Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 21
LANDIÐ
Sameinaðir
tónlistar-
skólar með
opið hús
Egilsstöðum - Tónlistarskóli A-
Héraðs á Egilsstöðum, sem er sam-
einaður tónlistarskóli þriggja tón-
listarskóla, tók til starfa nú í haust.
Skólinn hefur starfsemi á Hall-
ormsstað, Eiðum og Egilsstöðum.
Nú í haust var tekið í notkun við-
bótarhúsnæði á Egilsstöðum fyrir
söngdeild skólans og skrifstofu-
hald. Það er í Selási 20, Egilsstöð-
um. Þar er einnig salur til smærra
tónleikahalds sem tekur um 70
manns í sæti. í salnum munu kórar
ogþljómsveitir æfa.
I tilefni af því að skólinn tekur í
notkun þetta viðbótarhúsnæði er
opið hús föstudagskvöldið 23. októ-
ber nk. í Selásnum. Þar munu
kennarar og nemendur flytja tón-
listaratriði og verða bornai- fram
léttar veitingar. Allir velunnarar
skólans eru velkomnir.
Afmælishátíð
sönghópsms
N æturgalanna
SONGHOPURINN Næturgalarn-
ir hóf samstarf sitt á haustdögum
árið 1989 og á hópurinn því tíu ára
afmæli í haust. Þeir hafa ekki kom-
ið saman um nokkurn tíma en í til-
efni af afmælinu stendur hópurinn
íyrir skemmtikvöldi laugardaginn
23. október í Félagsheimilinu
Hvammstanga. Meðlimir eru Guð-
mundur St. Sigurðsson, Karl Sig-
urgeirsson, Þorbjörn Gíslason og
Ólafur Jakobsson sem jafnframt er
gítarleikari hópsins. Elínborg Sig-
urgeirsdóttir hefur á stundum
komið til samstarfs sem undirleik-
ari á píanó.
Gömlu lögin verða sungin og
leikin og einstakar félagar leggja
sitt af mörkum. Til liðs við hópinn
koma nokkrir tónlistarmenn og fé-
lagar úr Leikflokki Hvammstanga.
Hótel Sel mun annast veitingasölu
á skemmtuninni.
Á tíu ára ferli sínum hafa Nætur-
galarnir komið víða fram, á ýmsum
skemmtidagskrám, afmælum og
sjálfstæðum söngskemmtunum.
Hópurinn fór, ásamt mökum, til ír-
lands sumarið 1993 og til Danmerk-
ur árið 1998. Lagaval hópsins bygg-
ist á léttri tónlist, dúettum og
sígildum sönglögum. Irsk tónlist
hefur skipað veglegan sess í laga-
valinu.
Sönghópurinn Næturgalarnir. Frá vinstri: Guðmundur St. Sigurðsson, Karl Sigurgeirsson, Þorbjörn
Gíslason og Ólafur Jakobsson.
OLIVfl ELDHUS
Heimilislegar innréttingar úr gegnheilu beyki.
Verslun okkar í Kringfunni hefur
tekið gagngerum breytingum.
Komdu í heimsókn og skoðaðu nýju
vörurnar í stærri og betri verslun.
sftipfSiiPSiSffSIÍ
habitat Heimaerbest.
Opið um helgar: laugard. 10-18 og sunnud. 13-17.
■ Jri ia
lii.ÍJí í 11 35J,.í^p‘a *
jjjÍ; 1 Á. lTl» TfTT- oIjl iá
Foreldrar
á Suður-
landi þinga
ÞING Foreldrasamtaka á
Suðurlandi verður haldið
laugardaginn 23. október kl.
13-17 í Félagslundi í Gaul-
verj abæj arhreppi.
Flutt verða erindin: Sam-
starf heimilis og skóla; Þór-
hallur Runólfsson kennari úr
Álftamýrarskóla ræðir um
stefnu síns skóla í samstarfi
skólans við heimilin og for-
eldrana. Fjölskyldustefna:
Guðný Björk Eydal félags-
ráðgjafi og lektor í H.í. ræð-
ir um fjölskyldustefnu á fs-
landi, eri hún vinnur nú að
doktorsritgerð um það efni.
Allir foreldrar og forráða-
menn barna á Suðurlandi eru
hvattir til að mæta. Kaffi-
veitingar verða á boðstólum
og mun Kvenfélag Gaul-
verjabæjarhrepps sjá um
það. Þátttökugjald er 1.000
kr. og eru kaffiveitingar og
fundargögn innifalin í verð-
inu.