Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 16

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ' ’ m A.' " * 1 -r .' AæVÍ gsy tvrA* ' X á||| Í&jC SHjLW - - } V " * ,r x***'WY Jm• -ví'* rtf F ,i' -'y' m-m ■ Morgunblaðið/Jón Svavarsson KR-ingar gengu í skniðgöngu með lúðrablæstri að nýja húsinu. Hátíð í nýju íþróttahúsi KR Vesturbær KR-ingar vígðu nýtt íþróttahús í Frostaskjóli og héldu hátíð af því tilefni á laugardag. Húsið stendur þar sem gamli KR-bragginn stóð en hann var rifinn í júní á síðasta ári, hálfum mánuði eftir að fyrsta skóflustunga var tekin að nýja húsinu. Vesturbæingar og aðrir KR-ingar gengu í skrúð- göngu að nýja húsinu á laugardag þar sem Sveinn Jónsson, formaður bygging- arnefndar, afhenti félaginu húsið formlega. Það var þéttsetinn bekkurinn í hús- inu og gæddu gestir sér á vöfflum með rjóma og fleira góðgæti, sem framreitt var í tilefni dagsins á þessari há- tíð, sem er ein af mörgum sem fjórfaldir Islands- og bikarmeistarar KR-hafa haldið undanfarnar vikur. Iþróttahús KR er á tveimur hæðum, 2.530 fer- metrar að grunnfleti og samtals 3.490 fermetrar. íþróttasalurinn er um 1.460 fermetrar og er unnt að skipta honum í þrennt. í salnum eru áhorfendabekk- ir fyrir um 800 manns. A 2. hæð er 176 fermetra æf- ingasalur. I húsinu eru 10 búnings- herbergi, 2 kennara- og dómaraherbergi, 6 deilda- og skrifstofuherbergi, stórt fundarherbergi, auk annars. Aætlaður kostnaður við bygginguna er 350 milljónir króna. Verktaki var Istak en Teiknistofan ehf. hannaði húsið. Rauða ljónið var að sjálfsögðu mætt til athafnarinnar og sat í miðjum krakkahópnum. Halldór Reynisson, sóknarprestur í Neskirkju, ávarpaði samkomuna og blessaði húsið. Gestir gæddu sér á vöfflum með rjóma. Umferðarvika í Hafnarfírði 45% umferðarslysa á stofnbrautum Hafnarfjörður 45% umferðarslysa í Hafn- arfirði verða á stofnbrautum í umsjá Vegagerðarinnar. Þetta eru Reykjanesbraut, Fjarðarhraun, Reykjavíkur- vegur, Fjarðargata, Strand- gata og Asbraut. Þetta kemur fram í viðtali fréttablaðs Hafnarfjarðar- bæjar við Ernu Hreinsdótt- ur tæknifræðing, sem hefur umsjón með umferðarmálum í bænum. Meðal svartra bletta í bænum voru gatna- mót Öldugötu og Hring- brautar en eftir að Öldugötu var breytt í einstefnuakst- ursgötu hefur slysum þar fækkað um 70%. Erna segir að hraði hafi mest að segja um hversu al- varleg slys erða. „Ef barn verður fyrir bíl á 50 km hraða eru 80% meiri líkur á að það deyi en ef hraðinn hefði verið 30 km,“ segir hún í viðtalinu. Nú er verið að vinna að nýju umferðaröryggisskipu- lagi á svæðinu Reykjavíkur- vegur/Vesturgata að Hraun- brún meðtalinni. Þar á sam- kvæmt samþykktu hverfa- skipulagi að vera 30 km hverfi. Umferðarvika í Hafnarfirði Nú stendur yfir umferð- arvika í Hafnarfirði. Lög- regla heimsækir skólabörn í bænum foreldrafundir verða haldnir um umferðar- mál. Morgunblaðið/Jim Smart Hópur Hafnfirðinga fleytti kertum á Læknum á sunnu- dagskvöld til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. I minningu fórnar- lamba umferðarslysa Hafnarfjörður HAFNFIRSK ungmenni fleyttu kertum á Læknum á sunnudagskvöld til minningar um þá sem lát- ið hafa lífíð í umferðar- siysum. Safnast var saman klukkan 20 við Hafnar- fjarðarkirkju þar sem Þórhallur Heimisson sóknarprestur hélt bæna- stund en siðan var gengið fylktu liði upp Lækjar- götu, yfir Hverfísgötu- brúna og Tjarnarbraut að Hörðuvöllum þar sem kertunum var fleytt á Læknum. Talsverður hóp- ur tók þátt í athöfninni sem var fyrst og fremst ætluð ungmennum úr 9. og 10. bekk grunnskólans og 1. bekk framhalds- skóla. Bæjaryfírvöld gagnrýnd vegna ósamræmis í aðstoð við dagvistun fyrir námsfólk Osanngjarnt fyrirkomulag Hafnarfjörður Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þurý Osk Axelsdóttir og Kristmundur Guðleifsson ásamt Svönu Osp, dóttur sinni. UNG hjón sem bæði eru í framhaldsnámi þurfa í dag að greiða fullt gjald fyrir dagvistun dóttur sinnar hjá dagmömmu, án aðstoðar frá bæjaryfirvöldum. Ein- stæðir foreldrar fá hins vegar endurgreiðslu á meðan barnið er hjá dag- mömmu. Þegar í leikskóla er komið borga síðan bæði giftir námsmenn og ein- stæðir foreldrar sama gjald. Erfitt getur þó reynst að koma barni á leikskóla og á meðan getur fullt gjald fyrir dagvistun barns hjá dagmömmu verið þungur baggi fyrir tekjulít- il hjón í námi. Þurý Ósk Axelsdóttir er á þriðja ári í læknisfræði og giftist í sumar Krist- mundi Guðleifssyni, en hann er nemi í véltækni- fræði. Bæði eiga þau eftir um fjögur ár í námi. Fyrir tæpu ári síðan eignuðust þau dóttur sem í septem- ber þurfti að fara til dag- mömmu á meðan foreldrar hennar sitja á skólabekk. Þurý segist hafa verið viss um að námsmenn fengju aðstoð við að greiða niður kostnað vegna dagvistunar og hafi í ágúst hringt í fé- lagsmálastofnun Hafnar- fjarðarbæjar til að athuga hvaða pappírum hún þyrfti að skila til að fá þessa að- stoð. Hún fékk hins vegar þau svör að engar endur- greiðslur væru til giftra foreldra og að þeir einu sem fengju slíkt væru ein- stæðir foreldrar ásamt for- eldrum barna sem vinna á leikskólum. Þurý segist eiga erfitt með að sætta sig við að bæjaryfirvöld aðstoði ekki námsfólk við að greiða nið- ur dagvistunarkostnað. „Nema hvað, þegar stelpan mín fer inn á leikskóla, þá sitjum við við sama borð og einstæðir foreldrar. Þá borgum við jafn mikið af því við erum ekki með nein- ar tekjur. Þannig að þetta er mjög ósanngjarnt," seg- ir Þurý. Hún segir að þau borgi dagmömmunni 28.200 krónur á mánuði og 36.000 krónur í húsaleigu. „Við höfum ekki efni á að hafa hana allan daginn hjá dag- mömmu því það kostar 38.000 krónur. Ef við kæm- um henni inn á leikskóla fengi ég pláss fyrir hana allan daginn og það myndi kosta mig 12.000 krónur. Bæjaryfirvöld viðurkenna síðan að við þurfum fullar húsaleigubætur, en ekki að við þurfum aðstoð við að borga nærri 40.000 krónur í dagvistun. Manni finnst þetta svo ofboðslega órétt- látt að ég get bara ekki sætt mig við þetta,“ segir Þurý. Hún segist vita til þess að í Reykjavík fái foreldrar sem báðir séu í skóla greiddan hluta af kostnaði við dagmömmuna. „Það sem manni svíður mest er að fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar lofuðu núverandi stjórnarflokkar öllu fögru til foreldra. Nú er manni bent á að skrifa til félagsmálaráðs og leik- skólanefndar og benda á þetta. Mér finnst það alveg út í hött. Það er bara skrípaleikur, þeir ætla ekk- ert að gera. Þeir ætla bara að þagga þetta niður og láta fólk sætta sig við þetta,“ segir Þurý. Hún segir að dóttir þeirra komist í fyrsta lagi inn á leikskóla þegar hún verður orðin tveggja ára gömul, jafnvel þó að hún sé í forgangshópi. „Ég er búin að hringja út um allt og skoða alla möguleika og það er bara ekki neitt sem hægt er að gera. Ég athug- aði með einkarekinn leik- skóla í Reykjavík og það hefði kostað okkur yfir 40.000 krónur á mánuði, af því að Hafnarfjarðarbær borgar svo lítið með börn- unum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.