Morgunblaðið - 26.09.1999, Page 58

Morgunblaðið - 26.09.1999, Page 58
y58 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Myndbönd Vatnsberinn (The Waterboy) ★★★ .Farsi' sem einkennist af íifiagangi og vitleysu, en kemst ágætlega frá því. Aðdáendur Sandlers ættu að kætast og aðrir ættu að geta notið skemmti- legrar afþreyingar. Lifað upphátt (Living out Loud) ★★% Notaleg og gamansöm mynd um konu sem uppgötvar sjálfa sig á nýjan leik eftir að eiginmaðurinn hleypur í fangið á yngri konu. Holly Hunter og Danny DcVito eiga góðan samleik. Bulworth ★ ★★1/i Frábær mynd Warrens Beattys um stjórnmálamann sem tekur upp á Sþeirri fjarstæðu að fara að segja sann- leikann - í rappformi. Beatty er frábær og hinar beinskeyttu rappsenur snilld- arlegar. Hjónabandsmiðlarinn (The Matchmaker) ★★★ Anægjuleg rómantísk mynd sem flest- ir ættu að njóta. Menn með byssur (Men with Guns) ★★★'A Hæg, þung og öflug vegamynd um undarlega krossferð inn í myrkviði Queen Latifah í hlutverki sínu í mynd- inni Lifað upphátt, þar sem Danny De Vito og Holly Hunter fara með að- alhlutverkin. frumskóga ónefnds lands. Engin sér- stök skemmtun, en án efa meðal betri kvikmynda sem komið hafa út lengi. Henry klaufi (Henry Fool) ★★★★ Mynd Hartleys er snilldarvel skrif- uð, dásamlega leikin og gædd ein- stakri kímnigáfu. Yndisleg mynd um seigfljótandi samskipti, tilvist- arkreppur, list og brauðstrit. Vestrí (Western) ★★Vi Franskur nútímavestri, sem fylgir tveimur ferðaiöngum á hægagangi um sveitir Frakklands. Sposk, hæglát og sjarmerandi. Hin hárfína lína (The Thin Red Line) ★★★★ Stríðsmynd eftir leikstjórann Terrence Malick sem er mun meira en stríðs- mynd. Hún fjallar um hlutskipti mannsins í hörmungunum miðjum, lífið og náttúruna. HeiIIandi og ristir djúpt. Elskuð (Loved) ★★% Forvitnileg mynd sem veltir upp eðli andlegs ofbeldis í samskiptum manna. Robin Wright Penn er heillandi og WiIIiam Hurt hæglátur og hlýlegur. Guðmundur Ásgeirsson/Heiða Jóhannsdóttir/Ottó Geir Borg * 1« MSIHBA EYKtlAVlK llfeW A BASHSA ¥ é>e,fict ciu ATU «AW» *0 Ein af auglýsingum Morgunblaðsins frá öldinni sem er að líða. Vilt þú ná árangri á nýrri öld? AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS I sími 569 1111, augl@mbl.is, bréfasimi 569 1110 Stutt Heillast af tónlistar- mönnum ► ÞINGKONAN Mai-y Bono, ekkja tonlistarmannsins Sonny Bono, og Brian Prout, trommuleikari hljóm- sveitarinnar Diamond Rio, ætla að ganga í hjónaband, samkvæmt heimildum útvarpsmannanna Gary Murphy og Jessicu Cash. Utvarps- parið segist hafa hitt Mary og Bri- an í veislu í Nashville nýverið og þar hafi þau tilkynnt um áformin. Mary sagði við þau að þegar hún og Prout hefðu verið að aka út á flugvöllinn í Wahington á miðviku- dag hefði hún sagt við hann að ef lag með Dimond Rio yrði leikið í út- ■ varpinu á meðan þau væru á leið- inni á flugvöllinn myndi hún giftast honum, hvenær sem er, hvar sem er. Murphy og Cash léku lag með sveitinni á fimmtudag í von um að parið væri að keyra frá flugvellin- um og að orð Mary stæðu enn. Talsmaður hennar segir hins vegar að ekkert brúðkaup sé á döfinni heldur hafi Mary og Brian verið að grínast í veislunni. Talsmaðurinn staðfesti hins vegar að Mary hefði á fingrinum demantshring sem Brian hefði gefið henni í skíðaferð sem þau fóru í fyrr í sumar. Mary giftist eiginmanni sínum Sonny árið 1986 og áttu þau tvö börn saman. Hann hafði þá snúið sér að stjórnmálum og sagt skilið við tónlistarlífið en hann var áður giftur söngkonunni Cher. I janúar árið 1998 lést Sonny í skíðaslysi. Mary var síðar kosin á þing sem fulltrúi repúbfikana á Palm Springs-svæðinu í Kaliforníu og kynntist hún Brian Prout er hljóm- sveit hans lék í góðgerðarveislu flokksins. Klækjarefír íKGB ► NÚ ER talið víst að sovéskir njósnarar hafi reynt að hafa áhrif á baráttumanninn Martin Luther King á sjöunda áratugnum með það í huga að kynda undir stríð kynþáttanna í Bandaríkjunum. I bók sem breskur fræðimaður skrifaði kemur fram að þegar fyrirætlanir KGB hafi brugð- ist reyndu þeir að sverta King og sögðu hann svartan mann sem léti stjómast af hvítum mönnum og þeirra ákvörðunum. Höfundur bók- arinnar, sem heitir The Sword and the Shield, byggði niðurstöður sínar á upplýsingum sem hann fékk frá Vasili Mitrokhin, fyrrum starfs- manni KGB, sem lét af störfum árið 1984 og smyglaði miklu magni upp- lýsinga frá Sovétríkjunum til Bret- lands í kjölfarið. Ennfremur kemur þar fram að Bandaríski kommúnista- flokkurinn hafi reynt að hafa áhrif á King með því að koma leynilega sín- um manni í innsta hring leiðtogans. Grágrýti frá tunglinu? ► MAÐUR nokkur hefur játað að hafa reynt að selja grjót, segja það upprunnið á tunglinu og hafi komið til jarðar með geimfarinu Apollo 12. Maðurinn sem hcitir Brian Trochelmann sagði að grjótið hefði verið gjöf til föður hans frá John Glenn sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem var um borð í geimfari á braut um jörðu. Brian hefur nú játað á sig svikin og gæti átt von á að dúsa í fangelsi í fimm ár. Sækjandinn í inálinu sagði að rannsókn hefði leitt í Ijós að gijótið væri ósköp venjulegt berg af yfirborði jarðar en ekki af tunglinu. Bróðir Brians, Ronald, var með í svindlinu og á árunum 1994 og 1995 cru þeir taldir hafa selt tungl-grjót fyrir milljónir dala. Þeir héldu því fram að Glenn hefði gefið föður þeirra grjótið sem þakklætisvott fyrir vinnu hans við þróun matvælaumbúða í þágu geimferða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.