Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
I
Í
Skáldunum í hverfinu voru veitt verðlaun sem nefnast
Máttarstólpi.
Grafarvogi sem hefur náð ár-
angri á sviði listsköpunar og
verið hverfínu til sóma. I ár
fengu „skáldin í hverfínu"
verðlaunin, en það er hópur
sem samanstendur af Einari
Má Guðmundssyni, Ragnari
Inga Aðalsteinssyni, Gyrði
Elíassyni, Sigmundi Erni
Rúnarssyni, Aðalsteini Ing-
ólfssyni, Önnu S. Björnsdótt-
ur og Kristínu Marju Bald-
ursdóttur. Skáldin tóku við
verðlaununum á hátíðinni og
tróðu síðan upp með ljóða-
lestri í hátíðarsal Fjölnis.
Hópurinn stóð m.a. fyrir hag-
yrðingakvöldi síðasta vetur
og hefur í bígerð að gefa
sameiginlega út bók með
haustinu.
Þegar líða tók á daginn
færðist hátíðin yfír til Gufu-
nesbæjarins gamla, og var
þar margt til skemmtunar
gert. Um kvöldið var síðan
brekkusöngur við varðeld í
umsjón Dalbúa og að því
loknu var flugeldasýning.
Dagskránni lauk síðan með
íjölmennum dansleik í
Iþróttamiðstöðinni með
hljómsveitinni Sóldögg.
Ragnhildur segir hátíðina
hafa tekist ákaflega vel og að
framhald verði á. Hverfið
verður virkur þátttakandi í
menningarárinu 2000 og
verður bryddað upp á menn-
ingarviðburðum allt árið.
Hún telur að Grafarvogsdag-
urinn eigi eftir að vinna sér
sess í framtíðinni. Það sé líka
mikilvægt fyrir fólkið í hverf-
inu, sér í lagi þar sem margt
fólk komi utan af landi og
vanti gjaman einhvem bæj-
arbrag á hverfið.
Kvartað
undan
umferðar-
hávaða við
Lyngás
UMFERÐARHÁVAÐI við
HafnarQarðarveg er líklega
yfir viðmiðunarmörkum víða
í húsum við veginn. Þrjár
kvartanir vegna hávaða hafa
borist bæjarstjdrninni, ein
þeima frá Ásgeiri Long, íbúa
við Lyngás. Asgeir segir að
hávaðann við Lyngás megi
einkum rekja til mikillar og
háværrar umferðar mótor-
hjóla niður Lyngásinn í við-
gerðaraðstöðu neðar í hverf-
inu.
„Það á að vera 30 km há-
markshraði í götunni og hér
er ein léleg hraðahindrun en
það er mikil umferð, ekki
síst frá mótorhjólastrákum
langt fram á nætur og þeir
gefa í í götunni og eru á
80-100 km hraða um leið og
komið er framhjá hindrun-
inni. Frá þessu er mikill gnýr
langt fram á nætur en þarna
sýst aldrei lögregla," segir
Ásgeir.
Ásgeir segist hafa sent
bænum ein fjögur erindi
vegna málsins. Hann vill fá
gerðar hávaðamælingar
þarna í mánuð og einnig vill
hann fá aðra hraðahindrun í
götuna. „Hraðahindrunin
mundi gera mesta gagnið,
því þarna er gefið í upp í
mikinn hraða,“ segir hann.
Hann segir ástandið verst á
Morgunblaðið/Kristinn
Ásgeir Long segir hávaða frá umferð um Ilafnarfjarðar-
veg og Lyngás vera óviðunandi.
vorin og haustin. Hann hefur
líka bent á að jarðefnisflutn-
ingum hefur verið beint inn í
hverfið í stað þess að búa til
sérstakan veg út frá Vífils-
staðavegi.
Ásgeir hefur fengið svar-
bréf við erindum sinum til
bæjarins og erindum hans
hefur verið vísað til umferð-
arnefndar bæjarins og til
lögreglu. Hann er þó ekki
ánægður með síðasta svarið
frá bæjarstjóranum og telur
viðbrögð kerfisins við kvört-
unum sínum vera daufleg.
í fundargerðum Garðabæj-
ar kemur fram að alls hafi
þijár kvartanir borist vegna
hávaða frá Ilafnarfjarðar-
vegi, ein frá Lyngási, önnur
frá Aratúni og sú þriðja frá
Lækjarfit. Umferðarnefnd
bæjarins telur umferðarhá-
vaða frá götunni mjög lík-
lega yfir 65 desíbela viðmið-
unarmörkum. Nefndin hefur
lagt til að bæjarstjórn taki
upp viðræður við Vegagerð-
ina um hávaðavamir við göt-
una. Um kröfuna um aðra
hraðahindmn á Lyngás er
hins vegar bókað í fundar-
gerð að sú eina hindmn sem
fyrir er eigi að nægja. Telur
nefndin að önnur hindran
mundi jafnvel auka hávaða
vegna bremsunar og hröðun-
ar-.
Ásgeir Long segir að um-
ferð um Hafnarfjarðarveg-
inn sé ipjög hröð. „Hámarks-
hraðinn er 70 km/klst. en ef
maður ekur þarna á 70-80 er
maður bar að þvælast fyrir.“
Hann bindur vonir við að
gripið verði til aðgerða
þama; hávaðamælinga, sýni-
legri löggæslu og eins bindur
hann vonir við að bærinn sjái
að sér og bæti annarri
hraðahindran á Lyngásinn.
Garðabær
Átak
gegn
einelti
fær styrk
Hafnarfjörður
Hafnarfjarðarbær hef-
ur veitt tveimur fram-
takssömum mönnum 150
þúsund króna styrk til
eflingar átaks gegn ein-
elti.
Þeir Haraldur Olafsson
og Arnar Ægisson,
starfsmenn í Setrinu, sem
er félagsmiðstöð fyrir
unglinga í Setbergs-
hverfi, hafa í sumar verið
að vinna í átaki gegn ein-
elti. Þeir hafa m.a. unnið
við gerð bæklinga og
veggspjalda, þar sem
fjallað er um einelti. Arn-
ar var ánægður með að fá
styrkinn, en sagði hann
duga skammt þar sem
kostnaður við átakið væri
nálægt einni milljón
króna. Hann sagði að
mismunurinn væri brúað-
ur með framlögum frá
fyrirtækjum, en þeir
væru á launum hjá
Æskulýðs- og tómstunda-
ráði Hafnarfjarðar.
Að sögn Amars hefur
verkefnið undið upp á sig.
Upphaflega hafi aðeins
átt að einblína á vandann
í Hafnarfirði og heim-
sækja félagsmiðstöðvar
og grunnskóla þar, en nú
hafi verið ákveðið að
bæta Reykjavík í hópinn.
dan velur Mazda!
w
Otrúlega vel búinn bíll á einstöku veröi
Öryggi • ABS hemlaiæsivörn • TCS spólvörn • Öryggisbeltastrekkjarar • Þrjú þriggja punkta
öryggisbelti í aftursæti • Loftpúðar fyrir ökumann og farþega • Hæðarstillanieg öryggisbelti
• Krumpusvæöi aö framan og aftan • Sérstyrkt farþegarými • Þriðja bremsuljósið hásett
• Barnalæsingar í afturhuröum • Ræsitengd þjófavörn • Mótstöðunemar á rúðuvíndum •
Þrír hnakkapúðar á aftursæti • Þægindi • Glasahaldari • Framsætisbak sem breyta má í
hentugt borð • Vetrar- og sumardekk • Hæðarstiiling á aðalijósum • Fullvaxið varadekk •
Dagljósabúnaður • Samlæsingar m/tvöfaldri læsingu • Utihitamælir • Vökva- og veltistýri
• Upphitaðir og rafstýrðir hliðarspeglar • Allt að 421 lítra farangursrými • Aftursæti á sieða
• Tvískipt aftursæti • Afturrúðuþurrka með tímarofa • Rafmagnsrúðuvindur framan og
aftan • Útvarp, segulband og fjórir hátalarar • Geymsluhólf milli framsæta • Hæðarstillanlegt
ökumannssæti
Aðeins kr.
1.490.000
beinskiptur
RÆSIR HF
Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is
ísafjöröur: Bílatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bílasalan Fell Selfoss: Betri bílasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstœöi Muggs Akranes: Bílás Keflavík: Bílasala Keflavíkur