Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FORSETI ÍSLANDS Á AUSTURLANDI
Opinberri
heim-
sókn um
Austur-
land lokið
OPINBERRI heimsókn forseta
Islands um Norður-Múlasýslu
og Fjarðabyggð lauk á laugar-
dag, en þá var farið um Fljóts-
dalshrepp og Austur-Hérað.
I Fljótsdalshreppi var Val-
þjófsstaðarkirkja heimsótt.
Haldin var morgunstund í
kirkjunni í umsjón sóknar-
prestsins, séra Láru Guðbjarg-
ar Oddsdóttur, og forseti m.a.
kynntur fyrir brúðunni Fróða
sem aðstoðar við barnafræðslu í
vetur. Boðið var upp á morgun-
kaffi í Víðivallaskógi og skóg-
urinn síðan skoðaður undir leið-
sögn Helga Gfslasonar, fram-
kvæmdastjóra Héraðsskóga.
Víðivallaskógur markar upphaf
bændaskógræktar á Islandi.
Nemendur fluttu
frumsamda tónlist
Nemendur í Hallormsstaðar-
skóla tóku síðan á móti forset-
anum, en skólinn er samstarfs-
verkefni sveitarfélaganna
Fljótsdalshrepps og Austur-
Héraðs. Forseti kynnti sér al-
mennt skólastarf þar og hlýddi
á frumsamda tónlist sex til átta
ára nemenda og Iagið Oddrún,
eða Ættarfylgjan, í flutningi
skólahljómsveitarinnar. Lagið
samdi Gunnar Gunnarsson,
nemandi í tíunda bekk, en texta
Hákon Aðalsteinsson. Hádegis-
verður var snæddur í Hús-
stjórnarskólanum á Hallorms-
stað í boði sveitarstjórna Aust-
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Forseti tekur íyrstu skóflustunguna vegna jarð-
vegsskipta á íþróttaleikvanginum á Egilsstöðum.
Morgunblaðið/Þorkell
Boðið var upp á nýlagað ketilkaffi þegar
Víðivallaskógur var heimsóttur.
Þessar ungu stúlkur fylgdust brosandi með heimsókn forsetans á
íþróttaleikvanginn á Egilsstöðum.
ur-Héraðs og Fljótsdalshrepps.
í Austur-Héraði var Safna-
húsið á Egilsstöðum skoðað.
Meðal annars lítil sýning á bréf-
um, bókum og Ijósmyndum
Vestur-íslendinga sem vakti
töluverðan áhuga forsetans.
Að því loknu tók forseti
fyrstu skóflustungu vegna jarð-
vegsskipta á íþróttaleikvangin-
um á Egilsstöðum. Þá ávarpaði
forseti ársþing UIA og afhenti
„Hvatningu forseta Islands til
ungra Islendinga“ í síðdegis-
dagskrá í fþróttamiðstöðinni á
Egilsstöðum. I síðdegisdag-
skránni var einnig boðið upp á
söng og tónlist fyrir forseta og
fylgdarlið. Kvöldverður var
snæddur í boði sveitarstjórnar
Austur-Héraðs í húsnæði Al-
þýðuskólans á Eiðum.
Mikilvægt
mótvægi í
umræðu um
byggða-
vanda
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sagði uppbyggingu Hér-
aðs, Fellahrepps og Egilsstaða vera
öðrum byggðarlögum góða íyrir-
mynd. Forsetinn ávarpaði íbúa þess-
ara byggðarlaga á hátíðarsamkomu
sem haldin var í Iþróttamiðstöðinni á
Egilsstöðum á laugardag vegna op-
inberrar heimsóknar til Norður-
Múlasýslu og Fjarðabyggðar.
I ræðu sinni minntist forsetinn á
þann sóknarhug og metnað sem ein-
kenndi íbúa Héraðs, Fellahrepps og
Egilsstaða, auk vilja þeirra til að búa
svo um hnúta að áfram dafni þar
blómlegar byggðir í sátt manns og
náttúru.
Þá sagði forseti árangurinn í upp-
byggingu Héraðs, Fellahrepps og
Egilsstaða vera mikilvægt mótvægi í
umræðu um byggðavanda á Islandi.
Mörg byggðarlög hafi vissulega
barist við erfíðleika og þrengingar
og margir misst trú á möguleika
landsbyggðarinnar. Það sé því vert
verulegrar athygli að á sama tíma
hafí vaxið og eflst margir þéttbýlis-
staðir í sveitum og breytt byggða-
mynstri landsins til hins betra.
Forseti sagði árangur Egilsstaða-
búa, Fellahrepps og Héraðs vera
bæði lærdómsríkan og lofsverðan.
íbúafjöldi hefði rúmlega tuttugufald-
ast á öldinni og atvinnulíf orðið fjöl-
þættara. Menntastofnanir á svæðinu
bjóði nú nýjum kynslóðum fjölþætt
tækifæri og skógrækt og skrúðgarð-
ar lýsi alúð og virðingu gagnvart um-
hverfí og auðlindum náttúrunnar.
Saga Héraðs, Fellahrepps og
Egilsstaða væri lýsandi fordæmi og
sönnun þess að byggðir landsins
byggju yfir krafti og getu til að
sækja fram til bættra lífskjara og
betra mannlífs.
Hver mínúta skipulögð
BAKKAFJÖRÐUR var meðal
þeirra byggðarlaga sem forseti ís-
lands, Olafur Ragnar Grímsson,
sótti heim í opinberri heimsókn
sinni til Austurlands í síðustu viku.
Freydís Magnúsdóttir var í undir-
búningsnefnd fyrir komu forsetans
til Bakkafjarðar. Hún segir hverja
mínútu í heimsókn forseta til
Bakkafjarðar hafa verið skipulagða
þannig að fólki gæfíst tækifæri á að
hitta hann.
Við komuna til Bakkafjarðar tók
hreppsnefnd og oddviti, Steinar
Hilmarsson, á móti forsetanum. í
tilefni af komu forseta var tæki-
færið notað til að afhenda íbúum
sveitarfélagsins formlega málverk
af staðarskáldinu Kristjáni frá
Djúpalæk. Málverkið var gjöf frá
Guðmundi Halldórssyni frá Kvísl-
arhóli á Tjörnesi.
Að lokinni mótöku hrepps-
nefndar var stærsta fiskverkunar-
fyrirtæki staðarins, fiskverkun
Gunnólfs, heimsótt. Þá var gengið
út á Gömlu bryggjuna og forseta
sýndar þær aðstæður sem íbúar
Bakkafjarðar bjuggu við lengi
framan af. Hafnleysa var á
Bakkafirði fram á níunda áratug-
inn, þannig að hífa þurfti báta upp
á bryggjuna með krana þegar
vonskuveðri var spáð. Skólabörn,
veifandi fánum, tóku síðan á móti
forsetanum við grunnskóla stað-
arins þar sem boðnar voru kaffi-
veitingar í sal skólans.
Freydís segir íbúa Bakkafjarðar
vera ánægða með heimsókn for-
seta, þeir hafi t.d. margir mætt í
kaffiveitingar í grunnskólanum til
að hitta hann. Fjölmiðlar hafi þó
mátt sýna viðburðinum meiri
áhuga, en Bakkafjörður er lítið
byggðarlag og kom því stór hluti
íbúa að heimsókn forsetans með
einum eða öðrum hætti.
Viðurkenning
veitt átta
ungmennum
VIÐURKENNINGIN „Hvatning
forseta Islands til ungra íslend-
inga“ var veitt átta ungmennum úr
Fljótsdalshreppi, af Norður- og
Austur-Héraði, úr Fellahreppi, frá
Borgai-firði eystra og Egilsstöðum
sl. laugardag. Forseti afhenti viður-
kenninguna á hátíðarsamkomu í
Iþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Viðurkenninguna hlutu að þessu
sinni:
Dagrún Sóla Óðinsdóttir, 10 ára,
frá Fellabæ. Hún stundar nám í
þverflautuleik við Tónlistarskóla
Austur-Héraðs og hefur sýnt sér-
staka iðni og samviskusemi og hef-
ur náð framúrskarandi árangri.
Elsa Guðný Björgvinsdóttir, 15
ára, frá Egilsstöðum. Hún er góður
námsmaður og afreksíþróttamaður
á landsmælikvarða, m.a. margfaldur
verðlaunahafi á Islandsmóti í frjáls-
um íþróttum. Hún stundar auk þes
nám við Tónlistarskóla Norður-
Héraðs.
Erla Dóra Vogler, 16 ára, frá
Egilsstöðum. Erla Dóra er góður
námsmaður og mikill frumkvöðull,
fjölhæf og virk í félagsstörfum.
Hún stundar söngnám og hefur
tekið virkan þátt í starfi áhugaleik-
félaga.
Ema Friðriksdóttir, 12 ára, frá
Fellabæ. Henni hefur, þrátt fyrir
fötlun, tekist með einstökum dugn-
aði að fylgja jafnöldrum sínum.
Ema stendur vel að vígi í námi og
félagslífi, stundar klarinettunám og
æfir sund með Iþróttafélaginu
Hetti. Hún er einstök fyrirmynd
jafnt fötluðum sem ófötluðum sakir
hugprýði sinnar og dugnaðar.
Gunnar Gunnarsson, 15 ára, úr
Fljótsdalshreppi. Hann þykir frá-
bær námsmaður og stundar auk
bóknámsins tónlistarnám, semur
lög, stjómar og spilar í skólahljóm-
sveit. Þá er hann góður skákmaður
og hefur tvisvar unnið skákbikar
skólans.
Hallveig Karlsdóttir, 11 ára, frá
Borgarfirði eystra. Hún hefur sýnt
framúrskarandi hæfileika í námi og
íþróttum og þykir auk þess efnileg-
ur skákmaður.
Ingi Valur Valgarðsson, 16 ára,
frá Fremri-Víðivöllum. Ingi Valur
hefur staðið sig vel í námi, tekið
virkan þátt í félagsstarfi skólans og
sýnt að hann er ábyrgur og vinnur
vel. Hann er afreksmaður í íþrótt-
um og varð m.a. í öðru sæti í
kringlukasti sveina í bikarkeppni
FRI sl. vor.
Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, 15
ára, frá Torfastöðum. Hún hefur
sýnt ótvíræða leiðtogahæfíleika og
dugnað í félagsstarfi. Margrét Dögg
er góður nemandi, stundar tónlist-
amám, syngur og leikur með hljóm-
sveit skólans. Þá er hún afreks-
manneskja í íþróttum og hefur unn-
ið til verðlauna á íslandsmóti í
frjálsum íþróttum og er Austur-
landsmeistari í þeirri grein.
Þórarinn Páll Andrésson, 12 ára,
frá Borgarfirði eystra. En hann er
góður námsmaður, efnilegur
íþrótta- og skákmaður og hefur til-
einkað sér einstaka prúðmennsku.
Þórveig Jóhannsdóttir, 12 ára, frá
Brekkugerði. Hún stendur sig vel í
námi, er skipulögð í vinnubrögðum
og ábyrg. Þórveig stundar tónlistar-
nám og er virk í félagsstarfi skól-
ans. Hún iðkar íþróttir, m.a. glímu,
og varð Austurlandsmeistari í sín-
um hópi sl. vor.
Merki
Fjarða-
byggðar
kynnt
FORSETI íslands afhjúpaði nýtt
merki Fjarðabyggðar í liðinni
viku á hátiðarsamkomu í Nes-
kaupstað.
Merkið var hannað af þeim
Guðjóni Davíð Jónssyni og Ant-
oni Helga Jónssyni, en þeir áttu
einnig heiðurinn af merki
Kristnihátíðar. Þeir Guðjón Da-
víð og Anton Helgi hlutu fyrstu
verðlaun í samkeppni um nýtt
merki Fjarðabyggðar, en það eru
Eskifjörður, Reyðarfjörður og
Neskaupstaður sem mynda sveit-
arfélagið Fjarðabyggð. Alls bár-
ust um 40 tillögur í samkeppnina.