Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 27
ÚR VERINU
Víkingur aftur í
Grænlandssund
VÍKINGUR AK og Guðrún Þorkelsdóttir SU komu inn til
heimahafna sinna um helgina eftir árangurslitla loðnuleit undan-
farna daga. Þau fóru um frekar stórt svæði fyrir norðan og aust-
an land og Víkingur hélt aftur í Grænlandssund í gær en stefnt
er að því að fleiri skip fari saman til loðnuleitar á næstunni.
Víkingur kom til Akraness á laug-
ardag eftir að hafa farið víða undan-
gengna daga. „Vkí höfum séð svolítið
af smáloðnu en sjórinn er heitur,“
sagði Viðar Karlsson skipstjóri við
Morgunblaðið en hann byrjaði í
Græniandssundi og fór austur að Mel-
rakkasléttu. Hann segir að komi loðn-
an ekki vestan úr Grænlandssundi sé
hætta á því að hún verði seint á ferð,
því langt sé í eðlilegt hitastig fyrir
austan. „Hitastigið í Grænlandssund-
inu er mjög hagstætt en við vitum
ekki hvert loðnan fór í sumar og það
er vandamálið. Það er mjög algengt
að hún fari mjög langt suðvestur eftir,
suður fyrir Dohrnbanka, og þá getur
hún komið mjög seint til baka. Þegai’
veiðibannið var sett í sumar, sem
kannski var nauðsynlegt, misstum við
taktinn, en ég ætla að skoða þetta bet-
ur í Grænlandssundinu."
Guðrún Þorkelsdóttir kom til Eski-
fjai'ðar í gærmorgun eftir að hafa
kannað svæðið austanfrá Digranes-
flaki norður fyrir Langanes og vestur
fyrir Kolbeinsey. Að sögn Emils
Thorarensen, útgerðarstjóra Hrað-
frystihúss Eskifjarðar, var kastað
tvisvar en ekkert fannst nema
smælki. „Menn hafa verið að ræða
saman og stefnt er að því að nokkur
skip faii saman að leita upp úr mán-
aðamótunum."
Lítill afli og sfldin smá
Nú eru fímm skip að leita að síld fyrir
austan landið og fengu þau þokkaleg-
an afla um helgina. ísleifur VE fékk
þannig 200 tonna kast á Papagrunni
um helgina en Gunnar Jónsson skip-
stjóri sagði sfldina heldur smáa.
„Þetta var frekar blönduð sfld og ekki
nógu góð í vinnslu. Það er þó alls ekki
tilefni til að loka þessu svæði. Vana-
lega fæst besta sfldin í upphafi haust-
vertíðarinnar en þessi sfld er mun
smærri en við fengum i upphafi ver-
tíðarinnar í fyrra. Þá veiddum við
reyndar í bræðslu, enda fékkst þá
mun hærra verð fyrir bræðslusfld-
ina.“
Lítill afli fékkst á Papagrunni í
fyrrakvöld, enda var slæmt veður á
miðunum. Gunnar sagði nokkur skip
stefna í Héraðsflóann til að freista
þess að finna stærri sfld. Nánast ekk-
ert hefur verið leitað að síld fyrir vest-
an land en talsvert sást til síldar vest-
ur af Snæfellsnesi á síðustu vertíð. Ar-
ney KE leitaði reyndar að sfld vestur
af Garðskaga í síðustu viku en sá ekk-
ert. Gunnar sagði hklega of snemmt
að leita síldarinnar fyrir vestan landið,
enda hafi hún ekki fengist þar fyrr en
í nóvember á síðustu vertíð. „Það er
engin ástæða til að örvænta, vertíðin
er rétt að byrja og við eigum eftir að
leita viða. Sfldin er einhvers staðar því
það sást mikil sfld á Selvogsbankan-
um í sumar. Við verðum hinsvegar að
leita af okkur allan grun hérna fyrir
austan því hér er aðstaðan til að vinna
sfldina. Þar er erfitt að sigla með sfld
að vestan í vinnslu fyrir austan,“ sagði
Gunnar.
Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson
Hafnarey SF úr endurbótum
TOGSKIPIÐ Hafnarey SF kom
til heimahafnar á Hornafirði fyr-
ir skemmstu eftir gagngerar
endurbætur í Pasajes á Spáni.
Þar var skipið lengt um 6,5
metra, þar af var 5 metrum bætt
í mitt skipið, og er það nú 28,96
metra langt. Þannig eykst lestar-
pláss um 100%. Sett var á skipið
perustefni og eykst ganghraði
skipsis um 0,8 sjómílur eftir
breytingamar. Þá var brúnni lyft
um 1 metra, byggt var yfir skipið
að aftan, sett á það pokamastur,
toggálgi og skutrenna. Þá var
spilbúnaður endurnýjaður og að-
gerðaraðstaða endurbætt. Enn-
fremur var íbúðum fjölgað um
einn klefa. Að sögn Jóns Hafdal,
skipstjóra og útgerðarmanns, er
nú verið að leggja lokahönd á
breytingarnar og gerir hann ráð
fyrir að skipið haldi til veiða eftir
tvær vikur.
Dræmt á kolmunnanum
AFLI íslensku kolmunnaskipanna
hefur verið tregur síðustu daga eftir
ágætis veiði í síðustu viku. I gær voru
skipin að veiðum um 30 sjómflur norð-
ur af Færeyjum en þar fékk færeyska
kolmunnaskipið Kristján í Grjótinu
þokkalegan afla um helgina. Magnús
Þorvaldsson, skipstjóri á Sunnubergi
NS, sagði hins vegar í samtali við
Morgunblaðið í gær að lítið sæist til
kolmunnans. „Það hefur verið lélegt
síðustu daga en veiðin var ágæt í síð-
ustu viku. Það er vaxandi sti'aumur og
vonandi er það ástæðan fyrir því að
kolmunninn iætur lítið á sér kræla. Þó
að aflinn hafi aldrei verið góður hefur
alltaf verið ennþá minni veiði í stór-
streymi. Það fer að draga úr straumi
um miðja vikuna og þá fer aflinn von-
andi að glæðast á ný,“ sagði Magnús.
Aflinn um 109 þúsund tonn
Það sem af er árinu hafa borist á
land tæp 109 þúsund tonn af
kolmunna, þar af tæp 10 þúsund tonn
af erlendum skipum. Mest hefur verið
landað hjá fiskimjölsverksmiðju SR-
mjöls hf. á Seyðisfirði eða tæpum 29
þúsund tonnum. Þá hafa 21 þúsund
tonn borist til Sfldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað og 20 þúsund tonn til
Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Um 17
þúsund tonnum af kolmunna hefur
verið landað hjá Loðnuvinnslunni hf. á
Fáskrúðsfirði en mun minna magni
hjá öðrum verksmiðjum.
það besta næst' þér!
J A Z Z
Eru S L 1P1D U þægilec justu buxur
sem þú færð ? prófaðu!
Fullkomið snið
Sniðið tryggir að SLIPIDU falla vel að
Ifkamanum.
Mjúkt frotte innlegg
SLIPIDU llnan er með þægilegu mjúku
frotte innleggi.
Engir saumar
Sérstaða SLIPIDU er að efnið er hring-
prjónað og þess vegna engir óþægilegir
saumar.
Gæðavara
Efnið I SLIPIDU er 95% fínkembd og
súrefnisbleikt Mako-bómull, með 5% teygju.
SLIPIDU eru því einstaklega mjúkar og
passa fullkomlega.
Hagkaup Hagkaup Hagkaup Perla Heimahornið KVH
Kringlunni Skeifunni Smáratorgi Akranesi Stykkishólmi Hvammstanga
Aniaró-Mýrar Dalakjör KÁ
Akureyri Búðardal Hellu
KÁ Apótekið
Selfossi ólafsvfk
H-búðin Fjarðakaup Embla KB Fatabúðin Visir KEA Hrísalundi KASK KÁ
Garðabæ Hafnarfirði Hafnarfirði Borgarnesi Isafirði Blönduósi Akureyri Höfn Hornafirði Hvolsvelli
Teygjubryddingar
Nýr frágangur á teygju gerir bryddingar
sléttar og mjúkar. Pær tryggja fullkomið snið.
Ný gljáandi áferð á teygjunni gefur SLIPIDU
aðlaðandi útlit.
KÞ-Esar KÁ Tanginn
Húsavfk Vestmannaeyjum
Grund
Flúðum
ísold
Sauðárkróki
Ceres Snyrtistofan Snót
Kópavogi Kópavogi