Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 4Í> '' MINNINGAR Gunnar hafði mikinn áhuga á söfn- un bóka, tímarita, mynda og alls konar efnis sögulegs eðlis. Því var oft leitað til hans um margs konar efni og fróðeik, sem vörðuðu starf- semi Lionsklúbbsins Baldurs í gegn- um tíðina. Þótt Gunnar gengi ekki heill til skógar síðustu árin lét hann aldrei deigan síga og mætti ótrauður á fundi til að hitta gamla félaga og upplifa góðan anda, sem ávallt hefur ríkt á fundum Baldurs. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, viljum við félagar Gunnars í Baldri þakka honum dygga og trausta samfylgd á liðnum árum og fyrir allt það starf, sem hann hefur lagt af mörkum í þágu Baldurs. Við eigum eftir að sakna góðs drengs og félaga. Einungis bjartai- og góðar minningar verða eftir í huga okkar við leiðarlok. Far þú í friði, góði vin- ur. Við færum Borghildi, börnum Gunnars og öðrum ættingjum hug- heilar samúðarkveðjur okkar félaga hans í Baldri. Njáll Símonarson. Kveðja frá bekkjarfélögum Enn á ný hefur verið höggvið skarð í hóp okkar bekkjarsystkin- anna fimmtíu, sejn útskrifuðumst úr Verslunarskóla Islands vorið 1943. Gunnar M. Magnússon, starfsmaður Vélsmiðjunnar Héðins hf., allt frá skóladögum til loka starfsára sinna, er nú kvaddur hinstu kveðju, en hann lést 26. ágúst síðastliðinn á 76. aldursári. Að námsárum okkar í Verslunarskólanum loknum var Gunnar frumkvöðull þess að við bekkjarfélagarnir komum oft saman, gjarnan í húsakynnum Héðins hf., og héldum hópinn, félagsskap, sem enn lifír þótt félögunum fækki eins og við er að búast. Fyrir frumkvæði Gunn- ars, ljúfmennsku hans og vináttu við alla félagana er hans nú minnst með þakklæti að leiðarlokum. Minningin um mætan og góðan fé- laga mun lengi lifa. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar Borghildi konu hans, börnum þeirra og fjölskyldum. Bekkjarsystkinin VÍ ‘43. Þær eru ýmsar minningarnar sem bregður fyrir í huganum þegar ég hugsa um afa minn Gunnar. Eg er lánsöm að hafa fengið að eiga afa eins og hann. Afi fylgdist alla tíð vel með því sem við krakkarnir tókum okkur fyr- ir hendur, hvort heldur það var í náminu eða einhverju öðru. Hann spurði ætíð hvað væri að frétta, hvernig gengi, hvenær við færum, kæmum o.s.frv. Það var afa ákaflega mikilvægt að allir fengju tækifæri til að mennta sig og gladdi það hann mjög að sjá fólkið sitt nýta sér það. Hann studdi ávallt við bakið á okkur og sá til þess að engan skorti það sem hann gæti á einhvern hátt gefið okkur. Þegar ég var yngri var það mikið tilhlökkunarefni að fá að fara með afa út að borða í kringum áramótin með Lionsfélögunum. Þá kom hann og sótti okkur á Fermontinum sínum þar sem aðalsportið var að það máttu þrír sitja frammí. Blómastofa Friðjfnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Það var ekki amalegt að eiga afa sem kom reglulega í heimsókn með fullan poka af síríuslengjum og lakk- rísrúllum, sem var alltaf vel þegið. Lengi vel hélt ég að afi minn væri maðurinn sem hefði fundið það upp að vefja lakkrísrúllu utan um lengj- una. Ekki var síðra að fá að hjóla á Lynghagann með vinkonunum þar sem var tekið á móti okkur með lítilli kók í gleri og prins. Afi sá alltaf um að eiga þetta tÖ. Ekki hefur liðið aðfangadagskvöld eða páskadagur á minni ævi þar sem ég hef ekki farið í mat til ömmu og afa á Lynghagann og alltaf jafn ynd- islegt og notalegt að koma í heim- sókn á fallega heimilið þeirra. Afi minn var glæsilegur, kurteis og dug- legur maður, mikill sjentilmaður. Hann var rólegur og það fór ekki mikið fyrir honum í horninu sínu á Selbrautinni þar sem hann átti alltaf frátekið sama sætið. Hjá honum var allt í röð og reglu. Allir afmælisdagar, ný heimilisföng og símanúmer voru samviskusam- lega skráð niður. Afi hefur eflaust verið fyrirmyndar viðskiptavinur í bankanum þar sem hann mætti ávallt með tilbúna inn- eða úttektar- miða skrifaða heima. Þetta litla dæmi lýsir því vel hvernig afi minn var, skipulagður og samviskusamur. Eg bið góðan Guð að styrkja ömmu mína og fjölskylduna alla í sorginni og kveð afa minn að sinni með sömu orðum og voru þau síð- ustu sem hann sagði við mig: „See you.“ Blessuð sé minningin um elsku afa Gunn. Anna Björg. Elsku afi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. Þú varst svo ríkur þáttur í daglegu lífi okkar allra í fjölskyldunni. Minningarnar um þig eru margar og ljúfar. Hvernig þú gabbaðir okk- ur hver jól með möndluna, hvernig þú laumaðir sælgæti að barnabörn- unum og barnabamabarni þannig að enginn átti að sjá til, árlegu hádegis- verðarfundirnir sem ég fékk að fara með þér á hjá Lionsklúbbnum þín- um, þegar þú keyrðir mig og sóttir í skólann hálfan vetur þegar við fjöl- skyldan bjuggum í kjallaranum á Lynghaganum, gosgeymslan þín í kjallaranum og bókasafnið þitt. Þú varst svo mikill safnari og þú hugs- r Slómabúðin > öarðsKom t v/ T-ossvogski^Ujugfarð J V Sími: 554 0500 aðir svo vel um allar bækurnar og blöðin þín. Ég var svo stolt af þér. Ég kvaddi þig með hlýju faðmlagi og kossum þegar þú fylgdir mér til dyra á Lynghaganum hinn 20. ágúst síðastliðinn. Nú kveð ég þig með söknuði og tárum er ég fylgi þér í hinsta sinn. Guð geymi þig, elsku afi minn. Ég verð alltaf Boggalóin þín. Elsku amma mín, ég bið góðan Guð að styrkja þig og fjölskylduna. Borghildur. Við fráfall Gunnars Magnússonar er brostinn enn einn strengurinn sem tengir nútíð við fortíð. Ég minn- ist hans fyrst á Grenimel 17 þar sem hann spilaði brids við föður minn ásamt fleirum af vinnustaðnum Héðni. Mér fannst hann strax sér- staklega geðþekkui’. Ég kynntist honum og fjölskyldu hans svo enn nánar þegar hann og faðir minn byggðu á sama tíma á Lynghaga. Gunnar á númer 26 og faðir minn á Lynghaga 22. Fljótlega upp úr því urðum við Arndís (Addý) elsta dóttir hans bestu vinkonur og hefur sú vin- átta haldist allar götur síðan. Sem vinkona fjölskyldunnar og nágranni er mér minnisstæðast hvað Gunnar var góður maður og eiginkonu sinni stoð og stytta í öllu. Hann var þessi sérstaki eiginmaður, sem allar konur taka eftir. T.d. ef konan hans þurfti að fara bæjarleið fór hann fyrst út og hitaði upp bílinn fyrir hana. En menn uppskera líka eins og þeir sá. Fyrir nokkrum árum veiktist Gunn- ar og takmarkaði það getu hans og krafta. Eftir það tók Borghildur kona hans við stjórn með miklum eldmóði. Þá tóku við langar göngur og allt var gert til að styrkja Gunnar. Og mörgum að óvörum gat hann á endanum boðið henni í bíltúr aftur! Elskulegri eiginkonu, bömunum Addý, Gumma, Hiddu og fjölskyld- um þeirra votta ég mína dýpstu sam- úð. Guð blessi ykkur alla tíð. Helga. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU JÓNSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík. Erla Ólafsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Sigurður Jón Ólafsson, Ásta Lilja Kristjánsdóttir. + Innilegar þakkir til ailra þeirra sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR INGIMUNDARDÓTTUR, Dalbraut 18. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, Þorbjörg Kolbrún Ásgrímsdóttir, Ása Margrét Ásgrímsdóttir, Inga Hlíf Ásgrímsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN Á. GISSURARSON fyrrverandi skólastjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 9. september kl. 15.00. Ólafía Jónsdóttir, Jónas Hall, Halldóra Lisbeth Jónsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Mín ástkæra eiginkona, SIGRÍÐUR HÁLFDÁNARDÓTTIR, Eskihlíð 6A, sem andaðist é Landspítalanum mánudaginn 30. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogs- J kirkju miðvikudaginn 8. september kl. 13.30. Ólafur Halldórsson. 4 & • + Dóttir mín, eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR, Skipholti 56, sem lést aðfaranótt mánudagsins 30. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, þriðjudaginn 7. september, kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Ingveldur Jóna Jónsdóttir, Bjólu, Hrafnkell Ársælsson, Óskar Hrafnkelsson, Sigurlaug Þóra Guðnadóttir, Ágúst Hrafnkelsson, Helga Stefánsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við ölium þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU HULDU ÁGÚSTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á sjúkra- húsinu Sólvangi fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Friðrik Ágúst Helgason, Margrét Guðmundsdóttir, Þorvaldur Árnason, Eva Ákermann, Hjördís Árnadóttir, Sigurður Kristófersson, Margrét Árnadóttir, Arnar Jónsson, Ingibjörg Hildur Árnadóttir, Gerður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAUKSJÓHANNESSONAR loftskeytamanns, Bankaseli við Skjóibraut, Kópavogi. Auður Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkirtil þeirrafjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför föður okkar, DAN GUNNARS HANSSONAR, Háteigsvegi 17, Reykjavík. Fyrir hönd vina og vandamanna, Brynja Dan og Líney Dan Gunnarsdætur. K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.