Morgunblaðið - 26.09.1999, Side 42
41
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Þorgrímur
Kjartansson frá
Þórshöfn fæddist í
Hvammi í Þistilfirði
26. september 1920.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
22. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kjartan Ólafúr
Þorgrímsson, f. 4.4.
1889, d. 2.1. 1971,
og María Sigfús-
-ydóttir, f. 2.2. 1982,
d. 10.7. 1928. Systk-
ini Þorgríms eru
Karl Haukur, f.
31.3. 1916, Aðalbjörg Rósa, f.
10.9. 1917, d. 29.10. 1983, Sig-
hvatur B., f. 14.8. 1919, d. 27.5.
1980, Hermundur, f. 20.10.
1924, d. 11.4. 1986, og Jón
Hafliði, f. 29.12. 1926. Seinni
kona Kjartans er Halldóra M.
Jónsdóttir, f. 6.8. 1909. Hálf-
systkini Þorgríms samfeðra eru
Sigríður Jóna, f. 21.3. 1939,
Stundum er sagt við okkur
krakkana að þegar fólk er orðið
gamalt þá deyr það og við vitum að
' áuðvitað deyja allir einhvern tíma,
en við erum ekki að hugsa um það
alla daga og svo þegar einhver
deyr sem maður þekkir og þykir
mjög vænt um er það bara svo
sárt. Svoleiðis var það þegar afí
okkar dó. Það er líka erfítt að ætla
að skrifa það sem maður hugsar og
fínnur, en okkur systkinin langar
að segja nokkur orð um afa okkar
sem við kölluðum Gogga afa þegar
við vorum lítil en annars var hann
alltaf kallaður Toggi afí.
Nú er tómlegt í horninu í eldhús-
inu okkar, en afi kom á hverjum
degi til okkar eftir að hann var bú-
in í púttinu og las blaðið og gerði
krossgátuna. Hann átti blýant í
glugganum sem hann notaði og
stundum fengum við hann lánaðan,
Halldór Kjartan, f.
8.7. 1943, og María
Ólöf, f. 18.12. 1946.
Þorgrímur kvænt-
ist Oktavíu Jóhönnu
Karlsdóttur, f. 3.5.
1923, d. 22.3. 1982.
Foreldrar hennar
voru Ragnar Karl
Daníelsson, f. 15.10.
1893, d. 2.5. 1972, og
Karólína Friðriks-
dóttir, f. 28.8. 1900,
d. 16.10. 1960. Börn
Þorgríms og Oktavíu
eru: 1) Kjartan, f.
13.2. 1942, d. 20.11.
1992, kona hans er Hulda Gests-
dóttir, f. 26.9. 1943. Börn þeirra
1.1. Svanur Snæþórsson, fóstur-
sonur, f. 5.12. 1966, 1.2. Þorgrím-
ur, f. 6.7. 1974, 1.3. Elfa Björk, f.
14.8. 1978. 2) Karólína, f. 22.5.
1943, sonur hennar Jón Karlsson,
f. 30.4. 1968, kvæntur Sigríði R.
Kristjánsdóttur, börn þeirra Kar-
ólína Andrea, Kristjana Dögg,
en við mundum alltaf eftir því að
skila honum aftur.
Afi var alltaf í góðu skapi og
hann hafði mjög gaman af því að fá
okkur til að þrasa við sig um hvað
við hétum, kallaði okkur stundum
Jón eða Siggu eða Gunnu.
Skemmtilegast þótti okkur á Þor-
láksmessu, því þá hittumst við öll
fjölskyldan hjá afa á Hólabraut-
inni. Þá var afi búinn að elda hangi-
kjöt og kaupa jólaölið og fengum
við krakkarnir að skreyta jólatréð
hans og var það stundum skringi-
lega skreytt, allt skrautið neðst eða
öðrum megin en hann var alltaf svo
ánægður með það, sagði að þetta
væri fallegasta jólatréð sem hann
hefði séð.
Afi fór næstum því á hverjum
degi í pútt og tók þátt í fjölmörgum
púttmótum og hann var alltaf að
vinna bikara eða peninga. Mamma
Kristþór Ingi. 3) Ragnar Karl, f.
23.7. 1945, kona hans Særún
Jónsdóttir, f. 23.2. 1949, börn
þeirra: 3.1. Helga, f. 27.1. 1971,
sambýlismaður Birgir Örn
Ólafsson og dóttir þeirra Edda
Björk. 3.2. Oktavía Jóhanna, f.
2.9. 1972, gift ívani Frandsen,
börn þeirra Magnea Guðríður,
Ragnar Karl og Elsa Kristín.
3.3 Guðrún Kristín, f. 7.10.
1983. 4) María Þorgrímsdóttir,
f. 5.1. 1960, gift Ármanni Árna-
syni, f. 18.1. 1959, börn þeirra:
4.1. Árni Þór, f. 24.10. 1985, 4.2.
Hólmfríður Sigrún, f. 9.4. 1991,
4.3. Kjartan Óli, f. 26.5. 1997.
Þorgrímur elst upp hjá Birni
Jónssyni og móður hans, Abiga-
el, og síðar hjá Birni og konu
hans, Þorbjörgu Halldórsdótt-
ur, en þau eru bæði látin. Upp-
eldissystkini Þorgríms eru Þór-
arinn Björnsson og Sigurveig
Björnsdóttir. Þorgrímur bjó
lengst af á Þórshöfn en flytur
um 1986 til Keflavíkur og bjó
þar síðustu æviár sín. Hann var
lengst af sjómaður en vann
samhliða hin ýmsu störf.
Utför Þorgríms fór fram frá
Þórshafnarkirkju iaugardaginn
28. ágúst.
sagði að þegar Árni Þór var lítill og
afi kom heim til okkar eftir mót
með sinn fyrsta verðlaunapening,
þá hefði Ami Þór hlaupið með pen-
inginn út til vina sinna og sagt
þeim að afi sinn væri heimsmeist-
ari í pútti. Það þótti afa mjög fynd-
ið og var oft að minnast á það.
Við viljum þakka afa fyrir allar
góðu stundirnar og við eigum eftir
að sakna hans mikið. Við vitum að
það verður tómlegt hjá okkur á jól-
unum og við ætlum líka að vera
dugleg að segja Kjartani Óla frá
honum því hann er svo lítill að
hann man ekki eftir honum, en afa
þótti mjög vænt um hann og kallaði
hann litla gullmolann sinn. Við vit-
um að afi er nú hjá Guði og ömmu
og Kjartani og honum líður vel.
Ástarkveðjur,
Ámi Þór, Hólmfríður Sigrún,
Kjartan Óli.
ÞORGRIMUR
y KJARTANSSON
ARNIANTONIUS
GUÐMUNDSSON
+ Árni Antoníus Guðmunds-
son fæddist á Þorbjargar-
stöðum í Skefilsstaðahreppi á
* Skaga 8. júlí 1927. Hann and-
aðist í Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga 11. september siðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Sauðárkrókskirkju 18. septem-
ber.
Og vinir berast burt með tímans
straumi. Þannig kvað Jónas Hall-
grímsson forðum. Hann var raun-
sær á lífið og vanda þess. Hann
skildi, að lífið rennur hratt hjá, og
þess vegna er ástæða til að njóta
þess meðan er. Yfirleitt notum við
mennimir lífsstundir þær, sem
okkur eru afmarkaðar, mjög illa
eða þá alls ekki.
Árni Guðmundsson á Sauðár-
króki er látinn, að mér finnst um
aldur fram. Hvaða aldur er það,
þótt menn nái sjötugsaldri, eins og
Ámi gerði? Hann hafði raunar skil-
að góðu ævistarfí.
Við Árni kynntumst í vegavinnu
úti í Fljótum sumarið 1944. Það var
sólríkt og fagurt og indælt að vinna
undir bemm himni. Nokkuð sem
átti vel við okkur strákana. Eftir
langan vinnudag æfðum við svo
íþróttir úti, enda fljótt aíþreyttir
eftir vinnuna. Árni var hressilegur
piltur, vel vaxinn, snotur í andliti
og bauð af sér góðan þokka. Hann
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐAI.STRÆTI 4B • 101 Rl-VKJAVÍK
Dril'íd hl'íi'V Ólrifirv
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
var léttur í lund og hafði gaman af
vísum og kveðsap, enda sjálfur
hagmæltur, þótt hann flíkaði því
ekki mikið.
Svo var það hinn 26. júní, sem
var mánudagur, að ég orti þessa
vísu um Árna vinnufélaga minn,
son Guðmundar Árnasonar,
bónda á Þorbjargarstöðum á
Skaga.
Engan baga Ámi hlaut,
andans hagur glaður.
Afram vagar vorsins braut
valinn Skagamaður.
Já, þá var gaman að lifa. Allt lífið
framundan, og alltaf er hið óráðna
mest heillandi. Það vitum við. Fað-
ir Ama var frá Víkum á Skaga,
hraustur maður og duglegur. Með
honum vann ég einnig.
Haustið 1988 lagði ég leið mína
til Sauðárkróks og dvaldi þar við
fræðistörf í Safnahúsinu á staðnum
um vikutíma. Þá brá ég mér til
Árna og nutum við þess áreiðan-
lega báðir að rabba saman og rifja
upp gömul kynni. Margar vísur
skrifaði hann eftir mér. Hann var
þá fískverkandi og hafði mikinn
rekstur með höndum.
Þetta verður ekki öllu lengra,
enda skiptir orðafjöldinn ekki máli,
þegar minnst er góðs vinar, heldur
andinn sem á bak við býr. Ástvin-
um Árna sendi ég samúðarkveðjur
við fráfall hans.
Gott er að minnast mætra
kynna.
Auðunn Bragi Sveinsson,
frá Refsstöðum á Laxárdal.
Öarashom
t v/ Possvo9skii*kjugai*ð j
Sími: 554 0500
EMY SONJA
BJÖRNSSON
+ Emy Sonja
Björnsson fædd-
ist á Skáni í Svíþjóð
17. apríl 1917. Hún
lést 17. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Anna María og Axel
Olofsson, bygginga-
verktaki. Þau eign-
uðust sjö börn og
þrjú þeirra eru á
lífi. Emy lærði
„konditor" og starf-
aði við það þar til
hún gifitst eigin-
manni sínum, Þor-
steini E. Björnssyni, raffræð-
ingi. Hann var við nám í Sví-
þjóð. Hann var fæddur 17. mars
1915, d. 16. desember 1983.
Foreldrar hans voru Björn
Björnsson, kaupmaður og ljós-
myndari á Norðfírði, og Þórey
Arngrímsdóttir saumakona.
Börn Emyar og Þorsteins eru:
1) Katarína, tækniteiknari, f.
7.4. 1945. Dóttir hennar er
Emma Hildur Helgadóttir, f.
16.4. 1985. 2) Áslaug, kennari, f.
Elsku mormor okkar. Nú ertu
farin frá okkur, þú sem varst alltaf
til taks og svo óeigingjörn, skapgóð
og skemmtileg. Það er erfitt að
setja eitthvað niður á blað en okk-
ur langar svo að minnast þín, sem
hugsaðir fyrst og fremst um aðra,
allt fram á síðasta dag varstu að
passa uppá okkur barnabörnin, að
við borðuðum nú nóg, svæfum nóg
og ynnum ekki of mikið.
Við munum öll skemmtilegu spil-
in sem þú áttir og varst svo ólöt að
spila við okkur, baka með okkur og
föndra og svona mætti áfram telja.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín, mormor, inn í hlýjuna sem þú
umvafðir okkur. Ósjaldan var gist
eftir að hafa verið á skólaskemmt-
unum, þá passaðir þú að maður
svæfi ekki yfir sig í skólann daginn
eftir.
Grænir fingur koma upp í hug-
ann, ótrúlegt hvernig allar plöntur
hreinlega blómstruðu í umsjá
þinni, raunar eins og við öll.
Það rifjast upp svo margt
skemmtilegt sem við gerðum sam-
an eins og allar lautarferðirnar,
göngutúrarnir um alla þá skógar-
lundi sem þér þótti svo vænt um,
bíltúrarnir og ekki síst ferðirnar
niður að tjörn að gefa öndunum.
Við viljum að lokum þakka þér,
elsku mormor, fyrir allar dýrmætu
stundirnar sem við áttum með þér,
þær eru okkur gott veganesti út í
lífið.
0, hve heitt ég unni þér.
Allt hið besta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll þín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf, sem mér
aldrei brást.
(Tómas Guðmundsson.)
Kveðja frá
Birni, Sonju, Steinunni
og Emrnu.
Húm Emy frænka er dáin. Ég
hef munað eftir Emy frá því ég var
pínulítil. Emy Bjömsson var gift
bróður ömmu minnar honum Þor-
steini. Emy kallaði mig alltaf Lilla
Mæja þegar ég var lítil og jafnvel
eftir að ég varð fullorðin. Þegar ég
var um 2ja ára þá bjuggum við hjá
Emy og Þorsteini; ég, afi, amma og
foreldrar mínir. Þá átti Emy 2
skjaldbökur sem ég man að vísu
ekki eftir en finkunum hennar
tveimur og síðar páfagaukunum
man ég vel eftir, og skrítna síman-
8.5. 1950, gift Þór J.
Gunnarssyni, f.
30.11. 1947, full-
trúa. Börn þeirra
eru Björn Markús,
netstjóri, f. 5.8.
1974, kvæntur
Steinunni Osk Þor-
leifsdóttur, fulltrúa,
f. 6.2. 1976 og eiga
þau eina dóttur,
Emy Söru, f. 16.6.
1999. Sara, f. 21.6.
1976, d. 21.8. 1976,
Sonja Þórey, há-
skólanemi, f. 30.5.
1978 og Steinunn,
nemi f. 7.1. 1984.
Emy bjó með eiginmanni sín-
um í Svíþjóð til ársins 1947 er
þau fluttu til íslands. Emy var
húsmóðir en vann nokkur ár hjá
Skrifstofu Rannsóknarstofa at-
vinnuveganna. Hún var virkur
þátttakandi í Kvenfélagi Al-
þýðuflokksins um árabil.
Utför Emyar verður gerð frá
Fossvogskapellu mánudaginn
27. september og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
um hennar, einnig túrbaninum sem
hún gekk alltaf með. Það var alltaf
vani að fara til Emyar og Þorsteins
að kvöldi aðfangadags og sitja þar
fram eftir, taka upp pakka og fá
kaffi og kökur. Og hin síðari ár
kom ég rétt eftir hádegi með pakka
og kort út í Hjarðarhaga á að-
fangadag og fékk þá kók og
konfekt hjá Emy. Emy gleymdi
aldrei afmælisdeginum mínum, hin
síðari ár hringdi hún og óskaði mér
til hamingju, en þegar ég var yngri
þá fékk ég alltaf flott frá henni. Eg
man þegar ég varð 5 ára þá gaf
hún mér flott glerbollastell sem ég
á enn og notaði bara til spari þegar
ég var lítil. Eins gaf hún mér
dúkku úr postulíni sem hún hafði
átt þegar hún var lítil, sem gat lok-
að og opnað augun, með þessa
dúkku lék ég mér aldrei enda á ég
hana óskemmda enn í dag, hún er
eitt af því sem mér þykir vænst
um. Ég skírði hana að sjálfsögðu
Emy, en það var líka önnur dúkka
sem hlaut sama nafn svo vænt þótti
mér um Emy.
í eina skiptið sem ég var send í
pössun þegar ég var lítil var til
Emyar og þá kenndi hún mér að
gera fuglafit. Ég man líka heim-
sóknir Emyar og Bertu systur
hennar heim til ömmu. Þótt Emy
byggi í mörg ár hér á Islandi talaði
hún yfirleitt sænsku. Það var því
oft blanda af sænsku, íslensku og
dönsku sem ég talaði við Emy. Við
amma fórum líka oft út í Hjarðar-
haga og þá fékk ég að drekka kók
úr flottu bláu glösunum hennar
Emyar, en þá átti engin svona lituð
glös nema hún. Emy sendi mér líka
alltaf kort þegar hún fór utan og
þegar hún kom einu sinni frá Spáni
kom hún með blævæng og
senjórítu. Ég man alltaf eftir fal-
lega steinasafninu og uppstoppuðu
fiðrildunum sem ég gat skoðað
tímunum saman. Emy var mjög
góður vefari eins og margar mynd-
ir sem héngu uppi í Hjarðarhaga
bera merki um. En það var einmitt
Emy sem kenndi mér að vefa á
vefstól þegar ég var lítil.
Ég á eftir að sakna heimsókn-
anna í Hjarðarhaga, að koma þang-
að á aðfangadag í hádeginu.
Elsku Emy, takk fyrir allt.
Elsku Kata, Emma, Áslaug,
Þór, Björn, Sonja, Steinunn, Stein-
unn Ósk og Emy Sara, missir ykk-
ar er mikill en ég trúi því að nú líði
Emy vel og sé búin að hitta Þor-
stein.
María Steingerður.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.