Morgunblaðið - 13.10.1999, Side 33

Morgunblaðið - 13.10.1999, Side 33
32 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 33 SHtfjQtuiliftiftife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Ár^akur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Ha{lgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÚTÍMAMYND ÞRÆLAHALDS BISKUP íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, ræddi í ræðu sinni við setningu 31. kirkjuþings þá vá, sem steðjaði að þjóðfélaginu í formi fíkniefna og kláms og kvað hnattvæðinguna hafa breytt heiminum. Netvæðing- in hefði rofið flesta þá múra, sem áður hefðu verið ókleif- ir. Hann kvað klámvæðinguna vaða yfir allt með allri sinni viðurstyggð og hann þakkaði fyrir hönd kirkjunnar þeim konum, sem vakið hefðu umræðuna um þennan vanda og hvatti fólk til að láta rödd sína heyrast „lífinu til varnar“. Aðallega voru það tvær konur, sem ræddu þennan vanda á nýafstaðinni ráðstefnu um konur og lýðræði við dagsbrún nýrrar aldar. Það voru þær Hillary Rodham Clinton og dr. Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands. Hin síðarnefnda sagði m.a.: „Eystrasaltsríkin þrjú hafa ákafan vilja til að öðlast hlutdeild í því kerfi frjálsra viðskipta með vörur og þjón- ustu sem hefur stuðlað að velferð þjóða á Norðurlöndum og í öðrum lýðræðisríkjum. Mikill ávinningur fælist í því fyrir löndin þrjú ef unnt væri að bæta aðgang þeirra að vestrænum mörkuðum og ef eftirspurn eftir framleiðslu- vörum þeirra færi vaxandi. Þetta á hins vegar ekki við um kynlífs- og klámvarning. Vaxandi eftirspurn eftir þess konar vörum og þjónustu hefur skapað alþjóðlega verslun með lifandi manneskjur sem er bæði skaðleg og niðurlægjandi. Eftirspurnin nær ekki einungis til fullorð- inna kvenna, heldur einnig til barna af báðum kynjum frá öllum löndum Austur-Evrópu. Of oft hefur fórnar- lömbunum verið kennt um þetta ástand. Ríkjum heims ber skylda til að taka höndum saman um að verja konur og börn fyrir kynferðislegri misnotkun.“ Forsetafrú Bandaríkjanna sagði í lokaræðu sinni á ráðstefnunni: „Við erum að vinna að því að stöðva flutn- ing á konum og stúlkum, því að hvað þýðir afstæð póli- tísk hugmynd, sem kölluð er lýðræði, þegar ein milljón stúlkna, sem hefur verið lokkuð að heiman með loforðum um störf og öryggi, vaknar þess í stað í martröð, hefur verið smyglað eins og eiturlyfjum yfir landamæri og seld í vændi? Ég veit að sum þeirra landa og óháðra félagasamtaka, sem hér eru, hafa skuldbundið sig til að gera allt í sínu valdi til að stöðva þennan harmleik. Engin ríkisstjórn og enginn borgari ætti að unna sér hvíldar fyrr en við stöðv- um þessa nútímamynd þrælahalds, veitum fórnar- lömbunum vernd og lögsækjum þá sem eru ábyrgir.“ Ummæli þessara tveggja kvenna og biskupsins ættu að vekja okkur til umhugsunar um þróun þessara mála hér á landi. Angi af þessari starfsemi hefur teygt sig hingað til lands og verður stöðugt umfangsmeiri að því er virðist. Það er tímabært, að stjórnvöld kanni alvar- lega, hvort ekki sé hægt að finna leiðir til þess að snúa þessari uggvænlegu þróun við. HVATNING RÁÐSTEFNAN um konur og lýðræði, sem fram fór í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi, á vafalaust eftir að eiga sér einhvern eftirmála hér á landi. Fjallað var um fjölmörg mál sem snerta beinlínis stöðu íslenskra kvenna og jafnréttismál almennt. Ekki er ólíklegt að sú umfjöll- un eigi eftir að skila sér inn í íslenska umræðu um stöðu kvenna og jafnrétti. Þótt ítrekað hafi verið vitnað í Island á ráðstefnunni og önnur Norðurlönd sem fyrirmyndir um sterka stöðu kvenna þá er enn langt í land eins og við vitum. Yfirskrift ráðstefnunnar skírskotar til þess að ekki verður komið á fullt og raunverulegt lýðræði fyrr en konur hafa jafna stöðu á við karlmenn. Hér á landi er slík jafnstaða ekki til staðar eins og sannast af launamun, fáum konum í valdaembættum opinberrar stjórnsýslu og í atvinnulíf- inu, svo fáein dæmi séu nefnd. Þessu þarf að breyta. Krafturinn sem einkenndi málflutning margra þeirra kvenna sem tóku til máls á ráðstefnunni, ekki síst hinna austur-evrópsku, hlýtur að orka sterkt á okkur. Hann hlýtur að verða okkur hvatning til frekari umræðu og úr- bóta hér á landi. Hópur einstaklinga vinnur að mótun framtíðarsýnar fyrir Fjarðabyggð Morgunblaðið/Helgi Bjamason Davíð Baldursson prófastur á Eskifirði hafði frumkvæðið að vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir Fjarðabyggð. Þurfum að iðn- samfélagið Hópur einstaklinga undir forystu prófasts- ins á Eskifírði hefur unnið að mótun fram- tíðarsýnar fyrir Fjarðabyggð. Séra Davíð Baldursson legg- ur á það áherslu að unga fólkið fái tækifæri til að snúa heim að námi loknu. Segir hann Helga Bjarnasyni að það gerist ekki nema fallvötnin séu virkjuð og samfélagið iðnvætt. —?--------------------- Alver sé eina raunhæfa hugmyndin sem uppi sé um nýtingu orkunn- ar en fleiri tækifæri fylgi í kjölfarið. SAMEININGIN er hvatinn. Þetta eru þrír staðir, að vísu um margt líkir en hver með sína stjórnunarhefð sem upp- rætist dálítið þegar stjórnunin fer á einn stað. Það skapast ákveðið tóma- rúm, fólk er ekki visst hvað tekur við og hvernig málin þróast,“ segir séra Davíð Baldursson á Eskifirði, prófast- ur Austfirðinga. Hann er í forsvari vinnuhóps nokkurra einstaklinga í Neskaupstað, á Eskifírði og Reyðar- fírði, um mótun framtíðarsýnar fyrir Fjarðabyggð. Hluti fólksins byrjaði að hittast yfir kaffíbolla í fyrravegur, að frumkvæði séra Davíðs, og fljótlega var ákveðið að mynda formlegan vinnuhóp sem tók til starfa í mars. Auk Davíðs Bald- urssonar skipa starfshópinn þau Björ- gólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Síldamnnslunnar hf. í Neskaupstað, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri, Helga Steinsson skólameistari Verk- menntaskóla Austurlands í Neskaup- stað, Hreinn Sigmarsson forstöðu- maður skrifstofu Kaupþings hf. á Reyðarfirði, Jóhannes Pálsson fram- kvæmdastjóri Hönnunar og ráðgjafar hf. á Reyðarfirði og Kristján Einars- son á Eskifirði, svæðisstjóri Lands- banka Islands. „Þetta eru stjórnend- ur, allt vel menntað fólk, með mikla reynslu og yfirsýn og eru í nánum tengslum við líf fólksins í þessum litlu samfélögum,“ segir Davíð. Auðga sjálfsmynd unga fólksins Starfshópurinn hefur rætt það hvernig unnt sé að efla samkeppnis- hæfni Fjarðabyggðar og gera sveitar- félagið að áhugaverðum kosti fyrir nú- verandi og komandi kynslóðir. Þessu hefur hópurinn viljað svara með því að skapa sveitarfélaginu framtíðarsýn sem síðan verði unnið markvisst að því að ná. „Við erum að reyna að sjá fyrir okkur hvernig æskileg þró- un hér gæti orðið og jafnvel á fleiri stöðum á Mið-Aust> urlandi, til hagsbóta fyrir staðina og landshlutann í heild,“ segir Davíð Bald- ursson. Markmið starfsins er að efla bjartsýni og trú á stöð- unum og lífinu í þeim, einkum meðal yngra fólks. „Það vantar stundum á að við séum meðvituð um það hvað við höfum í hendi. Við viljum vekja at- hygli fólks á því hverju við höfum hér af að státa og hvernig þróun við viljum sjá næstu tíu árin. Þetta er ný aðferð við að beisla þá reynslu og þekkingu sem fyrir er og veita henni í ákveðinn farveg til að auka bjartsýni og hvetja til aðgerða. Vonandi verður þetta til að auðga sjálfsmynd fólks, ekki síst upprennandi æsku.“ I þessum tilgangi hefur hópurinn unnið að því að greina þá þætti sem taldir eru mikilvægastir, kryfja samfé- lagið, eins og Davíð orðar það. Nefnir væða hann fyrst lífsgildi, það er að segja hvernig sé að búa á þessum stöðum, og síðan hvemig unnt sé að vefa í kringum það atvinnuuppbyggingu, bættar samgöngur og aukna menntun og menningu. Iðnvæða samfélagið „Við teljum mikilvægt að geta boðið upprennandi kynslóðum upp á verðug tækifæri sem samrýmast menntun þeirra. Við sjáum hvernig menntun- inni er stýrt í ákveðinn farveg, iðnað- aruppbyggingu fyrst og fremst. Við þurfum því að tryggja atvinnu á því sviði, iðnvæða þessi samfélög. Það hefði raunar þurft að gerast fyrir löngu en hingað til hefur iðnaðarupp- byggingin svo til eingöngu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og næsta ná- grenni þess. Stjórnvöld hafa brugðist með því að veita íbúum landsbyggðar- innar ekki sömu tækifæri,“ segir Da- víð. Hann segir að atvinna hafi stöðugt minnkað í höfuðatvinnuvegum lands- byggðarinnar, sjávarútvegi og land- búnaði, en annað hafi ekki fyllt í skörðin. „Ekki má skilja orð mín svo að allt sé hér á hverfanda hveli. Það er margt gott að gerast, mörg fyrirtæki eru að gera góða hluti og mikið af reyndu og vel menntuðu fólki starf- andi. Eg vil virkja þetta fólk. Með því að nýta það ekki er verið að eyðileggja augljós verðmæti.“ Virkjun er undirstaðan Spurður að því hvort virkjun í Fljótsdal og álver í Reyðarfirði falli að framtíð- arsýn hópsins segir Davíð að svo sé, að mörgu leyti. „Fólk er búið að bíða eftir virkjun og stóriðju í 25 ár og er orðið langþreytt. Það þarf að fá skýr skilaboð um það hvort stjórnvöld ætli að standa að þessum framkvæmdum eða ekki. Virkjun fæli í sér skilaboð frá stjórnvöldum um að þessi lands- fjórðungur yrði þátttakandi til jafns við aðra í iðnaðaruppbyggingu í land- inu. Ef ekki þá er verið að gera því skóna að þessi byggðarlög séu ekki á vetur setjandi." Davíð leggur á það áherslu að virkj- un sé undirstaða iðnaðaruppbygging- ar á Austurlandi. Sjálfur segist hann ekki vera sérstakur álversaðdáandi. „Það er hins vegar eina ákveðna tillag- an sem liggur fyrir, ég hef ekki orðið var við aðrar raunhæfar tillögur. Sjálfur hefði ég viljað að Islendingar hættu bensín- og olíubrennslu bíla og fiskiskipa og að hér yrði byggð vetnis- verksmiðja. Það yrði ögrandi verkefni sem gaman væri að vinna að. En ekki er pólitískur grundvöllur fyrir því, fólkið vill ekki minnka notkun á bens- íni og olíu, eins og sést á miklum inn- flutningi fólksbíla." Davíð er úr Keflavík en hefur verið prestur á Eskifirði og Reyðarfirði í 22 ár, eða frá því hann lauk háskólanámi. Hann segir að allan þann tíma hafi verið talað um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu. „Ég skil fólkið vel, það er ekki hægt að bíða endalaust.“ „Raforkuna er unnt að nota til að knýja álver, en hún nýtist einnig til annarrar iðnaðaruppbyggingar," segir Davíð þegar hann er spurður um aðra möguleika til atvinnuuppbyggingar, svo sem á tölvu- og fjarskiptasviðinu. „Uppbygging virkjana og stóriðju yrði grundvöllur minni fyrirtækja. Smærri verksmiðjur gætu þróast samhliða, bæði í véla- og tölvuiðnaði. Við erum með öflug tölvufyrirtæki og best búnu fyrirtækin í sjávarútvegi eru vélvædd hátæknifyrirtæki. Ég vil taka það skýrt fram að ég á ekki við minja- gripaiðnað eða annað af því taginu. Fólk þarf eitthvað til að reiða sig á. Ovissan er verst. Enginn ætti að fjár- festa, hvorki hér né annars staðar, án þess að sjá fyrir endann á skuldbind- ingum sínum. Með virkjunum og markvissri iðnaðaruppbyggingu höf- um við tekið pant, það tekur enginn virkjanir og flytur þær eitthvert ann- að,“ segir Davíð. Ekki minjasafn um forna frægð Davíð segir að ferðaþjónusta sé og verði mikilvæg lyftistöng víða á lands- byggðinni. Hins vegar sé mikilvægt að koma upp góðum vegum um hálendið til að hafa stjórn á mikilli umferð ferðafólks og það gerist með fram- kvæmdum við virkjanir. „Við erum frummenn á þessu sviði, Islendingar. Það þekkist hvergi í hinum vestræna heimi að fólki sé beint á hálendið hvar sem er og þótt í gildi séu ákveðnar reglur um umgengni getur enginn framfylgt þeim. Ég tel að það sé mikil- vægur liður í náttúruvernd að stjórna umferðinni. En hver á að annast verk- ið ef fólki fækkar meira á landsbyggð- inni?“ Hann segist heldur ekki sætta sig við þá framtíðarsýn að staðirnir verði aðeins minjasöfn og fólkið hefði það að aðalatvinnu að leiða ferðafólk milli staða og segja því frá fornri frægð. Fleira í kjölfarið Starfshópur um framtíðarsýn fyrir Fjarðabyggð hefur fjallað um fleiri þætti, svo sem samgöngur, menntun og menningu. Davíð segir að enginn ræði í alvöru um verulegar samgöngu- bætur nema í tengslum við iðnaðar- uppbyggingu, hvað þá aukna mennt- unarmöguleika. Hann segir að samgöngubylting hafi orðið með endurbyggingu veg- anna. „En við viljum horfa lengra fram á veginn og sjáum fyrir okkur gangagerð á milli staðanna. Það hefur til dæmis úrslitaþýðingu fyrir Suður- firðina að fá göng milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar. Það hefur einnig úrslitaþýðingu fyrir Suðurfirðina að hér verði virkjað í tengslum við um- talsverða iðnaðaruppbyggingu.“ Vekur Davíð athygli á því að öflugt menningarstarf sé í Éjarðabyggð, ekki síst á tónlistarsviðinu. Vantað hafi tónlistarhús en það standi til bóta með byggingu kirkju og menningarmiðstöðvar á Eskifirði. Hann telur að í kjölfar öflugrar iðnaðaruppbygg- ingar skapist möguleikar til aukinnar menntunar. Þar með liggi fyrir að stjórnvöld ætli að veðja á áframhald- andi byggð á svæðinu. Telur hann til dæmis raunhæft að flytja í Fjarða- byggð eða stofna þar sérhæfða há- skóladeild. Tekur fram að með nútíma tækni þurfi ekki fjölmennt starfslið, kannski einn prófessor og aðstoðar- kennara og önnur kennsla gæti farið fram með íjarkennslu. Fórn á tækifærum Davíð Baldursson segir átakanlegt að verða var við fáfræði fólks á suð- vesturhorni landsins gagnvart stöðu fólks á landsbyggðinni. „Þótt ég sé málsvari virkjana og jafnvel álvers, er ég mikill náttúruverndarsinni eins og flestir íbúar svæðisins," segir Davíð Baldursson. „Fólkið býr hér vegna þess að það ann náttúrunni. Og það vill veita kynslóðum framtíðarinnar kost á að njóta hins sama en láta byggðina ekki koðna niður. Ég gef lít- ið fyrir það þegar fólk fyrir sunnan talar um að vernda austfirskar nátt- úruperlur, perlur sem það þekkir ekki. Af hverju flytur fólkið ekki hing- að austur til að sinna þessu, ef þetta stendur hjarta þeirra næst. Það eru náttúruperlur um allt Austurland og Eyjabakkar aðeins lítið perlubrot. Fólk verður að sýna ábyrgð í mál- flutningi sínum, sjá málin í víðu sam- hengi.“ „Island er allt fallegt, sérstaklega í góðu veðri. Hvar er hægt að virkja og efna til iðnaðar, án þess að fórna ein- hverju?" segir Davíð þegar hann er spurður að því hvort hann sætti sig við að fórna Eyjabökkum undir miðlunar- lón Fljótsdalsvirkjunar til að stuðla að iðnaðaruppbyggingu. I þessu sambandi vekur hann athygli á því að búsetan hafi breytt mjög ásýnd landsins. Alveg eins mætti spyrja hvort það hafi ekki verið of mikil fórn að setja bændabýli þétt um allar sveitir landsins. „Land er til að gagnast fólki og það kallar á fórn þegar það er nýtt. En það er líka fórn, fóm á tækifæmm, að nýta ekki landið og kynslóðir framtíðarinnar fá ekki notið sín á Austurlandi.“ Vísað til Atvinnuþróunarfélagsins Það vekur athygli að hópur einstak- linga skuli fyrir forgöngu sóknar- prests hafa tekið að sér það verk að hrinda í framkvæmd mótun framtíðar- sýnar fyrir heilt sveitarfélag, verk sem almennt er talið vera á verksviði sveitarstjórna. Davíð leggur á það áherslu að ekki sé verið að taka fram fyrir hendurnar á bæjarstjórninni, heldur styðja við bakið á henni. „Mér finnst að ég sé að vinna fólkinu mínu heilt með þessu starfi, fólkinu sem ég hef verið kallaður til að þjóna. Mér þykir vænt um þetta fólk og vil stuðla að velferð þess, eins og kirkjan gerir á svo margan hátt,“ segir Davíð og tek- ur fram að félagar hans í starfshópn- um hafi lagt mikla vinnu í verkið og unnið að því með sama hugarfari. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, segist ánægður með að frumkvæðið að mót- un framtíðarsýnar fyrir sveitarfélagið komi úr grasrótinni. Að mörgu sé að hyggja hjá bæjarstjórn Fjarðabyggð- ar, sem varð til með sameiningu Nes- kaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar við síðustu sveitarstjórnar- kosningar. Hún hafi verið að móta stjórnkerfi bæjarsins og í vetur hafi staðið til að hefja vinnu við mótun framtíðarsýnar, skipulagsmál og mat á þörf fyrir uppbyggingu þjónustu vegna væntanlegs álvers í Reyðarfirði. Því falli starf vinnuhópsins vel að áætlunum bæjarstjórnar auk þess sem fengur sé að þátttöku manna með víðtæka reynslu og þekkingu. Starfshópurinn hefur nú gert sveit- arstjórn formlega grein fyi-ir starfi sínu og áformum um það hvernig best sé að vinna að málinu áfram. Lagt er til að sett verði upp verkefni til tveggja ára. Ráðinn verði starfsmaður í að minnsta kosti eitt ár til að vinna að því en dagleg stjórnun verði í hönd- um Atvinnuþróunarfélags Austur- lands. Vinnuhópurinn verði síðan ráð- gefandi faghópur. Gert er ráð fyrir því að Atvinnuþróunarfélagið, bæjarfélag- ið og fyrirtæki í byggðarlaginu standi straum af meginhluta kostnaðar. Bæjarstjórnin hefur gert tillögur starfshópsins að sínum og óskað eftir því að Atvinnuþróunarfélagið taki verkefnið að sér enda segir Smári að með því verði tryggt að vel verði utan um það haldið og unnið á faglegan hátt. Komið að framkvæmdum Davíð segir að fólk sé orðið þreytt á umræðunni um virkjanir og iðnaðar- uppbyggingu á Austurlandi, nú sé komið að framkvæmdum. „Ég tek hatt minn ofan fyrir því fólki sem sýnt hef- ur þá þrautseigju að búa hérna áfram þótt öllu hafi verið stefnt á eitt af- markað svæði landsins. Fólkið er hér vegna þess að það hefur trú á því að enn sé hægt að byggja hér upp at- vinnulíf, breytt atvinnulíf þar sem unga fólkið fær viðnám krafta sinna og menntunar,“ segir séra Davíð Baldursson. Markmiðið að efla bjartsýni og trú á stöðunum og lífinu á þeim Mér þykir vænt um þetta fólk og vil stuðla að velferð þess Clinton tekst á við þingið um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti gengur framhjá repúblikananum Jim Jeffords í Hvfta húsinu eftir að hafa skorað á öldungadeild þingsins að staðfesta samninginn um allsherjarbann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni. Jeffords er eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem styður samninginn. Fer fram á að atkvæða- greiðslunni verði frestað Bill Clinton Bandaríkjaforseti reyndi í gær að ná samkomulagi við repúblikana í öldungadeild þingsins um að fresta atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í nótt eða í dag um samninginn um allsherjar- bann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni. Washington. Reuters, AP. REPÚBLIKANAR, sem eru í meirihluta í öldungardeild Bandaríkjaþings, segja að bann gegn kjarnorku- sprengingum myndi torvelda Banda- ríkjamönnum að halda kjarnavopnum sínum við og ekki sé hægt að tryggja að önnur ríki standi við samninginn. Clinton hefur hins vegar varað við því að verði samningnum hafnað auki það hættuna á frekari útbreiðslu kjamavopna og gefi öðrum ríkjum slæmt fordæmi. Clinton tók fyrsta skrefið í þá átt að leysa deiluna með því að senda Trent Lott, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Tom Daschle, leiðtoga demókrata, skriflega beiðni um að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. „Ég tel að verði samningur- inn borinn undir atkvæði við þessar aðstæður myndi það stofna öryggis- hagsmunum Bandaríkjanna í mikla hættu, skaða sambandið við banda- menn okkar, grafa undan sögulegi-i forystu okkar í rúm 40 ár, undir stjóm repúblikana og demókrata, í tilraunum til að draga úr kjarn- orkuógninni," skrifaði forsetinn. Clinton neitaði hins vegar að verða við þeirri kröfu repúblikana að lofa því að beita sér ekki fyrir staðfest- ingu samningsins það sem eftir er af kjörtímabili hans, sem lýkur í janúar 2001, ef atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Evrópuríki láta í ljósi áhyggjur Clinton hefur gert baráttuna gegn útbreiðslu kjarnavopna að forgangs- máli í utanríkisstefnu sinni. Þótt repúblikanar vilji koma í veg fyrir að forsetinn fari með sigur af hólmi í málinu næstu 15 mánuðina óttast þeir að demókratar geti lýst þeim sem andstæðingum kjarnorkuafvopn- unar í kosningabaráttunni á næsta ári náist ekki samkomulag um at- kvæðagreiðsluna. Nánustu bandamenn Bandaríkja- manna í Evrópu, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar, hafa þegar staðfest samninginn og varað við því að með því að hafna samningnum myndi öld- ungadeildin senda þau skilaboð til annarra landa að Bandaríkjamönnum væri ekki alvara þegar þeir segðust vilja stemma stigu við útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Rúmlega 150 ríki hafa undirritað samninginn en til að hann gangi í gildi þurfa 44 ríki, sem eiga eða geta framleitt kjamavopn, að staðfesta hann. 26 ríkjanna hafa þegar gert það. Kína og Rússland eru á meðal þeirra ríkja sem hafa ekki staðfest samninginn og bíða eftir niðurstöðu bandaríska þingsins. Indverjar og Pakistanar, sem sprengdu kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni á síð- asta ári, hafa hvorki undirritað né staðfest samninginn. Hvort sem samningnum verður hafnað eða atkvæðagreiðslunni frestað er ljóst að deilan í Bandaríkj- unum getur haft slæm áhrif á þá við- leitni að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu kjamavopna. Bréf Clintons sagt skref í rétta átt Tveir þriðju þingmanna öldunga- deildarinnar, eða 67, þurfa að sam- þykkja samninginn og Clinton viður- kenndi í bréfinu að útséð væri um að hann fengi nægan stuðning. Talið er að færri en 50 þingmenn deildarinnar styðji samninginn. Embættismenn forsetans hafa reynt síðustu daga að fá öldunga- deildina til að fresta atkvæðagi’eiðsl- unni fremur en að hafna samningnum en það var ekki fyrr en á mánudag sem forsetinn féllst á að óska eftir því skriflega. Talsmaður Lotts sagði að hann myndi ræða „þessi sinnaskipti í Hvíta húsinu" við flokksbræður sína og sagði að bréf Clintons væri skref í rétta átt en dygði ekki til að leysa deiluna. Óeining meðal repúblikana Repúblikaninn Jesse Helms, for- maður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, lét engan bilbug á sér finna í andstöðunni við samning- inn. „Forsetinn virðist vera að spUa póker við öldungadeildina, en spilin hans eru ekki sterk og ég held að hann viti það ... koma þarf skýrt fram að þessi samningur sé fallinn og næsti forseti verði ekki skuldbundinn til að virða skilmála hans. Án slíkra skýrra loforða vil ég enn að öldunga- deildin haldi sínu striki og hafni samningnum." Nokkrir þingmenn repúblikana hafa þó lýst því yfm það þeir séu hlynntir því að öldungadeildin fresti atkvæðagreiðslunni fremur en að hafna samningnum. Einn þeirra, John Wamer, formaður hermálanefndar deildarinnar, sagði þegar umræðan hófst að nýju í gær að þingmenn í báðum flokkunum væru þeirrar skoð- unar að það þjónaði þjóðarhagsmun- um Bandaríkjanna að fresta atkvæða- greiðslunni um óákveðinn tíma. Hugsanlegt er að lögð verði fram tillaga um að atkvæðagreiðslunni verði frestað. Slík tillaga þarf aðeins stuðning hreins meirihluta öldunga- deildarinnar, ekki tveggja þriðju eins og í atkvæðagreiðslu um samninginn. Joe Lockhart, talsmaður Clintons, sagði að forsetinn hefði ekki viljað lofa því að beita sér ekki fyrir stað- festingu samningsins það sem eftir er af kjörtímabilinu þar sem hann myndi þá senda „þau hættulegu skilaboð til umheimsins" að Banda- ríkjamenn hefðu ákveðið að taka ekki þátt í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna til ársins 2001 hvernig sem þróunin yrði í heimsmálunum. David Leavy, talsmaður þjóðarör- yggisráðs Bandaríkjaforseta, tók í sama streng og sagði að óhyggilegt væri að fresta atkvæðagreiðslunni í 15 mánuði þar sem ekki væri hægt að spá um framvinduna í heimsmálunum á þeim tíma. Hershöfðinginn Henry Shelton, forseti bandaríska herráðsins, sagði að samningurinn heimilaði nægar til- raunir án sprenginga til að hægt yi’ði að halda kjarnavopnum Bandaríkj- anna við. „Ef samningurinn gæti skaðað öryggishagsmuni Bandaríkj-^' anna með einhverjum hætti myndi herráðið aldrei leggja til að hann yrði staðfestur." Clinton undirritaði samninginn ár- ið 1996 og demókratar hafa beitt sér fyrir því í tvö ár að hann verði tekinn til afgreiðslu á þinginu en repúblikan- ar lögðust gegn því þar til Trent Lott samþykkti það loks í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.