Morgunblaðið - 26.09.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.09.1999, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐGERÐA ÞORF GEGN VERÐBÓLGU VERÐBÓLGA hefur farið vaxandi hér á landi síðustu mán- uði og er farin að ógna þeim efnahagslega stöðugleika, sem hefur verið grunnurinn að stórstígum efnahagsframförum / 'M1'1 Við getura verið alveg sallarólegir, Dóri minn, það kemst enginn nema fuglinn fljúgandi yfir þennan vegartálma. Braust inn til að baka vöfflur LÖGREGLUNNI í Reykja- vík barst tilkynning um inn- brot í Breiðholti snemma á laugardagsmorgun. Þá hafði maður fundist sofandi í sófa í stofunni sem hafði komist inn með því að fara inn um glugga. í eldhúsinu voru nokkur vegsummerki eftir manninn en hann hafði ráðist í vöfflu- bakstur áður en hann lagðist til hvflu í sófanum. Annað innbrot Einnig var brotist inn í ný- byggingu við Sundahöfn og verkfærum stolið. Innbrots- þjófurinn eða -þjófarnir komust undan. Sauðfjárslátrun hjá Norðvesturbandalagi Fallþungi lægri en útflutnings- verð hærra Hólmavík. Morgunblaðið. SLÁTRUN sauðfjár í húsum Norð- vesturbandalagsins á Hvamms- tanga, Hólmavík og Búðardal hófst af fullum krafti fyrstu vikuna í sept- ember og er nú langt komin þótt skortur á starfs- fólki, einkum í húsinu á Hólma- vík, hafi verið bagalegur. Um síðustu ára- mót réðst nýr framkvæmda- stjóri til félagsins, Þorsteinn Benón- ýsson, en hann er 33 ára rekstrar- fræðingur frá Bifröst, borinn og barnfæddur V-Húnvetningur. Að hans sögn er áætlaður sláturfjöldi í Þorsteinn Bendnýsson haust um 90.000 kindur sem er heldur færra en í fyrra og starfsfólk í þessum haustönnum um 200 manns. Fallþungi er nú um kílói lakari en í fyrra en flokkun betri því lömb eru hóflega feit. Vorið norðvestanlands var kalt og úrkomusamt og greri seint sem kemur niður á vænleika dilka en þess er að geta að tvö síð- ustu haust hefur fallþungi verið með albesta móti hér um slóðir. Skilaverð til innleggjenda á útfluttu dilkakjöti hefur verið ákveðið 180 kr. á kg mið- að við III. verðflokk sem er 20 kr. hærra en í fyrra. Sláturhúsið á Hvammstanga er í fullum rekstri allt árið og er þar m.a. slátrað 200 hrossum á mánuði til út- flutnings. ! Austuríönd íeitfa þigl Stóra Thailandsferðin 16. sept. uppseld 3. nóv.: 8 sæti. -12. jan. 2000 örfá sæti. Undra-Thailand 7. okt.: 6 sæti. 24. nóv.: laus sæti. 12. des. jólaferð, fá sæti. 26. jan:10 sæti. Eftirsóttar ferðir, sem hijóta lof: „Ótrúíega sfcemmttíegt og ódýrtl* Þér býðst ekki betri kostur í vetur: 2 v. 4-5* hótel, rómuð fararstjórn, spennandi staðir og kynnisferðir. Verð frá kr. 104.900.- iMALftSÍU-tÞrennan sfcr ígegní Umsögn farþega: gtíöfum aídrei áSurfarið íjafngóða og ódýraferð. Jrdófrmm!' Sími 562 0400 Næsta brottför 9. jan. 2000. Útvalin í alþjóðl. samtökin EXCELLENCE IN TRAVEL Hotel ISTANA KULA LUMPUR 5* „Eitt fremsta hótel heimsins" „PERLAN“ - MUTIARA á PENANGEYJU 5* „Eitt fremsta hótel heimsins" HÖLL GYLLTU HESTANNA 5* Valið besta nýja hótel hetmsins 1998. Sérstseðasta hótel Asíu Fræðsluþing um miðbæ og unglinga Unglingar, borg, tíska, fíkn og trú Aþriðjudag nk. verður fræðslu- þing í aðalstöðv- um KFUM&K við Holta- veg í Reykjavík og hefst þingið klukkan 17.00. Yfirskrift fræðsluþings- ins er: Unglingar, borg, tíska, flkn og trú. Þetta er samstarfsverkefni miðbæjarstarfs KFUM&K og Biblíuskól- ans við Holtaveg. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir hefur haft umsjón með undirbúningi þingsins. Þetta fræðsluþing hef- ur ekki síst mótast af þeim umræðum sem áttu sér stað milli starfs- manna miðbæjarstarfs KFUM&K á sl. vetri. Við erum með Miðbæjarat- hvarf, þangað sem unglingar geta leitað um helgar og sú reynsla sem við höfum fengið þar er þess eðlis, að við vildum skapa umræður og veita fræðslu um þetta málefni. Þessi fyrirætlun okkar kemur greinilega fram í yfirskrift þingsins sem fyrr er getið. Allir eru velkomnir á þetta fræðsluþing sem bera umhyggju fyrir ungu fólki og miðbæ Reykjavíkur, en ekki síst eiga er- indi á þetta þing allir þeir sem starfa með ungu fólki. - Hver er reynsla ykkar af starfínu íMiðbæjarathvarfínu? Reynsla okkar er sú að mjög margir unglingar hafa þörf fyrir umhyggju og samtal við fullorðið fólk, við reynum að hlúa að þeim unglingum sem til okkar leita og tala við þá. Eins reynum við að vísa þeim unglingum leið sem eiga í vanda með von um að fé- lagsleg staða þeirra batni. Hug- sjón okkar er líka sú að bæta menningu miðbæjarins. Við vilj- um gjarnan að innan um alla þá sem eru í neyslu séu á ferli full- orðnir og allsgáðir einstaklingar sem geta og vilja bæta menningu miðbæjarins, hann er okkar sam- eign. - Um hvað verður fjallað á fræðsluþinginu á þriðjudag? Við Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur munum fjalla um þjóðfélagsbreytingar, síðan munu Guðrún Ásmundssdóttir leikkona og Sigurður Pálsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju fjalla um spurninguna: Hvað er að vera kristinn maður? Davíð Bergmann unglingaráðgjafi fjall- ar um áhrif bíómynda, tónlistar og tísku á unglinga. Svo mun Sig- ríður Hulda Jónsdóttir námsráð- gjafi ræða um hvað námsráðgjaf- inn og uppeldisfræðingur ráð- leggur unglingi í vanda. Yfir- skrift fyiirlestrar Einars Gylfa Jónssonar sálfræðings er: Hvað er misnotkun og hvað er fíkn? Hvað eru forvarnir? Hvernig nálgumst við einstaklinga í vanda? Þá mun nýráð- ___________ inn miðborgarstjóri, Kristín Einarsdóttir, glíma við spurning- una: Hvernig miðborg vilja borgaryfirvöld? Fræðsluþinginu lýkur með fyrir- lestri Þórarins Björnssonar guð- fræðings: Hvernig og hvar byrj- aði starf KKFUM&K í Reykja- vík? - Að hvaða sjónarhorni beinist umræða ykkar um þjóðfélags- breytingar? Állir eru sammála um að á seinni hluta þessarar aldar hafi Jóna Hrönn Bolladóttir ►Jóna Hrönn Bolladóttir fæddist í Hrísey við Eyjafjörð árið 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1984 og guðfræðiprófi frá Há- skóla Islands 1991. Hún vígðist sama ár til Vestmannaeyja þar sem hún var prestur í sjö ár. Þá tók hún við starfi sem miðbæjar- prestur KKFUM&K og fræðari við Dómkirkjuna. Hún er gift séra Bjarna Karlssyni presti við Laugarneskirkju og eiga þau þrjú börn. Unglingar spegla sig í fyrirmyndum orðið mjög miklar og hraðar þjóðfélagsbreytingar og sú þróun hefur skapað mörg tækifæri en líka mikinn vanda. Okkar samfé- lag hefur þurft að sýna mjög mikla aðlögunarhæfni og styrk til þess að taka þessum breytingum, þess vegna er ekki óeðlflegt þótt eitthvað hafi orðið undan að láta. Við munum horfa á áhrif þjóðfé- lagsbreytinga á fjölskylduna og spyrja hvort hvort kirkjan hafi brugðist við þessum breytingum. Það er hollt fyrir okkur öll að hugsa um ábyrgð hins kristna samfélags. - Virðist ykkur að erfíðleikar meðal unglinga fari vaxandi? Þetta er fjórði veturinn sem KFUM&K rekur Miðbæjarat- hvarfið, það kemur augljóslega niður á unglingum hvað samfé- lagið er orðið flókið og hvað við lifum hratt, ef svo má segja. Við höfum aldrei haft það eins gott efnahagslega - en tengsl okkar hafa minnkað, við höfum síður en áður hið sterka net stórfjölskyld- unnar. Það eru ekki eins rík tengsl milli fólks í borginni eftir að hún hefur stækkað svo mjög sem raun ber vitni. Það er okkar reynsla að of mörgum unglingum vanti samtal við fullorðna sem geta leiðbeint þeim til þess að finna leiðir og hjálpað þeim að skoða lífið. Því miður gefur ekki allt fullorðið fólk sér tíma til að tala við börnin sín þegar þau þurfa á að halda. Á unglingsárum þurfum við að spegla okkur í fyrirmyndum og þær fyrirmyndir ættu helst að vera foreldrarnir. Mig langar að lokum að vitna í rannsókn dr. Sigrúnar Að- albjarnardóttur á áfengis- og vímuefnaneyslu reykvískra ung- menna. Þar kemur fram að ung- lingar sem búa við leiðandi upp- eldishætti eru ólíklegri til áfeng- is- og vímuefnaneyslu en ung- lingar afskiptalausra foreldra. Þetta eru mjög skýr skilaboð til foreldra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.