Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
Til Odds Helga
Halldórssonar
Frá Jóni Stefánssyni:
KÆRI Oddur. Ég get með heilum
huga (sérstaklega af því að ég er
bæði Þingeyingur og Mývetning-
ur) tekið undir orð þín þar sem þú
segir: „Ég er alveg steinhissa að
jafn þekktur, víðsýnn og snjall ...
skuli falla í þá gryfju ...“. Mér þyk-
ir hins vegar ákaflega leitt að hafa
valdið þér og vafalaust fleirum sár-
indum vegna orðalags míns. Að
sjálfsögðu flokkast íþróttir undir
menningu. Það er aðeins einhver
vani að nota þessa skilgreiningu og
er þá verið að vísa til erlenda orðs-
ins „kultur“. Morgunblaðið gefur
út sérblað á laugardögum sem
heitir Lesbók og fjallar um menn-
ingu, listir og þjóðfræði. Það gefur
út annað sérblað sem fjallar um
íþróttir og dettur sjálfsagt engum í
hug að Morgunblaðið telji íþróttir
ómenningu þrátt fyrir þessa skil-
greiningu.
Ég geri mér fulla grein fyrir
miklu uppeldisgildi íþrótta fyrir
börn og unglinga. Siggi Sveins var
líka listamaður með boltann og un-
un að horfa á hann þótt honum hafi
sjálfsagt aldrei dottið í hug að
sækja um listamannalaun. Þannig
er það með móðurmálið okkar að
það hefur mörg blæbrigði en yfir-
leitt misskilur maður ekki orðalag
nema maður leggi sig fram um það
og það er kallað að snúa út úr.
Ut úr grein minni var hvergi
hægt að lesa lítilsvirðingu á íþrótt-
um eða að mig skorti umburðar-
lyndi gagnvart þeim. Enn síður að
ég sé að etja saman íþróttum og
listum. Mér varð aðeins á að bera
saman umfjöllun fjölmiðla á íþrótt-
um og listum. Það er nú einu sinni
þannig að íþróttir og tónlist eru
vinsælustu áhugamál fólks og því
ekkert óeðlilegt að bera þau sam-
an. Ég sagði ekki að íþróttirnar
ættu ekki skilið mikla umfjöllun!
En ef miðað er við hlutfall þeirra
sem stunda tónlist og þeirra er
stunda íþróttir er hlutur tónlistar-
innar t.d. í fréttum sjónvarpsstöðv-
anna í engu samræmi við þann
fjölda sem tónlist stunda. Aætluð
tala þeirra sem myndu sækja tón-
leika í óbyggðu tónlistarhúsi er
hátt í 300 þúsund á ári. I tónlistar-
skólum landsins eru nærri 15 þús-
und nemendur og fjöldi þeirra sem
iðka tónlist að staðaldri með hljóð-
færaleik, söng eða í kórastarfi var
áætlaður í könnun fyrir 12 árum
um 40 þúsund og hefur fjölgað
mikið síðan.
í Langholtskirkju einni voru sl.
ár haldnir 52 tónleikar og þá sóttu
um 25 þúsund manns. í kórstarfi við
kirkjuna eru 220 böm og fullorðnir.
Því miður er því þannig varið með
fréttastofur sjónvarpsstöðvanna að
þeir fréttamenn sem líta á listir sem
fréttaefni virðast fá litlu ráðið. Slík
umfjöliun fær oft rúm á sama stað
og t.d. fallegar myndir af andahjón-
um með unga sína á leið niður á
tjöm og upplagt að nota undir níllu-
texta. Til þess að ná athygli verður
Léttar í spori
vww.ht.is
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500
umboðsmenn um land allt
TOPPTILBOÐ
HLÝIR, LOÐFÓÐRAÐIR MEÐ RENNILÁS
POSTSENDUM SAMDÆGURS
T
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Hug-sum
að nota ótrúlegasta agn. Eitt sinn
var hér í Langholtskirkju haldið
barnakóramót, það stærsta til þess
tíma. Þetta var einhvem tíma eftir
vígslu kirkjunnar 1984 og saman-
komin vom yfir 800 böm af öllu
landinu. Ég var ekki þátttakandi að
þessu sinni en varð vitni að von-
brigðum forsvarsmanna með að
fréttastofa sjónvarpsins hafði engan
áhuga á að segja frá þessu. Ég
hringdi á fréttastofuna og kynnti
mig og sagði frá því að inn í kirkjuna
hefði ráðist krakka- og unglinga-
skríll sem léti öllum illum látum og
einhver hefði meira að segja gert
þarfir sínar á altarið! „Við sendum
fréttamann eins og skot.“ Ég sagði
við viðkomandi að mér þætt leitt að
valda honum vonbrigðum en frásögn
mín væri ekki alveg sannleikanum
samkvæm. I þetta sinn skammaðist
viðkomandi sín og frétt kom um
bamakóramótið. Það er ansi hart að
þurfa að nota svona aðferðir. Senda
Gradualekórinn niður á Austurvöll
til að rífa upp blóm og brjóta rúður!
Kæri Oddur: Ég hefi að vísu farið
út um víðan völl og flest af því sem
ég er að segja á auðvitað miklu
meira erindi til annarra en þín. Ég
veit að jafn „þroskaður, menningar-
legur og umburðarlyndur" maður
og þú ert mér sammála og auk þess
legg ég til að hafist verði handa
strax við að byggja tónlistarhús
bæði á Akureyri og í Reykjavík svo
við verðum ekki eftirbátar menn-
ingarborgarinnar Kópavogs. Ég er
ekkert að metast, en Kristján Jó-
hannsson er þó heimsfrægari en KA
og Björk Guðmundsdóttir heims-
frægari en KR!
JÓN STEFÁNSSON,
organisti í Langholtskirkju.
Frá Haraldi Óla Haraldssyni:
STUNDUM verð ég hræddur um
fólkið sem les lesendabréf Mogg-
ans, sérstaklega ungt fólk. Það er
búið að ganga á ýmsu, fólk for-
dæmir samkynhneigð nærri því
daglega og notar til þess „rök“ sem
virðast, þegar maður les grein þess
bara fljótt yfir og pælir ekkert í
henni, vera góð og gild. Ég hvet
fólk til að hugsa málin aðeins ef
það kýs að lesa lesendabréfin.
1. Éin stúlka segir að samkyn-
hneigð sé ónáttúruleg af því að fjöl-
mörg dæmi séu um að fólk hafi
skipt yfir í gagnkynhneigð úr sam-
kynhneigð. Ég verð að benda á að
það gerist oftar í hina áttina, fólk
hættir að flokka sig sem gagnkyn-
hneigt og flokkar sig sem samkyn-
hneigt, það þýðir varla að gagn-
kynhneigð sé ónáttúruleg?
2. Framkvæmdastjóri einn segir
að samkynhneigð sé greinilega
ekki í samræmi við það sem okkur
sé ætlað af náttúrunni. Ég hef séð
samkynhneigð hjá dýrum og ég ef-
ast ekki um að sérfræðingar um
málin geti staðfest það. En var
okkur ætlað af náttúrunni að starfa
sem framkvæmdastjórar?
3. Trúað fólk einblínir á ein-
hverjar setningar úr Biblíunni og
segir: Þetta er viðurstyggð! Ég get
ekki ímyndað mér að það komist
einhver af með það að lifa sam-
kvæmt öllu sem stendur í Biblí-
unni, það er náttúrlega í fyrsta lagi
margt sem ekki væri hægt að gera
af því að það væri í þversögn við
eitthvað annað sem maður ætti
ekki að gera. í öðru lagi er Biblían
skrifuð á fornöld. Ég vona að krist-
ið fólk hugsi meira um hluti eins og
að vera ekki að drepa fólk og það
að lifa í sátt við náungann.
4. Einn maður bendir á samtök
sem stunda það að breyta kyn-
hneigð fólks og hafa víst náð ár-
angri við það. Ég get vel trúað því
að það sé til samkynhneigt fólk
sem vill trúa því að það sé „eðli-
legt“ og samþykkir að gangast
undir heilaþvott.
5. Sami maður bendir á að
„hommagenið“ hafi ekki fundist og
að einhverjir vísindamenn hafi lýst
því yfir að samkynhneigð erfist
ekki. Ég hef séð samtök, stofnanir
og einstaklinga, sem virðast vera
mjög virðuleg, lýsa ýmsu yfir, þar
á meðal því að helförin hafi ekki átt
sér stað og að einhverjir kynþættir
séu ekki jafn gáfaðir og aðrir.
Virðulegir titlar og gráður segja
lítið.
Ég ætla ekki að segja að sam-
kynhneigð erfist. Ég myndi frekar
halda því fram að þetta væri eins
og Kinsey hélt fram, að kynhneigð
væri ekki þannig að maður sé ann-
aðhvort eða, heldur einhvers stað-
ar á skala, sumir alveg samkyn-
hneigðir, sumir alveg gagnkyn-
hneigðir en flestir þar á milli.
Ég vil að lokum koma með
spurningu fyrir ykkur þarna úti:
Skiptir einhverju máli hver elskar
hvern?
HARALDUR ÓLI HARALDSSON,
Stekkjargerði 6, Akureyri.
„ÞJÖÐFÉLAG FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALÐRF
Ráðstefna í tilefni af Ári aldraðra verður haldin í Kirkjuhvoli Garðabæ
miðvikudaginn 13. október 1999, kl.14:00.
DAGSKRÁ:
Kl. 14:00 Ávarp. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri.
Kl. 14:10 Markmið og stefnumið Sameinuðu þjóðanna á Ári aldraðra.
Jón Helgason formaður framkvæmdastjómar um Ár aldraðra.
Kl. 14:30 Mat á stöðu aldraðra og leiðir til úrbóta.
Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir.
Kl. 14:50 Áherslur Landssambands eldri borgara. Benedikt Davíðsson
formaður Landssambands eldri borgara.
Kl. 15:20 Kaffihlé. Bragi Hlíðberg skemmtir með harmonikuleik.
Samsöngur, stjómandi Jóhann Baldvinsson, organisti.
Kl. 16:00 Hjúkmnarheimilið Holtsbúð. Þóra Karlsdóttir
framkvæmdastj óri.
Kl. 16:20 Hugleiðingar um þá þjónustu sem aldraðir njóta og
framtíðarsýn/ stefnumótun sveitarfélaga.
Þórólfur Ámason formaður félagsmálanefndar
Bessastaðahrepps. Ingibjörg Hauksdóttir bæjarfulltrúi og
formaður fjölskylduráðs Garðabæjar.
Ráðstefnustjóri: Séra Bragi Friðriksson
Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður.
Eldri borgarar í Bessastaðahreppi og Garðabæ em hvattir til að fjölmenna á
ráðstefnuna. Kaffiveitingar í boði Bessastaðahrepps og Garðabæjar.
Félag eldri borgara Bessastaðahreppi
Félag eldri borgara Garðabæ
Félagsmálanefnd Bessastaðahrepps
Fjölskylduráð Garðabæjar