Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
HJONAMINNING
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 49
MARGRÉT ODDNÝ HJÖR-
LEIFSDÓTTIR OG SIGURÐUR
KRIS TJÁNSSON
+ ÞEGAR árin færast
jrfir og skunda hjá
hvert af öðru „sem
stormur hreki skörðótt
ský“, þá vill manni verða
tíðlitnara um öxl, reyn-
andi að blása lífi í meira
eða minna fölskvaðar
minningar frá barns- og
unglingsárum. Er þá
undir hælinn lagt hvort
tekst að tendra loga af
þeim glæðum sem enn
eru ekki útslokknaðar
með öllu. Og það skal
þurfa tilefni til að reyna
að festa á blað minning-
arnar sem í hugann koma þegar
rýnt er í liðna tíð. Tilefnið sem ég
þykist hafa að þessu sinni er að í
dag eru liðin rétt hundrað ár frá
fæðingu kærrar og minnisstæðrar
grannkonu, Margrétar Oddnýjar
Hjörleifsdóttur í Hrísdal, og ég finn
hjá mér hvöt til að minnast þeirrar
góðu konu í fáum vanmegna og létt-
vægum orðum. En ekki er penni
minn fyrr farinn að skrika um auða
pappírsörkina en það rennur upp
fyrir mér að ég kemst engan veginn
hjá því að minnast jafnframt eigin-
mannsins hennar góða, Sigurðar
Kristjánssonar, föðurbróður míns,
enda eru þau tvíeitt í minningu
minni. Frá hans fæðingu verða liðin
eitt hundrað og ellefu ár hinn 5.
október nk. og einmitt daginn sem
ég nú hef þessi skrif eru liðin rétt
þrjátíu ár frá andláti hans. Þannig
að úr þessu verður hjónaminning
þegar allt kemur til alls. Aður en
lengra er haldið með grein þessa vil
ég taka fram að ég mun, mér til
hægari verka, leita fanga í áður
framkomnum skrifum um þau Hrís-
dalshjón, en einkum þó vitna til efn-
is eftir Gunnar á Hjarðarfelli, en
hann hefur minnst þeirra hjóna á
einkar hlýlegan og sannferðugan
hátt.
Eins og gengur og gerist með ná-
granna verður ávallt óljóst með
hverjum hætti upphafleg kynni
takast þeirra á milli. Þeir eins og
vaxa hver inn í annars heim, líkt og
landslag heimahaganna síast
ósjálfrátt og eins og einhvem veg-
inn ómeðvitað inn í hugarheim
þeirra sem upp við þá alast og eng-
inn kann að nefna stundina þegar
það gerist.
Frá æskuárum mínum bjarmar
einna fegurst upp af minningunum
um öll þau góðu samskiptin sem við,
litla fjölskyldan í Dal, áttum við fjöl-
skylduna í Hrísdal sem var miklum
mun stærri. Vart leið sá dagur að
ekki væri samgangur milli bæjanna
í einum eða öðrum erindum og
þurfti naumast erinda við. Ellegar
þau voru ekki ýkja brýn. Til dæmis
var það að tæknin stórkostlega, út-
varpið, kom að Hrísdal nokkrum ár-
um fyrr en að Dal og stundum var
beinlínis gerð ferð til að hlusta á
efni sem í því var flutt og eftirsókn-
arvert þótti á að hlýða. Þótti mér
með ólíkindum miklum hvernig
nokkur maður kæmist fyrir í svo
litlum kassa! Villa mín í þessu efni
var þó snarlega leiðrétt eftir föng-
um. Þá áttum við bræðurnir tveir í
Dal heldur en ekki góða leikfélaga í
þeim dætrum Hrísdalshjóna sem
voru á aldur við okkur og sóttum
ákaflega til fundar við þær og þær
aftur gagnkvæmt til okkar. Sá
hængur var þó á að Straumfjarðará
rann milli bæjanna og átti það til á
stundum að verða nokkuð svo til
hindrunar ferðum okkar og sam-
fundum. Minningar eru svo sem
ekki ætíð tii að treysta á, en eftir á
finnst mér að stundum hafi verið
teflt alldjarft í viðureigninni við ána
og það hafi jafnvel komið fyrh- að
við bræður höfum skriðið yfir hana
á einnættum ísi - eða kannski var
hann tveggja nátta - til að ná fund-
um frænkna okkar og leiksystra.
Ævinlega var Margrét, móðir
þeirra, til hliðar og í nándinni við
leiki okkar sem voru næsta ólíkir af-
þrejdngu nútíðarbama, sívinnandi
og stundum áminnandi okkur börn-
in ef með þurfti, sem ég held að
sjaldan hafi verið.
í hugskoti mínu geymi ég fjöl-
margar myndir af þessari góðu
grannkonu. Hér ætla ég aðeins að
nefna þrjár, en þó ekki vegna stór-
kostleika síns. A blækyrru sum-
arkveldi kem ég eitt sinn sem oftar
að Hrísdal og situr þá Margrét og
mjólkar eina kúna sína suður í
Kastalahominu sem svo er nefnt.
Hún styður enni við hupp kýrinnar
og leynir sér ekki væntumþykjan
milli konunnar og kýrinnar. Mar-
gréti þótti afar vænt um kýr, sinnti
þeim vel, en gekk ekki að öðm leyti
til útiverka að ráði, enda um meira
en nóg að sýsla innanbæjar. Önnur
mynd. Ég sé hana ljóslifandi fyrir
mér þar sem hún situr á eldgamla
koffortinu sem ævinlega var kallað
púff og malar sitt kaffi í rólegheit-
um. Það er mjög skýr mynd. Þriðja
myndin sem ég nefni er af því þegar
hún hafði hlaðið ýmsum krásum á
borð fyrir gesti og heimafólk,
hvemig hún lék diskum til og frá
um borðið þannig að þessi fengi nú
örugglega að smakka á þessu, elleg-
ar að annar fengi sér nú ekki alltof
mikið af hinu. Stundum var þetta
líkast því að hún tefldi flókna ref-
skák en allt af góðum huga gert.
Svona geta smámunir hversdagsins
orðið myndrænir. Mai’gréti lét mat-
argerð mjög vel. Hún var vel verki
farin og hreinlát. Með árunum gerð-
ist hún nokkuð feitlagin og þungfær
af þeim sökum, en þá vora dætum-
ar komnar henni til liðsinnis hver af
annarri. Að öðm leyti var hún með
afbrigðum heilsuhraust og varð
tæpast misdægurt uns yfir lauk.
Alla ævina lifði hún við það að hafa
fjölmennt í kringum sig og því
kunni hún vel því hún var mjög fé-
lagslynd í eðli sínu. Hún sótti þá
mannfagnaði sem var að hafa í
heimasveitinni eftir því sem mögu-
lega varð við komið, starfaði með
kvenfélaginu, en gerði annars ekki
víðreistara en gekk og gerðist með
sveitakonur fyrr á árum. Ekki gat
hún talist nýungagjörn og við ým-
issi nýbreytni virtist hún heldur
amast, eða fannst a.m.k. fátt um
sum mannanna verk. Nokkurrar
skólagöngu naut hún í frambemsku
kennsluskyldu hér á landi. Ekkert
veit ég um námsáhuga hennar eða
námsárangur, en býst við að hvort
tveggja hafi verið í góðu meðallagi.
Hins vegar komst hún inn í íslensku
bókmenntimar með harla sérkenni-
legum hætti. í fyrsta bindi ævisögu
sinnar, ísold hin svai’ta, segir Ki’ist-
mann Guðmundsson, skáld og rit-
höfundur, frá fyrstu skólagöngu
sinni. Hann var þá um nokkurt ára-
bil á Fáskrúðarbakka hjá afa sínum,
Bimi Sveinbjömssyni, sem annars
var löngum kenndur við Þverfell í
Lundarreykjadal. Skólinn var á
Hjarðarfelli. Á ýmsu virðist hafa
gengið með strákunum og kannski
að bekkst hafi verið til við aðkomu-
drenginn. Lýsh’ Kristmann slags-
málum sem hann lenti í og klögu-
málum sem hann hafði uppi við
kennarann án árangurs. Síðan segir
Kristmann svo frá og vitna ég orð-
rétt til hans: „En þegar ég var orð-
inn undir skrambans mikilli þvögu
af strákum barst mér óvænt hjálp.
Stór og burðamikil telpa, tveggja
stráka maki, dóttir Hjörleifs á
Hofsstöðum, þess mæta manns,
gekk í lið með mér, sópaði af mér
drengjunum og barði þá hvem með
öðrum. Snéram við nú bökum sam-
an og snýttu allmargir rauðu áður
en bardaganum lauk. Þá voru
reyndar fleiri gengnir í lið með okk-
ur og þótt flokkamir væru ekki
jafnir vora harðvítugustu aðilarnir
mín megin. Hófst nú sáttafundur
meðal krakkanna og hafði Hjörleifs-
dóttir forgöngu um hann. Kom okk-
ur saman um að þegja um áverkana
og reyna að verða góðir félagar.
Þannig vann ég mér átthagarétt á
Snæfellsnesi.“ Svona veitti Margrét
einu kunnasta skáldi þjóðarinnar
liðsinni sitt þegar að honum var illi-
lega kreppt og gat sér með því nafn
í bókmenntunum. Þá var hún Mar-
grét á Hofsstöðum, en þar fæddist
hún og ólst upp hjá foreldram sín-
um, þeim Hjörleifi Bjömssyni og
Kristjönu Sigurðardóttur. Hjörleif-
ur bjó á Hofsstöðum frá 1893 til
1937, en Sigríður, kona hans, lést
árið 1918. Hjörleifur kvæntist öðra
sinni árið 1925 Matthildi Jóhannes-
dóttur, sem hélt áfram búskap í
nokkur ár eftir lát Hjörleifs. Um
framættir Margrétar verð ég að
láta nægja að fullyrða að þær voru
hinar merkustu, en grein í dagblaði
rúmar ekki fyllri upplýsingar.
I örstuttu máli var búskaparsaga
þeirra Margrétar og Sigurðar á þá
leið að þau giftust 3. mars 1919 og
hófu búskap sinn á Hjarðarfelli í
tvíbýli við Guðbjart, bróður Sigurð-
ar, en aðeins í eitt ár. Þá fluttu þau
að Hofsstöðum, þar sem þau bjuggu
frá 1920 til 1927 í tvíbýli við Hjör-
leif, föður Margrétar. Árin sem þau
bjuggu á Hofsstöðum eignuðust þau
synina Hjörleif, Kristján og Sigfús
og dætumar Kristjönu og Áslaugu.
Eru börn þeirra talin hér í aldurs-
röð. Vorið 1927 fluttu þau að Dal
með bömin, nema Áslaugu, sem
varð eftir hjá afa sínum á Hofsstöð-
um og ólst þar upp. í Dal bjuggu
þau til vors 1932 og síðasta árið í
tvíbýli við hálfbróður sinn, föður
þess er þetta ritar. Þar bættust
þeim tvö börn; Valdimar, sem að
mestu eða öllu leyti var uppfóstrað-
ur á Hjarðarfelli, og Elínu. Það var
svo vorið 1932 að þau fluttust vestur
yfir Straumfjarðai-á að Hrísdal, þar
sem þau síðan bjuggu samfleytt í 37
ár, eða þar til Sigurður lést. Éftir að
í Hrísdal var komið fjölgaði enn
börnum þeirra hjóna og við bættust
hvorki meira né minna en fjórar
dætur; þær Olga, Magðalena, Anna
og Ásdís, og eru þær nefndar í ald-
ursröð. Rúmsins vegna hlýt ég að
láta niður falla að greina frá kvon-
fangi bama þeirra Hrísdalshjóna,
eða lífsstörfum þeirra, og verð að
vísa til annara heimilda um þau
efni. Skemmst frá sagt urðu þau öll
stórmyndarlegt fólk og vel gert á
alla lund svo sem vora foreldrar
þeirra. Það var auðvitað mikið erfiði
og stríð og fátæktarbasl sem fylgdi
því að koma upp þessum stóra
bai-nahópi í mjög svo þröngum
húsakynnum á landlítilli jörð, sem
Hrísdalur er, þótt hún sé að sama
skapi fögur með lyngholt sín og
skógarbrekkur. Það hjálpaði mjög
að Sigurður náði góðum samningum
við þá sem réðu málum Helgafells-
kirkju um að mega nýta land
Baulárvalla til sumarbeitar fyrir
sauðfé sitt. Fyrstu tíu eða tólf árin
voru þau Hrísdalshjón leiguliðar á
jörðinni, en hana átti hópur manna í
Reykjavík sem þá, eins og nú, hugði
betur til laxveiða í Straumfjarðará
en til annarra nota sem af jörðinni
mátti hafa. Jörðin var þeim hins
vegar ekki fastari í hendi en svo, að
þegar þau Sigurður og Margrét
sóttu til þeirra um veðleyfi fyrir
nýju íbúðarhúsi sem þau tvímæla-
laust urðu að koma upp, þá kusu
þeir heldur að selja þeim hjónum
jörðina. Gunnar á Hjarðarfelli segir
svo frá í ritverki sem hann lét eftir
sig og er í fáma manna höndum:
„Þeir (þ.e. eigendurnir) munu hafa
litið svo á að betra væri að selja
jörðina en að taka einhverja áhættu
í þessu efni. Það varð því úr að Sig-
urður og Margrét keyptu jörðina
áður en þau byggðu íbúðarhúsið ár-
ið 1943. Þau bundu sér mikla
skuldabagga við þetta hvoru-
tveggja, en með hjálp barnanna
sem vora að vaxa úr grasi famaðist
þeim þetta vel. Fjölskyldan sneið
sér stakk eftir vexti í öllum efnum,
var samhent og undi glöð við sitt.
Mörgu fólki fannst mjög ánægju-
legt að koma að Hrísdal til þessarar
hamingjusömu fjölskyldu."
Þetta era orð að sönnu. Og enn
leyfi ég mér að vitna í minningar-
grein sem Gunnar ritaði eftir Mar-
gréti látna: „Barátta þeirra var
mjög ströng. Hjónin urðu að vera
nægjusöm og neita sér um margt
sem nú er talið sjálfsagt og leggja
hart að sér í vinnu. Samheldni
þeima var mikil og má segja að þau
væra einhuga í öllu. Því verður ekki
rætt um annað án þess að hins sé
getið. En að sjálfsögðu reynir mest
á húsmóðurina á stóra bamaheimili.
Hún þarf að vera útsjónarsöm og
stjórnsöm. Þeim kostum var Mar-
grét búin. Hrísdalshjón létu ekki fá-
tækt, heilsubrest Sigurðar um
nokkur ár, né aðra erfiðleika kné-
setja sig. Þau héldu lífsgleði sinn og
reisn að fullu alla tíð og voru oft
gjöfulir veitendur á heimili sínu.
Sigurður var söngvinn gleðimaður
og hafði mikinn róm og einstaklega
góða frásagnarhæfileika. Hann
gerði oft gleðistund úr því að segja
frá litlu atviki og ýkti stundum, en
Margrét og börnin höfðu gaman
af.“
Við þessi orð Gunnars hefi ég
engu að bæta, enda segja þau eigin-
lega allt sem segja þarf um þau
Hrísdalshjón. Þó stenst ég ekki þá
freistingu að tilfæra hér orð sem
hann lét einu sinni falla í áheym
minni og era dæmi um frásagnar-
hátt hans eða gráglettnar athuga-
semdir. Hann var gestkomandi í
Dal eitt sinn sem oftar. Það höfðu
verið einhverjir erfiðleikar með
vatnið í Hrísdal, eins og raunar var
ekki ótítt á bæjum, og hann var eitt-
hvð mæddur af þeim sökum og
mælti á þessa leið: „Það er alveg
merkileg andskotans óart í vatni yf-
irleitt. Komi gat á vatnsfötu þá
rennur allt úr henni, en komi aftur á
móti gat á stígvélið mitt þá skal
vatnið renna inn í það,“ og fylgdi
kuldahlátur. Það er kannski ekki
með öllu viðeigandi af mér að setja
þessi orð hans hér, en mér finnst
þau megi geymast. Sigurður var
mjög karlmannlegur að öllu atgervi.
Sögur hans voru ýmsar harla stór-
karlalegar og áttu það stundum til
að sveigjast nokkuð inn á hið gráa
erótíska svæði án þess þó að sið-
semi áheyrenda væri í nokkra mis-
boðið. Nú er margt breytt frá því
sem forðum var í Hrísdal. Daufara
um að litast og hljóðara, þótt enn sé
búið þar góðu fjárbúi í veglegri fjár-
húsum en vora til staðar í tíð gömlu
Hrísdalshjónanna. Oðruvísi mér áð-
ur brá, þegar þríbýli var á bænum,
með fjölmenni sem óvíða annars
staðar og ég verð því miður að láta
ógetið um á þessum blöðum. Nú býr
sonarsonur þeirra gömlu heiðurs-
hjóna, alnafni Sigurðar heitins, einn
á jörðinni með aðstoð systur sinnar.
Látnir era nú allir synir Margrétar
og Sigurðar, svo og dóttirin Aslaug,
og flest allnokkuð fyrir aldur fram.
Eftir lifa sex dætur. Niðjamót
gömlu hjónanna var haldið fyrr í
sumar. Þá var komið fyrir nýjum og
vönduðum legsteini á leiði þeirra í
kirkjugarðinum á Fáskrúðarbakka,
en legsteinninn sem fyrir var settur
á Hádegisholtið og snýr áletrun
hans gegnt bæjarhúsum í Hrísdal
og Kastalanum, hæðinni sem bregð-
ur svo glæsilegum blæ á staðinn.
Það var af ræktarsemi gert. Á
þessu umrædda niðjamóti voru
samantaldir allir afkomendur gömlu
hjónanna og reyndust vera 198 að
tölu. Hvorki meira né minna!
Og verð ég þá að geta þess að
Margrét var mjög frændrækin og
fylgdist grannt með vexti og við-
gangi afkomenda sinna. Mér er nær
að halda að hún hafi munað fæðing-
ardaga og fæðingarár þeirra allra,
enda var henni gefinn sá sérstaki
hæfileiki flestum öðrum fremur að
muna þá hluti. Þurfti þá ekki endi-
lega að vera um vandabundna að
ræða. Eftir lát Sigurðar dvaldist
Margrét hjá börnum sínum til
skiptis, en langmest hjá Olgu dóttur
sinni á Hrauntúni í Norðurárdal.
Síðustu árin var hún þó á Dvalar-
heimili aldraðra í Borgamesi og þar
lést hún hinn 9. ágúst 1985. Bar
andlát hennar upp á afmælisdag
Olgu. Olga, ásamt dóttur sinni og
dótturbömum, hafði verið í heim-
sókn hjá henni og þau höfðu nýlega
kvatt hana þegar hinsti gestur allra
kvaddi dyra. Olga ritaði litla minn-
ingargrein um móður sína. Sú grein
er í smæð sinni og látleysi hreinasta
perla að mínum dómi og niðurlag
hennar með þeim hætti að vel
sæmdi þaulvönum rithöfundi. Ég
vona að Olga, frænka mín, taki það
ekki illa upp þótt ég hnýti því við
mína slitróttu grein undir lokin. „9.
ágúst sátu fjórar kynslóðir saman í
stofu hennar. Á margt var minnst.
„Það vantaði hurðina fyrir ný-
byggða baðstofuna þegar þú fædd-
ist fyrir 53 áram. Veðrið var svona
gott, eins og í dag. Fólkið í hey-
skap,“ sagði hún. Hún var búin með
sokkana. Þeir lágu þæfðir og sam-
anbrotnir við hlið hennar. Ættlið-
irnir kvöddu einn af öðrum. Að
stundu liðinni var ævin öll. Síðdeg-
issólin fyllti herbergin.“
Ég lýk svo þessum ski’ifum mín-
um með velfarnaðaróskum til allra
afkomenda gömlu og góðu hjónanna
í Hrísdal og lýsi þökk minni fyrir
það að hafa mátt sitja við yl minn-
inganna um stund. En margt er
ósagt.
Erlendur Halldórsson frá Dal.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍUS B. JÓNSSON,
Einilundi 6b,
Akureyri,
sem lést fimmtudaginn 23. september sl.,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 30. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að
láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess.
Sigríður Gísladóttir,
Gísli J. Júlíusson, Valgerður Valgarðsdóttir,
Herdís María Júlíusdóttir, Egill Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað ( dag vegna jarðarfarar INGVARS J. HELGASONAR,
forstjóra.
Bjarkey ehf.