Morgunblaðið - 26.09.1999, Side 34

Morgunblaðið - 26.09.1999, Side 34
34 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ lifandi Málverk af fundi þar sem stjórnarskrá Bandaríkjanna var undirrituð. George Washington svarar fyrirspurnum. andi viðhorf til kvenna, þræla, ind- íana og fátæklinga gerði það að verkum að sumir voru um alllangt skeið rétthærri en aðrir þrátt fyrir hin skýru stjórnarskrárbundnu ákvæði. Stjórnmálaheimspeki Lockes var feðrum Bandaríkjanna mikil leið- sögn, ekki síst hugmyndir hans um mannseðlið og friðhelgi eignarrétt- arins. I ritum Lockes fundu átjándu aldar Bandaríkjamenn jafnframt stuðning fyrir þeirri skoðun sinni að með myndun ríkisvalds væri gerður samfélagssáttmáli til verndar eðlis- bundnum réttindum frjálsra manna til lífs, frelsis og eignar. En banda- ríska stjórnarskráin er ekki sátt- máli milli valdhafa og þegna heldur sáttmáli milli þegnanna sjálfra inn- byrðis þar sem ríkisvaldið er skil- greint sem einskonar verkfæri til að framfylgja lögum og vilja þegnanna - og það „verkfæri" var hægt að endursmíða eða jafnvel kasta fyrir róða ef það kæmi ekki að ætluðum notum. Bandaríkjamenn eru fæddir frjálsir, eins og Tocqueville sagði, í þeim skilningi að þeir þurftu ekki að gera upp reikningana við fortíðina. Rétt eins og landnámsmenn íslands gátu Bandaríkjamenn nýtt sér það besta úr gamla heiminum og hunsað það sem þeim sýndist. A yfírborðinu var ekki djúpstæður hugmynda- fræðilegur klofningur í bandarísku samfélagi, þótt landsmenn kæmu úr ýmsum áttum og úr ólíku menning- arumhverfi. Meðal allra frjálsra manna í landinu var afgerandi stuðn- ingur við réttarríkið og almennur vilji til að halda miðstýrðu valdi í skefjum. Hin púritanska arfleið gerði það jafnframt að verkum að Bandaríkjamenn trúðu því að þeir væru nánast á guðs vegum að skapa fullkomnara samfélag en þekktist í gamla heiminum sem þeir höfðu yfir- gefið. En þótt eining væri um grunn- inn endurspeglaði stjórnar- skrárgerðin engu að síður átök og sjónarmið ólíkra pólitískra og efnahagslegra hagsmuna. Full- trúamir í Fíladelfíu 1787 vissu að þeir yrðu að geta sannfært umbjóð- endur sína um ágæti stjórnarskrár- innar. Margar málamiðlanir voru gerðar og stundum lá við að slitnaði upp úr. A síðasta degi fundarins þeg- ar ljóst var að samstaða var með full- trúunum benti Benjamin Franklin á útskurð listamanns af hálfri sól á háu stólbaki George Washingtons sem var í forsæti fundarins. Hann kvað sér oft meðan á þjarkinu stóð hafa orðið starsýnt á sólina á forseta- stólnum án þess að geta greint hvort hún væri að rísa eða síga. En nú loksins gæti hann hamingjusamlega slegið því föstu að þetta væri hækk- andi sól sem listamaðurinn væri að túlka en ekki sól sem væri að hníga til viðar. Meðal þess sem hart var deilt um var kjör fulltrúa til þingsins í Wash- ington. Fulltrúar stærri ríkjanna kröfðust þingmannatölu í réttu hlut- falli við fjölda kjósenda, en fulltrúar smærri ríkjanna vildu jafnan hlut allra ríkja óháð stærð þeirra. Sáttin fólst í því, sem kunnugt er, að hafa stiórnmálahefð / I Bandaríkjunum kemur varla svo til ágreinings í stjórnmálum að ekki sé vísað í stjórnarskrána og „feður Banda- ríkjanna“. Er það til vitnis um hversu lifandi bandarísk stjórnmálahefð er. Jakob F. Ásgeirsson segir stuttlega frá þeim jarðvegi sem bandaríska stjórnar- skráin óx upp úr og skilningi „feðra Bandaríkjanna“ á mannseðlinu. y , , IHATIÐARSAL Nevada-háskóla í Reno í Bandaríkjunum sótti ég fyrir nokkru dagskrá þar sem þrír fræðimenn brugðu sér í gervi þriggja skörunga úr bandarískri stjórnmálasögu, Alexander Ha- miltons, Thomas Jeffersons og James Madisons. Fullt var út úr dyr- um og áhorfendur vel með nótunum og nýttu vel það tækifæri sem gafst í lokin að spyrja hina miklu menn hvað „þeim“ fyndist um eitt og ann- að í nútímanum. Fræðimennimir léku hlutverk sín af innlifun, þeir hafa skrifað margar bækur um tíma- bilið og eru gagnkunnugir söguhetj- unum - og var sérstaklega skemmti- legt að sjá hvernig þeir komu til skila togstreitu sem var milli þessara ólíku manna, ekki síst vinanna Madi- sons og Jeffersons. Þeir gengu svo eðlilega upp í hlutverkum sínum að ekki var að merkja nein skil I leik þeirra þegar handritinu sleppti og þeir þurftu að bregðast við óvæntum spurningum utan úr sal. Þeir Hamilton, Jefferson og Madi- son heyra til hópi manna sem jafnan gengur undir nafninu „The Found- ing Fathers", eða feður Bandaríkj- anna. Meðal annarra frægra manna sem teljast til „feðranna" má nefna Benjamin Franklin, George Wash- ington, John Adams og John Jay. Þessir helstu „feður Bandaríkjanna“ eru ljóslifandi öllum upplýstum al- menningi í Bandaríkjunum - ekki ósvipað og Gunnar, Njáll og Egill voru ljóslifandi íslendingum langt fram eftir þessari öld. Eftir dag- skrána í Reno mátti heyra áhorfend- ur ræða af ákafa sín á milli ýmis at- riði í túlkun fræðimannanna sem þeir voru ósammála, ekki síst sumt viðkomandi einkalífi Jeffersons. í ljósi lítillar þátttöku Bandaríkja- manna í kosningum er athyglisvert að kynnast því hve upplýstur al- menningur í þessu víðfeðma landi virðist gera sér glögga grein fyrir hvað felst í stjórnarskrárbundnum borgaralegum réttindum og stjórn- málahugmyndum á borð við lýðræði og sambandsríkjastefnu. Bandarísk stjórnmálahefð stendur mjög sterk- um rótum. Það er varla tekið svo mál til umræðu - jafnt manna á meðal sem í fjölmiðlum - að ekki sé vísað ótt og títt í stjórnarskrána og hvað „feður Bandaríkjanna" hafi hugsað sér. Raunar má segja að stjórnar- skráin sé sá klettur sem bandarískt samfélag sé byggt á. Þetta kom glöggt fram í þingréttarhöldunum yfir Clinton forseta og rannsókn sjálfstæðs saksóknara á embættis- færslu hans. I þeirri lönguvitleysu allri er það samdóma álit stjórnmála- skýrenda að það hafi aðeins verið einn sigurvegari: stjórnarskráin. En hvað felst í bandarískri stjórn- málahefð - hvaða stjórnmálahug- myndir og gildi settu feður Banda- ríkjanna í stjórnarskrána? Stjómarskrá Bandaríkjanna er afurð skynsemishyggju Upp- lýsingaaldar - þeirrar skoðun- ar að maðurinn geti og eigi að skipa málum sínum af skynsemi og þekk- ingu en ekki arftekinni trú eða for- dómum. „Feðurnir" sem komu sam- an í Ffladelfíu sumarið 1787 að semja stjórnarskrá fyrir hin nýju Bandaríki, höfðu orðið fyrir miklum áhrifum af frönsku byltingunni, stjórnmálaheimspeki Lockes, laga- speki Montesquies og skrifum Thomas Paynes. Þeir höfðu tekið þátt í sjálfstæðisbaráttu Bandaríkj- anna og voru flestir einhuga um ágæti þeirra hugmynda sem Jeffer- son hafði komið orðum að í Sjálf- stæðisyfirlýsingunni frá 1776. Fáum mánuðum eftir fundinn í Fíladelfíu gerðu Hamilton, Jay og Madison grein fyrir anda stjórnarskrárinnar og þeim rökum sem hún byggðist á í 85 ritgerðum sem fengu heitið The Federalist Papers. Hefur The Federalist Papers jafnan síðan verið talið eitt merkasta rit stjórnmála- sögu heimsins, ekki síst vegna fram- lags Madisons. Þegar stjórnarskráin var í smíðum Independence Hall í Ffladelfíu í Pennsylvania-ríki þar sem Sjálfstæð- isyfirlýsingin var undirrituð 1776 og stjórnarskrá Bandaríkjanna samin 1787. höfðu „feðurnir“ hugann einkum við fjórar grunnhugmyndir í stjórnmál- um: sambandsríkjastefnu, fulltrúa- stjórn eða lýðræði, þrískiptingu rík- isvalds og frelsi einstaklingsins. I bandarísku sambandsríkjastefn- unni felst tvöfalt stjórnkerfi: alríkis- stjórn með þing og framkvæmdavald og staðbundnar ríkjastjórnir, sem ekki lúta alríkisstjórninni nema að hluta, með eigið þing og fram- kvæmdavald. í fulltrúastjórn felst að fólkið vel- ur sér með reglulegu millibili full- trúa í frjálsum kosningum sem fara með stjórnvaldið hverju sinni, hvort sem er innan einstakra ríkja eða í al- ríkisstjóminni. Með þrískiptingu ríkisvalds er af- markað valdssvið löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds og sköpuð hæfileg togstreita milli þess- ara þriggja greina ríkisvaldsins í því skyni að koma í veg fyrir að valds- svið einnar verði óhóflegt. Feður Bandaríkjanna litu svo á að frelsi einstaklingsins væri sprottið af friðhelgi eignarréttarins og lögðu því allt kapp á að vernda eignarréttinn. Grundvallarmannréttindi voru ekki öll tryggð í hinni upphaflegu stjórn- ai’skrá 1787, en tíu mannréttindaá- kvæðum var bætt við strax 1791; krafa um það hafði komið fram þeg- ar stjórnarskráin var til staðfesting- ar hjá einstökum ríkjum Bandaríkj- anna. Það varð síðan verkefni kom- andi kynslóða að tryggja öllum þann rétt sem kveðið var á um í stjórnar- skránni, en samfélagsgerðin og ríkj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.