Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 42

Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 42
M2 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhann Hendrik Poulsen, fyrr- verandi vélstjóri frá Skopun á Sandey í Færeyjum, fæddist 13. janúar 1908. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Eir hinn 6. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurd Marius Poul- sen og Jóhanna * .Marentza Poulsen frá Skopun í Færeyjum. Jóhann, eða Enni eins og hann var kallaður, var elstur þriggja alsystkina, þeirra Zacariasar, búsettur í Skopun í Færeyjum, og Marentzu sem var búsett í Árósum í Dan- mörku, en hún lést þar árið 1969. Seinni kona Sigurd, föður Jó- hanns, hét Sunneva Poulsen, en þau eignuðust þrjú börn. Þau eru Tróndur, en hann lést 1984, Maria, búsett í Skopun í Færeyj- um, og Jakop, en hann lést 1978. Hinn 27. janúar 1946 kvæntist Jóhann Fridrikku Mariu, f. 7.10. 1913, d. 22.6. 1978, ættuð úr Vági á Suðurey. Enni átti soninn Kaj Berg, f. 12.7. 1937, kvæntur Annelise Berg, börn þeirra eru: 1) Kirstin, eiginmaður Manbjörn Holm. Börn þeirra eru Rita, Kaj Andre og Niels Petur. 2) Kaj Andre Berg, látinn 24.3. 1964. 3) Ketty, eiginmaður Jens M. Mörk. Börn þeirra eru Rakul, Eydis og Annika. Þau eru búsett í Færeyjum. Fridrikka átti fyrir dótturina Sylviu Jóhannsdóttur, f. 21.10. 1943. Hún giftist Páli Gústafssyni, en hann lést 4.11. 1989. Börn þeirra eru Martin, sambýliskona hans er Júlíana Steingrímsdóttir; Jóhann Pétur, sambýliskona hans er Guðrún Pétursdóttir, börn þeirra eru Brynja Ósk og Natalía Lind; Tómas, sambýliskona hans er Vé- dís Ingólfsdóttir. Börn Enna og Fridrikku eru: 1) Sigurður J. Hendriksson, f. 28.3. 1946, kvæntur Hjördísi Kristinsdótt- ur. Börn þeirra eru Rebekka María, gift Valdimari K. Guð- mundssyni, börn þeirra eru Eyrún María og Ester Björg; Jóhann Ágúst, sambýliskona Þórunn Ragnarsdóttir, dóttir Jóhanns er Hjördís Þöll. 2) Jak- ob Hendriksson, f. 10.10. 1947, kvæntur Hólmfríði Sigurðar- dóttur. Börn þeirra eru Helgi Ólafur, kvæntur Önnu S. Reyn- isdóttur, börn þeirra eru Elvar Már og Anton Logi; og Frið- rikka Jóhanna Jakobsdóttir, unnusti hennar er Aðalsteinn. 3) Martin Jóhann Hendriksson Poulsen, f. 23.2. 1949, d. 1957. 4) Sunneva Marentza Poulsen, gift Herði Hilmissyni. Börn þeirra eru Fríða María, sambýl- ismaður hennar Albert Þor- bergsson, barn þeirra Sunneva Líf; og Ingi Björn. 5) Elis Poul- sen, f. 22.6. 1952, kvæntur Jonnu Krog. Börn þeirra eru Anna María „Mia“. Sambýlis- maður hennar er Jóhann Ziska- son; og Ólafur Enni. Þau eru búsett í Færeyjum. títför Jóhanns fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. JÓHANN HENDRIK POULSEN Það er haust og laufin farin að falla af trjánum. Sumarið búið og maður saknar þess örlítið. Þannig er einnig með fjölskylduna á Þjórs- árgötunni. Pabbi, þú ert farinn og við sökunum þín. í dag er sunnu- dagur og aðeins vika síðan þú varst með okkur öllum heima á Þjórsár- götu. Þú settist í stólinn þinn, en varst heldur slappari en venjulega. Við systkinin vorum saman komin til að borða með þér færeyskan mat ^em þér þótti svo góður. Við áttum uíveg eins von á því að þetta væri í síðasta sinn sem þú kæmir heim til okkar. Það er skrítin tilfmning á þessum sunnudegi, viku síðar, að eiga ekki von á þér heim. Þetta voru þínir dagar á heimilinu. Við kölluð- um þá fjölskyldudaga. Þú sem varst svo fullur af lífs- orku og vilja, sama hvað gekk á, stóðst uppúr einni aðgerðinni af annarri þannig að hjúkrunarfólk og læknar voru orðlaus. I tvígang vor- um við næstum búin að missa þig, en þú stóðst alltaf upp aftur. Þessu áttum við alveg eins von á nú, en í þetta sinn lagðir þú niður vopnin. „Hvað getur fótalaus maður svo ^em gert?“ voru þín orð. Þótt þú " værir á nítugasta og öðru aldursári fannst þér þú eiga margt ógert. ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, simi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 ÁUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þú talaðir aldrei um elli og fannst okkur þú aldrei gamall maður. Þú varst svo em. Þú hafðir líka einstak- lega gott minni alla tíð. Ef maður þurfti að muna eitthvað sérstakt sagði maður þér það af því að þú myndir það örugglega. Að hlusta á þig segja frá var stórkostlegt þvi þú hafðir þessa einstöku frásagnargáfu, enda vel lesinn maður. Það var sama hvort maður ræddi við þig um gömlu dagana eða nútímann. Þú varst alltaf með og engin ellimörk að finna. Við höfum auðvitað margs að minnast, en efst í huga mér er þakklæti fyrir að fá að vera svo lengi með þér. Við vorum svo náin. Það var mér ómetanlegt að eiga þig eftir þegar mamma dó, langt fyrir aldur fram. Eg var aðeins tuttugu og sjö ára gömul og var þetta mikill missir og söknuður fyrir okkur öll. Þá hélt ég að ég mundi deyja með mömmu. Mér fannst ég ekki geta lifað án hennar. En það var rétt sem mamma sagði, að ég hefði svo margt að lifa fyrir. Þá vai- Fríða María aðeins fjöguiTa ára gömul og Ingi Björn ekki fæddur. Það sama segir hún örugglega í dag. Börnin eru orðin fullorðin, en á síðasta ári fæddist okkur yndislegt barnabarn, hún Sunneva Líf, sem var svo hepp- in að fá að kynnast þér þótt lítil sé. Hún mun eflaust ekki muna eftir stundunum með þér, en þegar hún sér myndimar af þér með henni veit hún hvað þú varst henni góður og hversu vænt þér þótti um hana. Elsku pabbi minn. Mig langar enn og aftur til þess að þakka þér fyrir að hafa verið svona lengi hjá mér. Það var fjölskyldunni okkar svo mikils virði. Þú varst kletturinn okkai-. Guð geymi þig, elsku pabbi. Marentza. í dag langar mig að kveðja aldna kempu sem varð tengdafaðir minn fyrir tæpum tuttugu og sex árum og höfum við búið undir sama þaki í rúm tuttugu ár. Hann í risinu og ég með minni fjölskyldu á hæðinni. Þetta sambýli hefur gengið ótrúlega vel. Það hefur verið mér og bömum okkar til mikillar gleði og er kannski merki um að ættliðimir geta enn rúmast í sama húsinu. Mín fyrstu kynni af tengdapabba, eða Enna eins og hann var jafnan kallaður, voru á Færeyingaballi fyrir tæpum þrjátíu árum á Hótel Borg þegar Marentza kynnti mig fyrir fjölskyldunni. Þetta var á tímum hippanna, menn höfðu sítt hár og skegg og kom tilvonandi tengdapabbi strax með hugmynd um að bæði hár og skegg mætti snyrta eða taka. Svona var Enni, lá ekki á skoðunum sínum enda vissi maður alltaf hvar maður hafði hann. Á þessu balli spilaði Haukur Morthens fyrir dansi, en Færeyingamir sáu um sinn dans og þar var Enni for- söngvari fyrir Sigmundskvæði. Kveðið var tií enda, um sjötíu erindi. Seinna þegar ég var búinn að læra fimmtán erindi spurði ég hann hvemig þetta kvæði væri endað ef maður vildi stytta það. Svarið var: „Við kveðum alltaf til enda!“ Ég spurði hvort hann hefði stjómað Olafi Riddararós. Hann kvað nei við, það var jú bara þrjátíu erindi. Síðar kom ég heim á Þjórsárgötu þar sem tilvonandi tengdaforeldramir bjuggu í þriggja herbergja risíbúð með tveimur uppkomnum bömum, Marentzu og Elis. Sylvía systir bjó á neðri hæðinni með sinni fjölskyldu. Þama fann ég einstakan heimilis- anda þar sem alltaf var pláss fyrir gesti, hvort sem það var í kaffi eða Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklin gur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. mat eða til að gista. Utan um heimil- ið héldu þau Fridrikka og Enni traustum og hlýjum höndum. Mest mæddi þó á Fridrikku þar sem Enni var sjómaður og mikið að heiman. Já, sjórinn var hans líf og yndi. Hann hafði byrjað að róa með föður sínum tíu ára gamall. Hann var í skólanum annan daginn og hinn daginn á sjónum. Enni stundaði sjó- inn bæði við Grænland á skútum og Kanada þar sem hann lærði ensku. Sú kunnátta nýttist honum þegar hann sigldi með Færeyingum á England sem túlkur. Enni var menntaður vélstjóri frá Vélskólan- um í Þórshöfn. Hann hafði byrjað í skólanum á miðri önn en útskrifast með hæstu einkunn. Þótti þann því mjög góður námsmaður. Á Islandi hafði Enni verið mest á bátum hjá Isbiminum og verið verkstjóri á sfldarplani á Seyðisfirði fyrir þá. I Vestmannaeyjum reri hann á Erl- ingi með Hjálmari á Enda og Bjama Sighvats. Eftir að við kynnt- umst var hann hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á togaranum Maí. Síðar var hann á Guðsteini með Svavari Benediktssyni, fyrst sem vélstjóri og síðar sem kokkur. Á þessum tíma var sjónin farin að gefa sig og varð til þess að Enni hætti á sjónum um sjötugt. Var þetta erfitt fyrir hann og einnig það að geta ekki lesþð, sem var hans helsta áhugamál. I framhaldi af því lentu þau Fridrikka og Enni á sjúkrahúsi, bæði mikið veik. Hann hafði það af en Fridrikka lést árið 1978. Þetta var mikið áfall fyrir Enna því þeirra samband var ein- stakt. Hún var þessi glaðlynda kona sem sá allt bjart framundan og hreif aðra með sér. Hann var lengi að jafna sig á því. Áhugi hans á lífinu var engu að síður einstakur. Þegar hann gat ekki lengur unnið ferðaðist hann milli Færeyja og Islands og var hjá sonum sínum, Kaj og Elis, í tvo til þrjá mánuði á ári og hjálpaði til við heyskap og slátrun. Hann naut þess líka að vera með barnabömum sín- um þar og tók oft með sér eitt frá íslandi til að þau fengju að kynnast sínu fólki í Færeyjum. Var þá skipt bróðurlega á milli að fá að fara með afa sitthvort sumarið. Einnig ferð- aðist Enni mikið með Akraborginni milli Akraness og Reykjavíkur að heimsækja syni sína, Sjúrða og Ja- kop, sem búsettir voru þar. Þannig var hann alltaf í góðu sambandi við sitt fólk og tók gjarnan bömin á hnéð og söng fyrir þau „Tað var ein fagran súmmar dag“. Hann var alltaf mikið fyrir böm og þegar þau komu í heimsókn til okkar leið ekki á löngu þar til einhver sagði „Eig- um við ekki að fara til afa á loftinu?“ Það var sama hvort það voru barna- börnin eða vinir þeirra. Það var mikils virði fyrir Enna þegar Jakop sonur hans á Akranesi fór að gera út á grásleppu og hann komst aftur með honum á sjóinn. Ég dáðist mikið að Enna fyrir einstakt minni. Ártölin voru alltaf á hreinu þegar hann sagði manni sög- ur af sjónum eða úr stríðinu og var frásagnarlistin einstök og lifandi. Hann var mjög pólitískur og var númer eitt sjálfstæðissinni. Hann vildi Færeyjar frjálsar. Meðal ann- ars hafði hann á yngri árum skorið niður danska fánann á þinghúsinu í Þórshöfn á Ólafsvöku og fengið sekt fyrir. Hann átti líka þátt í því að færeyskar skútur fóra að sigla und- ir færeysku flaggi í stríðinu þar sem þeir gátu ekki notað danska fánann. Vora því saumaðir fimmtíu fánar eftir húðflúruðum fána sem hann bar á handleggnum. Já, Enni var pólitískur til hinsta dags. Það sýndi sig þegar hann mætti á fund í Há- skóla íslands í sumar. Þar kom hann með fyrirspurnir til sjálfstæð- isráðherra Færeyja sem var þar með fyrirlestur. Síðustu árin var Enni í hjólastól. Hann bjó á hjúkrunarheimilinu Eir síðustu tvö árin og fór vel um hann þar. Enn og aftur vil ég þakka þér, Enni, fyrir samfylgdina og sambýlið og þá gæfu að hafa fengið að kynn- ast þér. Kjarkurinn sem þú sýndir í veikindum þínum er okkur hinum gott veganesti. Kæri Enni. Far þú í friði, ég veit að það var beðið eftir þér. Hörður Hilmisson. Jóhann Hendrik Poulsen er fall- inn frá. Svo bresta krosstré sem önnur tré og segja má um Enna, eins og hann var nefndur af vinum og kunningjum, að aldrei lét hann bilbug á sér finna uns yfir lauk. Hann var búinn að glíma við elli kerlingu í mörg ár og sama var, þótt hún beitti bæði fanta- og bolabrögð- um, aldrei gafst Enni upp. Alla tíð var hann sjómaður. Hann ólst upp í litlu sjávarþorpi, Skobun í Færeyjum, og eins og í öllum sjávar- þorpum snýst þar allt um fisk. Eng- inn strákur var maður með mönnum nema komast á skútu. Þau urðu mörg úthöldin hans á skútum, bæði við Island og Grænland. Eitt úthald- ið var hann níu mánuði samfleytt frá heimili sínu og fjölskyldu. Þá reyndi á sköranginn heima í Skobun, því sannarlega var hún Friðrikka skör- ungur. Frá því Jóhann hitti Frið- rikku sína, höfðu þau alltaf tvær kýr, hænsni og nokkrar ær. Allur þessi fénaður bjó í kjallaranum í litla hús- inu þeirra og framleiddi hita í húsið og notaleg hljóðin, sem bárast að neðan virkuðu sem náttúraleg tónlist á íbúana, sem tóku óspart lagið með. Börnin þeirra í Skobun voru fimm talsins, systurnar Sylvia og Marentza og bræðurnir Jakob, Sjuri og Elis, en einn son átti Jó- hann áður, Kai, sem býr í Kvalba. Það hvfldi mikil ábyrgð á herðum Friðrikku og komu þá eiginleikar hennar í góðar þarfir. Hún var stolt, röggsöm og hjartahlý og einnig var hún mjög hlátuiTnild. Þegar börnin komust á legg, fékk hver sitt verk að vinna eftir getu og þroska. Enginn komst upp með að svíkjast um, utan einu sinni. Það átti að vera búið að brjóta álinn af kartöflunum, áður en Jóhann kæmi heim frá Islandi um vorið. Eitt skiptið var tíminn of naumur, svo það var látið duga að brjóta af efsta laginu og allt sýndist með felldu. Oft var hlegið að þessu á Þjórsár- götunni, eftir að flutt hafði verið til Islands, en aldrei þó eins og þegar Petrea vinkona þeirra kom í heim- sókn. Þá tókst þeim vinkonunum vel upp og dillandi hláturinn fyllti húsið og smitaði alla aðra. Þetta var veganestið sem bömin fóru með út í lífið, lífsgleðina og ábyrgðartil- finninguna. Á stríðsárunum sigldi Enni með ísvarinn fisk frá ýmsum höfnum á Islandi til Bretlands. Eftir að Jó- hann fór að róa frá Islandi, reri hann nokkrar vertíðir frá Vest- mannaeyjum, fyrst með Sighvati Bjarnasyni á Erlingi og svo með Bjarna syni hans, eftir að Sighvat- ur hætti. Alltaf þegar ég hitti Enna spurði hann um Sighvat og strák- ana hans. Árið 1964 fluttist fjöl- skyldan til Islands og keypti rishæð á Þjórsárgötu 4 i Skerjafirði. Þá vora eldri strákarnir tveir líka farnir að róa frá Islandi. Síðustu ár- in hans til sjós var hann á togaran- um Mai frá Hafnarfirði með Svavari Benediktssyni ýmist í vél eða sem kokkur. Hann var lista- kokkur og bakaði allt brauð um borð og steikti eða sauð knetti. Eft- ir að Jakob sonur hans eignaðist trillu fór Jóhann í róður við og við og það voru reglulegir sólskinsdag- ar í lífi hans. Árið 1973, þegar gaus í Vest- mannaeyjum, hófust kynni okkar Enna. Hörður sonur okkar var þá trúlofaður Marentzu dóttur hans. Víðast hvar í Reykjavík fengum við hlýjar viðtökur, en hvergi eins og á Þjórsárgötunni. Við voram með fjögur ung böm og alltaf vorum við jafn velkomin og krökkunum boðið að ganga út og inn, þótt enginn væri heima. Fram á þennan dag hefur næturgisting staðið til boða á loft- inu hjá Jóhanni að Þjórsárgötu 4 fyrir okkar fjölskyldu. Nú siglir Énni beggja skauta byr að ströndinni hinum megin, þai’ sem Friðrikka stendur í fjöru og bíður bónda sins. Jóhanni Poulsen biðjum við Guðs blessunar og öllum hans vinum og ættingjum. Alda og Hilmir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.