Morgunblaðið - 13.10.1999, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Utandagskrárumræða á Alþingi um þróun eignarhalds í sjávarútvegi
Þingmenn fylgjast með umræðum.
ir,“ sagði Lúðvík. Málið snerist um
það hvort stjómvöld hygðust bregð-
ast við þessari þróun.
Jóhann Arsælsson, Samfylkingu,
sagði að umræðan snerist um afleið-
ingar óheillastefnu. „Veiðirétturinn
rennur nú á færri og færri hendur
og sú stund er nú í raun upp runnin
að fáeinir menn í stjórnum hlutafé-
laga taka ákvörðun um það að úrelda
byggðina.“ Þar réðu öllu fjárhags-
legir hagsmunir fyrirtækjanna, eða
banka sem fjármagna fyrirtækin,
ekki afkoma fólksins.
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði það
sína skoðun að óæskilegt væri að of
stór eignarhluti auðlindarinnar safn-
aðist á fáar hendur. Sagði hann vís-
bendingar um að í þetta stefndi og
að við því þyrfti að bregðast. I sama
streng tók Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfmgarinnar -
græns framboðs, og bætti því við að
menn stæðu frammi fyrir því að lög-
gjöfínni, sem sett hefði verið til að
koma í veg fyrir óeðlilega samþjöpp-
un í sjávarútvegi, væri áfátt.
Guðmundur Árni Stefánsson,
Samfylkingu, tók hins vegar dýpra í
árinni. „Sá maður er bæði blindur og
heyrnarlaus sem ekki sér og heyrir
og skynjar þá þróun sem átt hefur
sér stað í íslensku atvinnulífi, og ekki
síst í íslenskum sjávarútvegi. Ris-
arnir eru að éta dvergana hvern af
öðrum,“ sagði Guðmundur Arni.
Loks gagnrýndi Sverrir Her-
mannsson, formaður Frjálslynda
flokksins, að stjórnarliðar skyldu
ekki vilja kannast við það, sem væri
á allra vitorði, að lög og reglur væru
þverbrotnar í sjávarútveginum.
Ekki í bígerð að bregðast
við samþjöppun
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í
gær, að ekki væri í bígerð að bregðast við
samþjöppun eignahlutdeildar í sjávarút-
vegsfyrirtækjum, enda hefði ekki ennþá
verið náð þeim mörkum sem Alþingi sjálft
ákvað um hámark eignaraðildar. Stjórnar-
andstæðingar telja aukna samþjöppun
óæskilega og krefjast þess að stjórnvöld
bregðist við henni með afgerandi hætti.
IMSM- ítva . ! i) Ji i ]1
ALÞINGI
MÁLSHEFJANDI utandag-
skrárumræðunnar í gær var Svan-
fríður Jónasdóttir, þingmaður Sam-
fylkingar, en hún rifjaði í framsögu
sinni upp samþykkt Álþingis frá því í
fyrra á breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða, sem hafði það meginmark-
mið að tryggja dreifða eignaraðild í
sjávarútvegi. Var þar sett hámark á
samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í
eigu einstakra eða tengdra aðila,
bæði í einstökum tegundum og í
samanlagðri aflahlutdeild eða heild-
arkvóta.
Svanfríður vakti athygli á því að
þrátt fyrir þessar leikreglur sem AI-
þingi samþykkti hefði verið vaxandi
umræða um það í þjóðfélaginu að
eftir nokkur ár yrðu hér einungis ör-
fá, jafnvel aðeins þrjú til fimm fyrir-
tæki eða fyrirtækjablokkir í sjávar-
útvegi, sem hefðu tangarhald á
stærsta hluta veiðiheimildanna.
Sagði Svanfríður að fleira hefði
gerst en bara það að einstök fyrir-
tæki sameinuðust til hagræðingar og
til að svara þeim arðsemiskröfum
sem stjórnendur fyrirtækja stæðu
frammi fyrir. Fyrirtæki í sjávarút-
vegi, sem og ýmis eignarhaldsfyrir-
tæki, væru að kaupa hluti í öðrum
sjávarútvegsfyrirtækjum og sum að
gerast umsvifamiklir eignaraðilar.
Þannig hefði Samherji eignast
37% hlut í Skagstrendingi, og
Burðarás, eignarhaldsfélag Eim-
skipafélagsins, hefði einnig aukið
hlut sinn þar verulega. Burðarás
hefði aukinheldur aukið hlut sinn í
Haraldi Böðvarssyni um einn millj-
arð og fyrir lægi að fyrirtækið væri
ráðandi aðili í Utgerðarfélagi Akur-
eyringa með yfir 40% eignarhlut.
Svanfríður bar fram þá spurningu
hvort hér væri komin sú þróun, sem
rætt hefði verið um, að þrjú til fimm
stór fyrirtæki yrðu alls ráðandi í
sjávarútvegi. „Getur verið að þrátt
fyrir vilja Alþingis, og lagasetningu
um hámarksaflahlutdeild einstakra
sjávarútvegsfyrirtækja, hafi fundist
annar farvegur til yfirráða á auðlind-
inni í miklu stærra mæli en einstök-
um fyrirtækjum leyfist," spurði hún
sjávarútvegsráðherra.
Fýsti þingmanninn jafnframt að
vita hvort sjávarútvegsráðherra
teldi að hægt væri að koma í veg fyr-
ir blokkamyndun, eins og þá sem
væri að verða til undir verndarvæng
Burðaráss, og hvort nokkur áform
væru uppi um þáð af hálfu ríkis-
stjórnarinnar að bregðast við auk-
inni samþjöppun í sjávarútvegi, sem
hún fullyrti að gengi þvert á anda
þeirra laga sem Alþingi setti um há-
markshlutdeild einstakra fyrirtækja.
Lögum ætlað að
skapa jafnvægi
I upphafi svars síns rakti Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra þá
hagræðingu og hina auknu hag-
kvæmni sem náðst hefði í sjávarút-
veginum undanfarinn áratug. Þannig
hefðu fiskveiðar verið reknar með
hagnaði allt frá árinu 1990.
Af ýmsum orsökum hefðu hins
vegar nokkur sjávarútvegsfyrirtæki
stækkað umtalsvert á þessu tímabili
og því hefði verið gripið til þess ráðs
á Alþingi í fyrra að breyta lögum um
stjórn fiskveiða til að girða fyrir að
um of mikla samþjöppun yrði að
ræða, og til að koma í veg fyrir að
aflahlutdeild fiskiskipa í eigu ein-
stakra aðila eða tengdra aðila geti
farið umfram tiltekið hámark.
„Það er ljóst að það er flókið verk-
efni að leyfa hagkvæmni stærðarinn-
ar að njóta sín og að setja á sama
tíma reglur til að reyna að koma í
veg fyrir ýmsa ókosti sem geta fylgt
of mikilli samþjöppun í útgerð. Þess-
um lögum var ætlað að skapa þetta
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
13.30 í dag. Eftirfarandi mál
verða á dagskrá:
1. Endurskoðun laga um al-
mannatryggingar, skatta og líf-
eyrissjóð. Fsp. til forsætisráð-'
herra.
2. Breytt rekstrarform Ríkisút-
varpsins. Fsp. til menntamála-
ráðherra.
3. Samstarf atvinnulífs og
skóla á landsbyggðinni. Fsp. til
menntamálaráðherra.
4. Framboð á leiguhúsnæði.
Fsp. til félagsmálaráðherra.
5. Varasjóður fyrir Ián Bygg-
ingarsjóðs verkamanna. Fsp. til
félagsmálaráðherra.
6. Áhrif stórrar álbræðslu á fá-
mennt samfélag. Fsp. til félags-
málaráðherra.
jafnvægi," sagði Árni m.a. í svari
sínu.
Benti ráðherrann á að Fiskistofa
hefði eftirlit með framkvæmd lag-
anna og að hennar mat væri það að
enginn aðili hefði enn náð þeirri
stærð að ákvæði 11. greinar laga um
stjóm fiskveiða tæki til þeirra. Þess
vegna væru ekki uppi áætlanir um
það af hálfu stjórnvalda að bregðast
við samþjöppun í sjávarútveginum,
enda hefði hún ekki náð þeim mörk-
um sem Alþingi sjálft ákvað.
Lögð áhersla á að stjórnvöld
bregðist við
Margir þingmenn kváðu sér hljóðs
í umræðunum í gær og m.a. sagði
Sighvatur Björgvinsson, þingmaður
Samfylkingar, að sjávarútvegsráð-
herra hefði ekki svarað þeirri spum-
ingu hvort hann teldi að örfáir aðilar
væm við það að ná eignarhaldi á
dýrmætustu auðlind í sameign Is-
lendinga.
Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu,
sagði að svo virtist sem þeim mark-
miðum, sem Alþingi setti sér við
setningu laganna í fyrra, væri ekki
náð því menn hefðu einfaldlega fund-
ið aðra leið. „Menn hafa farið í það
að kaupa upp hlutafé í fyrirtækjum í
stað þess að kaupa sér aflaheimild-
7. Aðgerðir til að vinna gegn
áhrifum loftlagsbreytinga. Fsp.
til sjávarútvegsráðherra.
8. Kostnaður af losun gróður-
húsalofttegunda. Fsp. til iðnaðar-
ráðherra.
9. Verkefni sem sinna má á
landsbyggðinni. Fsp. til iðnaðar-
ráðherra.
10. Aðgerðir til að vinna gegn
áhrifum loftslagsbreytinga. Fsp.
til samgönguráðherra.
11. Langtímaáætlun í jarð-
gangagerð. Fsp. til samgöngu-
ráðherra.
12. Rekstur ferju í Isafjarðar-
djúpi. Fsp. til samgönguráð-
herra.
13. Verkefni sem unnt er að
sinna á landsbyggðinni. Fsp. til
fjármálaráðherra.
Alþingi
Dagskrá
Ekki ástæða til að
hafa áhyggjur?
Kristján Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, lagði áherslu á að
setning laganna um dreifða eignar-
aðild í sjávarútvegi hefði verið heilla-
skref. Ekki væri nauðsynlegt að hafa
jafn miklar áhyggjur af þeirri þróun,
sem nú ætti sér stað og stjórnarand-
stæðingar gæfu í skyn. Það væri
jafnvel jákvætt að sjávarútvegsfyrir-
tækin þjöppuðu sér saman, það yki
t.d. trú á íslenskan sjávarútveg.
Undir þetta tók Pétur H. Blöndal,
Sjálfstæðisflokki, en sagði sam-
þjöppun eigna reyndar ekki vandann
í þessu máli. Vandinn væri sá að
einkaaðilum hefði verið veittur yfir-
ráðaréttur á sameign þjóðarinnar.
Rakti hann hugmyndir sínar í þá
veru að árlegum veiðiheimildum sé
dreift til allrar þjóðarinnar.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, sagði hins vegar óumdeilt að það
væri á ábyrgð stjórnvalda hvernig
mál þróuðust í viðamiklum atvinnu-
greinum eins og sjávarútvegi. „Það
er auðvitað óásættanlegt að fáeinir
aðilar geti haft svo mikil áhrif á lífs-
afkomu margra sem starfa í sjávar-
útvegi, sem raun ber vitni, með fram-
sali aflaheimilda,“ sagði Kristinn.
„Þess vegna þurfa stjórnvöld að
hafa auga með þróun sem kann að
leiða þetta af sér,“ bætti hann við.
Ríkisstjóminni bæri að senda skýr
skilaboð um að sú þróun yrði ekki
liðin að of mikið af aflaheimildum
safnaðist á einn stað.
Lárusar H.
Blöndals
minnst
VIÐ upphaf þingfundar í gær
minntist Guðmundur Árni Stef-
ánsson, fyrsti varaforseti Al-
þingis, Lárusai- H. Blöndals,
sem borinn var til grafar í gær.
Lárus var um árabil starfs-
maður Alþingis og er jafnframt
faðir Halldórs Blöndals, forseta
Alþingis. Greindi Guðmundur
Árni frá því að forseti Alþingis
yrði fjarverandi á þingfundi
vegna útfararinnar og notaði
tækifærið til að votta forseta og
fjölskyldu hans samúð sína.
„Lárus H. Blöndal var vel á
þriðja áratug starfsmaður AI-
þingis og síðast bókavörður
þingsins. Fyrir hönd Alþingis
sendi ég forseta og fjölskyldu
hans samúðarkveðjur," sagði
Guðmundur Árni m.a.