða þessi tæki einnig prófuð á tveimur sjúkrahúsum í Þýskalandi og einu á Norðurlöndum á næstunni. Við von- um einnig að þessi tæki verði próf- uð hér á landi innan tíðar.“ Nokkrar fjárréttir haustið 1999 Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. Laugardagur 11. sept. Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, Rang. Fimmtudagur 23. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Sunnudagur 19. sept. Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós. Laugardagur 25. sept. Felisendarétt í Miðdölum, Dal. Laugardagur 18. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Þrd. 14. sept. og sunnud. .19. sept. Sunnudagur 12. sept. Föstúdagur 10. sept. Sunnudagur 19. sept. Laugardagur 18. sept. Þrið.judagur 21. sept. Laugardagur 11. sept. Laugardagur 18. seþt. Mánudagur 20. sept. Sunnudagur 12. sept. Laugardagur 11. sept. Sunnudagur 12. sept. Föstudagur 10. sept. Laugardagur 18. sept. Mánudagur 20. sept. Sunnudagur 19. sept. Miðvikudagur 15. sept. Laugardagur 11. sept. Laugardagur 18. sept. Laugardagur 18. sept. Miðvikudagur 15. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. Þórkötlustaðarétt í Grindavík. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Ölfusrétt í Ölfusi, Árn. F.yótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. Æossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp.). Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. Hhðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði. Lönguhlíðarrétt v/Bláfjallaveg. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. Oddsstaðarétt í Lundárreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. Reynistaðarrétt í Skagafirði. Selfiatarrétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. SiJfrastaðarétt í Akrahr., Skgg. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. Skaftáurétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skaftártungurétt í Skaftártungú, V.-Skaft. Skarðarétt í GönguskörðHm, Skag. Skarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. Föstudagur 17. sept. Laugardagur 11. sept. Sunnudagur 12. sept. Mánudagur 20. sept. Mánudagur 20. sept. Mánudagur 20. sept. Föstudagur 10. sept. Laugardagur 11. sept-. Laugardagur 11. sept. Laugardagúr 11. sept. Mánudagur 20. sept. Sunnudagur 12. sept. Laugardagur 11. sept. Laugardagur 11. sept. Föstudagur 10. sept. Föstudagur 10. sept. Laugardagur 11. sept. Laugardagur 18. sept. Laugardagur 11. sept. Mánudagur 20. sept. Þriðjudagur 21. sept. Lögreglan í átökum Beitti kylf- um og piparúða sér til varnar RÁÐIST var að lögreglumönnum á skemmtistaðnum Sportkaffi við Þingholtsstræti í Reykjavík að- faranótt sunnudags og þurfti lög- reglan að nota kylfur og piparúða sér til varnar. Óskað var eftir aðstoð lögreglu að veitingahúsi við Þingholtsstræti um miðnætti á laugardag, en þar áttu dyraverðir í erfiðleikum með gesti staðarins og óskuðu eftir að- stoð við að vísa fólki frá. Er lög- reglumenn hugðust ræða við einn gestanna brást hann illa við og þegar hann var færður brott var ráðist að lögreglumönnunum. Tals- verð átök urðu milli lögreglu og nokkurra gesta og urðu lögreglu- menn að nota kylfur og piparúða (varnarúða) til varnar, eins og áður sagði. Þrír voru handteknir á staðnum og færðir til vistunar á lögreglu- stöð. Tveir lögreglumenn slösuðust í átökunum en þó ekki alvarlega. Lögi-eglumenn lentu einnig í átökum snemma á sunnudags- morgun, en þá við eftirlýstan sí- brotamann. Lögreglumenn sem voru að aka ölvaðri konu heim til sín veittu því athygli að í húsnæði hennar dvaldi eftirlýstur síbrota- maður. Hann brást iha við hand- töku lögreglu og réðst að lögreglu- mönnunum vopnaður rörbút. Maðurinn var handtekinn og einnig annar karlmaður, sem var á staðnum. Þeir voru báðir vistaðir í fangahúsi lögreglu. ----------------- Hótel Flókalundur til sölu Tvö óform- leg tilboð hafa borist HÓTEL Flókalundur í Vatnsfirði á Barðaströnd er til sölu. Hótelið var auglýst til sölu um síðustu helgi og hafa þegar tvö óformleg tilboð borist í hótelið, að sögn Péturs Sig- urðssonar, forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða. Sambandið er stærsti eignaraðili hótelsins ásamt verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði og Eflingu í Reykjavík. Hótelið hefur verið í eigu 17 verkalýðsfélaga í Reykjavík, á Akureyri og Vestfjörðum síðan 1979 og var upphaflega rekið í sambandi við orlofshúsabyggð á svæðinu. Að sögn Péturs hefur um nokkurt skeið verið rætt um að selja hótelið vegna þeirra endur- bóta og breytinga sem þarf að gera -á því, meðal annars stækkunar. Ekki sé samkomulag meðal núver- andi eignaraðila um hvort þeir vilji eiga hótelið áfram með þeirri áhættu sem því fylgir, en að sögn Péturs hefur Verið borgað með rekstri þess í nokkur ár. Því hafi verið tekin ákvörðun um að selja hótelið og ef viðunandi tilboð berist verði því tekið. Ef ekki, verði leitað eftir öðrum leiðum til að breyta eignaraðildinni. Möguleiki sé á að einhverjir eigendur sameinist um að kaupa aðra út. Pétur segir að tvö óformleg til- boð hafi þegar borist, annað frá vestfirskum aðilum en hitt frá höf- uðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.