Morgunblaðið - 13.10.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsetafrú Bandaríkjanna til íslands í dag:
Og þessi er svo fyrir hjúkkuna frú Clinton.
Norrænu sendiráðin opnuð í nýjum húsakynnum í Berlín
Þessi sérstaki veggur umlykur norrænu sendiráðin í Berlín.
Morgunblaðið/Auðunn
Gamall draumur
verður að veruleika
NORRÆNU sendiráðin í Berlín
verða formlega opnuð hinn 20. októ-
ber og af því tilefni sátu sendiherrar
Norðurlandanna svo og arkitektar
sendiráðsbygginganna fyrir svörum
blaðamanna s.l. mánudag. Finnska
og sænska sendiráðið stóðu á sömu
lóð og nú hafa risið sendiráð Norður-
landanna fimm, þar til þau eyðilögð-
ust í sprengjuárásum síðari heims-
styrjaldar. Lóðin var síðan lengi vel
notuð t.d. fyrir sirkus og sölu
jólatrjáa. Eftir fall múrsins og þá
ákvörðun að gera Berlín að höfuð-
borg á ný varð mögulegt að raun-
gera gamlan draum um sameiginlegt
norrænt sendiráðsmannvirki.
Fyrsta skóflustungan var tekin 6.
maí 1997 og hefur íslenska sendiráð-
ið verið starfandi í byggingunni frá
því í júlí á þessu ári. Endanlegum
frágangi byggingarsamstæðunnar
lauk þó ekki fyrr en á sunnudaginn
var. Bygging klædd grænum kop-
arplötum umlykur sendiráðin fímm
og nefnist hún „faelleshuset". Líkt
og nafnið gefur til kynna er hér um
sameiginlega aðstöðu sendiráðanna
að ræða og er þar m.a. móttaka, sýn-
ingarsalir og salur fyrir tónleika,
námskeið og aðrar uppákomur.
Byggingin er teiknuð af finnskum
og austurrískum arkitektum en
sendiráðin sjálf eru teiknuð af arki-
tektum viðkomandi landa. Við teikn-
ingu hinna einstöku sendiráða var
tekið mið af sambyggingunni en hin-
ar einstöku sendiráðsbyggingar eru
þó talsvert frábrugðnar og reynt
hefur verið að notast við efnivið sem
endurspeglar náttúru viðkomandi
lands. Þannig hefur Pálmi Krist-
mundsson, arkitekt íslenska sendi-
ráðsins, m. a. notast við hraunplötur
sem upplýstar eru með rauðu ljósi
og minna þannig á glóandi hraun.
Styrkir stöðu Norðurland-
anna sameiginlega
Ingimundur Sigfússon, sendiherra
Islands, kynnti fréttamönnum bygg-
ingarmannvirkið fyrir hönd norrænu
sendiherranna. Spurningar frétta-
manna til sendiherranna fimm
beindust margar hverjar að því
hvort grundvöllur væri fyrir því að
lönd sem að mörgu leyti eru ólík hafi
ákveðið að leggja í samvinnuverkefni
af þessu tagi. Sendiherrarnir bentu á
að samvinna sendiráða Norðurland-
anna tíðkaðist víða um heim og t.d.
Svíar og Finnar svo og Danir og
Norðmenn hafi rekið sameiginleg
sendiráð. Sendiherrarnir voru þeirr-
ar skoðunar að sameinuð ættu noi--
rænu sendiráðin auðveldara með að
vekja athygli á sér í Þýskalandi.
Danski sendiherran sagði Danmörku
e.t.v. einna helst hafa ástæðu til að
vera með aðskilið sendiráð í Þýska-
landi þar sem Danmörk á landamæri
að Þýskalandi og danskur minnihluti
er auk þess búsettur í Norður-
Þýskalandi.
Dagana fyrir og eftir opnunina
verða Norðurlöndin með ýmsar upp-
ákomur í Berlín. Má þar nefna tón-
leika norrænu hljómsveitarinnar í
fílharmoníunni 19. október svo og
ljósmyndasýning ungra norræna
ljósmyndara í „fealleshuset".
Hættir hjá Sjónvarpinu
Stofnar nýtt
fyrirtæki
FRÁ næstu áramót-
um verður Sigurð-
ur Valgeirsson
ekki lengur dagskrár-
stjóri innlendrar dag-
skrárdeildar hjá Sjón-
varpinu. Hann hefur
gegnt starfi sínu í hart-
nær fjögur ár - segir því
nú lausu - en hvers
vegna?
„Ráðningartími minn,
þau fjögur ár sem ég var
ráðinn, rennur út í apríl
árið 2000. Ég hefði vafa-
laust átt góða möguleika
á að gegna þessu starfi
áfram en á dögunum, í
spjalli við elsta son
minn, Stefán Sigurðsson
verðbréfamiðlara hjá Is-
landsbanka FOM,
kviknaði sú hugmynd hjá okkur
feðgum að stofna ásamt Karli
Pétri Jónssyni fyrirtæki sem
hlotið hefur nafnið Inntak og á
að starfa á sviði almanna-
tengsla og markaðsráðgjafar.
Karl Pétur Jónsson, sem hefur
um árabil starfað sjálfstætt við
almannatengsl og markaðsráð-
gjöf og er auk þess stjórnarfor-
maður Leikfélags Islands.
Hann er einn af mönnunum á
bak við Iðnó og hefur þegar
skapað sér talsvert nafn á
þessu sviði. Við þrír komum
okkur saman um að við gætum
myndað nokkuð sterkan hóp
með tengsl inn í fjármála- og
listageira og víðar. Þess má
geta að Stefán sonur minn er
aðeins átján árum yngri en ég
og hann hefur lengi verið ráð-
gjafi minni, ef svo má segja,
hvað snertir mitt fjölmiðlastarf
- eða frá sjö ára aldri!“
- Hvernig ætlið þið félagar að
haga ykkar verkaskiptingu?
„Ég býst við að við vinnum
mjög náið saman en með því for-
orði að Stefán er með viðskipta-
menntun og því sterkur maður í
fjármálum, Karl Pétur er nú
þegar eins og fyrr sagði eftir-
sóttur markaðs- og almanna-
tengslaráðgjafi og ég hef aftur
víðtæka reynslu af fjölmiðlum.
Auk þess má bæta við að styrk-
ur okkar liggur ekki síður í því
að þeir eru ungir og „hip“ en ég
er „gamall" og revndur."
- Sérðu ekki eftir starfí þínu
við Sjónvarpið?
„Jú, ég geri það vissulega.
Þetta er mjög lifandi og spenn-
andi átakastarf. Ég hef getað
gengið að því vísu að um væri að
ræða minnsta kosti eitt „upp-
gjör“ á dag og þetta starf skiptir
almenning miklu máli. Það getur
farið allt að klukkutími í venju-
legum fjölskylduboðum í að
ræða það sem þar fer fram - og
maður er hreint ekki friðhelgur í
heita pottinum í sundlaugun-
um.“ _________
- Hvað er þér eftir-
minnilegast úr þessu
starfí?
„Sunnudagsleik-
húsið og öll vinnan í
kringum það ber hátt og bein út-
sending leikritsins Þrek og tár
af fjölum Þjóðleikhússins
hreyfði okkur öll sem að því
starfi komum. Við vorum með
íslenska viku í fyrra, eingöngu
var sent út íslenskt sjónvarps-
efni þá viku, það mæltist mjög
vel fyrir. Þættir um Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálin hlutu gíf-
urlegt áhorf og athygli. Sam-
starf mitt við allt það góða fólk
sem unnið hefur að dagskránni
Sigurður Valgeirsson
►Sigurður Valgeirsson fædd-
ist 1954 í Hafnarfirði. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjörnina 1974 og
BA-prófi í fslensku frá HÍ árið
1979. Hann starfaði fyrst sem
prófarkalesari en varð fljót-
lega blaðamaður á DV, lengst
af á helgarblaði þess. Hann
var ritstjóri Vikunnar um tíma
og síðar útgáfusljóri Almenna
bókafélagsins. Hjá Iðunni
bókaútgáfu starfaði Sigurður
um tíma en hóf störf hjá Sjón-
varpinu sem ritstjóri dægur-
málaþáttarins Dagsljóss sum-
arið 1993 og stjórnaði því í
þijá vetur - þar til hann varð
deildarstjóri innlendrar dag-
skrárdeildar Sjónvarpsins.
Hann hefur nú sagt starfi sínu
þar lausu. Sigurður er kvænt-
ur Valgerði Stefánsdóttur for-
stöðumanni og eiga þau börn-
in Stefán, Valgeir Þórð, Guðna
og Hrefnu.
Lengi blundað
í mér að starfa
sjálfstætt
með mér, bæði innan húss og
utan þess, er mér þó ekki síst
eftirminnilegt. Loks verð ég að
stríða vinum mínum kvik-
myndagerðarmönnum og geta
þess að kannski verður þátta-
röðin Maður er nefndur, það
sem gnæfir upp úr af því sem ég
hef gert sem dagskrárstjóri
Sjónvarpsins, vegna gífurlegs
heimildagildis þáttanna. Þess
má geta að þessi viðtöl eru
skrásett vandlega þannig að í
framtíðinni verður auðvelt að
leita í þeim eftir efnisflokkum
og umfjöllunarefnum."
- Nú eykst samkeppnin þar
sem er Skjár 1, hvað fínnst þér
um stöðu Sjónvarpsins í ljósi
þessa?
„Staða Sjónvarpsins í dag er
fimasterk en við höfum ekki
frekar en aðrir efni á að slaka á.
Ég fagna allri samkeppni á sviði
innlendrar dagskrárgerðar - hún
getur ekki orðið til annars en
styrkja Sjónvarpið."
-------- - Hvernig leggst
svo framtíðin íþig?
„Ég er mjög
spenntur. Það hefur
________ lengi blundað í mér
draumur um að
starfa sjálfstætt og ég hlakka
líka til að vinna með þessum
ungu strákum, ég held að ég
geti lært mikið af þeim á ýms-
um sviðum, t.d. á sviði netmiðla.
Almennt tel ég að sú kynslóð
sem þeir tilheyra, krakkar
fæddir um 1970, sé mjög gæfu-
leg og sterk. Ég hef verið að
velta því fyrir mér hvort þetta
sé ekki fyrsta ,,komplexa“-lausa
kynslóðin á Islandi síðan á
söguöld."