Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 19 Barnakór kirkjunnar söng við vígsluna. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Vígsla Félagsmiðstöðv- arinnar Melbæjar Eskifirði - Vígsla á Félagsmiðstöð- inni Melbæ á Eskifirði fór fram 19. september sl. Vígsluhátíðin hófst með guðsþjónustu í tilefni af ári aldraðra í Eskifjarðarkirkju. Að henni lokinni gengu kirkjugestir til félagsmiðstöðvarinnar þar sem sr. Davíð Baldursson flutti vígsluorð. Því næst bauð formaður Félags eldri borgara á Eskifírði, Ölver Guðnason, félagsmenn og aðra gesti velkomna til hátíðarinnar. Hilmar Bjarnason rakti sögu ábúenda Melbæjar sem byggður var 1884 og stóð til ársins 1954 að húsið var rifið og byggður leikskóli sem starfræktur var til ársins 1999 en var þá breytt í Félagsmiðstöð aldraðra. Þá söng barnakór kirkj- unnar og að því loknu undirrituðu Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð, og Ölver Guðnason, samning um húseignina Fossgötu 9 (Melbær). Að undirskrift lokinni var frum- flutt gjöf frá bræðrunum Guð- manni og Ellert Borgari Þorvalds- sonum en gjöfin var lag og ljóðið „Melbærinn minn“ og vakti hún að- dáun og hrifningu. Félaginu bárust einnig fleiri gjafir og óskir frá vin- um og velunnurum. Frá undirritun samningsins um Fossgötu 9. F.v.: Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Olver Guðnason, formaður Félags eldri borgara á Eskifirði. Að lokum sagði Kristinn Guð- mundsson frá byggingu félagsmið- stöðvarinnar sem hófst 7. júlí og var lokið að mestu 31. ágúst. Unn- ar hefðu verið ekki færri en 1030 vinnustundir. Á þessu tímabili bár- ust Melbæ margar góðar gjafir, bæði peningar og þarfir hlutir frá félögum og velunnurum eldri borg- ara svo að í Melbæ verður hægt að reka gott félags- og menningar- starf. Allt það verður seint þakkað, sagði Kristinn. Vænn úti- gangshrútur Ólafsvík - Nýlega var smalað úr fjallinu Mýrarhyrnu hópi kinda sem þóttu líklegar til að fara í hin illræmdu klettabelti sem hafa yf- irleitt reynst dauðagröf því fé er í þau hefur farið. Kom þá fram í þessum hópi vet- urgamall hrútur frá Mávahlíð í Snæfellsbæ í tveim reyfum. Við skoðun reyndist þetta vera gemi- ingur frá fyrra ári og hafði bæði móðurina og lambið vantað af Qalli og var talið að þau hefðu farist í Mýrarhyrnu ásamt fleira fé. Þetta er annað árið í röð sem Mávahlíðarbændur heimta úti- gengið fé því í fyrra fengu þeir úr Mýrarhyrnu tvær veturgamlar kindur ásamt lambi þeirra. Það þótti rétt að þessi væni hrútur fengi að taka þátt í hrúta- sýningu. Þar var hann veginn og mældur svo sem vera ber. Fylgja hér með málin á hrútnum svo menn geti séð að hér var engin skjáta á ferð: Útigöngukollur l.v. Þungi 91 kg, brjóstmál 110 cm, spjald 25 cm, leggur 123 mm, vöðvi 32, lögun 4, fíta 9. Samtals gaf þetta 81 stig og 1. verðlaun A. Kollur stóð sig sem sagt með prýði á sýningunni. Engu að síður voru þarna aðrir hrútar betri og varð það því hlutskipti Kolls að vera leiddur til slátrunar. Telja verður að hann hafi fallið með sæmd. STOR OG GOÐ VINNUAÐSTAÐA Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það er ekki létt verk að koma steypubíl fullum af steypu á réttan kjöl. Til þess þurfti jarðýtu og vélskóflu. Steypubfll valt á hliðina fyrir ofan Stykkishólm St.ykkishólmi - Það óhapp varð á laugardagsmorguninn að steypu- bíll valt á hliðina á Drápuhlíðar- melum fyrir ofan Stykkishólm. Steypubíllinn var að koma frá Stykkishólmi og á leiðinni inn að Haukabrekku á Skógarströnd með farm. Rétt eftir að bílinn hafði beygt inn á Skógarstrand- arafleggjarann gaf vegkantur sig með þeim afleiðingum að bílinn valt á hliðina. Þurfti aðstoð jarðýtu og vélskóflu við að koma bflnum á réttan kjöl aftur. Gekk verkið vel þrátt fyrir mikil þyngsli. Bflstjór- inn slapp án meiðsla, en bfllinn er töluvert skemmdur. Það er Þorbergur Bæringsson í Stykkishólmi sem gerir steypubíl- inn út. Hann sagði að tjónið væri tilfinnanlegt því bflinn væri ekki kaskótryggður. ÞARF EKKI AÐ KOSTAÞIG MIKIÐ Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 27.724 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 312.449 kr. 19.269 kr. á mánuði Rekstrarlaiga er miðuS viS 36 mánuSi og 20.000 km á ári. Fjármögnunarleiga er miSuS viS 5 ár og 25% útborgun, greiSslur eru án vsk. Vsk. leggst ofan á leigugreiSslur en viSkomandi fær hann endurgreiddan sé hann meB skattskvldan rekstur. Öll verS eru án vsk. ATVINNUBÍLAR FYRIRTÆKJAÞJÓHUSTA Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 HYunoni 60 T T FÓIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.