Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
_______________LANDMÆLING________________________________
Námskeið í landmælingu, tækniteikningu og tilboðsgerð
Fjölþætt og hagnýtt nám, sem stendur yfir í rúma 3 mánuði. Að loknu námi eiga
þátttakendur að vera færir um að vinna sjálfstætt við mælingar og tilboðsgerð.
Helstu þættir námsins eru:
Hallamælingar, málbandsmælingar, hornamælingar, byggðamæling, hnitakerfið,
burðarhæfni jarðvegs, Autocad æfingar, tilboðsgerð í excel, vinna við alstöð,
stærðfræði og verkefni leyst með stærðfræðiforriti.
Hentugt nám fyrir þá sem vinna við mælingar og tæknistörf hjá verktökum,
sveitarfélögum og byggingameisturum eða vilja kynna sér þessa tækni.
Vel menntaðir kennarar með mikla reynsiu af mælingum og kennslu.
Vönduð námsgögn.
Skráning og nánari upplýsingar í símum 552 7200 og 551 5593.
Stærðfræði- og tölvuþjónustan, Brautarholti 4.
Ullarkápur
stuttar og slðar
Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 5533300
Hvíldarstóll úi leðri
HvíldarstdU
úrtaui
Símmúla 28 - 108 Reykjavík • Sími 568 0606
í DAG
MMKpDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Um lambakjöt
NÚ hefur verið skipuð enn
ein nefndin. Og nú til þess
að auka sölu á lambakjöti.
Vildi ég gjarnan gefa þess-
ari nefnd nokkur góð ráð.
Ekki sýna endalausar
myndir úr sláturhúsum á
haustin, það getur varla
verið að ég sé ein um að
hætta þá í nokkrar vikur
að borða lambakjöt. Þó
fmnst mér það alltaf best.
Annað, að ekki sé hægt að
vita hvar kjötið hefur verið
í haga. Lömb sem gengið
hafa á fjöllum án þess að
valda varanlegu tjóni á
gróðri bragðast örugglega
betur en þessi sem eru í
vegaköntunum öllum til
ama. Ekki finnst mér held-
ur gott að vita ekki hvort
ég er að leggja mér til
munns lamb sem verið hef-
ur á litlum grasbletti í
óþökk nágranna sinna sem
búa á svokölluðu fjárlausu
svæði. Sú staðreynd að
ekki hefur tekist að halda
Keflavíkurveginum fjár-
lausum né heldur Reykja-
nesfólkvanginum bendir til
þess að erfitt sé að halda
þessum búskap í skefjum.
Þessir tómstundabændur í
nágrenni þéttbýlisstaða,
selja þeir ekki sitt kjöt?
Gefa þeir það upp til
skatts? Er ekki best að
bændur sem búa í sveit og
vinna að landbúnaði sitji
einir að framleiðslu lamba-
kjöts? Það finnst mér hús-
móður í nágrenninu.
Elísabet.
Tapað/fundið
Poki með leikfimidóti
týndist
POKI með leikfimisdóti í
týndist við Hverfisgötu
eða við Lágmúla. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 587 6181. Kristín.
Dýrahald
Simbi er týndnr
SIMBI er snjóhvítur,
heyrnarlaus fressköttur.
Hann er með bláa ól og er
eynarmerktur. Hann hvarf
frá Starengi í Grafarvogi
að morgni fimmtudagsins
2. september og hans er
sárt saknað. Hann gæti
hafa lokast inni. Þeir sem
hafa orðið Simba varir eru
vinsamlega beðnir að hafa
samband í síma 586 1603
eða 896 9416.
Læða í óskilum á
Álftanesi
SVÖRT og hvít læða með
svarta þófa, ómerkt, er í
óskilum á Álftanesi. Upp-
lýsingar í síma 565 3685.
Villtur kisi
FALLEGUR, vel alinn,
snyrtilegur og forvitinn
svartur kisi með hvítar
loppur, hvítur undir trýni
og með hvít veiðihár,
gerði sig heimakominn á
heimili í Hvömmunum í
Hafnarfirði sl. laugardag.
Kisi er með blágræna ól
með skrautsteinum en
merkispjald er farið af.
Kisa líður vel og er ekkert
á því að fara burt en hús-
ráðendur vilja frekar að
hann komist til réttra eig-
enda. Ef einhver kannast
við lýsinguna getur hann
haft samband í síma
897 4954.
Morgunblaðið/Kristján
Þessir duglegu strákar, Haukur Oddgeirsson og Magnús
Amadeus Guðmundsson, héldu nýlega tombólu á Akureyri
til styrktar Rauða krossi íslandsog varð afraksturinn 675
krónur.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins.
Þessir duglegu strákar söfnuðu með tombólu kr. 4.463 til
styrktar Krabbameinsfélagi Islands. Þeir heita Sigurður
Freyr Birgisson og Gunnar Kristinn Þorgilsson.
skák
(inisjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi Islands sem nú stendur
yfir í skákmiðstöðinni Faxa-
feni 12. Þröstur Þórhalls-
son (2.490) var með hvítt,
en Róbert Harðarson
(2.300) hafði svart og átti
leik.
14. - Bxh2+! (Annar
sterkur leikur var 14. -
Rd3!) 15. Kfl - Dh4 16.
Rf3 - Bxf3 17. Dxf3 -
Bg3 18. Be3 - Rg4 19.
Bgl - Bxel 20. Ra3 -
Hae8 21. Re2 - Bg3 og
hvítur gafst upp.
Byijunin var afar
hvasst afbrigði af rúss-
neskri vöm og gekk þannig
fyrir sig: 1. e4 - e5 2. Rf3 -
RÍ6 3. Rxe5 - d6 4. Rf3 -
Rxe4 5. d4 - d5 6. Bd3 - Be7
7. 0-0 - Bg4 8. Hel - Rc6 9.
c3 - f5 10. Db3 - 0-0 11. Rfd2
- Rxf2! 12. Bfl (12. Kxf2 er
svarað með Bh4+ 13. g3 -
f4) 12. - Bd6 13. Dxd5+ -
Kh8 14. Bc4 og nú höfum
stöðuna á stöðumyndinni.
Svartur leikur og vinnur.
COSPER
GRÉTA! Hvað eigum við mörg börn?
Víkverji skrifar...
VERÐHÆKKANIR á bensíni í
síðustu viku hafa farið fyrir
brjóstið á mörgum ökumanninum
og kemur það ekki á óvart. Ein-
hvern veginn virðist sem hátt
heimsmarkaðsverð á olíu hafi mun
meiri áhrif til hækkunar heldur en
lágt heimsmarkaðsverð til lækkun-
ar á bensíni hér á landi.
Atvinnubílstjórar hafa mótmælt
sem og venjulegir neytendur. En
hverju skila mótmælin? Hingað til
hefur ekki verið tekið mikið mark á
mótmælum íslenskra neytenda
enda hafa þau verið fljót að fjara út.
Fólk talar um að leggja ökutækjum
og ganga, nú eða nota almennings-
vagna. Hins vegar verður þess ekki
vart í umferðinni á höfuðborgar-
svæðinu undanfama daga að það sé
raunin og er ólíklegt að þess verði
vart á bensínstöðvum að minna sé
keypt af bensíni þrátt fyrir mikla
hækkun á bensínverði.
KVIKMYNDAHÁTÍÐ lauk á
sunnudag. Mikil aðsókn hefur
verið á kvikmyndahátíð en Víkverji
er meðal þeirra sem hefur ekki séð
neina af þeim myndum sem boðið
hefur verið upp á fyrir utan gamlar
myndir eftir Stanley Kubrick sem
hafa áður verið sýndar í íslenskum
kvikmyndahúsum. Ástæðan er ein-
föld. Myndimar era almennt ekki
með íslenskum texta og sonur Vík-
verja, sem er á tólfta ári, les ekki
enskan texta. Þar sem Víkverji á
ekki auðvelt með að komast í kvik-
myndahús án þess að bjóða synin-
um með þá verður hann að bíða eft-
ir því að myndir eins og Svartur
köttur hvítur köttur og íranska
myndin, sem honum var tjáð að
væra einungis með enskum texta,
komi á almennar sýningar svo hann
geti boðið syninum með að sjá
myndimar.
Það er skiljanlegt að ekki sé hægt
að textasetja allar myndir sem era
sýndar á kvikmyndahátíð en það
væri ekki úr vegi að setja íslenskan
texta á myndir sem höfða til allra
aldurshópa. Vonandi verður svo á
næstu kvikmyndahátíð.
XXX
MIKILL fjöldi sótti sjávarút-
vegssýninguna í síðustu viku.
Sýningin er haldin þriðja hvert ár
og hefur hún aldrei verið jafn stór í
sniðum eins og í ár. Hafa menn jafn-
vel haft á orði að hún væri allt of
stór og það væri einungis á færi
fárra að skoða allt sýningarsvæðið.
Víkverji dagsins var meðal þeirra
sem ekki náði að skoða alla sýning-
una og þótti það mjög miður þar
sem mjög margt áhugavert var að
sjá á sýningunni. Er ljóst að á næstu
sjávarútvegssýningu, eftir þrjú ár,
mun hann gefa sér mun betri tíma
til þess að skoða sýningarsvæðið.