Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
_________UMRÆÐAN________
Stóriðja við Eyjafjörð
FYRIR eitt hundr-
að og tveimur árum
var stofnsett stóriðja
við Eyjafjörð. Þá var
stofnað fyrirtæki á
Gleráreyrum á Akur-
eyri, sem hét Tóvélar
Eyfirðinga, til að
vinna söluvöru úr ull
af íslensku sauðkind-
inni. Samband ís-
lenskra samvinnufé-
laga tók síðar við
verksmiðjunni og var
hún nefnd Gefjun.
Iðnaðurinn óx og
dafnaði og brátt risu
fleiri verksmiðjur á
eyrunum við Glerá.
Stofnuð var Skinnaverksmiðjan Ið-
unn, þar sem sútaðar voru gærur,
saumaðir pelsar og gerðir skór.
Síðar reis fataverksmiðjan Hekla,
en þar var framleiddur alls kyns
klæðnaður. Það mun hafa verið árið
1984, sem starfsemi Sambandsins
náði hámarki á Akureyri og voru þá
um 1.000 starfsmenn við rekstur
verksmiðjanna. Akureyringar voru
þá 13.711 og 7,3 % þeirra voru
starfsmenn iðnaðai’deildar SIS.
Þessi iðnaður skapaði sterkan
byggðakjaima sem enn er við lýði. I
sogkrafti SÍS-verksmiðjanna skap-
aðist og þróaðist annar iðnaður og
aðrar atvinnugreinar, sem lifa enn,
og í því sambandi kemur mér Ut-
gerðarfélag Akureyringa fyrst í
hug.
Um þessar mundir eru Akureyr-
ingar um 15.000. Stóriðja sem hefði
500 starfsmenn á launaskrá er ekki
eins risavaxin og mönnum virðist í
fyrstu, en áhrifin á atvinnulífið
verða mikil. Starfsmannafjöldi
slíkrar verksmiðju
yrði þó ekki nema 3,3
% af öllum íbúum Ak-
ureyrar.
Arið 1984 var raf-
orkunotkunin á Akur-
eyri um 110 GWh, en á
árinu 1999 virðist hún
ætla að verða um 127
GWh. Þessar tölur eru
ekki í góðu samræmi
við íbúafjöldann, en
það er reyndar ekki
eingöngu vegna stór-
iðjunnar á Gleráreyr-
um, sem ekki er leng-
ur til, heldur að hluta
til vegna þess að upp-
hitun húsa hefur færst
að mestu frá raforku til jarðvarma.
Ný stóriðja við Eyjafjörð mundi á
sama hátt draga með sé annan iðn-
Stóriðja
Það vantar stóriðju á
svæðið, segir Svanbjörn
Sigurðsson, til dæmis
sinkverksmiðju.
að og aðrar atvinnugreinar, sem til
dæmis, byggðist á þekkingariðnaði,
með Háskólann á Akureyri í broddi
fylkingar, eins og fram kemur í
svargrein eftir Jörund Valtýsson
við „Stóriðja og menning við Eyja-
fjöré“ í Vikudegi 15. júlí sl. Með
þekkingariðnaði á Jörundur við
rannsóknir, tölvuvísindi, hugbún-
aðariðnað, erfðatækni, fjármála-
þekkingu og fleira. Vissulega er
þekkingariðnaðui- áhugaverður, en
fyrst þarf að hressa upp á atvinnu-
lífið með aukinni framleiðni. Það
vantar stóriðju á svæðið, tO dæmis
sinkverksmiðju.
Byggðin við Eyjafjörð mundi
styrkjast og vaxa, atvinnusvæðið
stækka og hagkvæmni aukast.
Eina landssvæðið sem hefur mögu-
leika á að mynda byggðakjama,
sem væri mótvægi við höfuðborg-
arsvæðið og draga mundi úr fólks-
flótta þangað, er Eyjafjarðarsvæð-
ið.
Meðaltalstölur yfir rafafl sem
flutt var frá Blönduvirkjun í ágúst-
mánuði sl. fóru 97,2 % til vesturs og
mest af því áfram til suðvestur-
homsins, en 2,8 % til austurs. Með-
alframleiðsla afls var tæplega 100
MW. Virkjunin getur framleitt 150
MW. Raforkan er flutt til Suðvest-
urlands, því á Norðurlandi er ekki
þörf fyrir hana eins og málin
standa. I Kröflu er hliðstæða sögu
að segja, þar fóru 90,1 % austurum
áleiðis til Suðvesturlandsins, en
9,9% urðu eftir á Norðausturlandi.
Meðalframleiðsla afls í Kröflu var í
ágúst tæplega 55 MW. MikO töp
verða við þennan flutning á afli,
sem mundi bætast við það afl sem
tiltækt er milli Blönduvirkjunar og
Kröflu, ef stór notandi yrði tO á því
svæði. Odýrasta raforkan fyrfr
stóriðju er á Akureyri.
Höfundur er rafveitustjóri
á Akureyri.
www.mbl.is
Svanbjörn
Signrðsson
Nuggets kjúklingabitarnir frá Ferskum kjúklingum bókstaflega bráðna í munninum enda eru þeir himneskir á bragðið og
sérlega safaríkir. Börnin elska bitana og biðja um þá aftur og aftur. Nuggets bitarnir eru forsteiktir þannig að það þarf
einungis að hita þá upp í ofni, örbylgjuofni eða á pönnu.
NOATUN
0 0?
FJARÐARKAUP
I#
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 41
Láttu þag
berastl
Úrval vandaðra faxtækja
fyrir vinnustaði og heirnili I
PHILIPS
Faxtaeki________
með innbyggðum síma
BleksprautufaxtækL sími, prentari,
skanni og Ijósritunarvéi ^
1200*1200 dpi prentun
8 bls. mín/sh
3 bls. mín/lit
Litaskanni 300*300 dpi
20 nr. beinvalsminni
50 nr. skammvalsminni
Verð 49.900 kr. stgr.
Laserfaxtæki
30 bls. arkamatari
250 bls. A4 móttökupappír
20 nr. beinvalsminni
80 nr. skammvalsminni
1 MB minni
Sérstakt tilboðsverð
64.900 kr. stgr.
<8>
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500
i umboðsmenn um land allt
Bleksprautufaxtaeki með
innbyggðum síma
Sjálfvirkur faxdeilir
30 m pappírsrtilla
50 númera skammvalsminni
Verð 16.900 kr. stgr.
100 bls. A4 móttökupappír
5 nr. beinvalsminni
50 nr. skammvalsminni
Verð 29.900 kr. stgr.