Morgunblaðið - 13.10.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meirihluti bæjarstjornar í Hveragerði
Flytja tillögu um
sölu rafveitunnar
Gæfar
endur í
Laugardal
VIÐ Grasagarðinn í Laugardal
er lítil tjörn þar sem endur
hafa hreiðrað um sig og virðast
njóta þess mjög að vera fjarri
glys og glaumi Ijarnarinnar í
Kvosinni, þar sem mávager og
gæsir hafa gerst frekar til
fjörsins seinustu ár. Ljósmynd-
ari Morgunblaðsins rakst þar
á vegfaranda vinveittan öndun-
um fyrir skömmu, sem hafði
með tíðum heimsóknum tekist
að hæna að sér fuglana. Svo
vanar eru þær orðnar þessu
mannlega samneyti að þær eru
teknar að éta brauð úr lófa
hans og bíða í röðum eftir að
komast að bitanum.
------------
Leitað að
lettneskum
skipverja
LEIT var hafín að lettneskum
skipverja af flutningaskipinu
Mermaid Eagle um hádegisbil í
gær í Straumsvíkurhöfn og ná-
grenni. Skipverjinn hvarf með
ókunnum hætti af skipi sínu en
hann átti að fara heimleiðis með
flugi í gærmorgun. Kom hann ekki
fram þegar grennslast var fyrir um
hann um borð en búnaður hans var
í káetu hans.
í gær leituðu tæplega 30 manns
að manninum og voru gengnar
fjörur, leitað á bátum á hafi úti og
sporhundum beitt við leitina. Kaf-
arar úr björgunarsveitunum
Ingólfi í Reykjavík og Fiskakletti í
Hafnarfirði leituðu þá skipverjans í
Straumsvíkurhöfn en leit bar eng-
an árangur. Var henni hætt klukk-
an 18.30 en verður haldið áfram í
dag.
Skipulagsstjóri skrifar utanríkisráðherra vegna ummæla á Alþingi
Ráðherra segir samskipta-
mátann óvenjulegan
SKIPULAGSSTJÓRI hefur sent
Halldóri Asgrímssyni utanríkisráð-
herra bréf vegna ummæla hans
sem starfandi umhverfisráðherra á
Alþingi, um hæfni skipulagsstjóra
og alþingismanna til að svara þeirri
spumingu hvort rétt sé að setja
Eyjabakka undir vatn eða ekki.
Halldór Ásgrímsson segist hafa
orðið undrandi á bréfi skipulags-
stjóra og telur að hér sé um
óvenjulegan samskiptamáta að
ræða.
Stefán Thors, skipulagsstjóri,
segist í bréfinu vera að leita eftir
skýringum utanríkisráðherra
vegna ummæla hans í umræðum á
AJþingi 7. október sl. um þingsá-
lyktunartillögu um mat á umhverf-
isáhrifum fyrirhugaðrar Fljóts-
dalsvirkjunar. í bréfinu staldrar
skipulagsstjóri við spurningu sem
ráðherra setti fram um hvort skyn-
samlegt væri að Skipulagsstofnun
hefði í öllum tilvikum það vald sem
hún hefur samkvæmt lögum um
mat á umhverfisáhrifum nr.
63/1993. Hann vitnar í eftirfarandi
orð ráðherra:
„Mér finnst vera takmörk fyrir
því hvað háttvirtir þingmenn vilja
setja mikið vald í hendurnar á
þessari annars ágætu stofnun,"
sagði ráðherra í umræðunum. Þá
vitnar skipulagsstjóri jafnframt í
eftirfarandi orð ráðherra um hvort
rétt sé að setja Eyjabakka undir
vatn eða ekki. „Eg held að alþingis-
menn séu alveg jafnfærir um að
svara þeirri spurningu og skipu-
lagsstjóri ríkisins og ég tel þá í
reynd hæfari til þess.“
Ekki spurning um
hvor sé hæfari
Að því búnu segir skipulags-
stjóri í bréfinu: „Eg hef litið svo á
að spurningin um matsferli Fljóts-
dalsvirkjunar samkvæmt lögum
eða ekki snúist um það hvort mál-
ið fari í þá opnu kynningu sem
mælt er fyrir um í lögunum þar
sem almenningi gefst kostur á því
að senda inn athugasemdir eða
hvort málið verði afgreitt á annan
hátt á Alþingi. Ég hef ekki litið
svo á að málið snúist um það hvort
skipulagsstjóri ríkisins sé jafn
hæfur og alþingismenn til að fjalla
um málið.“
Skipulagsstjóri bendir á að
Skipulagsstofnun sé um þessar
mundir að fjalla um mat á um-
hverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr
Mývatni og muni á næstunni aug-
lýsa frummatsskýrslu um mat á
umhverfísáhrifum 480 þúsund
tonna álverksmiðju í Reyðarfirði.
Svo segir hann: „Ef það er mat ut-
anríkisráðherra að Skipulagsstofn-
un sé fær um að fjalla um sumar
framkvæmdir en ekki aðrar tel ég
nauðsynlegt að það komi skýrt
fram áður en lengra er haldið."
Halldór Asgrímsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær hafa
orðið undrandi yfir bréfinu og að
hann teldi að hér væri um að ræða
fremur óvenjulegan samskipta-
máta. Hann sagðist ekki munu
svara skipulagsstjóra beint með
bréfi. „Fyrst hans bréf var sent til
fjölmiðla þá hlýtur ætlun hans að
vera að fá svar við því á vettvangi
fjölmiðla," sagði ráðherra.
Hann kvað það ekki hafa verið
ætlun sína að draga í efa starfs-
hæfni skipulagsstjóra eða Skipu-
lagsstofnunar. Hann hefði hins
vegar sett fram þá skoðun sína að
þegar um svo stór og mikilvæg mál
væri að ræða væri rétt að Alþingi
tæki ákvörðun um þau, þar sem
þingið hefði sjálft gefið út leyfi fyr-
ir því. Þessi leið væri sú lýðræðis-
legasta að hans mati.
Símaat tólf ára drengs hjá pitsastað Dominos hafði óvæntar afleiðingar
Var látinn vinna
upp í kostnaðinn
SÍMAAT tólf ára drengs endaði
með því að pitsastaðurinn Dom-
inos við Grensás skipaði honum
að vinna fyrir tjóninu og bauð
honum að því loknu starf við
brauðstangagerð.
Drengurinn hafði hringt í
pitsastaðinn úr gsm-síma sínum
og pantað pitsu heim til vinar
síns til að gera at. Þegar pitsa-
staðurinn hringdi til að staðfesta
pöntunina fengust þau svör frá
móður vinarins að enginn pitsa
hefði verið pöntuð.
Verslunarstjóri Dominos
hringdi þá í gsm-síma drengsins
og skipaði honum að mæta á
staðinn og vinna fyrir tjóninu. Að
sögn Dagbjartar Steindórsdótt-
ur, móður drengsins, þorði hann
ekki annað og mætti ásamt vini
sínum á pitsastaðinn, en þar voru
þeir látnir brjóta saman pitsa-
kassa og stafla upp. Dagbjört
segir ljóst að starfsfólki staðarins
hafi haft gaman af, en drengjun-
um hafi hins vegar liðið illa.
Dagbjört segir starfsfólk Dom-
inos ekki hafa látið sig vita og
hún hafi verið farin að hafa
áhyggjur af stráknum sem átti
að vera kominn heim. „Plús það
að þeir bjóða strákunum vinnu
við brauðstangagerð og minn
kemur heim uppfullur af því,“
segir Dagbjört og telur það ekki
minnsta áhyggjuefnið. Hver vilji
börn inn af götunni til starfa á
matsölustað? Auk þeirra spurn-
inga sem hljóti að vakna ef slys
hefði orðið á staðnum. En Dag-
björt segist staðráðin í að hafa
samband við Vinnueftirlitið.
Vaktsljóri Dominos við Grens-
ás neitaði að tjá sig um málið í
gærkvöldi og vísaði á verslunar-
stjóra. Ekki náðist í hann vegna
málsins, en að sögn Dagbjartar
hafði hann samband við hana í
gærkvöldi og sagði strákinn hafa
hringt þangað áður til að gera
sírnaat. Því hefði verið ákveðið
að láta hann vinna upp í kostnað
við atið.
Gísli Páll vildi ekki segja hvað
rafveitan væri metin á, en sagði að
tekjur hennar væru um 70 til 80
milljónir á ári.
Þarf að huga að
leikskólamálum
Þótt bærinn standi ágætlega
fjárhagslega vantar alltaf peninga
til frekar uppbyggingar og sagði
Gisli Páll Pálsson að þvi væri skyn-
samlegt að selja raíveitu bæjarins.
Hann sagði að mörgu hyggja í upp-
byggingarmálum Hveragerðisbæj-
ar, m.a. þyrfti að byggja við grunn-
skólann, ganga frá fráveitukerfinu,
ljúka frágangi gatna og þá þyrfti
einnig að fara að huga að leikskóla-
málum.
Morgunblaðið/Þorkell
MEIRIHLUTI bæjarstjórnar
Hveragerðis mun leggja fram til-
lögu á bæjarstjórnarfundi á morg-
un um að gengið verði til samninga
við Rafmagnsveitur ríkisins,
RARIK, um kaup á Rafveitu
Hveragerðis. Þetta kom fram i
samtali Morgunblaðsins við Gísla
Pál Pálsson, forseta bæjarstjórnar
Hveragerðisbæjar.
Möguleikar að fá peninga
í bæjarsjóð
„Við erum ekki að gera þetta
vegna þess að við stöndum eitthvað
sérstaklega illa fjárhagslega,"
sagði Gísli Páll. „Við sjáum hins-
vegar möguleika á að fá peninga
inn í bæjarsjóðinn með þessu.“
Sérblöð í dag
www.mbl.is
m$ámm
'OUnrtniililmiiii
W6«VhVHU
I ► SÉRBLAÐ Morgunblaðsins tír verinu
l íjallar í dag um vaxandi nýtingu svokallaðra
• aukaafurða og mikla kynningu SIF á fram-
• leiðsluvörum sinum í París. Þá er sagt frá
• hugmyndum um hækkun aflagjalda og
I verðhækkun á saltfiski.
aagskra
Verðlaunakrossgáta
► Þættir - íþróttir
► Kvikmyndír - Fólk
Hálfur mánuður
af dagskrá
frá miðvikudegi
til þriðjudags
€ Sil) Uíi
Teitur Þórðarson á leið
til Brann? / C1
; Óánægja með Atla Eðvaldsson
• innan KR/C1
Myndir
Prautir