Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 12

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðlegur dagur heyrnarlausra tileinkaður heyrnarlausum börnum Tæknm aldrei veitt jafnmikla mög'uleika DAGUR heymarlausra var hald- inn hátíðlegur á sunnudag og var hann í þetta sinn tileinkaður heyrnarlausum börnum. í upphafi hátíðahalda í Norræna húsinu flutti Berglind Stefánsdóttir, for- maður Félags heyrnarlausra, ávarp og nefndi hún meðal annars mikilvægi þess að heymarlausir stæðu saman og minnti á að Dagur heyrnarlausra væri haldinn um all- an heim. Berglind talaði um þær gífur- legu breytingar sem orðið hefðu á aðstæðum heyrnarlausra bama frá því að hún var barn. Þá var tákn- mál bannað í kennslu heymar- lausra barna því í gangi var svokölluð stefna talmálssinna. Ofuráhersla var lögð á að kenna heyrnarlausum börnum að tala og markvisst var reynt að útrýma táknmáli því talið var að það myndi tefja fyrir eða skaða hæfileika bama til þess að læra að tala. Að ávarpi Berglindar loknu var barnaguðþjónusta í umsjón sr. Mi- yako Þórðarson, prests heyrnar- lausra, einnig sýndu heymarlausir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð leikþátt og boðið var upp á sögustund fyrir börnin. Heilbrigðisráðuneytið og Nýherji gera samning um leigu á 110 tölvum í síðustu viku var kynnt nýtt textasímaforrit, Skjámi, sem Landssíminn hefur látið þýða og staðfæra og virkar með þeim hætti að texti símtalsins er sleginn inn á lyklaborð tölvu og birtist jafnóðum á skjá viðtakandans. Með þessu kemur til sögunnar sú breyting að heymarlausir geta talað milliliða- laust í síma. Forritið Skjáma er hægt að sækja án endurgjalds á heimasíðu Landssímans. A sunnudag var síðan undirrit- aður þjónustusamningur til þriggja ára milli heilbrigðisráuðuneytisins og Nýherja um leigu á 110 tölvum fyrir heyrnarlausa. Hafdís Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Félags heymarlausra, segir þessar tölvur vera forsendu þess að heyrnarlaus- ir geti nýtt sér nýja forritið. Tölvurnar voru teknar formlega í notkun þegar Unnur Pétursdótt- ir, 6 ára, og Sindri Jóhannsson, 10 ára, hringdu sín á milli. Táknmál í símann „Við fognum því að fá þessar tölvur," segir Hafdís. „Þetta er mikilvægur árangur fyrir okkur því heyrnarlausir geta nýtt sér tölv- urnar tU margra hluta. Sennilega hefur tæknin aldrei veitt heyrnar- lausum jafnmikla möguleika og nú, en allar þær nýju samskiptaleiðir og það upplýsingastreymi sem er í boði á Netinu nýtist heymarlausum gífurlega vel,“ segir Hafdís. „Þetta er ennfremur í fyrsta sinn sem heyrnarlausum börnum gefst kostur á að fá tölvur fyrir texta- síma. Það hefur mikið gildi fyrir þau því sýnt hefur verið fram á að notkun textasíma fyrir heyrnar- lausa flýti fyrir því að þau læri skrifaða íslensku og einnig er þetta mikið öryggisatriði, bæði fyrir þau og foreldra þeirra." Hafdís bendir einnig á að börnin séu sú kynslóð sem muni koma til með að nýta sér tækninýjungar í auknum mæli. Hún segir til dæmis að myndsímar verði algengir í framtíðinni og með þeim muni heymarlausir geta talað táknmál í símann. Morgunblaðið/Jim Smart 110 tölvur sem heyrnarlausir fá til afnota voru teknar formlega í notkun á Degi heyrnarlausra þegar Unnur Pétursdóttir, 7 ára, og Sindri Jóhannsson, 9 ára, hringdu sín á milli. Hjá þeim eru Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra, Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heymarlausra, og Hafdís Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins. Nýtt Jafnréttis- ráð skipað MEÐ vísan til 1. mgr. 15. gr. laga nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla hefur fé- lagsmálaráðherra skipað nýtt Jafn- réttisráð. I Jafnréttisráði eiga sæti: Fulltrúi félagsmálaráðherra og formaður: Elín R. Líndal, bóndi. Til vara: Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Fulltrúi Alþýðusambands íslands: Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, varaformaður Eflingar, stéttar- félags. Til vara: Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ. Fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Þórveig Þormóðsdóttir, deildarstjóri. Til vara: Sign'ður Kristinsdóttir. Fulltrúi Kvenfé- lagasambands íslands: Jónína Steingrímsdóttir, hárgreiðslu- meistari. Til vara: Kistín B. Krist- insdóttir, skrifstofustjóri. Fulltrú Kvenréttindafélags íslands: Ellen Ingvadóttir. löggiltur skjalaþýð- andi. Til vara: Hulda Karen Ólafdsóttir. Fulltrúi Vinnuveit- endasambands íslands: Hrafnhild- ur ^ Stefánsdóttir, lögfræðingur VSÍ. Til vara: Guðrún Lárusdóttir. Formaður kærunefndar jafnréttis- mála: Sigurður Tómas Magnússon, héraðsdómari. Til vara: Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari. Tölvunotkun og einstak- lingar með downs- heilkenni FÉLAG áhugafólks um downs- heilkenni boðar til félagsfundar í kvöld kl. 20.30. Fundurinn verð- ur í húsakynnum Tölvumiðstöðv- arinnar, Hátúni 10A, 9. hæð. Fundurinn verður með öðru sniði en venjulega þar sem félag- ið hefur fengið Sigrúnu Jóhanns- dóttur, framkvæmdastjóra Tölvumiðstöðvar fatlaðra, til að vera með kynningu á forritum og tölvunotkun sem nýtast einstak- lingum með downs-heilkenni. Sigrún sem er talmeinafræðing- m- hefui- áralanga reynslu af ráð- gjöf varðandi tölvumál fatlaðra, segir í fréttatilkynningu. Kærunefnd jafnréttismála ekki sammála gagnrýni í áliti umboðsmanns Alþingis KÆRUNEFND jafnréttismála er ósamþykk þeirri gagnrýni setts um- boðsmanns Alþingis, sem birt var um miðjan mánuðinn, að nefndin hafi farið út fyrir verksvið sitt. Hún tekur þó til sín aðfinnslur varðandi andmælarétt og segir tilefni til að athuga hvort ekki sé rétt að veita þeim sem hlotið hefur stöðu form- legt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að. Málsmeðferð kærunefndar var gagnrýnd í áliti umboðsmanns AI- þingis í tilefni af kvörtun Ingva Þor- kelssonar yfir úrskurði nefndarinn- ar. Taldi settur umboðsmaður í mál- inu, Stefán M. Stefánsson, að nefnd- in hefði farið út fyrir verksvið sitt eins og það er markað í lögum. Umboðsmaður taldi ennfremur að nefndin hefði hvorki ________ uppfyllt rannsóknar- skyldu sína né gætt þess, að eigin frumkvæði, að málið teldist nægjanlega upplýst áður en afstaða var tekin. Óskaði hann þess í fram- haldi að nefndin endurskoðaði nið- urstöðu sína, komi fram ósk þess efnis frá þeim málsaðila sem nefnd- in úrskurðaði í óhag. Munu skoða athugasemdir um andmælarétt Sigurður Tómas Magnússon, for- maður kærunefnar jafnréttismála, Telur sig* ekki hafa far- ið ut fyrir verksvið sitt Óraunhæfar kröfur til nefndarinnar segir nefndina taka fullt tillit til at- hugasemdar umboðsmanns um and- mælaréttinn. „Við höfum hugleitt þetta áður hvort það sé rétt, í þeim málum sem snúast um stöðuveiting- ar, hvort rétt sé að gefa þeim sem fékk stöðuna kost á að tjá sig. Við höfum alltaf aflað upplýsinga í gegnum atvinnuveitanda sem hlýt- ur að hafa mikinn áhuga á að upp- lýsa okkur um hæfileika og færni þess sem ráðinn er. Þetta snýst um það hversu langt svona álits- gefandi nefnd eins og _________ okkar á að ganga. Hvort við eigum að vera að skipta okkur af sjónarmiðum sem atvinnurekandi ákveður að leggja til grundvallar um það hvaða hæfi- leikar skipta máli og svo hvemig hann metur innbyi-ðis vægi þessara sjónarmiða. Klassísku atriðin eru menntun og starfsreynsla en síðan koma til sérstakir hæfileikar, til dæmis tungumálakunnátta eða samskiptahæfni. Við teljum að til þess að geta unnið okkar starf verðum við að skoða þessi sjónarmið til að tryggja að ekki sé ráðið í störf út frá kyn- ferði eða vegna kynbundinna ástæðna." Sigurður telur að um- boðsmaður Alþingis hafi gert óraunhæfar kröfur til nefndarinnar þar sem hún hafi ekki haft aðstöðu til að rannsaka málið frekar. Kallað hafi verið eftir upplýsingum og þær hafi verið mjög ítarlegar. Sigurður leggur áherslu á að kærunefnd jafnréttismála sé álits- gefandi nefnd en ekki úrskurðarað- ili sem geti fellt ákvarðanir atvinnu- rekanda úr gildi. „Við gefum ein- faldlega álit á því hvort við teljum jafnréttislög hafa verið brotin. Ann- að tökum við ekki fyrir,“ segir Sig- urður. Alvarlegar ávirðingar Ofangreint mál er ekki eina málið þar sem umboðsmaður Alþingis hefur beint spjótum sínum að kæru- nefnd jafnréttismála. Um miðjan síðasta mánuð gerði settur umboðs- maður í því máli, Páll Hreinsson, at- hugasemd við þrjá þætti í málsmeð- ferð nefndarinnar í kærumálum Hr- efnu Kristmannsdóttur verkfræð- ings sem voru til meðferðar á árun- um 1997 og 1998. Umboðsmaður átaldi nefndina fyrir að hafa sent óundirrituð bréf til málsaðila og setningar hafi vant- að í skriflegt álit nefndar- ----------- innar sem hann fékk. Þá Uppkast var nefndin ásökuð um að óvart sent til hafa ónýtt hluta segul- málsaðila bandsupptöku í trássi við lög. Sigurður segist viðurkenna að Sigurður segir að meint útþurrk- un hafi átt sér þannig stað að hann hafi verið búinn að slíta formlega fundi sem nefndin átti með Hrefnu. Þá hafi samræður, sem ekki snertu sjálft málið með beinum hætti, átt sér stað utan dagsrkár, án þess að slökkt hefði verið á upptökutækinu. Þessar óformlegu samræður hafi síðan verið þurrkaðar út. „Umboðs- maður telur í þessu tilviki að allt sem gerist í störfum nefndarinnar sé hluti af gögnum málsins. En því áliti erum við einfaldlega ósam- þykkir," segir Sigurður. Breytt vinnuumhverfi kærunefndar? Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um --------- kærunefnd jafnréttis- mála í þá veru að veita nefndinni bindandi úr- skurðarvald. Sigurður segist hlynntur áherslum frumvarpsins. handvömm hafi átt sér stað. „Svo illa vildi til að uppkast sem við vor- um að vinna með var sent til máls- aðila alveg óvart. Athugasemdir umboðsmanns hafa ekkert með málsmeðferðina að gera. Við erum ekkert ósamþykkir þessu áliti hans nema hvað varðar meinta „útþurrk- un gagna“ eins og það var orðað.“ „Úrskurðir nefndarinnar yrðu þá bindandi fyrir atvinnurekendur og þá er hægt að kæra í framhaldi. Vinnuumhverfið verður mun skemmtilegra. Það verður til dæmis ekki lengur þessi öfuga sönnunai'- byrði sem er núna, þ.e. að atvinnu- rekandi þurfi að sýna nefndinni fram á að lögin hafi ekki verið brot- in,“ segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.