Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 22

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ erískir hvíldarstólar Hvíldarstóll úr ledri kr. 65.900,- | TILEOE Hvíldarstóll úrtaui kr. 39.900,- t VIÐSKIPTI Símmúla 28 - 108 Reykjavik - Sími 568 0606 Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarfulltrúi hjá Gallup, á ársfundi Vinnumálastofnunar Minni kröfur á vinnumarkaði „VINNUVEITENDUR hafa ekki komið til móts við minna framboð af starfsfólki í framlínustörfum, þ.e. af- greiðslufólk og ámóta störf, þar sem laun eru undir 100 þúsund krónum á mánuði með hækkun launa til að fá starfsfólk. Þess í stað hafa þeir lækkað staðalinn. Til dæmis eru þeir farnir að ráða fólk sem reykir í störf þar sem áður var aðeins ráðið reyk- laust fólk. í raun eru þeir farnir að biðja um hvern sem er til að fylla lausar stöður, og á endanum hlýtur það að koma niður á þjónustunni,“ sagði Agla Sigríðm- Björnsdóttir, ráðningarfulltrúi hjá Gallup, í erindi sem hún hélt á ársfundi Vinnumála- stofnunar síðastliðinn föstudag. Agla sagði jafnframt að ákveðin blekking væri á kreiki varðandi fjölda starfa sem í boði er. Mikið af þessu væru framlínustörfin þar sem laun væru undir 100 þúsund krónum á mánuði og væri skortur á fólki þar. I þessi störf færi oft ungt fólk og tryggð starfsmanna við starfið væri oft lítil. Minna væri rætt um hve harður slagur væri um skrifstofu- og stjórnunarstörf þar sem launin væru hærri. Morgunblaðið/Kristinn „Áður fyrr var mikil tryggð frá hendi launþega til vinnuveitenda, en nú hefur það breyst. Það er mjög mikil hreyfing á fólki núna hvort sem það er í 100 þúsund króna störfum eða hærra launuðum,“ sagði Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarfulltrúi hjá Gallup, m.a. á ársfundi Vinnumálastofnunar. Til sölu 51 % hlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnnlífsins hf. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leita eftir tilboðum í 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA). Fyrirkomulag sölu verður með þeim hætti að áhugasamir hópar skili í lokuðu umslagi tilkynningu til Ríkiskaupa um þátttöku fyrir kl. 14 fimmtudaginn 21. október 1999. Hver hópur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. um dreifða eignaraðild og að bjóðendur í hverjum hópi séu ekki skyldir eða fjárhagslega tengdir. Þegar seljandi hefur samþykkt tilboðshópana gefst þeim kostur á að skila tilboði til Ríkiskaupa fyrir kl. 14:00 föstudaginn 5. nóvember 1999. Bjóða skal í allan hlut ríkisins sem til sölu er, 51%. Tilboð skulu miðast við staðgreiðslu, sem fram fari hjá Ríkisféhirði eigi síðar en mánudaginn 15. nóvember 1999. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sölunnar verður birt í sölugögnum sem munu liggja frammi hjá Ríkiskaupum frá og með deginum í dag kl. 14:00. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu W RÍKISKAUP Hún sagði einnig að erfiðleikum væri oft bundið fyrir fólk sem hefði unnið hjá hinu opinbera, eins og t.d. í kennarastöðum, að fá betui' launað starf í einkageiranum, og oft gæfu atvinnurekendui' lítið fyrir ýmis námskeið í tölvunotkun sem fólk færi á í þeirri von að gera sig gjald- gengara á vinnumarkaði. Þar taldi Agla að stundum væru auglýsingar námskeiðshaldara misvísandi. Góð raun af svæðismiðlunum Páll Pétursson félagsmálaráð- heira ræddi í ávarpi sínu meðal ann- ars um þann árangur sem náðst hefði í atvinnumálum íslendinga frá stofnun Vinnumálastofnunar 1. júlí ái’ið 1997, en hann sagði svæðis- vinnumiðlanir hafa gefið góða raun við að ná atvinnuleysi niður. Páll kom einnig inn á virkjanamál og áhrif þeirra fyrir þjóðarbúið, og sagði m.a. að honum þætti það skjóta skökku við að Steingrímur Hennannsson og Hjörleifur Gutt- ormsson, sem voru tilbúnir að sökkva hálendi við Blöndu undir vatn á sínum tíma, væru á móti virkjun við Eyjabakka nú. Hrólfur Ölvisson, stjórnarformað- ur Vinnumálastofnunai', sagði í er- indi sínu m.a. að í stjórn stofnunar- innar væri einhugur um að koma á fót svokallaðri starfabúð, sem góð raun hefur orðið af í Danmörku, en í slíkri „verslun" er upplýsingum um laus störf stillt upp eins og hverri annarri vöra og gæti hún höfðað bæði til atvinnulausra og þeirra sem vilja skipta um vinnu. Hann sagði að staðsetning og vönduð framkvæmd slíks framtaks væru lykilatriði. 919 milljóna rekstrarafgangur Atvinnuleysistryggingasjóðs Gissur Pétursson kynnti ársreikn- ing Vinnumálastofnunar og sagði meðal annars að ánægjulegt væri að atvinnuleysistryggingasjóður hefði skilað um 919 milljóna króna rekstr- arafgangi á seinasta ári, sem myndi leggjast í sjóð sem geymdui' væri til síðari nota ef atvinnuástand versn- aði í framtíðinni. Helena Karlsdóttir, forstöðumað- ur Svæðisvinnumiðlunar Norður- lands eystra, flutti erindi um starfs- þjálfunai'samninga sem úiTæði fyrir atvinnulausa. Hún sagði að frá sein- asta hausti hefðu verið gerðir 17 starfsþjálfunarsamningar á vegum miðlunarinnar. Gunnar Richardsson, forstöðu- maður svæðisvinnumiðlunar Norð- urlands vestra, fjallaði um Mennta- smiðjuna á Löngumýri í Skagafirði. Markmið hennar er að auðvelda at- vinnulausum konum atvinnuleit, m.a. með sjálfsstyrkingu og aukn- ingu á alhliða hæfni, en Gunnar sagði mikið langtímaatvinnuleysi vera meðal kvenna á svæðinu og fyr- irsjáanlegur samdráttur í „kvenna- störfum". Blöndunartæki Moraterm sígild og stilhrein. Með Moraterm er alltaf kjörhiti í sturtunni og öryggi og þægindi i fyrirrúmi. Mora - Sænsk gæðavara I ehf. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást I lifHHinpjf fówmhmm um lamf ullt Austur- stræti 8-10 selt GARÐAR Kjartansson hefur keypt húsnæðið sem er í bygg- ingu að Austurstræti 8-10. „Um er að ræða 3.000 fermetra hús- næði á fimm hæðum, sem af- henda á tilbúið undir tréverk í byi'jun janúar,“ segir Garðar. „Upphaflega reyndi ég að fá jarðhæðina leigða undir kaffi- hús, en það tókst ekki. Þá at- hugaði ég möguleika á að kaupa húsnæðið og það þróaðist með þessum hætti. Hugmyndin er að rekið verði kaffihús á jarð- hæðinni, en þetta húsnæði hent- ar einkar vel til þess enda verð- ur inngangur bæði frá Austur- stræti og Austurvelli. Garðar stofnaði dansstaðinn Óðai við Austurvöll á sínum tíma, og seldi hann síðar til nú- verandi eiganda. Aðspurður seg- ir hann að engin slík starfsemi sé fyrirhuguð í hinu nýja húsi. „Það hafa ýmsir aðilar sýnt hús- næði á eí'rí hæðum hússins áhuga. Þar á meðal eru lög- fræðistofa, banki og Alþingi.“ Garðar kaupir húsið af Þrótti ehf., en umsjón með sölunni hafði Fasteignamarkaðurinn ehf. Ekki fékkst uppgefið kaup- verð eignarinnar, en fermetra- verð eigna í miðbænum mun vera á bilinu 140-170 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.