Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
3t
mi
IDIGITAIi
m MAGNAÐ
BÍÓ
Litla bon
i<au^»«Kl94
Ástin getur verið litrík.
551 «
/DD/
''' cSHMHiiiliHBÍ -
Frábærir leikarar í forvitnilegri kvikmynd. Myndin gerist í San Francisco samtímans. Við
fylgjumst með nokkrum ástarsamböndum og það gengur á ýmsu í þeim málum. Tilvalin
mynd fyrir stefnumótið. Aðalhlutverk: Jon Bon Jovi (No Looking Back), Josh Charies
(Threesome), Penelope Ann Miller (Cariito's Way), Annabelle Sciorra (What Dreams May
Come) og Jobeth Williams (The Big Chill).
kl. 5, 7, 9 og 11. ótextuð
www.stjornubio.is
Sýnd
Sýnd kl. 7 og 9.
7T 553 2075
ALVfiRU BÍÚ! mpolby
STAFRÆNT
HLJÓÐKERFi I
ÖLLUM SÖLUM!
DIGITAL'
STÆRSTA TJALDK) MEÐ
HX
Heimilda- og stuttmyndahátíðin Nordisk Panorama er yfirstaðin
Iijjjl iii
Sýnd kl. 5, 7, 9 ogTT
Sýndkl. 6.45,9 og 11.
Sýnd kl. 5 og 7.
Nokkrir aðstandendur Nordisk Panorama
voru svo brosmildir og sætir að ljósmyndar-
inn stóðst ekki mátið að smella af þeim einni.
DAGUR KÁRI
HLAUT TYENN
VERÐLAUN
Kvikmyndaleikstjórinn
Óskar Jónasson á það til
að bregða sér í gervi
Skara Skrípó. _________
% %
li*
DAGUR Kári Pétursson kvik-
myndaleikstjóri vann til
tvennra verðlauna í keppni
norrænu stutt- og heimildar-
myndahátíðarinnar Nordisk
Panorama sem haldin var í
Reykjavík í sl. viku. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslendingur
vinnur til verðlauna á þessari
hátíð sem nú var haldin í tí-
unda sinn. Verðlaunin voi’u
veitt í lokahófí hátíðarinnar í
Súlnasal Hótel Sögu á laugar-
dagskvöld.
Afburða árangur
í stuttmyndagerð
Dómnefnd í flokki stutt-
mynda, skipuð Zita Cai-val-
hosa frá Sao Paulo í Brasilíu,
Jóhönnu Samuel frá New
York í Bandaríkjunum og
Ilppo Pohjola frá Helsinki í
Pinnlandi, úrskurðaði að Lost
Weekend eftir Dag Kára væri
besta stuttmynd þessa árs.
Keppti hún við 40 aðrar nor-
rænar myndir um titilinn, og
hlaut leikstjórinn 300 þúsund
krónur í verðlaun sem Stöð 2
gefur.
Sjónvarpsstöðvakeðjan
Canal+ veitti Degi Kára Pét-
urssyni sérstök leikstjóra-
verðlaun fyi-ir afburða árang-
ur í stuttmyndagerð fyrir
stuttmyndina Old Spice, að
upphæð 10 þús. sænskar
krónur.
Kar B HótelSogu.
Dómnefnd Nordisk Pan-
orama valdi „Lost Week-
end“ eftir Dag Kára Pét-
ursson bestu stuttmynd
ársins.
Dagur Kári Pétursson er
fæddur 1973 og hefur nýlokið
námi frá leikstjórnai’deild
Danska kvikmyndaskólans,
og var Lost Weekend er út-
skriftarmynd hans og er hún
að öllu leyti unnin í Dan-
mörku. Myndin fjallai' um
plötusnúð sem áttar sig ekki á
hvar hann er staddur en hittir
sérkennilegt fólk. Myndina
Old Spice tók Dagur Kári upp
í Reykjavík sl. sumar og fjall-
ar hún um dularfulla atburði
sem gerast á rakarastofu.
Með hlutverk fara Kai'l Guð-
mundsson, Rúrik Haraldsson
og Eggert Þorleifsson. Dagur
Kári er einnig þekktur fyrir
auglýsingaröð sína um Thule-
bjór, þar sem tveir Danir í
Reykjavík fara með hlutverk-
in.
Dagur Kári segir verðlaun-
in hafa komið „eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Yfírleitt fær
maður einhverjar vísbending-
ar ef þetta er í uppsiglingu, en
ég sat sallarólegur á loka-
kvöldinu að drekka rauðvín og
borða, þegar þetta dundi yf-
ir“.
Nýjar tjáningaraðferðir
I umsögn dómnefndar segir
um Lost Weekend: „I þessu
verki er skapaður sjálfstæður
kvikmyndaheimur og notast
við allar aðferðir sagnagerðar,
hljóðs og myndar. Persónurn-
ar eru vel þróaðar, samtölin
frumleg, leikmyndin og
myndatakan eru nákvæm og
eiga vel við og sagan grípur
mann smám saman. Kvik-
myndin leiðir í ljós óvænta
sögu um leið og persónurnar
afhjúpa sig. Leikstjórinn hef-
ur gert eina kvikmynd á ári
undanfarin þrjú ár og þetta
nýjasta verk hans lýsir þroska
hans og opnar honum nýjar
tjáningaraðferðir. Hann hefur
náð tóni og myndstíl sinnar
kynslóðai- og bergmálar þá
vanlíðan og tilvistarkreppu
sem hvaivetna verður vart.“
í flokki stuttmynda fengu
tvær myndir heiðursviður-
kenningu; Lille mænsk eða
Litli maður eftir Danann Pet-
er Sehonau Fog og Min
bestemor strok kongens
skjorter, Amma straujaði
skyrtur kóngsins, teiknimynd
eftir norska leikstjórann
Torill Kove.
Fyrstu verðlaun í flokki
heimildarmynda fékk danski
leikstjórinn Jon Bang Carlsen
fyrir Addicted To Solitude;
Háð einsemd, sem fjallar um
tvær konur í Suður-Afríku
samtímans.
í flokki heimildannynda
hlutu tvær myndir heiðursvið-
urkenningu, Dei mjuke
hendene; Mjúku hendurnar
eftir norska leikstjórann Mar-
greth Olin, sem gerist á öldr-
unarheimili, - og Pappa och
jag’, Pabbi og ég eftir sænska
leikstjórann Linda Vástrik,
um erfiðar tilraunir hennar til
að fá föður sinn til að gangast
við sér.
CRUiSE
251 KARLMAÐUR A 1
★★★ ivjbl 5
Sýnd kl. 6, 9 og 11. B. i. 16
laugarasbio.is
L
Marta Nordal, sem leikur í sýn-
ingunni, Margrét Ragnarsdótt-
ir, Halldóra Geirharðsdóttir og
Margrét Örnólfsdóttir létu sér
líða vel í frumsýningarveislunni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Leikarar og aðstandendur sýningarinnar Vorið vaknar
voru hylltir í frumsýningarveislunni.
Veisla eftir vel heppn-
aða frumsýningu
Á laugardagskvöldið
var leikritið Vorið
vaknar eftir Frank
Wendekind frumsýnt í
Borgarleikhúsinu.
Leikstjóri verksins er
Kristín Jóhannesdóttir
og fara fjölmargir
leikarar með hlutverk
í sýningunni, en það
eru Friðrik Friðriks-
son, Jóhann G. Jó-
hannsson og Inga Mar-
ía Valdimarsdóttir sem
bera hitann og þung-
ann af sýningunni, í
hlutverkum Melchiors,
Moritz og Vendlu. Góð
stemmning ríkti í saln-
um og voru leikarar
og aðstandendur
margklappaðir upp í
lok sýningarinnar.
Þegar leikshúsgest-
ir, sem þegar höfðu
þegið vínglas f hléi
leiksýningarinnar,
komu fram í anddyri
að henni lokinni,
blöstu við þeim ljúffengar
kræsingar og frekari
drykkjarföng. Þorvaldur
Þorsteinsson rithöfundur
steig þá í pontu fyrir hönd
Borgarleikhússins og kvað
nýjan sið hefjast það kvöld;
frumsýningarveislur
mundu verða reglulegir at-
Margrét Ólafsdóttir, Steindór
Hjörleifsson og Auður Laxness
báru saman bækur sínar að sýn-
ingu lokinni.
burðir í vetur, þar sem
áhorfendur og leikarar
geta skemmt sér saman yfir
mat, drykk og tónlist. Það
er óhætt að segja að þessi
óvænta nýjung hafi almennt
fallið vel í kramið og var
dansað við undirleik Geir-
fuglanna fram á morgun.
FYRIR
«■ 990 PUNKTA
m FERBU IBÍÓ
jaiMwtlls MáíBlgfeE
nvmb'
FERÐUÍBÍÓ Ketldvik - sími 421 1170
. U C * I F I l ■
Thx
www.samfUm.is