Morgunblaðið - 13.10.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 19
AKUREYRI
Félag aðstandenda lang’-
veikra barna stofnað
STOFNFUNDUR félags aðstand-
enda langveikra barna á Akureyri
og nágrenni verður haldinn í Lóni
við Hrísalund í kvöld, miðvikudag,
kl. 20.30.
I íréttatilkynningu frá undirbún-
ingshópi, kemur fram að oft sé mik-
ið skilningsleysi gagnvart langveik-
um bömum og aðstandenum þeirra
meðal almennings. Einnig verði
systkini þessara bama oft svolítið
útundan og er meiningin að þau hitt-
ist svo þau viti að það em fleiri böm
með svipuð vandamál og áhyggjur.
Einnig kemur fram að fólk velti
því fyrir sér hvort barnið þeirra
flokkist undir að vera langveikt.
Langveik börn eru t.d. með syk-
ursýki, hjartagalla, astma,
tourette, exem, ofvirkni, vatns-
höfuð eða flogaveiki, barn sem
þarf stöðuga umönnun og læknis-
hjálp.
Hugmyndin er að félagsmenn
hittist reglulega, ræði málin og
verði einstaka sinnum með fyrir-
lesara á fundum. Þá er vonast til
að félagsmenn geti aðstoðað
hvern annan, t.d. varðandi rétt til
bóta og miðlað upplýsingum, enda
geti það oft verið snúið að fá rétt-
ar upplýsingar á réttum stað.
Félagið á Akureyri verður aðili
að Umhyggju, félagi langveikra
barna í Reykjavík. Esther Sigurð-
ardóttir framkvæmdastjóri Um-
hyggju setur fundinn í kvöld en
einnig munu fulltráar frá Trygg-
ingastofnun ríkisins sitja fundinn
og svara fyrirspurnum. Allir
áhugasamir eru hvattir til að
mæta.
NÝTT - NÝTT
Þrívíðar klippimyndir
3-D Decoupage
Námskeið verður haldið í Reykjavík 21.-26. október.
Kenni kanadísku aðferðina.
Upplýsingar og innritun í síma 462 6006
eða emmhand@mmedia.is
Margrét Júlíusdóttir,
Emm handverk,
Akureyri.
Kem hvert á land sem er með námskeið
Tónleikar í
Dal víkur kir kj u
JÓHANN Smári Sævarsson bassa-
söngvari og Helga Bryndís Magn-
úsdóttir píanóleikari halda tónleika
í Dalvíkurkirkju annað kvöld,
fimmtudagskvöldið 14. október og
hefjast þeir kl. 21.
Efnisskráin er fjölbreytt, bæði ís-
lensk og erlend sönglög en þau
fluttu þessa sömu efnisskrá á tón-
leikum í Salnum í Kópavogi síðast-
liðið vor og hlutu þá lofsamlegar
viðtökur gagnrýnenda og áheyr-
enda.
Jóhann Smári hefur haslað sér
völl erlendis og var að námi loknu á
föstum samningi við Kölnaróperuna
þar til hann fluttist til Akureyrar á
síðasta ári og stýrir nú söngdeild
Tónlistarskólans þar en tekur
einnig að sér gestahlutverk við óp-
erur erlendis. Helga Bryndís býr í
Svarfaðardal og kemur reglulega
fram á tónleikum heima og í útlönd-
um.
Þau munu einnig flytja tónleik-
ana í Ytri-Njarðvíkurkirkju í
Reykjanesbæ á laugardag, 16. októ-
ber kl. 16 og á sal Tónlistarskólans
á Akureyri mánudagskvöldið 18.
október kl. 20.30.
Laugovegi 40,
sími 561 0075.
BARTON
asfkassar
og skúffur
Bjóðum margar staerðir og gerðir af
plastkössum. Hægt að stafla upp,
hengja á vegg eða setja í hillur.
íæUMBOÐS- OC HEILDVERSLUN m —
iraumurshf
Verslun okkar í Kringlunni hefur
tekið gagngerum breytingum.
Komdu í heimsókn og skoðaðu nýju
vörurnar í stærri og betri verslun.
habitat Heima er best.
Opiö um helgar: laugard. 10-18 og sunnud. 13-17.
SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300