Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 12

Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Svæðisskipulag eitt mikilvægasta verkefnið Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið og Qárhagstaða sveitarfélaganna voru efst á baugi á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um helgina. í nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæð- ið, sem var til umfjöll- unar á aðalfundi Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um helgina, verður hugað að samvinnu sveitarfélaganna á svæðinu og tekið tillit til þátta sem snerta framtíðarþróun þess. UNDIRBÚNINGSVINNA við svæðisskipulag á höfuðborgarsvæð- inu var kynnt á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en átta tiliögur um nýtt svæðisskipulag iiggja nú fyrir. A næstu dögum verða tvær til þrjár af þeim valdar og teknar til ítarlegrar skoðunar og er svo gert ráð fyrir að lokatillaga liggi fyrir í mars á næsta ári. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, frá- farandi formaður SSH, sagði á fund- inum að svæðisskipulagið væri eitt mikilvægasta verkefni sveitarfélag- anna þessa stundina og sagðist hún fagna því að á næstu vikum muni fara fram enn ítarlegri skoðun á þessum málum. Vinna við svæðisskipulagið hófst í desember á síðasta ári og er unnin af hópi sem kallar sig Nes planners, en að honum standa verkfræðistofan VST og Vinnustofa arkitekta ásamt tveimur dönskum ráðgjafarfyrir- tækjum. Ólafur Erlingsson verk- fræðingur er verkefnisstjóri svæðis- skipulagsins og kynnti hann undir- búningsvinnuna fyrir aðalfundinum og fjallaði um hvað þyrfti að hafa í huga við gerð svæðisskipulags. Ölafur segir að hugmyndin með svæðisskipulaginu sé að reyna að samræma skipulag á höfðuðborgar- svæðinu án tillits til sveitarfélaga- marka. Þannig verði reynt að stuðla að samvinnu sveitarfélaganna m.a. um byggingu kostnaðarsamra bygg- inga til sérhæfðrar starfsemi, um landnýtingu og um gerð stofnbrauta. Spáð að 25.000 manns flytji á höfuðborgarsvæðið fyrir 2032 Við gerð svæðisskipulags af þessu tagi er tekið tillit til fjölmargra þátta og þá ekki síst þátta sem snerta framtíðarþróun á höfuðborgarsvæð- inu. Tveir þýðingarmestu þættirnir eru ör fólksfjölgun á svæðinu og hækkandi meðalaldur íbúa. Sam- kvæmt spá, sem VST hefur gert, byggðri á upplýsingum frá Hagstofu fslands og Byggðastofnun, munu 25.000 manns flytja frá landsbyggð- inni á höfuðborgarsvæðið fyrir árið 2032. Samkvæmt sömu spá mun ald- urssamsetning íbúa breytast og öldruðum fara fjölgandi sem leiðir til minnkandi meðalfjölda á heimili. Fólksfjölgunin og hækkandi með- alaldur mun leiða til aukinnar eftir- spumar eftir nýjum íbúðum á svæð- inu. Samhliða fólksfjölguninni kemur einnig til þörf fyrir ný störf og þar mun breytt samsetning atvinnuveg- anna líka hafa áhrif. Þá mun störfum í landbúnaði og fiskvinnslu fækka, en störfum í þjónustugreinum og há- tækniiðnaði fjölga. Athuga þarf að að ört vaxandi bílaumferð mun skapa þörf fyrir verulegar fjárfestingar í vegagerð á svæðinu og einnig kalla á betri almenningssamgöngur. í svæð- isskipulaginu þarf einnig að taka til- lit til aukinnar umhverflsvitundar og alþjóðavæðingar í atvinnuþróun. Við mat á þeim átta tillögum að svæðisskipulagi sem valið verður úr, verður skoðað hversu vel þær taka tillit til framangreindra þátta. Þær verða skoðaðar með tengsl byggðar og náttúru í huga, einnig verður hug- að að hnattrænum og staðbundnum mengunaráhrifum, áhrifum nýrra samgönguleiða á náttúruna, jafn- vægi íbúðabyggðar og vinnustaða, möguleikum á almenningssamgöng- um, kostnaði við samgöngukerfíð og þróunarmöguleikum atvinnulífsins. Niðurskurður bitni ekki ein- göngu á höfuðborgarsvæðinu A aðalfundinum var einnig rætt um fjármál sveitarfélaganna og voru þrjár ályktanir sem tengjast því efni samþykktar einróma. Sú fyrsta fjall- ar um fyrirhugaðan niðurskurð op- inberra útgjalda vegna þenslu. Þar er varað við þeim hugmyndum að láta niðurskurð í framkvæmdum hins opinbera vegna þenslu á mark- aðnum bitna eingöngu á höfuðborg- arsvæðinu. Bent er á að margar framkvæmdir við stofnbrautir á svæðinu séu vegna öryggis vegfar- enda og að bætt umferðarmannvirki hafi dregið úr slysum í umferðinni, þannig að jafnframt því að vera þjóðhagslega hagkvæm hafi þau um- ferðarmannvirki sem reist hafi verið í raun dregið úr útgjöldum samfé- lagsins, með því að skapa aukið um- ferðaröryggi. Einnig er tekið fram að ákvarðanir löggjafans hafi þrýst mjög á framkvæmdahraða sveitarfé- laganna í uppbyggingu grunnskóla og í frárennslismálum án tillits til þess framkvæmdahraða sem sveit- arfélögin hafi sjálf treyst sér til. Þensla sem hljótist af þessum fram- kvæmdum sé því aðallega á ábyrgð stjórnvalda. Önnur ályktunin fjallar um tekjustofna sveitarfélaga. Þar er lögð áhersla á að sveitarfélögum verði bætt, þegar frá næstu ára- mótum, sú skerðing sem orðið hafi á tekjustofnum þeirra vegna marg- víslegra skattkerfisbreytinga, en þessi skerðing nemi nú árlega um tveimur milljörðum króna. Hvatt er til þess að í þeirri heildarendur- skoðun á tekjustofnum sveitarfé- laga sem nú standi yfir verði fjár- hagslegt sjálfsforræði sveitarfélaga tryggt. Sveitarfélögum verði enn- fremur tryggðar nægar tekjur til að standa undir lögboðnum verk- efnum sínum og kostnaði vegna sí- aukinnar þjónustu, einkum á sviði félags- og umhverfismála. Jafn- framt er hvatt til þess að við endur- skoðun laga um tekjustofna sveitar- félaga verði úthlutunarreglur Jöfn- unarsjóðs teknar til endurskoðun- ar, einkanlega með tilliti til hlut- deildar sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu í jöfnunarframlögum vegna grunnskólakostnaðar og vegna aukinna krafna á sviði félags og umhverfismála. Þriðja ályktunin fjallai- um við- ræður við ríkisvaldið vegna búferla- flutninga. Þar er samþykkt að ný- kjörin stjórn samtakanna taki upp beinar viðræður við ríkisvaldið um þann mikla kostnað sem sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu standi frammi fyrir, verði búferlaflutningur fólks af landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins svipaður og verið hefur. Starfsmenn fræðslu- skrifstofa fá ekki biðlaun HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest héraðsdóma í máli tveggja fyrrverandi starfsmanna fræðsluskrifstofa og hafnað kröfum þeirra um biðlaun frá ríkinu. Stöður þeirra voru lagð- ar niður samhliða því að ný lög um grunnskóla tóku gildi 1. ágúst 1996. Báðir mennirnir tóku við nýju starfi hjá skóla- skrifstofum viðkomandi sveitar- félaga og fengu þar hærri laun en þeir höfðu þegið hjá fræðslu- skrifstofunum. Hæstiréttur sagði þá því ekki uppfylla skil- yrði til biðlauna. I dómi Hæstaréttar kemur fram, að ekki verði talið að sú breyting á rétti til biðlauna- gi-eiðslna sem leiddi af lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að réttur til biðlaunagreiðslna réðist af launamismun eldra og nýs starfs, án tillits til þess hvort það væri hjá ríki eða öðr- um aðila, brjóti gegn mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, eins og haldið var fram í málun- um. „Getur breytingin hvorki talist ómálefnaleg né ósann- gjörn. Hún náði og jafnt til allra ríkisstarfsmanna, sem eins stóð á um, og verður ekki talin brot á jafnræðisreglu," segir í dómi Hæstaréttar. Samkvæmt breytingum á lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna falla greiðslur á biðlaunatíma niður ef viðkomandi starfsmaður tek- ur við starfi í þjónustu ríkisins eða annars aðila áður en bið- launatíminn er liðinn, ef nýja starfinu fylgja jöfn eða hærri laun, en ef laun eru lægri skal greiða honum mismuninn til loka tímabilsins. Margir skipta um lögheimili FYRSTU níu mánuði ársins skráði þjóðskrá 46.445 breyt- ingar á lögheimili manna hér- lendis. 25.666 fluttust innan sama sveitarfélags, 14.725 milli sveitarfélaga, 3.551 til landsins og 2.503 frá því. 2.051 fleiri fluttust til höfuðborgarsvæðis- ins en frá því. Mestu munar á Norðurlandi eystra, þar sem brottfluttir eru 366 fleiri en aðfluttir. Frá ísa- fjarðarbæ fluttust 147 umfram aðflutta. Ibúum Reykjavíkur og Kópavogs fjölgaði hins vegai’ mest; fjölgunin var 763 í Reykjavík en 754 í Kópavogi. Rannsókn á ofvirkum börnum og svefntruflunum Svefninn ekki vanda- málið hjá börnunum NIÐURSTAÐA íslenskrar rann- sóknar á ofvirkum börnum og svefntruflunum bendir til að svefn ofvirkra barna sé ekki frábrugð- inn svefni heilbrigðra jafnaldra þeirra. Rannsóknin náði til 45 barna á aldrinum 6-12 ára sem athuguð voru á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Kynjahlutfall í könnuninni voru fimm drengir á móti hverri stúlku og voru flest börnin komin með andstöðuhegðun og sýndu sum þeirra þunglyndis- og kvíðamerki. Niðurstöður staðfestu mikinn mun á einkennum oívirkra barna og heilbrigðs samanburðarhóps, en ástæður þess mismunar er þó ekki að finna í svefni bamanna sem sum- ir sérfræðingar hafa haldið fram að sé ástæða athyglisbrests barnanna. Svefn ofvirku barnanna mældist ekki frábrugðinn svefni heilbrigðra jafnaldra þeirra og er það í mótsögn við mat foreldra sem segja þau sofa verr. Rannsóknin sýndi fram á að yngstu börnin (6-7 ára) fara fyrr að sofa en samanburðarhópurinn og vakna líka fyrr og segir Björg Þor- leifsdóttir lífeðlisfræðingur að ástæða þessa kunni að vera stýring foreldra. Þá fannst marktækur munur á mældri dagsyfju elsta hópsins (10-12 ára) sem sofnaði líka oftar yfir daginn en samanburðar- hópurinn, þrátt fyrir sambærilegan nætursvefn. Þessi tilhneiging til dagsyfju fannst einnig hjá yngri börnunum. Erfiðleikar í kjölfar ofvirkninnar Um 3-5% skólabarna eiga við at- hyglisbrest með ofvirkni og mis- þroska að stríða og hefur það víð- tæk áhrif á daglegt líf þeirra, nám og félagslega aðlögun. Vandi þess- ara bama getur varað langt fram á fullorðinsár fái þau og fjölskylda þeirra ekki viðeigandi meðferð strax á unga aldri. Um 160 börn greinast ofvirk í hverjum árgangi Morgunblaðið/Kristinn Björg Þorleifsdóttir lífeðlisfræðingur, Matthías Kristiansen, formaður Félags misþroska barna, og Ólafur Ó. Guðmundsson, barna- og ungl- ingageðlæknir, kynna fjöliniðlum rannsóknina. og á hluti þeirra við mikla erfiðleika eins og þunglyndi og kvíða að stríða. í fyrra komu 112 börn sem greind voru ofvirk á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, en í ár er útlit fyrir að þau verði 140 að því er fram kom í máli Olafs Ó. Guðmundssonar, barna- og ung- lingageðlæknis á Landspítalanum. Rannóknin á ofvirkum börnum og svefntruflunum verður kynnt á morgun á Norræna ráðstefnu um athyglisbrest með ofvirkni og mis- þroska sem haldin er á Hótel Loft- leiðum og lýkur á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.