Morgunblaðið - 26.09.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 26.09.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 ii- + Ingibjörg Einars- dóttir fæddist í Reykjavík 27. niaí 1934. Hún lést á Landspitalanum 16. september siðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Sig- ríður Guðlaugsdóttir, fyrrverandi borgar- fúlltrúi í Reykjavík, f. 10. febrúar 1892, d. 2. maí 1967 og Einar Björgvin Kristjáns- son, byggingameist- ari, f. 22. febrúar 1890, d. 2. ágúst 1966. Eftirlifandi bræður Ingibjargar eru: Axel Wilhelm Einarsson, f. 5.12. 1923 og Sverrir Einarsson, f. 20.11. 1927. Látnir cru Guðlaugur Maggi Einarsson, f. 13.1. 1921, d. 17.2. 1977; Kristján Ingi Einars- son, f. 1.8.1922, d. 3.2. 1977; Einar Gunnar Einarsson, f. 10.6. 1926, d. 7.2. 1972; Kristinn Einarsson, f. 10.12. 1938, d. 3.9. 1992. Þau Guð- rún og Einar misstu í barnæsku dóttur er einnipj hét Ingibjörg. Ingibjörg Einarsdóttir giftist 20. desember 1958 Birgi Garðars- syni, bifvélavirkja, f. 5.8. 1935, og Kæra mágkona og vinkona. Eg þakka þér áratuga vináttu og tryggð við mig og mína. Ég þakka þér hvað þú tókst mér opnum örmum þegar ég gerðist meðlimur í stórfjöl- skyldu þinni. Þá hófst vinátta sem aldrei féll skuggi á. Ég þakka allar þær ferðir sem við fórum saman. Ferðir i Litlu-Skóga, þegar bömin okkar voru yngri, ferðir út fyrir land- steinana, þú að leita að munkum í safnið þitt og bæjarferðir okkar, sem famar vom oft á ári. Þú varst góður ferðafélagi, eiginlega sá besti, alltaf til í að bralla. Þessa alls og margs annars á ég eftir að minnast með gleði og þökk. Ég og bömin mín sendum Birgi, Svövu, Guðrúnu, Einari og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðjur. Mig langar til að kveðja hana Ingi- björgu, mágkonu mína, eða Ingu frænku eins og hún var kölluð af frændfólkinu, en Inga systir af bræðram sínum. Við vorum búnar að þekkjast í yfir fimmtíu ár, svo margs er að minnast. Inga var gæfukona í lífinu, giftist honum Birgi og þau eignuðust þrjú böm, Svövu, Guðrúnu og Einar Björgvin. Bamabömin era orðin sex og er Inga Lára þeirra elst, orðin seytján ára og var sérstaklega gott samband á milli hennar og Ingu ömmu. Inga var góð móðir og eigin- kona, sem ræktaði sinn garð vel. Fyrir nokkram áram komu þau Inga og Birgir sér upp fallegum sumarbú- stað, sem varð þeirra unaðsreitur og var alltaf gaman að koma þangað í heimsókn. I fyrrahaust fórum við nokkrar mágkonur með Ingu til Þýskalands. Þetta var vikuferð og mikið skemmtum við okkur vel, vor- um jafnvel famar að gæla við þá hug- mynd að fara aftur saman í ferðalag. Við mennimir ráðgeram en Guð ræður. Elsku Inga, hafðu þökk fyrir samiylgdina. Kæri Birgir, Svava, Guðrún, Einar Björgvin, tengdaböm og bamaböm, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrlcja ykioir. Þín mágkona Edda. Látin er og grafin Ingibjörg Einars- dóttir fóðursystir mín. Andlát hennar bar að brátt - en ekki alveg óvænt þó. Hún hafði átt við veikindi að stríða frá því í vor. Með Ingibjörgu er gengin vönduð manneskja sem jafnan rækti sitt hlutverk vel. Hún vandaði einstaklega vel það sem hún tók sér fyrir hendur. Það gerist jafn- an þegar nákomið fólk fellur frá að skarð myndast í tilvera þeirra sem eftir lifa, skarð sem stundum reynist erfitt að íylla. Með brottfór Ingu frænku minnar úr þessum heimi myndast mikið tómarúm í tilvera hennar nánasta fólks, eiginmanns, lifir hann konu sina. Þau eignuðust þijú börn: 1) Svava, f. 2.2. 1957. Hún er hjúkr- unarfræðingur í Ástralíu, gift Sigurði Ásgeirssyni sölu- sljóra og eiga þau dæturnar Karenu, f. 11.12. 1982 og Krist- ínu Ingu, f. 13.3. 1989. 2) Guðrún, f. 28.4. 1962, tækni- teiknari á Akranesi, maður hennar er Guðlaugur Jakob Ragnarsson, starfs- maður Jámblendiverksmiðjunn- ar. Dætur þeirra em Inga Lára, f. 24.5. 1982 og Rakel Ýr, f. 20.10. 1998. 3) Einar Björgvin, f. 16.9. 1966, kona hans er Ágústa Hug- rún Bámdóttir og eiga þau tvo syni, Dam'el Öm, f. 3.3. 1992 og Jóel Öm, f. 6.3.1998. Ingibjörg starfaði Iengst af við skrifstofustörf, fyrst hjá Eim- skipafélagi Islands og síðar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu hinn 23. september. bama, tengdabama og bamabama. Bræður hennar tveir eftirlifandi eiga líka um sárt að binda, svo og tengda- fólk, vinir og vandamenn. Sú var tíðin að hlutverk Ingu í mínu lífi var stórt og þýðingarmikið. Hún var fyrirmynd mín í mörg ár og orð hennar og dómar um menn og málefni vógu þungt, ekki síst þegar ég tók að mynda mér skoðanir og stíga fyrstu sporin inn í heim hinna fullorðnu. Hún var heiðarleg, hafði alltaf látleysið í fyrirrúmi, gamansöm á sinn hlédræga máta og traust svo af bar. Hún gætti mín stundum þeg- ar ég var bam og gerði það af stakri samviskusemi. Hún fór með mig í bíó og fussaði svolítið yfir að ég skyldi fela mig bak við sætisbakið af því ég var svo hrædd við indíána. Ég bjó úti landi um tíma og þótti þá ævintýri að fara í strætó. Inga frænku minni lík- aði ekki nema miðlungi vel háværar athugasemdir mínar um strætis- vagninn og farþega hans. Hún var aldrei gefin íyrir að vekja á sér at- hygli. Hún reyndi framan af að venja mig af örlyndi, sjálf var hún varkár og hugsaði vel sinn gang. Þessi eigin- leiki átti vafalaust ríkan þátt í far- sæld hennar. Inga föðursystir mín var að mínu viti gæfumanneskja í lífi sínu og starfi. Hún ólst upp á myndarlegu og umsvifamiklu heimili, í stóram bræðrahópi og naut eðlilega nokk- urra forréttinda sem eina stelpan. Hún naut ástríkis góðra foreldra og eignaðist góðar vinkonur. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla Islands og minntist skólaáranna sem ánægju- legs tímabils sem hún sagði mér sitt- hvað um. Okkur frænkunum gafst enda góður tími til þess að ræða sam- an. Meðan Inga var enn í foreldra- húsum kom ég til dvalar hjá ömmu minni og afa á Freyjugötu 37 og vor- um við Inga saman á heimili á annað ár. Hún var þá trúlofuð Birgi Garð- arssyni, ágætum manni og myndar- legum. Þau eignuðust um þetta leyti dótturina Svövu. Mörg kvöldin sat ég hjá Ingu meðan hún straujaði bama- fótin. Við ræddum um allt það sem við bar í lífi hvorrar um sig. Meðan Inga svæfði Svövu fór ég út í sjoppu til að sækja kók og sígarettur fyrir Ingu og appelsín og súkkulaði fyrir mig. Þegar ég kom aftur úr þeim leiðangri beið mín notalegt kvöld inni hjá Ingu við spjall og með lágværri tónlist úr útvarpinu í bakgranni - þar til Birgir kom heim frá kvöldvinnu sinni. Þá fór ég ánægð inn í mitt her- bergi, las svolítið og fór svo að sofa, umvafin öryggi stórfjölskyldunnar, þar sem amma og Inga gegndu lykil- hlutverkum. Atvikin höguðu því þannig að þeg- ar ég flutti inn í Laugames með fjöl- skyldu minni fluttu þau Inga og Birgir með Svövu htlu í íbúðina á móti okkm-. Enn á ný áttum við Inga saman friðsæl kvöld með löngum og áhugaverðum samtölum. Þegar ég hugsa til baka dáist ég að þolgæði frænku minnar að endast til að hlusta á allt það sem unglingnum lá á hjarta og alltaf reyndi hún að veita mér þau svör og þær leiðbeiningar sem hún best kunni. Mér þótt sann- arlega vænt um Ingu frænku mína og Svövu htlu sem ég passaði oft meðan foreldrar hennar bragðu sér af bæ. Svo tók þetta skeið í ævi minni enda. Ég varð fullorðin, flutti að heiman og fór sjálf að eignast böm. Þá var ekki ónýtt að geta leitað tdl Ingu þegar eitthvað bjátaði á og um- deilanlegar aðstæður komu upp. Af einlægri alvöra og líka talsverðri gamansemi vora málin rædd út í hörgul. Smám saman dró þó heldur sund- ur með okkur frænkum þegar árin hðu, bömunum fjölgaði og lífið tók óvæntar U-beygjur. Alltaf var vin- átta okkar þó söm þótt við hittumst sjaldnar. Ég fylgdist með hvemig hún stýrði heimili sínu af útsjónar- semi og myndarskap, kom bömum sínum upp, sinnti starfi sínu hjá Eim- skip og síðar Rafmagnsveitu Reykja- víkur og var besti vinur og félagi manns síns. Inga rækti þetta allt með mikiHi prýði. Foreldram sínum var hún góð dóttir og þá allra best þegar mest á reyndi og móðir hennar lá banaleguna - sem var bæði löng og ströng; þá brást ekki Inga fremur en endranær. Það var Ingu svohtið erfitt að sjá á eftir Svövu dóttur sinni til búsetu í Ástrahu - einkum af því „þetta er svo langt“, eins og hún orðaði það. En hún átti hin bömin sín hjá sér, þau Guðrúnu og Einar og böm þeirra og maka. Bræðram sínum var hún mik- ils virði - ekki síst Kristni sem var næstur henni í aldri en lést langt um aldur fram. Þau vora mikilvægar persónur í mínu lífi lengi framan af. Nú era þau bæði horfin og heimur minn er tómlegri fyrir það. Ég bið Guð að blessa minningu Ingu föður- systur minnar og kveð hana með klökkum huga. Við ráðgerðum að hittast um miðjan september þegar Birgir væri búinn með fríið sitt. Af þeim fundi varð ekki - hún dó áður en af honum gæti orðið. Eiginmanni Ingu, bömum, tengdabömum og bamabömum votta ég mína dýpstu samúð. Þau hafa mikið misst. Guðrún Sigríður. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, MAGNÚSAR TÓMASSONAR fyrrum bónda, Friðheimi, Mjóafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir. Guðríður Magnúsdóttir, Sigurður Kristinsson, Sigurjón Magnússon, Gísli Magnússon, Elín Magnúsdóttir, Ágúst Blöndal, Guðbjörg Haraldsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. INGIBJORG EINARSDÓTTIR + Innilega þökkum við öllum þeim sem auð- sýndu okkur samúð, vinarhug og styrk við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR HELGU HELGADÓTTUR frá Núpum, Fljótshverfí, til heimilis í Bogahlíð 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Droplaugar- staða, sem annaðist hana af mikilli nærgætni og hlýju. Einnig þökkum við starfsfólki heimilishjálparinnar í Reykjavík svo og starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Eirar fyrir frábæra ummönnun á umliðnum árum. Guðmundur Hákon Vigfússon, Hörður Birgir Vigfússon, Þórhildur Vigfúsdóttir, Kristján Björnsson, Agnes Helga Vigfúsdóttir, Baldur Jón Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. r + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, áður til heimilis á Kleppsvegi 134, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar- staða svo og til Drangsnesinga. Jóhanna Bjarnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Bergmann Bjarnason, Valdís Bjarnadóttir, Bjarni Bærings Bjarnason, Daníel Jónsson, Elín Guðmundsdóttir, Gunnar Ingi Ragnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS H. GUÐNASONAR fyrrv. tollvarðar, Jökulgrunni 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar G-2 á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina. Bryndís Tómasdóttir, Sólveig Eiríksdóttir, Eiríkur Eiríksson, Marie M. Eiríksson, Auðunn Eiríksson, María Sighvatsdóttir og barnabörn. r- + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁGÚSTAR LOFTSSONAR, Skaftahlíð 13, Reykjavík. Ólafur Ágústsson, Sigurður Ágústsson, Loftur Andri Ágústsson, Ingibjörg Ágústsdóttir, Svanhildur Ágústsdóttir. Erla Eyjólfsdóttir, Kristjana Petrína Jensdóttir, Árni Sigurjónsson, + Hjartans þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR INGVARS SIGURÐSSONAR frá Hnífsdal, Lækjartúni 13, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lungnadeildar Vífilsstaðaspítala. Sigfríð Lárusdóttir, Finnbogi Jóhannsson, Lárus Hafsteinn Lárusson, Þóranna Hjálmarsdóttir, Sigurgeir Ingi Lárusson, Kristbjörg Guðjónsdóttir, Bára Björk Lárusdóttir, Stefán Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.