Morgunblaðið - 13.10.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mandelson ræðir við leiðtoga norður-írsku flokkanna
Vong-óður um að geta
bundið enda á þráteflið
Belfast, London. Reuters, AFP, The Daily Telegraph.
PETER Mandelson, nýskipað-
ur Norður-írlandsmálaráð-
herra bresku stjórnarinnar,
hélt til Belfast í gær til að ræða
við stjómmálaleiðtoga mót-
mælenda og kaþólikka á Norð-
ur-írlandi og freista þess að
koma friðarviðræðunum á
skrið að nýju.
Mandelson lofaði að byggja
upp traust milli leiðtoga norð-
ur-írsku flokkanna eftir að
hann tók við þessu erfiða ráð-
herraembætti af Mo Mowlam
þegar Tony Blair forsætisráð-
herra stokkaði upp í stjóminni
í fyrradag.
Nýi ráðherrann ræddi fyrst
við David Trimble, leiðtoga
UUP, stærsta flokks mótmæl-
enda, sem hafði sakað Mowlam
um að draga taum kaþólikka í
friðarviðræðunum og lagt til að
Mandelson tæki við ráðhema-
embættinu. Trimble fagnaði
ákvörðun Blairs en kvaðst ekki
líta á hana sem persónulegan
sigur.
Trimble sagði að fundur sinn
með Mandelsons hefði verið
mjög gagnlegur. Breski ráðherrann
ræddi síðar við nokkra af forystu-
mönnum Sinn Féin, stjórnmálaflokks
írska lýðveldishersins (IRA). Gerry
Adams, leiðtogi Sinn Féin, sat ekki
fundinn þar sem hann var staddur í
Dublin, en Martin McGuiness, aðal-
samningamaður flokksins, sagði að
fundurinn hefði verið „góður“ og
„áhugaverður".
Mandelson kvaðst vongóður um að
hægt yrði að binda enda á þráteflið í
friðarviðræðunum. UUP hefur neitað
herraembætti aðeins tíu mán-
uðum eftir að hann hrökklaðist
úr embætti viðskiptaráðherra
vegna fjármálahneykslis.
John Prescott aðstoðarfor-
sætisráðherra og Gordon
Brown fjármálaráðherra létu í
ljósi efasemdir um að rétt
hefði verið að skipa Mandelson
í stjómina en Blair var tilbúinn
að taka þá áhættu að valda
titringi innan Verkamanna-
flokksins.
William Hague, leiðtogi
breska Ihaldsflokksins, sagði
að sú ákvörðun Blairs að skipa
Mandelson í stjórnina tæpu ári
eftir að hann hrökklaðist úr
henni væri til marks um
„stórfurðulegan hroka“. „Hann
sagði af sér með skömm og
hafi það verið rétt af honum að
segja af sér þá tel ég rangt að
skipa hann aftur í stjómina
núna án þess að hann hafl tek-
ið þátt í kosningum. Þegar ráð-
herrar sögðu af sér við erfiðar
aðstæður í stjórn íhaldsflokks-
ins vora þeir aldrei skipaðir
aftur nema þeir hefðu fengið
dóm kjósenda og þannig verður það í
framtíðinni þegar íhaldsmenn verða
við völd.“
Mandelson kvaðst hins vegar telja
að hann hefði fengið hæfllega refs-
ingu fyrir að þiggja lán til húsnæðis-
kaupa af öðmm ráðherra, sem sætti
rannsókn í ráðuneyti Mandelsons á
þessum tíma vegna ásakana um
óeðlilega viðskiptahætti. „Eg fékk
þunga refsingu. Eg er fullviss um að
það var hið rétta á þessum tíma. Mér
finnst að það hafi hreinsað mig.“
Peter Mandelson, N-frlandsmálaráðherra
bresku ríkisstjórnarinnar, hlýðir á ávarp Mo
Mowlam, fyrirrennara hans í starfí, fyrir ut-
an Stormont-kastala í Belfast í gær.
að eiga aðild að stjóm með Sinn Féin
nema IRA hefji strax afvopnun en
leiðtogar Sinn Féin segja að slíkt
skilyrði sé ekki í friðarsamningnum,
sem kenndur er við föstudaginn
langa.
Hagne sakar Blair um „hroka“
Skipun Mandelsons mæltist vel
fyrir á Norður-írlandi en breskir
fjölmiðlar sögðu að Blair hefði tekið
talsverða áhættu með því að skipa
vin sinn í svo mikilvægt og erfitt ráð-
Reykingar aukast verulega í Kína
Reykingafólk illa upplýst
The Daily Telegraph.
REYKINGAR hafa aukist veru-
lega í Kína, en þar era flestir afar
illa upplýstir um hættuna sem
þeim fylgir. Kemur þetta fram í
viðamikilli rannsókn, sem banda-
rískir og kínverskir vísindamenn
stóðu að í sameiningu.
Yfir 300 milljónir Kínverja
reykja daglega og besta leiðin til
að hefja samræður við ókunna
manneskju er að bjóða henni síg-
arettu. Hins vegar höfðu aðeins
36% aðspurðra reykingamanna
hugmynd um að reykingar geta
valdið lungnakrabbameini og ein-
ungis 4% vissu að þær geta valdið
hjartasjúkdómum. I niðurstöðum
rannsóknarinnar kemur einnig
fram að Kínverjar byrja æ yngri
að reykja og þeir sem það gera nú
þegar reykja sífellt meira.
Alþjóðleg tóbaksfyrirtæki sækja
fast inn á kínverska markaðinn,
enda hafa þau orðið illa úti vegna
fjölda lögsókna og áróðurs gegn
reykingum á Vesturlöndum. Vís-
indamennirnir búast við því að
stórfyrirtækin muni einkum beina
sjónum sínum að konum og ung-
lingum, enda reykja tveir þriðju
kínverskra karlmanna nú þegar. I
Kína gilda engar reglur um lág-
marksaldur þeirra sem kaupa síg-
arettur.
Vísindamennirnir benda á að
jafnvel þó kínversk stjórnvöld hafi
fjármagnað herferðir gegn reyk-
ingum sé við ramman reip að
draga, enda fái héraðsstjómir oft
gífurlega fjármuni í mútur og
skatta frá tóbaksframleiðendum á
svæðinu.
I
Mogens Glistrup veldur uppnámi innan
Framfaraflokksins
Þingmenn
flokksins segja
sig úr honum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö.
I fyrsta sinn í danskri sögu hafa
allir þingmenn eins flokks sagt sig
úr honum. Það gerðist í gær er
þingmenn Framfaraflokksins sögðu
sig úr flokknum í mótmælaskyni við
ummæli Mogens Glistraps um inn-
flytjendur. Glistrap, sem á sínum
tfma stofnaði danska Framfara-
flokkinn, var fyrir rúmum hálfum
mánuði aftur tekinn í flokkinn eftir
níu ára útilokun. Hann var þó vart
kominn inn aftur er hann hafði uppi
gífuryrði um innflytjendur og þing-
flokkurinn krafðist þess, að Glistrap
yrði rekinn. Þegar það var ekki gert
kvöddu þingmennimir flokkinn.
Glistrap virðist því hafa sigrað og
segir að eina framtíðarvon flokksins
sé að kjósa sig sem formann.
Þegar lögfræðingurinn og skatta-
sérfræðingurinn Mogens Glistrup
kom fram í sjónvarpinu 1972 og
sýndi löndum sínum skattseðilinn
sinn með háum tekjum og engum
skatti vakti það gífurlega athygli og
upp úr því spratt stjómmálahreyf-
ing gegn háskattastefnu og
skrifræði. Glistrap stofnaði Fram-
faraflokkinn 1972, sem árið eftir
vann mikinn sigur í þingkosningum
og Glistrap komst á þing.
í þriggja ára fangelsi
Hann var hins vegar fljótlega
ákærður fyrir skattsvik og var á
endanum dæmdur í Hæstarétti
1983 í þriggja ára fangelsi og bætur
upp á eina milljón danskra króna.
Meðan á málaferlunum stóð var
hann áfram umsvifamikill og litrík-
ur þingmaður en missti tökin á lög-
fræðistarfinu þar sem hann hafði
notið mikillar virðingar sem af-
burðasnjall lögfræðingur.
Eftir Hæstaréttardóminn var
hann sviptur þingsætinu og fyrir
níu áram var hann einnig reldnn úr
flokknum. Fleiri málaferli fylgdu og
dómar en Glistrap hefur alla tíð
haldið því fram að málaferlin hafi
verið hefndarráðstöfun af hálfu hins
opinbera. Glistrap varð gjaldþrota í
sviptingunum við ríkið en býr í
svokölluðum heiðursbústað, sem
Framfaraflokkurinn sér honum fyr-
ir.
Barist gegn innflytjendum
Það hefur verið hljótt um Glistr-
up undanfarin ár. Hann reyndi
sjálfstætt framboð en haði ekki er-
indi sem erfiði. Framfaraflokkurinn
hefur einnig átt í erfiðleikum.
Flokkurinn sprakk 1995, þegar hinn
skeleggi leiðtogi, Pia Kjærsgaard,
stofnaði Danska þjóðarflokkinn. Er
hann nú mun öflugri en Framfara- ■
flokkurinn, með þrettán þingmenn f
af 175, en Framfaraflokkurinn hafði
þar til í gær fjóra þingmenn. Þegar
flokkurinn bauð fyrst fram fékk
hann 15,9 prósent atkvæða og 28
menn kjöma, sem var algjör jarð-
skjálfti í dönskum stjómmálum.
Flokkurinn, sem aðallega var
byggður á skattamótmælum í byrj-
un, hefur undanfarin ár orðið æ lík-
ari öfgasinnuðum hægriflokkum
víða í Evrópu og lagt áherslu á að I
vara landa sína við innflytjendum.
Boðskapur flokkanna beggja á þó
takmarkaðan hljómgrann í Dan-
mörku. Það vora því margir Danir,
sem ekki trúðu sínum eigin eyrum,
þegar Glistrup notaði sér athyglina
og endurkomu sína til að koma með
stóryrt ummæli um innflytjendur.
Fangabúðir og mansal
Glistrap sagði, að reka ætti alla
innflytjendur úr landi og þeir sem f
færu ekki innan þriggja mánaða ■
yrðu settir í fangabúðir. Stúlkumar
væri svo hægt að selja, til dæmis til
Paragvæ. Það era þessi ummæli,
sem Kirsten Jacobsen kallaði
„ógeðsleg“ og í sama streng hafa
margir aðrir tekið. Fjöldi manns
hefur þegar kært ummælin.
Ummælin vöktu á ný upp raddir
um að Glistrap yrði rekinn úr
flokknum og þingflokkurinn og leið-
andi öfl í flokknum fóru fram á það.
17 af 27 miðstjórnarmönnum voru
þó á móti því og við því bragðust
þingmennirnir með úrsögn. Ymsir
aðrir leiðandi flokksmenn og bæjai’-
stjómarmenn hafa einnig sagt af
sér en engar ráðagerðir era um að
stofna nýjan flokk.
Sjálfur sagði Glistrap í gær að
flokkurinn ætti enga framtíð án
hans og nú væri réttast að hann
tæki við flokksforystunni. Hann er
þó ekki orðinn neitt varkárari í tali,
því um helgina sagði hann í viðtali
við Berlingske Tidende að annað-
hvort væri væra menn með kyn-
þáttafordóma eða þeir væra föður-
landssvikarar.
Egypti fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði
Tveir Hollendingar fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði
Myndaði dans
frumeindanna
Rannsóknir á horn-
steinum efnisheimsins
Stokkhólmi. AP, Reuters.
AHMED H. Zewail, eg-
ypskur vísindamaður
við Tækniháskólann í
Kalifomíu, fær Nóbels-
verðlaunin í efnaíræði
en honum hefur tekist
að hanna og smíða kvik-
mynda- eða upptökuvél,
sem sýnir hreyfingu
frameindanna meðan á
efnahvörfum stendur.
I yfirlýsingu sænsku
vísindaakademíunnar
segir, að Zewail fái
verðlaunin fyrir rann-
sóknir sínar á grund-
vallaratriðum efna-
hvarfa en honum tókst
að fylgjast með þeim
með því að nota leysisleiftur, sem
vora á sama tímakvarða og sjálf
efnahvörfin. „Vegna framlags
Zewails getum við nú fylgst með
dansi frameindanna við
efnahvörf,“ sagði Bengt
Norden prófessor, sem
sæti á í sænsku vísinda-
akademíunni.
Rannsóknir Zewails
seint á síðasta áratug
leiddu af sér svokallaða
„femto-efnafræði“ en
hún byggist á notkun
ofurhraðvirkra mynda-
véla, sem fylgst geta
með efnahvörfum, sem
verða á femto-sekúndu
eða 0,000000000000001
úr sekúndu. Það er
sama hlutfall af sek-
úndu og sekúndan er af
32 milljónum ára.
„Við eram komin á leiðarenda.
Engin efnahvörf verða á skemmri
tíma,“ sagði í tilkynningu vísinda-
akademíunnar.
Ahmed H. Zewail
Stokkhólmi. AP, Reuters.
TVEIR hollenskir vísinda-
menn, Gerardus ‘t Hooft og
Martinus J.G. Veltman, fá
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði
á þessu ári fyrir rannsóknir
sínar og kenningar um bygg-
ingu og hreyfingu öreinda.
I tilkynningu frá Konung-
legu, sænsku vísindaakadem-
íunni sagði, að þeir ‘t Hooft
og Veltman hefðu komið „ör-
eindafræðinni á traustari
stærðfræðigrann en áður“ en
þetta er í fimmta sinn, sem
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði
era veitt fyrir rannsóknir á
öreindum.
Skammtakenningin um
veika víxlverkun
,Alveg sérstaklega hafa þeir sýnt
fram á hvernig unnt er að nota kenn-
inguna til nákvæmra útreikninga á
stofum, í svokölluðum hröðul-
um, í Evrópu og Bandaríkj-
unum.
Veltman og t’ Hooft fengu
verðlaunin fyrir íramlag sitt
til skammtakenningarinnar
um veiku víxlverkunina og
rafsegulfræði en útreikning-
ar þeirra eru notaðir til að
segja fyrir um og staðfesta
tilvist og hegðun öreinda.
Skiptu þessir útreikningar
sköpum þegar reiknaður var
út massi toppkvarkans en til-
vist hans var staðfest í fyrsta
sinn 1995.
Veltman er prófessor við
Michigan-háskóla og fyrrver-
andi prófessor við háskólann
í Utrecht en ‘t Hooft hefur
verið prófessor við Utrecht-háskóla
frá 1977. Samstarf þeirra hófst árið
1969.
Hollensku Nóbelsverðlaunahafamir Gerardus
‘t Hooft, til vinstri, og Martinus Veltman.
eðlisfræðilegum stærðum,“ segir í
tilkynningunni en niðurstöður þeirra
hafa verið sannreyndar í rannsókna-