Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 48
•&Í 8 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR „OG ÞÓTT þú tapir það gerir ekkert til, það var nefnilega vitiaust gefið,“ segir Steinn Steinarr í kvæðinu og átti það vel við um úrslitin í A-flokki þegar vitlaus útreikningur olli því að Vignir Jónasson og Klakkur frá Búlandi fengu ekki fyrstu verðlaunin sem þeim bar en allt var þó leiðrétt að endingu í mesta bróðerni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FONIX skilaði Þórði Þorgeirssyni kvöldverði í skíðaskálanum í Hvera- dölum og 20 þúsund krónum að auki með sigri í B-flokki gæðinga. Meistaramót KPMG Hugarflug- ið með laus- an taum Meistaramót KPMG heitir það nú sem áður var kallað Metamót Andvara og oftast kallað metamót og var haldið á Andvara- völlum um helgina. Valdimar Kristinsson tölti suður í Garðabæ á sunnudag og fylgdist með úrslitum mótsins. HESTAR/ FðLK ■ EINAR Ragnarsson HM-dóm- ari og vinur hans, Tómas Ragnars- son, seildust í Hyllingarsjóðinn og buðu manna hæst, 31 þúsund krón- ur, í uppboðssætið í B-flokki og færðu sameiginlegum vini, Eysteini Leifssyni, sætið og mætti hann í úr- slitin þrátt fyrir að hafa orðið í 15. sæti. ■ EYSTEINN keppti á hesti föð- ur síns, Leifs Kr. Jóhannessonar, en sá heitir Hugur og er frá Mos- fellsbæ. Sýndu þeir að þeir áttu fullt erindi í úrslitin er þeir unnu sig upp í 6. sætið. ■ TÓMAS og Einar settu þau skilyrði að Eysteinn endurgreiddi þeim alla upphæðina myndi hann sigra en annars slyppi hann með að endurgreiða þeim helminginn, 15.500 krónur. ■ LOGI Laxdal reyndist hæst- bjóðandi í uppboðssæti í A- flokki. Reiddi hann fram 18.500 krónur fyrir sætið og mætti með hryssuna Fiðlu frá Steinnesi sem Berglind JKRagnarsdóttir keppti á í forkeppni og hafnaði í 27. sæti. ■ REYND frá Efri-Þverá missti báðar hófhlífar á hægatöltinu fljót- lega eftir að knapinn Sigurður V. Matthiasson reið inn á völlinn í for- keppni. Sigurður Ævarsson dómari sagði töltið hafa líklega heldur batnað við þetta. ■ SIGURÐUR Ævarsson og 1 Ragnar Petersen gáfu einkunnir í heilum og hálfum í B-flokki gæð- inga á Meistaramóti KPMG en hættu því þar sem þeim þótti sá háttur afleitur og gáfu einkunnir með tíu aukastöfum í A- flokki eins og tíðkast. SNORRI Dal, sá kunni knapi, gekk að eiga Önnu Björk Ólafs- dóttur á laugardag og var veislan haldin um kvöldið. Fyrrum vinnu- veitandi og lærifaðir hans, Sigur- björn Bárðarson, var veislustjóri þrátt fyrir annríki við mótið á Kjóa- völlum. ■ SIG URBJÖRN þurfti oft frá að hverfa því hann tók þátt í fljúgandi skeiði og úrslitum töltsins og skip- aði hann Tómas Ragnarsson stað- gengil sinn meðan hann brá sér frá. SNORRI og Anna Björk voru ekki eina hestafólkið sem gifti sig þennan dag því annar kunnur knapi, Adolf Snæbjörnsson, og Ra- kel Sigurðardóttir létu einnig pússa sig saman. ■ PJETUR N. Pjetursson, dóm- arinn góðkunni, brá sér í hlutverk B^’cislustjóra hjá Adolf og Rakel og leysti verkið af með sóma. HAUSTMÓTIN á Kjóavöllum hafa notið vinsælda þar sem frjálsræðið og hugmyndafluginu er gefinn laus taumur og prófaðir eru ýmsir hlutir sem áhugaverðir kunna að reynast. Engin breyting var þar á nú. Gæð- ingakeppnin fór að venju fram á beinni braut eins og tíðkast á skeið- meistaramótum erlendis, heimilt var að nota písk og ekki þurftu knapar að bera reiðhjálm frekar en þeim þóknaðist. Einn ágætur móts- gestur orðaði það svo að á þessu móti sæist best hverjir hefðu eitt- hvað verðmæti að vernda í topp- stykkinu og hverjir ekki. Gæðinga- dómarar gerðu ýmsar tilraunir og má þar nefna að tveir af fimm dóm- urum gáfu aðeins í heilum og hálf- um í forkeppni B-flokks en því var hætt eftir það því reynslan þótti slæm og í A-flokkskeppninni gáfu allir dómarar einkunnir á sama hátt. Þá var til skemmtunar haldið uppboð á tveimur sætum í úrslitum gæðingakeppninnar, einu í hvorum flokki og máttu hæstbjóðendur tefla fram einhverjum þeirra hesta sem skráðir voru til leiks á mótinu. Byrjað var á A-flokki og voru menn frekar tregir í gang en þegar kom að B-flokknum var kominn galsi í leikinn og fór sætið á 31 þúsund krónur. Að venju var boðið upp á fljúgandi skeið á laugardagskvöld- inu í flóðljósum og keppt var í tölti. Hörkukeppni gæðinganna En keppnin var spennandi eins og alltaf á þessum mótum, hart barist í báðum flokkum. I A-flokki höfðu Baldvin Ari Guðlaugsson og Geysir frá Dalsmynni forystuna en hart var að þeim sótt í úrslitum og voru þar fremstir í flokki Vignir Jónasson og Klakkur frá Búlandi. Þessir keppendur skáru sig nokkuð úr í úrslitum. Þegar verðiaun voru afhent var tilkynnt að Baldvin og Geysir hefðu haft betur og verðlaun afhent í samræmi við það en augna- bliki síðar kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað við innslátt í tölvu og ein einkunn Vignis og Klakks slegin inn sem 8,0 en átti að vera 9,0. Var þetta heldur pínleg staða en Baldvin Ari brást vel við og færði Vigni gullið, bikarinn og grillið sem veitt var í fyrstu verð- laun. í B-flokki voru Þórður Þorgeirs- son og Fönix frá Tjarnarlandi með hlutina vel á hreinu og héldu for- ystunni út úrslitakeppnina. Einn dómaranna var nokkuð hátt stemmdur í forkeppninni og var til dæmis með Þórð og Fönix í 8,94 og Sigurbjörn Bárðarson og Djákna frá Litla-Dunhaga sem urðu í öðru sæti í 8,83. Aðrir dómarar voru jarðbundnari og sá lægsti var til dæmis með Þórð og Fönix í 8,47 og þarna munar býsna miklu. En sam- tals voru þeir með í forkeppninni 8,64, Þórður og Fönix og Sigur- björn og Djákni með 8,58. Um 30 keppendur í B-flokki náðu 8,30 í einkunn og þar yfír og sýnir það vel hversu jafnsterkir keppendur voru. Vekringarnir skiluðu góðum tím- um þrátt fyrir slæmar aðstæður og ber þar hæst frábær tími Óskar frá Litladal og heimsmethafans nýbak- aða Sigurbjörns Bárðarsonar í 250 metrunum. Fúlgnr fjár í verðlaun I tölti sigraði Sigurbjörn og Odd- ur eftir krappan dans við Sigrún Erlingsdóttur og Ás frá Syðri Brekkum en þau voru efst eftir for- keppni. Til mikils var að vinna á þessu móti og má nefna að fyrstu verðlaun í töltinu og fljúgandi skeiði voru eitt hundrað þúsund krónur, í 150 og 250 metra skeiði voru fyrstu verðlaun 50 þúsund krónur og 20 þúsund krónur í gæð- ingakeppninni. Úrslit urðu annars sem hér seg- ir: A-flokkur 1. Klakkur frá Búlandi, Fáki, eig. og kn.: Vignir Jónasson, 8,55/8,83 2. Geysir frá Dalsmynni, Fáki, eig.: Arngrímur Ingimundarson, kn.: Baldvin A. Guðlaugsson, 8,58/8,81 3. Skafl frá Norður-Hvammi, Mána, eig.: Sigurður V. Ragn- arsson, kn.: Sigurður Sigurðar- son, 8,42/8,63 4. Kjarkur frá Asmúla, Geysi, eig.: Ragnar Árnason, kn.: Þórður Þorgeirsson, 8,53/8,58 5. Bylur frá Skáney, Fáki, eig. og kn.: Sigurbjörn Bárðarson, 8,38/8,58 6. Sesar frá Vogum, Létti, eig. og kn. í fork.: Baldvin A. Guðlaugs- son, kn. í úrsl.: Ragnar Hinriks- son, 8,45/8,56 7. Þytur frá Kálfhóli, Sörla, eig. og kn.: Elsa Magnúsdóttir, 8,41/8,30 8. ísak frá Eyjólfsstöðum, Gusti, eig.: Kristinn Valdimarsson og fl., kn.: Páll B. Hólmarsson, 8,42/8,30 9. Fiðla frá Steinnesi, Fáki, eig. og kn. í fork.: Berglind Ragnars- dóttir, kn. í úrsl.: Logi Laxdal, 8,05/8.06 B-flokkur 1. Fönix frá Tjarnarlandi, eig.: Sig- urður B. Gunnarsson, kn.: Þórð- ur Þorgeirsson, 8,64/8,76 2. Djákni frá Litla-Dunhaga, Fáki, eig. og kn.: Sigurbjörn Bárðar- son, 8,58/8,71 3. Númi frá Miðsitju, Mána, eig.: Sigurður V. Ragnarsson, kn.: Sigurður Sigurðarson, 8,55/8,69 4. Garpur frá Krossi, Fáki, eig. og kn. í fork.: Sigurbjörn Bárðar- son, kn. í úrsl.: Sylvía Sigur- björnsdóttir, 8,55/8,65 5. Ás frá Syðri-Brekkum, Gusti, eig.: Bjarni Frímannsson, kn.: Sigrún Erlingsdóttir, 8,52/8,64 6. Hugur frá Mosfellsbæ, Herði, eig.: Leifur K. Jóhannesson, kn.: Eysteinn Leifsson, 8,44/8,61 7. Reynd frá Efri-Þverá, Þyti, eig. og kn. í úrsl.: Halldór Sigurðs- son, kn. í fork.: Sigurður V. Matthíasson, 8,51/8,55 8. Funi frá Grænuhlíð, Fáki, eig.: Kristinn Skúlason, kn.: Sigurður V. Matthíasson, 8,50/8,50 9. Hasar frá Búð, Geysi, eig.: Hrossaræktarbúið Króki, kn.: Vignir Siggeirsson, 8,55/8,48 Tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 7,80/8,24 2. Sigrún Erlingsdóttir, Gusti, á Ási frá Syðri-Brekkum, 7,97 3. Sævar Haraldsson, Herði, á Glóð frá Hömluholti, 7,00/7,55 4. Eysteinn Leifsson, Herði, á Hug frá Mosfellsbæ, 7,40/7,40 5. Friða H. Steinarsdóttir, Geysi, á Byl frá Skáney, 7,10/7,29 6. Erling Sigurðsson, Fáki, á Feldi frá Laugamesi, 7,20/7,05 7. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Garpi frá Horni, 7,10/7,29 8. Gísli G. Gylfason, Fáki, á Kvisti frá Dalsmynni, 7,00/6,83 9. Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, á Bassa frá Möðruvöllum, 6,90/6,80 10. Ragnai’ Hinriksson, Fáki, á Heljari frá Neðra-Ási, 6,90/6,76 100 metra flugskeið L Sveinn Ragnarsson, Fáki, á Framtíð frá Runnum, 7,2 sek. 2. Logi Laxdal, Sörla, á Hraða frá Sauðárkróki, 7,5 sek. 3. Logi Laxdal, Sörla, á Óðni frá Efstadal, 7,5 sek. 4. Baldvin A. Guðlaugsson, Létti, á Vask frá Vöglum, 7,5 sek. 5. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Hnossi frá Ytra-Dalsgerði, 7,5 sek. 250 metra skeið 1. Ósk frá Litladal, eig. og kn.: Sig- urbjöm Bárðarson, 21,7 sek. 2. Lína frá Gillastöðum, eig. og kn.: Friðdóra Friðriksdóttir, 22,1 sek. 3. Glaður frá Sigríðarstöðum, eig.: Hafsteinn Jónsson, kn.: Sigurð- ur V. Matthíasson, 22,2 sek. 4. Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, eig.: Hugi Kristinsson, kn.: Þórður Þorgeirsson, 22,3 sek. 5. Óðinn frá Efstadal, eig.: Jóhann Valdimarsson, kn.: Logi Laxdal, 22,4 sek. 150 metra skeið 1. Þórmóður Rammi frá Stykkis- hólmi, eig. og kn.: Logi Laxdal, 14,0 sek. 2. Röðull frá Stafholtsveggjum, eig. og kn.: Guðmundur Jónsson, 14,0 sek. 3. Gunnur frá Þóroddsstöðum, eig.: Bjarni Þorkelsson, kn.: Þórður Þorgeirsson, 14,2 sek. 4. Snarfari frá Kjalarlandi, eig. og kn.: Sigurbjörn Bárðarson, 14,6 sek. 5. Hraði frá Sauðárkróki, eig. og kn.: Logi Laxdal, 14,6 sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.