Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 57»
BREF TIL BLAÐSINS
Fram og réttlætið
Frá Halli Hallssyni:
KYNÞÁTTAHATUR er alvarlegt
mál og má aldrei líðast. Ásakanir
forystumanna Knattspyrnufélagsins
Fram á hendur Víkingum hafa vakið
athygli. Þeir hafa verið stóryrtir í
garð Víkinga. Á heimasíðu Fram er
fullyrt: „Leikmenn jafnt sem áhorf-
endur heyrðu fúkyrðin sem vai’t eru
hafandi eftir og virtist vera um
skipulagðar aðgerðh’ að ræða til að
koma viðkomandi leikmanni úr jafn-
vægi.“ Svo segir í frétt DV. Ef það
er rétt sem opinbert málgagn Fram
segir þá er það alvarlegt mál, stóral-
varlegt mál ef leikmenn Víkings
hafa skipulagt orðið sekh’ um kyn-
þáttahatur. Skipulagt - er fullyrt.
Það væri með öllu ólíðandi, ef rétt
væri. Og hafí leikmenn eða leikmað-
ur Víkings orðið ber að slíku þá ber
að biðjast afsökunar.
Þungi er í ásökunum Fram.
Framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar Fram kom fram í sjónvarpi
fullur reiði og vandaði Víkingi ekki
kveðjumar. Formaður Fram ritar
KSÍ bréf og krefst þess að KSÍ
rannsaki málið og skýrir frá leik-
manni sem „undirritaður kann ekki
skil á, lá greinilega í Marcel ...“.
Varaformaður KSI - einn forystu-
maður Fram enn - segir „örnggt að
málið yrði rætt í stjóm KSÍ“. Stór-
yrðin em ekki spömð, dómar upp-
kveðnir en formaður Knattspyrnu-
deildar Víkings spyr í undmn af
hverju forystumenn Fram hafi ekki
haft samband til þess að freista þess
að komast til botns í málinu og leysa
það. Hann vísar því á bug að um
skipulagt athæfí Víkinga hafi verið
að ræða og bendir á að þjálfari Vík-
ings sé af erlendu bergi brotinn.
Þess í stað fara forystumenn
Fram fram af ofsa að því er best
verður séð til þess að ná fram hefnd-
um. En hverjum em þeir að fara
gegn. í einu orði em „skipulagðar
Virðingarvert
framtak
Frá Ragnheiði Da\iðsc!óttur:
MIÐVIKUDAGINN 22. september
sl. var haldinn athyglisverður og
áhrifamikill fundur í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi. Þann
sama dag hefði einn af nemendum
skólans, Kristján Óskar Sigurðs-
son, orðið 18 ára en hann lést í um-
ferðarslysi um síðustu hvítasunnu-
helgi. Það var nemendafélag skól-
ans sem stóð fyrir fundinum og
felldu skólayfirvöld niður kennslu
þann tíma sem hann varði. Undir-
ritaðri var boðið að halda fyrirlest-
ur á fundinum um afleiðingar um-
ferðarslysa og var það afar áhrifa-
TOPPTILBOÐ
ítMWSMÉII
Tegund: Olmo-o
Litur: Svartur og grór
Stærð: 36—46
Verí: 4.995,-
úöui 7.9W,-
TROÐFULL BÚÐ AF NÝJUM SKÓM
Póstsendum samdægurs
T
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
aðgerðir ...“. Hvað eiga menn við?
Alla leikmenn Víkings? í öðru orð-
inu beina þeir spjótum sínum að ein-
um leikmanni Víkings. Viðkomandi
leikmaður, sem þeir hafa ekki nafn-
greint, er 17 ára unglingur sem er
að stíga sín fyrstu skref á knatt-
spyrnuvellinum. Er hann uppvís af
kynþáttahatri? Um það skal ekki
fullyrt hér, en ef satt er þá er það
miður. Hann er áreiðanlega maður
til að biðjast afsökunar á því, ef satt
er.
En réttlætir þetta ofasfengin við-
brögð Fram? Var ekki eðlilegt að
ræða við Víkinga um málið, leik-
menn og piltinn og komast til botns í
því. Og ef satt er fá hann til þess að
biðja Marc Orlemann afsökunar.
Það væri til þess að leysa dagpur-
legt mál. Ekki verður lagður trúnað-
ur á „skipulagðar aðgerðir." Þau
skrif dæma sig sjálf og eru Fram til
skammar. Betur væri að Fram bæð-
ist afsökunar á þeim.
Nei, í Safamýrinn skal leitað
hefnda. Hvers vegna? Hvers vegna
þessi ofsi, reiði - hatur? Hvers vegna
farið fram af offorsi með nefið upp í
loftið og steytta hnefa? Forystu-
mönnum Fram væri meiri sómi að
taka málið upp af ábyrgð - leysa það
svo af megi draga lærdóm. Að ungii^-
menn gangi betri menn frá borðinu.
Það væri ábyrg afstaða. Því miður
hefur forystumönnum Fram ekki
lánast að taka á málinu af heilindum.
Stjóm KSÍ ætti líka að ræða ofsa-
fengin, hatursfull og óábyrg við-
brögð forystumanna Fram. Eru þau
í lagi?
HALLUR HALLSSON,
formaður Víkings 1990-1996.
mikil og eftirminnOeg stund að
standa frammi fyrir hundruðum
ungmenna sem syrgðu látinn skóla-
félaga og vin og skynja söknuð
þeirra. Framtak þeirra er bæði
virðingarvert og fallegt og ber vott
um vilja þeirra til að sporna við
frekari umferðarslysum. Minningu
góðs vinar og skólafélaga halda þau
þó best á lofti með því að aka sjálf
varlega - alltaf. Megi gæfan fylgja
ungum ökumönnum í FVA í fram-
tíðinni.
RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR,
forvarna- og öryggismálafuiltrúi
Vátryggingafélags íslands.
TILKYNNING (a-liður 1. mgr. 7 gr.)
TRYGGINGALÖG, 1982
EAGLE STAR REINSURANCE COMPANY LIMITED
FRAMSAL ALMENNRA VIÐSKIPTA
HÉR MEÐ TILKYNNIST að tryggingafélagið Eagle Star Reinsurance
Company (Eagle Star Re) lagði inn umsókn til fjármálaeftirlitsins í
Bretlandi hinn 20. september 1999 um að eftirlitið heimilaði, sbr. II.
kafla viðauka 2C við tryggingalög frá 1982, að félagið framseldi til ERC
Frankona Reinsurance Limited öll réttindi sín og skyldur er tengjast
öllum trygginga- og endurtryggingaskírteinum um öll viðskipti þar sem
áhætta skapaðist 1. janúar 1993 eða þar á eftir eða 19. september 1999
og þar á undan, að undanskildum eftirtöldum skírteinum:
a) Skírteinum gefnum út af Eagle Star Reinsurance Company
Limited í Hollandi í starfsstöðvum félagsins í Rotterdam og
Amsterdam;
b) Skírteinum sem í skilningi II. kafla viðauka 2C við tryggingalög
frá 1982 varða áhættu í aðildarríki öðru en Bretlandi, þar sem þar
til bæru stjórnvaldi hefur annað hvort ekki verið tilkynnt um
fyrirhugað framsal, eða því hefur verið tilkynnt um fyrirhugað
framsal og synjað um heimild.
I framsalsskjalinu er kveðið á um að framsalið tryggi að hvers kyns
málaferlum, varðandi umrædd réttindi, eða skyldur gegn eða af hálfu
Eagle Star Re. verði fram haldið gegn eða af hálfu ERC Frankona
Reinsurance Limited. Þannig myndu kröfur, sem nú eru til meðferðar
hjá Eagle Star Re., verða til meðferðar hjá ERC Frankona eftir framsalið.
Sami háttur yrði hafður á varðandi síðari kröfur er kynnu að rísa
samkvæmt skírteinum sem framsalið nær til.
Skriflegar athugasemdir varðandi framsalið má senda til tryggingadeildar
fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, FSA, Insurance and Friendly Societies
Division, 23 The North Colonnade, Canary Wharf, London E14 5HS,
fyrir 17. desember 1999. Fjármálaeftirlitið mun ekki afgreiða umsóknina
fyrr en teknar hafa verið til athugunar allar athugasemdir, sem kunna að
berast fyrir þann tíma.
Eintak af yfirlýsingu, þar sem lýst er efnisatriðum fyrirhugaðs framsals,
liggur frammi til skoðunar á skrifstofii A&P Lögmanna frá kl. 09.30 til
kl. 17.30 alla daga (nema laugardaga, sunnudaga og almenna frídaga) til
5. nóvember 1999.
A&P Lögmenn sf.
Borgartúni 24
105 REYKJAVÍK
1899
1999
Á íslandi frá 1925
FIAT BRAVA
Lægsta bilanatíðni af öllum bílum, þriggja ára og yngri
skv. niðurstöðum þýsku eftirlitsstofnunarinnar DEKRA*.
Sportlegur ítalskur fjölskyldubíll á hreint frábæru verði.
Fiat Brava 80 HSX Opel Astra 1.2 VWGolf 1.4 GL Toyota Corolla 1.3
Stærð L x B 4.19x1.74 4.06x1.71 4.15x1.73 4.29x1.69
Vél / hestöfl 1.2 16v / 82hö 1.2 8v / 65 hö 1.4 8v / 75 hö 1.3 16v/86 hö
ABS hemlar Já Nei Já Nei
Álfelqur Já 15” Nei Nei Nei
Loftpúðar 4 2 4 2
Fiarst.saml Já Nei Já Nei
Geislaspilari Já Nei Nei Nei
Þokuljós Já Nei Já Nei
Verð 1.295.000 1.329.000 1.495.000 1.349.000
ístraktor
Ára
‘Auto Motor und Sport 2.99
BÍLAR FYRIR ALLA
SMI0SBÚÐ2 GARDABÆ SlMI 5 4 0 0 8 0 0