Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslenskir rafverktakar lentu í áhlaupi þýsku lögreglunnar Lokuðust inni með pólskum glæpamönnum Morgunblaðið/Ríkharð Sigurðsson Stefán Arndal klemmdi fingur milli stafs og hurðar á geymslunni sem fslendingarnir forðuðu sér í og hlaut skurð á höfði eftir byssuskefti lögreglu en hér er hann ásamt sérsveitarmönnum að loknu áhlaupi. „DERRICK, Klein og hundurinn Rex ná þessu aldrei," sagði Ríkharð Sigurðsson, einn úr hópi 43 rafverk- taka sem staddur var á veitingastað efst í sjónvarpsturninum í Diis- seldorf í Þýskalandi eftir að lög- regla réðist þar inn og handtók sjö pólska glæpamenn. „Foringi pólska glæpahringsins var konan sem lok- aðist inni í geymslunni með okkur og var okkur sagt þegar við komum niður að þeir hefðu óttast hana mest því vitað var að hún hefði framið morð fyrr um daginn," sagði Sigur- jón Sigurðsson, einn íslendinganna sem lenti í áhlaupinu. Enginn Islendinganna slasaðist alvarlega en tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Annar klemmdist á fingri og fékk gat á höfuðið. Islendingamir sem Morg- unblaðið ræddi við segja að þýska lögreglan hafi beitt menn hörðum tökum, ekki upplýst hluta hópsins að um lögregluaðgerð væri að ræða og hafi framganga þeirra einkennst af streitu. Þeir Sigurjón og Ríkharð Sig- urðssynir hjá S. Guðjónssyni voru í hópi Islendinganna og sögðu þeir að þetta hefði verið lífsreynsla sem enginn þeirra vildi lenda í á ný. Aður en dró til tíðinda á veitinga- staðnum hafði hluti hópsins tekið lyftu niður af veitingastaðnum sem er efst í turninum í 180 metra hæð. Sagði Ríkharð að lyftumar hefðu ekki komið upp aftur og að þeim hefði verið sagt að þær væm bilað- ar. „Seinna fréttist að við væram ís- lendingar í boði Gira en fyrirtækið framleiðir rafbúnað og kom veit- ingastjórinn til sölustjóra fyrirtæk- isins, sem var með okkur og sagði honum að lögreglan væri búin að loka lyftunum og að glæpamenn væru á staðnum," sagði Ríkharð. „Hann bað okkur um að koma með sér bakatil og inn í eldhús en þar er þjónustulyfta og komust sex eða átta úr hópnum með henni nið- ur en tólf okkar vora eftir uppi, tveir í veitingasalnum en við hinir í eldhúsinu. Tveir menn fylgdu á eftir okkur fram í eldhús og leist okkur ekki allt of vel á þá. Héldum jafnvel að þeir væra glæpamenn en seinna kom í ljós að þetta var óeinkennis- klædd lögregla." Umsátursástand Islendingamir vissu ekki að lög- reglan hafði lokað lyftunum, þar sem þeir sátu og biðu í eldhúsinu í um hálfa klukkustund eða að um- sátursástand ríkti á neðstu hæðinni. „Við voram eins og hverjir aðrir Is- lendingar sem þekkja ekki neitt og fóram að gantast og tala um að þetta væri rétt eins og í miðjum Derrick eða í þáttunum um hundinn Rex,“ sagði Ríkharð. „Þegar við hlógum sem mest heyrðum við þessa svakalegu hvelli úr salnum. Þá hlupu allir upp dauð- hræddir og héldu að þetta væri þeirra síðasta en tveir úr hópnum vora ennþá inni í salnum. Við í eld- húsinu reyndum að forða okkur inn í litla geymslu og þar tróðumst við sex eða átta. Áfram heyrðum við skothvelli eða hvað sem þetta var úr eldhúsinu, hróp og læti og hrópað „lögregla, lögregla“. Sölustjórinn kallaði loks til okkar og bað okkur um að opna og þegar við opnuðum tóku lögreglumenn á móti okkur í skotheldum vestum, með hjálma á höfði og miðuðu á okkur byssum. Þeir hentu okkur niður og miðuðu á okkur og ef við litum upp var löpp rekin í okkur. Síðan kom í ljós að með okkur í kompunni var kona úr glæpahópn- um sem var handtekin. Þannig að Derrick og félagar geta lagt sig.“ Um leið og sérsveitin hljóp úr lyftunum með skothvellum og mikl- um látum og inn í veitingasalinn var slökkt á öllum Ijósum en framan á byssunum vora sterk og blindandi Ijós. „Við í eldhúsinu sáum þá ekki en hávaðinn og hvellimir vora mikl- ir rétt eins og hleypt væri af byss- um,“ sagði Ríkharð. Kippt niður og handjárnaðir Ríkharð sagði að þegar þeir Is- lendingar komu niður sem fyrstir fóra með lyftunum, hafi þeim um- svifalaust verið kippt niður í gólf og þeir handjámaðir. „Menn voru slegnir og einn er illan marinn á handlegg og aðrir fengu gat á höf- uðið,“ sagði hann. „Lögreglan var búin að frétta af því að hópur íslendinga væri á veit- ingastaðnum og erum við að geta okkur til um að þeir hafi ekki vitað hverjir voru að koma með lyftunni. Síðar kom í ljós að í hópnum vora tveir vopnaðir glæpamenn. Byss- urnar þeirra skoppuðu um gólfið þegar búið var að handtaka þá. Eft- ir því sem við komumst næst vora fimm af þeim sjö sem vora hand- teknir vopnaðir." Óttuðust gíslatöku Sigurjón bróðir Ríkharðs sagði að áhlaup lögreglunnar hefði staðið yfir í um tvær klukkustundir og lög- reglan hefði óttast gíslatöku um tíma. „Foringi pólska glæpahrings- ins var konan sem lokaðist inni í geymslunni með okkur og var okk- ur sagt þegar við komum niður að þeir hefðu óttast hana mest því vit- að var að hún hefði framið morð fyrr um daginn,“ sagði hann. „Það var alveg skelfilegt að lenda í þessu. Eg held að þeir sem fóru fyrst niður með lyftunni hafi lent einna verst í þessu andlega. Þarna var hópur manna að koma af veit- ingastað í léttu spjalli að skemmta sér. Þegar lyftan opnast stóðu óein- kennisklæddir menn fyrir framan þá og sviptu þeim út. Sumir Islend- inganna tóku á móti en fengu þá byssur í höfuðið. Þeir voru síðan bundnir niður með plastböndum og einn þeirra fékk að heyra að hann væri heppinn að verða ekki drepinn! Þeir lágu í um tuttugu mínútur í gólfinu án þess að hafa hugmynd um að þetta væra lögreglumenn. Loks þegar það kom fram trúði því enginn, enda sýndu þeir engin skil- ríki.“ I lyftu með glæpamönnum Hann sagði að síðar hefðu menn verið leystir úr böndum og teknn afsíðis en ekki fengið að fara af staðnum. Þegar seinni lyftan kom niður var sama uppistandið en í þeirri lyftu voru tveir glæpamann- anna. „Til allrar hamingju stóðu þeir fremst í lyftunni,“ sagði Sigurjón. „Hefðu þeir verið aftast og Islend- ingar fyrir framan þá er ekki að vita hvað gerst hefði því þeir voru báðir vopnaðir og hefðu getað tekið upp byssumar. Þetta var alveg skelfi- legt. Þeir sem höfðu vit á að fleygja sér flötum með alla skanka úti vora látnir eiga sig. Þeir sem hikuðu á þessum sekúndubrotum fengu að kenna á því. Allir fengu byssur í hausinn hver og einn. Derrick nær þessu aldrei.“ Sigurjón sagði að íslendingarnir sem flúðu inn í geymsluna hefðu veitt því athygli að pólska konan virtist vera mjög hrædd, titraði öll og reyndi að koma í veg fyrir að geymslan yrði opnuð. „Konan reyndist ekki vera vopn- uð en meðferðin var skelfileg; menn vora lamdir fyrst og spurðir svo,“ sagði hann. „Lögreglunni var greinilega mikið létt þegar allt var yfirstaðið.“ Breið- holtsskóli 30 ára BREIÐHOLTSSKÓLI er 30 ára á þessu ári og er þess minnst með ýmsum hætti. Afmælisdag- urinn sjálfur var síðastliðinn föstudag og af því tilefni var haldin afmælishátið um helgina. Margt var gert börnum og fullorðnum til skemmtunar, lúðrasveit Árbæjar og Breið- holts Iék fyrir gesti, börnin fengu að skoða lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla sem komu í heimsókn, íþróttahúsið var opið og ieiktæki frá ITR voru á staðnum. Fjöldi fólks, bæði nemendur skólans og for- eldrar, Iagði leið sína í skólann. Einnig var fyrrverandi nemend- um og tilvonandi nemendum, úr leikskólum hverflsins, boðið sér- staklega. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Brynjúlfur Sprengja sprengd í símaklefa SPRENGING varð í miðbæ Hafn- ar í Hornafirði um hálfellefuleytið á laugardagskvöldið og lagði reykj- armökk yfir götuna milli pósthúss- ins og Vörahússins og glerbrotum rigndi yfir stórt svæði. Þegar betur var að gáð kom í ljós að sprengja hafði verið sprengd í símaklefanum við pósthúsið. Litlu mátti muna að stórslys yrði þar sem bifreið var ekið eftir Hafn- arbrautinni stuttu eftir að sprengj- an sprakk. Að sögn Sigurðar Ein- arssonar, hjá Landssíma Islands, eru símaklefinn og síminn ónýtir. Ólíklegt er að símaklefinn verði lagaður og því bendir allt til þess að Homfirðingar þurfi að vera án þeirrar þjónustu á næstunni. Að sögn lögreglunnar á Höfn voru tveir unglingspiltar að verki og telst málið upplýst. Fólk Doktorspróf í lyfjafræði • INGUNN Björnsdóttir lyfja- fræðingur varði 24. ágúst sl. dokt- orsritgerð sína um rannsóknir á ávísunum á sýkla- lyf á Islandi við Lyfjafræðiháskól- ann í Danmörku (Danmarks Far- maceutiske Höjskole). Heiti ritgerðarinnai' er: „Studies in Prescribing of Antibiotics in Iceland: a Qualitave and Quantitative Approach." Ritgerðin fjallar um aðferðar- fræði við mælingar á lyfjanotkun og um ástæður heimilislækna fyrir ávísunum á sýklalyf. Ingunn beitti bæði eigindlegum (qualitative) að- ferðum og megindlegum (quantita- tive) við rannsóknirnar, þ.e. megin- dlegum á þann þátt sem snýr að mælingum á lyfjanotkun, en eig- indlegum við að rannsaka ástæður heimilislæknanna fyrir sýklalyfjaá- vísunum. Ingunn Björnsdóttir er fædd 1960 og er dóttir hjónanna Ásdísar Einarsdóttur og Björns Guð- mundssonar í Lóni, Kelduhverfi. Sambýlismaður Ingunnar er Magn- ús Guðnason kennari og eiga þau tvö börn, Guðinund Friðrik og Nínu Maríu. Ingunn er framkvæmdastjóri Stéttarfélags íslenskra lyfjafræð- inga og starfar einnig í rannsókn- arhópi um mat á áhrifum lyfjalaga á kostnað, aðgengi, lyfjanotkun og heilsufar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.