Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bið á því að lýðræði verði endurreist I gær tilkynnti herstjómin í Pakistan að Sharif forsætisráðherra yrði í gæsluvarðhaldi meðan herinn rannsakar spillingarákærur á hend- ur honum og einnig meinta tilraun hans til að ráða Musharraf hers- höfðingja af dögum skömmu fyrir valdaránið í fyrri viku. Einnig var tilkynnt að sex manna Þjóðarörygg- isráð, sem ætlað er að fara með æðstu völd í landinu, yrði ekki skip- að fyrr en að viku liðinni. Talsmað- ur á vegum herstjómarinnar sagði einnig að bið gæti orðið á því að lýð- ræði yrði endurreist í landinu. Ríki innan samtaka Samveldisríkja viku á mánudag Pakistan úr samtökun- um og kröfðust þess að lýðræði yrði komið á aftur í landinu án tafar. Talsmaðurinn sagði að herstjómin hefði áhuga á að koma á raunveru- legu lýðræði í landinu en ekki bara að nafninu til. Höfða mál Mandela fagnað Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sótti Pa- lestínumenn heim í gær og var vel fagnað er hann kom til al- þjóðaflugvallarins á Gaza. Hér er hópur barna að bjóða hann velkominn. Reuters Rússaher í 20 km Benazir Bhutto vill aftur til Pakistans Islamabad, London. Ap, Afp. BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, sagði í gær að sig fýsti að snúa aftur til heimalands síns og taka á ný við stöðu forsætisráðherra. Bhutto, sem nú er búsett í London, hvatti Musharraf hershöfð- ingja til að setja upp tímaáætlun um hvenær endurreisa ætti lýðræði í landinu. Hún hefur ekki lýst yfir stuðningi við valdarán hersins, sem vék til hliðar fyrrverandi höfuðand- stæðingi hennar, Nawaz Sharif, en hefur þó gefið í skyn að hún telji að ástandið í landinu hafi verið orðið óþolandi undir stjóm hans. Einnig er vitað að hún hefur átt viðræður við Musharraf til að tryggja að hún fái að koma aftur til Pakistans óá- reitt. Bhutto hefur samkvæmt eigin ákvörðun dvalið í útlegð í London en hún og maður hennar voru í apr- fl síðastliðnum sakfelld í Pakistan fyrir spillingu í valdatíð hennar. Hjónin vom dæmd til fimm ára fangelsisvistar, til að greiða háa sekt og þeim meinað að hafa af- skipti af stjómmálum. fjarlægð frá Grosní Gekhi, Moskvu. Reuters, Daily Telegraph. RUSSAR héldu uppi árásum á ýmis skotmörk í Tsjetsjníu í gær, einkum á bæinn Gekhi, sem er í 15 km fjar- lægð frá Grosní. Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, hefur skrifað Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, bréf þar sem hann reynir að sefa áhyggjur vestrænna ríkja af átök- unum og segir, að Rússar vilji finna pólitíska lausn á deilunni. Hugsan- legt er, að tsjetsjensk yfirvöld skýri frá því á næstu dögum hverjir stóðu að hryðjuverkunum í Rússlandi í sumar. Vladímír Rúshaflo, innanríkisráð- herra Rússlands, staðfesti í gær fréttir fjölmiðla um, að rússneski herinn væri nú aðeins í 20 km fjar- lægð frá Grosní, höfuðborg Tsjet- sjníu, en lét hins vegar ekkert uppi um framhaldið. Valerí Manflov, að- stoðaryfirmaður rússneska herráðs- ins, sagði hins vegar í London í fyrradag, að ekki yrði reynt að ráð- Tsjetsjensk yfír- völd sögð ætla að nefna þá, sem skipulögðu hryðju- verkin í Rússlandi ast inn í Grosní, árásunum væri fyrst og fremst beint að stöðvum skæruliða. Lítil mótspyma Ljóst er, að Rússar hafa lært af óförunum í Tsjetsjníu-stríðinu 1994- ’96 og þeir haga nú sókninni gegn skæruliðum með allt öðrum hætti. Raunar er haft eftir rússneskum herforingjum, að lítil mótspyrna skæruliða hafi komið þeim á óvart. „Þeir eru í mesta lagi 100 tfl 150 í flokki og hafa í raun enga getu til að berjast við okkur,“ segir Gennadí Aljokín, einn rússnesku foringj- anna. I bréfinu til Clintons segir Jeltsín, að Rússar hafi orðið fyrir barðinu á „alþjóðlegum hryðju- verkasamtökum“ en séu þó reiðu- búnir að eiga viðræður við „alla þá leiðtoga Tsjetsjena, sem andvígir eru hryðjuverkum". Segir hann, að tilgangurinn með sókn rússneska hersins sé að uppræta bækistöðvar hermdarverkamannanna og koma aftur á lögum og reglu í Tsjetsjníu. Nöfn hryðjuverkamanna? Rússneska fréttastofan Interfax hafði í gær eftir tsjetsjenskum emb- ættismanni, Vakha Ibragimov, að tjetsjensk yfirvöld myndu einhvern næstu daga gefa upp nöfn þeirra, sem hefðu skipulagt hryðjuverkin í Rússlandi í sumar. gegn skóla- stjórninni New York. Daily Telegraph. FORELDRAR Dylan Klebolds, annars unghnganna, sem myrtu 13 manns í skóla í Colorado í Banda- ríkjunum í vor, hafa höfðað mál á hendur yfirvöldum fyrir að vara þá ekki við ofbeldisfullum tilhneiging- um sonar þeirra. Susan og Thomas Klebold halda því fram, að lögregluyfirvöld og skólastjómin hafi ekki sinnt kvörtun um framferði sonar þeirra ári áður en þeir félagamir, Klebold og Eric Harris, unnu ódæðið en þeir sviptu sig lífi að því loknu. I málshöfðuninni segir, að hefðu yfirvöld sagt þeim frá því ofbeldis- fulla efni, sem sonur þeirra setti inn á netið, og frá framferði Harris, hefðu þau reynt að stía þeim í sund- ur. Við þau hefði hins vegar aldrei verið talað með þeim alvarlegu af- leiðingum, sem öllum væra kunnar. Sjálf væra þau úthrópuð, sætu uppi með háar skaðabótakröfur og líf í rústum. Fjöldagröf fínnst á A-Tímor Díli. Reutcr. HERMENN úr liði alþjóðlega friðargæsluliðsins á Austur-Tímor hafa fundið fjöldagröf með jarðn- eskum leifum 20 manna í bæ skammt vestur af höfuðborginni Dili. Ekki hefur verið upplýst hvemig fólkið lét lífið eða hverjir beri ábyrgð á dauða þess en granur fellur á sveitir hliðhollar Indónesíustjóm. Enn er ekki vitað um afdrif hundruð þúsunda manna frá A-Tímor en talið er að margir flótta- menn hafist við í fjöllunum umhverfis höfuð- borgina. Innan við 200 lík hafa fundist hingað til, að sögn friðargæsluliðsins. Flóttamenn óttast um líf sitt eftir að meirihluti íbúa Austur-Tímor greiddi atkvæði með sjálfstæði í ágúst og kallaði yfir sig reiði annarra íbúa eyjunnar sem ei'u fylgjandi áframhaldandi yfirráðum Indónesíu þar. SÞ tekur hugsanlega við um áramót Utanríkisráðherra Astralíu, Alexander Downer, sagði í gær að ástandið á Austur-Tímor væri að verða stöðugt og hugsanlega gætu áströlsku hersveitimar á eyjunni snúið þaðan fyr- ir árslok og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna komið í þeirra stað. Hersveitir Indónesíu eru nú sem óðast að hverfa frá A-Tímor og talið er að eftir að þing landsins féllst á að samþykkja sjálfstæði A-Tímor muni ekkert verða til að tefja brottflutning þeirra. Japanir eignist kjarna- vopn AÐSTOÐARMAÐUR jap- anska vamarmálaráðherrans hefur valdið fjaðrafoki í Japan með ummælum sínum um að Japanir eigi að koma sér upp kjamavopnum. „Þingið verður að ræða um hvort ef til vill sé betra fyrir Japan að eignast kjamavopn," er haft eftir að- stoðarmanninum, Shingo Nis- himura, í viðtali við japanska vikublaðið Playboy, sem hefur ekki útgáfutengsl við banda- rískt tímarit með sama nafni. Japanski vamarmálaráðherran hefur varað Nishimura við því að láta í ljósi persónulegar skoðanir sem fari í bága við op- inbera stefnu stjórnvalda í landinu. Japanir hafa allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar haldið í heiðri bann við eign, framleiðslu og innflutningi á kjamavopnum. Japan er eina landið í heiminum sem hefur orðið fyrir kjamorkuvopna- árás. Fjarvistir á þingi Suður- Afríku ÞINGMÖNNUM á þingi Suð- ur-Afríku mun verða vikið af þingi eftir að hafa verið fjar- verandi á fimm þing- fundum, sam- kvæmt til- lögu Lýðræð- isflokksins, stærsta stjómarand- stöðuflokks- ins á þingi Suður-Af- ríku. Winnie Madikizela-Mand- ela, þingmaður Afríska þjóðar- ráðsins og fýrrverandi eigin- kona Mandela forseta, var á síðasta ári fjarverandi í sam- tals 33 daga á þinginu og var fyrir vikið sektuð um jafnvirði 50 dollara. Hún var ein þriggja þingmanna sem hlaut refsingu en samkvæmt núgfldandi regl- um er þingmönnum heimflt að vera fjarverandi í alls 30 vinnu- daga áður en þeim verður skylt að gera grein fyrir ástæðum fjarvistanna og greiða sekt. Nái tillögur Lýðræðisflokksins fram að ganga mun upphæð sektar fyrir fjarvistir einnig hækka. Ofbeldi gegn konum vex í Pakistan SAMTÖKIN Human Rights Watch sögðu í gær að ofbeldi gegn konum hafi farið vaxandi í Pakistan. í nýrri skýrslu samtakanna kemur fram að 90% pakistanskra kvenna verði fyrir ofbeldi á heimilum sínum og að í landinu sé konu nauðgað á þriðju hverri klukkustund. f Pakistan era í gildi íslömsk lög, Hadood, sem segja að fjög- ur vitni þurfi tfl að nauðgunar- ákæra sé tekin gild. Kona sem kærir nauðgun en getur ekki útvegað fjögur vitni á það á hættu að verða sjálf ákærð fyr- ir að hafa haft kynmök utan hjónabands og refsað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.