Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 64
fp4 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÁSKÓLABÍÓ
HASKOLABIO
ÝFÍR531Ö00
GESTIR
Hagatorgi, sími 530 1919
SILFURBJÖRNINN
SEM BESTA
KVIKMYNDIN
,,BESTA DOGMA
MYNDIN“
VARIETY,
BÉHLIN
UNGFl'IN
GÓÐA
UGHUS1Ð
fvftU l YGARAn - SUMin MEinA EN ADRin
MIFUNES SIDSTE SANG
Leikstjóri Guöný Halldórsdóttir
Álfabakhn 8, sími 587 8900 ocj 587 8905
FERDU i BÍÓ
mmmMi -vwbsbIm ■M/gj.aB aaínKlii mmi
■léMui
CRUISC
Kl DMAN
IC
EYES WSDE SHUT
★★★
DV
★★★
IVIBL
Sjón er sögu ríkari
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.í. 16.
SIHDIGITAL
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 10.
3HDIGITAL
www.samfilm.is
ÚRSLIT TÍSKU- OG HÖNNUNARVERKEFNANNA FUTURICE OG T-21
Mikið af hæfíleikafólki
Reykjavík
á kort tísku-
heimsins
Morgunblaðið/Jim Smart
Þórunn Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur frá Aftur
Gísladóttir ræða málin en borgarstjóri héit ræðu. hanna línu fyrir eigin sýningu fyrir Futurice.
umboðsskrifstofan Eskimo Models
en verkefnið verður unnið í sam-
starfi við hinar noirænu menningar-
borgirnar tvær, Björgvin og
Helsinki. Tískuveisla verður í
Reykjavík 11.-13. ágúst 2000 þar
sem bæði íslenskir og erlendir tísku-
hönnuðir munu sýna hönnun sína.
Auk tískunnar mun tónlist verða í
veglegu hlutverki og munu íslend-
ingarnir Björk Guðmundsdóttir,
hljómsveitin Gus Gus og söngkonan
Móa taka þátt í tískuveislunni. Til-
gangur Futurice er að koma íslandi
á kort tískuheimsins og koma á
framfæri þeirri hugmyndaauðgi og
sköpun sem býr í íslenskum hönnuð-
um.
I byrjun ágúst var íslenskum
hönnuðum boðið að senda inn tillög-
ur til verkefnisstjórnar og bárust 64
tillögur sem valnefnd valdi úr, en
hún var skipuð þeim Jeremy Scott
tískuhönnuði, Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur textílhönnuði og myndlistarmanni
og Hugrúnu Ragnarsdóttur ljós-
myndara. Kom það fram að val-
nefndin hefði átt úr vöndu að ráða
enda hefðu margar góðar tillögur
borist í keppnina.
Þeir hönnuðir sem valdir voru til
þátttöku í T-21 eru Asta Guðmunds-
dóttir fyrir hugmynd að þema
tengdu íslenskri veðráttu, Birna
Karen Einarsdóttir fyrir djörfung í
efnisvali og litum auk kímni og létt-
leika, Hallgerður Hallgrímsdóttir
fyi’ir ferskleika og nýja sýn, Helga
Olafsdóttir fyrir frumlega form-
fræði, Hildur Hafstein fyrir frábæra
efnisnotkun, Hrönn Traustadóttir
fyrir svífandi léttleika og Rebekka
Rán Samper fyrir hita og sól.
Úrslit Futurice
Úrslit Futurice skiptust í tvennt.
Alls voru valdar ellefu tillögur sem
fjórtán hönnuðir stóðu að og voru
sex tillögur átta hönnuða valdar til
að standa saman að einni sýningu á
tískudögum 11.-13. ágúst 2000. í
þeim hópi eru hönnuðirnir Bergþóra
Magnúsdóttir, Brynja Emilsdóttir,
Hugrún Dögg Arnadóttir, María
Ólafsdóttir, Ragnheiður Guðmunds-
dóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir
og loks Vala Torfadóttir og Björg
Ingadóttir frá Spaksmannsspjörum.
Fengu þessir hönnuðir þau einkunn-
arorð að sýna einstaka efnisnotkun,
hafa spennandi framtíðarsýn og
geislandi hugmyndaflug.
í öðru lagi voru valdar 5 tillögur
og 6 hönnuðir til að standa að sjálf-
stæðum sýningum á eigin hönnun.
Sigurvegarar í þeim hópi eru Linda
B. Árnadóttir frá Crylab sem var
valin fyrir hugmynd að þrívíddar
naumhyggju fyrir konur framtíðar-
innar. Hrafnhildur og Bára Hólm-
geirsdætur frá Aftur voru valdar
fyrir frábæra hugmynd að endur-
vinnslu á fötum. Ragna Fróðadóttir
fyrir einstakan spuna í efnisgerð og
tímalausar flíkur. Sæunn Þórðar-
dóttir var valin fyi’ir frumlega nú-
tímahönnun og Þuríður Rós Sigur-
þórsdóttir sem þótti hafa afar sér-
stæða sýn á hönnun.
Var það mál manna að þetta tiltæki
væri kærkomið tækifæri fyrir ís-
lenska hönnuði að sýna sig og sanna
og að nú væri íslensk tískuhönnun
loks búin að slíta barnsskónum.
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR TÍSKUHÖNNUÐUR
Tímamót fyrir íslenska hönnun
Fyrirsætur
Futurice
genguum og
buðu upp á
veitingar að
japönskum
hætti.
Á LAUGARDAGINN voru úrslit úr
tísku- og hönnunarverkefnunum
Futurice og T-21 tilkynnt á veitinga-
húsinu Rex og var það borgarstjóri
Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, sem tilkynnti úrslitin í Fut-
urice en Þórunn Sigurðardóttir leik-
kona tilkynnti úrslitin í T-21, sam-
starfsverkefni Reykjavíkur Menn-
ingarborgar og Eskimo Models, en
T-21 vísar tíl tímamóta og tísku á
nýju árþúsundi. Sjö tillögur og sjö
hönnuðir voru valdir til þátttöku í
samkeppni sem fram fer í
Perlunni á gamlárskvöld 1999.
Gestir velja þá hönnun sem
þykir skara fram úr og fær
sigurvegari kvöldsins í verð-
laun ferð fyrir tvo sem
áhorfandi á tískuviku í
London.
Tískuveisla í Reykjavík
Futurice er eitt viðamesta
verkefnið á dagskrá Reykja-
víkur Menningarborgar
Evrópu árið 2000 og er
verkefni þar sem heimar
tísku, hönnunar og marg-
miðlunar mætast. Frum-
kvæðið að verkefninu átti
JEREMY SCOTT TÍSKUHÖNNUÐUR í PARÍS
L E T T A
DANSSVEIFLU
ÁDÖGUM! Um hel2ina
____ stu
námskeið
557 7700
hringdu núna
Áhugahópur
um almenna
dansþátttöku
á íslandi
Netfang: KomidOgDansid@tolvuskoli.is
Heimasíða: www.tolvuskoli.is/KomidOgDansid/
MARÍA Ólafsdóttir er einn
þeirra hönnuða sem valdir
voru til þátttöku í Futurice
og tekur þátt í samsýningu
sex hönnuða. María sagðist
hafa sent inn tilbúna línu
þar sem hún hefði stuðst
við hugtökin sjálfsöryggi,
hamingju, lífsgæði og fram-
tíðarsýn. „Þetta er afskap-
lega þægilegur fatnaður
sem ég tel að fólk muni nota í fram-
tíðinni þar sem tími og hraði munu
lita mjög mannlífið. Fólk þarf að
tengja sig einhvers staðar einhverj-
um raunveruleika á jörðinni og ég
held að þessi fatnaður gæti verið sú
tenging."
María lærði tískuhönnun í New
York og kom heim fyrir níu árum.
Lengst af hefur hún hannað búninga
fyrir leikhúsin. „Ég hef einnig hann-
að talsvert einkennisfatnað
fyrir stærri fyiirtæki."
- Hvað heldur þú að Fut-
urice þýði fyrir íslenska
hönnun?
„Þetta markar algjör
tímamót fyrir hönnun á Is-
landi. Þegar ég kom heim úr
námi voru fáir möguleikar
fyrir unga hönnuði og ótrú-
legt hversu mikið hefur
breyst á stuttum tíma. Þróunin hef-
ur verið frábær og ég fann það fyrir
2-3 árum að ég var tilbúin tii að
taka þátt í svona verkefni hérna
heima. En mér fannst áður að oft
væri sett samasemmerki á milli
tískuhönnuða og saumakvenna.
Þótt hönnun og saumaskapur geti
ekki án hvors annars verið er samt
um tvo ólíka hluti að ræða. Og ég er
hönnuður en ekki saumakona.“
JEREMY Scott sat í dóm-
nefndinni sem valdi sigur-
vegara Futurice og T-21.
„Það er ótrúlega mikið af
hæfíleikaríku fólki hérna í
tískuhönnun sem kom mér
skemmtilega á óvart. Ég tel
að þetta framtak muni hafa
mikil áhrif á að koma þess-
ari hugmyndaauðgi á fram-
færi,“ segir Jeremy og
bætir við að athyglisvert sé að
margir ungu hönnuðanna séu í
miklum tengslum við þá tísku-
strauma sem hæst ber úti í heimi á
sama tíma og mjög sterk einstak-
lingseinkenni hvers hönnuðar séu
áberandi.
Jeremy hefur starfað í tísku-
heiminum í París um árabil en
hann er frá Kansas City í Mis-
sourifylki í Bandaríkjun-
um. „Ég ólst upp á bónda-
bæ í MissoUri en þegar ég
vissi að ég vildi leggja
tískuhönnun fyrir mig kom
engin borg til greina önnur
en París. París er mekka
tískuheimsins í sögulegum
skilningi og heldur þeim
stalli enn í dag. Þar snýst
allt um sköpunargáfuna og
drauminn, fantasíuna. I Banda-
rílgunum hefur tískan verið að
sækja í sig veðrið, en þar er meira
spáð í markaðinn og söluhæfni
hönnunarinnar. I London er tískan
meira tilraunakennd og meiri
glamúr en í New York. En ég er
maður draumsins," segir Jeremy
að lokum.