Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN,
fyrrum húsfreyja í Brokey
á Breiðafírði,
lést í Stykkishólmi laugardaginn 25. septem-
ber sl.
Vigfús J. Hjaltalín, Sigrún Þorsteinsdóttir,
Páll J. Hjaltalín, Ásta Jónsdóttir,
Bergur J. Hjaltalín, Ásdís Herrý Ásmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýliskona, móðir, dóttir, systir og barnabarn,
GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á sjúkrahúsinu í Tonsberg 24. þ.m.
Jarðarförin verður tilkynnt síðar.
Helge Rise,
íris Hödd, Lena Mist,
Guðmundur Sigurgeírsson, Ágústa Traustadóttir,
Trausti Guðmundsson, Sigurgeir Guðmundsson,
Sigurgeir Ingvarsson.
+ Ástkær systir okkar,
INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR,
(BÍBlj,
lést sunnudaginn 26. september. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin.
Móðursystir mín,
ÁSTA THORSTENSEN
frá Þingvöllum,
til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík,
er látin.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi Bergs.
+
Systir mín,
ÓLÖF BRIEM
frá Melstað í Húnavatnssýslu,
lést í Kaupmannahöfn föstudaginn 24. september.
Kamilla Briem.
+
Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og hinn góða
hug við andlát og útför okkar ástkæru móður,
ömmu og langömmu,
HULDU A. SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
Sogavegi 105,
Reykjavík.
Kolbrún S. Einarsdóttir,
Vignir Þór Einarsson,
Sveinbjörg L. Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Lokað
Lokað í dag vegna jarðarfarar INGVARS J. HELGASONAR,
forstjóra.
Ingvar Helgason hf.
Lokað
Lokað í dag vegna jarðarfarar INGVARS J. HELGASONAR,
forstjóra.
Bílheimar ehf.
+ Ingibjörg Ein-
arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 27.
maí 1934. Hún lést í
Landspítalanum 16.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
Þau mistök urðu í
sunnudagsblaði
Morgunblaðsins að
tvær greinar um
Ingibjörgu birtust
undir einu nafni.
Við birtum grein-
arnar aftur og biðjum hlutað-
eigendur velvirðingar á þessum
mistökum.
Kæra mágkona og vinkona.
Eg þakka þér áratuga vináttu og
tryggð við mig og mína. Ég þakka
þér hvað þú tókst mér opnum örm-
um þegar ég gerðist meðlimur í
stórfjölskyldu þinni. Þá hófst vin-
átta sem aldrei féll
skuggi á. Ég þakka all-
ar þær ferðir sem við
fórum saman. Ferðir í
Litlu-Skóga, þegar
börnin okkar voru
yngri, ferðir út fyrir
landsteinana, þú að
leita að rnunkum í
safnið þitt og bæjar-
ferðir okkar, sem farn-
ar voru oft á ári. Þú
varst góður ferðafé-
lagi, eiginlega sá besti,
alltaf til í að bralla.
Þessa alls og margs
annars á ég eftir að
minnast með gleði og þökk.
Ég og börnin mín sendum Birgi,
Svövu, Guðrúnu, Einari og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Guðrún.
Mig langar til að kveðja hana
Ingibjörgu, mágkonu mína, eða
Ingu frænku eins og hún var kölluð
af frændfólkinu, en Inga systir af
bræðrum sínum. Við vorum búnar
að þekkjast í yfir fimmtíu ár, svo
margs er að minnast. Inga var
gæfukona í lífinu, giftist honum
Birgi og þau eignuðust þrjú börn,
Svövu, Guðrúnu og Einar Björgvin.
Barnabörnin eru orðin sex og er
Inga Lára þeirra elst, orðin seytján
ára og var sérstaklega gott sam-
band á millí hennar og Ingu ömmu.
Inga var góð móðir og eiginkona,
sem ræktaði sinn garð vel. Fyrir
nokkrum árum komu þau Inga og
Birgir sér upp fallegum sumarbú-
stað, sem varð þeirra unaðsreitur
og var alltaf gaman að koma þangað
í heimsókn. I fyi'rahaust fórum við
nokkrar mágkonur með Ingu til
Þýskalands. Þetta var vikuferð og
mikið skemmtum við okkur vel, vor-
um jafnvel farnar að gæla við þá
hugmynd að fara aftur saman í
ferðalag.
Við mennirnir ráðgerum en Guð
ræður. Elsku Inga, hafðu þökk fyrir
samfylgdina. Kæri Birgir, Svava,
Guðrún, Einar Björgvin, tengda-
börn og bamabörn, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og megi Guð
styrkja ykkur.
Þín mágkona
Edda.
INGIBJORG
EINARSDÓTTIR
RAGNAR
ÞORSTEINSSON
+ Ragnar Þor-
steinsson fædd-
ist í Ljárskógaseli
28. febrúar 1914.
Hann lést í Reykja-
vík 17. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 24.
september.
Þegar við sem stóð-
um fyrir fyrstu borg-
aralegu fermingunni
1989 ákváðum ásamt
fleirum að stofna Sið-
mennt, félag um borg-
aralegar athafnir, félag siðrænna
húmanista, gekk Ragnar Þorsteins-
son þegar í stað í lið með okkur. Þar
störfuðum við Ragnar saman í hópi
um borgaralegar útfarir sem eru
erfitt viðfangsefni. Ragnar var end-
urskoðandi félagsreikninga lengst
af en baðst undan endurkjöri fyrir
tveimur árum af því að hann fyndi
að skammtímaminnið
væri eitthvað farið að
gefa sig. Ragnar hafði
sterkt sjálfinnsæi, vissi
hvar hann stóð og
stundaði ekki blekk-
ingar.
Sl. sumar þurfti ég
að dvelja viku á sjúkra-
húsi til að jafna mig
eftir uppskurð. Tveir
voru á herbergi og fyr-
ir tilviljun var Ragnar
Þorsteinsson herberg-
isfélagi minn. Hann
sagði mér beint út að
hann væri að deyja úr
krabbameini en læknar vildu endi-
lega halda sér á sjúkrahúsi. Það er
eins og þeir haldi að þeir geti eitt-
hvað gert, mælti Ragnar. Hann
kveið ekki dauðanum hið minnsta,
reiknaði með honum hvað úr
hverju, vissi að þetta líf væri allt og
ekkert tæki við. Nú væri hann 85
ára, ætti marga afkomendur og líf-
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGVAR J. HELGASON
forstjóri,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag,
þriðjudaginn 28. september, kl. 13.30.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Helgi Ingvarsson, Sigríður Gylfadóttir,
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Guðríður Stefánsdóttir,
Júlíus Vífill Ingvarsson,
Júlía Guðrún Ingvarsdóttir,
Áslaug Helga Ingvarsdóttir,
Guðrún Ingvarsdóttir,
Elísabet Ingvarsdóttir,
Ingvar Ingvarsson,
Svanhildur Blöndal,
Markús Möller,
Jóhann Guðjónsson,
Gunnar Hauksson,
Helga Hrönn Þorleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir,
Ólafía Aðalsteinsdóttir,
Örvar Aðalsteinsson,
Ævar Aðalsteinsson.
dagamir væru eðlilega að taka
enda.
Við ræddum ekki mikið saman en
þá helst sem siðrænir húmanistar.
Þetta líf er allt sem við höfum og við
þurfum því að hlúa að því og lífi
samborgara okkar. Einföld lífsspeki
sem við vorum sammála um og
þurftum ekki að ræða frekar.
Ragnar var húmanisti í marg-
breytilegri merkingu þess orðs:
„Lífsgátan" snerist um manninn og
umhverfi hans og ekkert yfírnátt-
úrulegt. Ragnai- hafði víðtæka
þekkingu á mörgum sviðum mann-
legrar þekkingar. Og hann var
mannvinur.
Utför Ragnars fór fram sl. föstu-
dag og var gerð í samræmi við óskir
hans og lífsskoðanir. Hún var að-
standendum hans til sóma. Þeim
votta ég samúð mína því að missir
þeirra er mikill.
Gísli Gunnarsson.
Ragnar var elsti félagsmaður Sið-
menntar, félags áhugamanna um
borgaralegar athafnir, og dyggur
stuðningsmaður þess þann áratug
sem félagið hefur starfað. í okkar
hóp var hann hinn virðulegi, æðru-
lausi höfðingi sem með skynsemi og
yfirvegun lagði góðum málstað lið.
Osjaldan sagði Ragnar okkur hve
það gleddi sitt „trúlausa hjarta“ að
sjá öll þessi efnilegu ungmenni ferm-
ast borgaralega ár hvert. A opinber-
um vettvangi skrifaði hann m.a. all-
margar greinar um mikilvægi trú-
frelsis og skoðanaírelsis almennt.
Ragnar var farsæll maður. Megi
hinn góði vilji hans lifa áfram með
hinum mörgu afkomendum hans og
samferðamönnum.
Fyrir hönd stjórnar Siðmenntai',
Hope Knútsson.
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur vb'kum dögum fyrir
birtingai-dag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.