Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Það kom
utan úr
geimnum
KVIKMYNDIR
S t j ö r n ii b í ó
KONA GEIMFARANS-
THE ASTRONAUT’S
WIFE ★ ★★
Leikstjóri og handritshöfundur
Rick Ravich. Kvikmyndatökustjóri
Allan Daviau. Tónskáld George S.
Clinton. Aðalleikendur Johnny
Depp, Charlize Theron, Nick
Cassavetes, Samantha Eggar, Blair
Brown. 110 mín. Bandarisk. New
Line Cinema, 1999.
AUGLJOSLEGA hefur mikil
vinna, peningar og alúð verið lögð í
þennann endasleppa geimhroll, en
allt kemur fyrir ekki. Þegar upp er
staðið er Kona geimfarans mislukk-
uð mynd, hvorki góð né vond.
í upphafi eru hjónin Jilian (Char-
lize Theron), og Spencer Armacost
(Johnny Depp), ástfangin og ham-
ingjusöm hjón. Hann geimfari, hún
kennir í grunnskóla. Ogæfan hefst
er óvæntir atburðir henda Spencer
og félaga hans úti í geimnum, Þeir
eru nýkomnir á sporbaug um Jörð
og eru að sinna viðgerðum á gervi-
tungli er sambandið rofnar í tvær
mínútur. Eiginkonumar eru kallað-
ar á neyðarvakt, geimskutlunni
snúið til Jarðar. Þeir eru lifandi en
Nýjar
geislaplötur
• NÁTTMÁL er með söng Ár-
nesingakórsins í Reykjavík. A
plötunni er úrval íslenskra og er-
lendra laga, allt frá hefðbundnum
kórlögum til kirkjulegra verka.
Söngstjórinn, Sigurður Braga-
son, hefur stjórnað kómum frá ár-
inu 1988 og hefur hann samið þrjú
lög á plötunni, auk þess syngur
hann einsöng með kórnum í tveim-
ur lögum. Aðrir söngvarar eru _
Rannveig Fríða Bragadóttir, Ámi
Sighvatsson, Kristín Sædal Sig-
tryggsdóttir og Magnús Torfason.
Undirleik á orgel og píanó annast
Bjarni Þ. Jónatansson. Félagar úr
Baltnesku Fílharmoníunni, undir
stjóm Guðmundar Emilssonar,
leika undir í nokkrum lögum. Þau
lög vom hljóðritið í Riga, Lett-
landi, þegar kórinn fór þangað í
söngferð vorið 1998. Með kómum í
för í Lettlandi vom stúlkur úr
Kvennaskólanum í Reykjavík og
syngja þær með í nokkram lögum.
Kórinn gefur sjálfur út en Skífan
sér um dreifingu. Verð: 2.190 kr.
Tónleikar
í lok Ars
aldraðra
SÖNGFÉLAG FEB í Reykja-
vík heldur tónleika í Salnum í
Kópavogi annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20. Tón-
leikamir hafa yfirskriftina
Með söng í hjarta.
Nú í október lýkur ári aldr-
aðra og eru tónleikarnir af því
tilefni. Söngfélagið hefur not-
að árið til að fara í söngför til
Færeyja og söng á Akureyri á
heimleið úr þeirri ferð. Þetta
er 13. starfsár kórsins og er
kórstjóri Kristín S. Pjeturs-
dóttir. Undirleikarar á tón-
leikunum era Hólmfríður Sig-
urðardóttir á píanó og Grettir
Björnsson á harmonikku.
• • •
illa famir og félaginn deyr fljótlega.
Kona hans spyr Jilian hvort hún
hafi ekki tekið eftir neinu óvenju-
legu í fari manns síns, eftir að hann
kom aftur til meðvitundar. Skömmu
síðar fyrirfer hún sér. Spencer ák-
veður að hætta geimferðum, hann
er þjóðhetja og hergagnaframleið-
andi vill fá hann til starfa í New
York Jilian fær einkennilega við-
vörun frá fyrrverandi yfirmanni í
NASA. Það tengist fóstrinu sem
hún gengur með, maðurinn segir að
vissir atburðir hafi gerst úti í
geimnum, en það trúi sér enginn.
Hún er einnig farin að greina slæm-
ar breytingar í fari manns síns.
Rosemary’s Baby kemur upp í
hugann, The Possession Of Joel
Delaney, tugir samsærismynda og
gamlar geimfantasíur. Það er
margt vel gert og myndin um bless-
aða geimfarafrána heldur nánast
dampi fram að hléi, eftir það sér
ekki til sólar. Hver klisjan rekur
aðra og það kemur æ betur í ljós að
hún heitir ekki Rosemary sem
gengur með bömin, né Polanski
sem stjómar traffíldnni bak við
tökuvélarnar. Það er enginn galdur
á ferðinni, heldur vönduð en ófram-
leg kvikmyndagerð. Charlize Ther-
on, sem kom skemmtilega á óvai*t í
The Devil’s Advocate, (’97), hefur
það framyfir ýmsar frægari stöllur
sínar í dag, að hún er af holdi og
blóði en ekki sillíkóni. Það dugar
skammt. Hlutverkið lekur niður í
sömu botnleysuna og myndin.
Johnny Depp er lánlaus í hlutverki
hetjunnar, tæpast með á nótunum.
Honum lætur greinilega betur að
leika aðrar manngerðir. Það er því
fátt sem situr eftir annað en von-
brigði.
Sæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið/Silli
Við pianóið situr afmælisbarnið, Steingrímur Birgisson, á harmonikkuna leikur Sigurður Hallmars-
son, Ingimundur Jónsson plokkar bassann og Ásgeir Steingrímsson leikur á trompet.
Geislaplata og
37 laga tónverkahefti
Mnrminhlaðið
Húsavík. Morgunblaðið.
í TILEFNI 75 ára afmælis Stein-
gríms Birgissonar hinn 14. þessa
mánaðar, kom saman á heimili
hans á Húsavík fjöldi manns, ætt-
ingjar, vinir og stuðningsmenn
að útgáfu 17 laga hljómdisks og
37 laga tónverkaheftis, allt með
lögum eftir Steingrím. Var hon-
um af því tilefni vel fagnað.
Steingrímur er borinn og barn-
fæddur Húsvíkingur. Hann er
húsgagnasmiður að mennt og
starfaði sem slíkur, lengst sem
eigandi að húsgagnaverkstæðinu
og versluninni Hlyn sf. á Húsa-
vík. Tónlistina stundaði hann
mest í hjáverkum. Hann lærði
ungur orgelspil en var að öðru
Ieyti sjálfmenntaður í tónlist en
naut þess að alast upp á heimili
þar sem leikið var á hljóðfæri og
sungið við flest tækifæri. Eldri
kynslóð Húsvíkinga man eftir
Steingrími í hljómsveitinni
Adamssonum, sem hann lék í á
sinum yngri árum. En hann hefur
fram á þennan dag verið óþreyt-
andi að leika á hvers kyns sam-
komum á Húsavík og nærsveitum
og hefur verið svo til eini hljóð-
færaleikarinn sem leikið hefur
svokallaða „dinnermúsík" á
mannamótum á Iiðnum 50 árum.
_ f afmælisfagnaðinum ávarpaði
Ásgeir (trompetleikari Sinfón-
íuhljómsveitar Islands), sonur
Steingríms, gesti og sagði frá til-
drögum þessarar útgáfu og gat
þeirra mörgu sem að henni hefðu
staðið og flutti þeim bestu þakkir
fyrir góðan stuðning og vel unnin
verk. Jafnframt afhenti hann föð-
ur sínum fyrsta eintakið af
hljómdisknum, sem síðan var
leikinn við mikla ánægju við-
staddra áheyrenda.
Á plötunni er fjölbreytt laga-
val, einsöngslög, kóralög og lög
án texta, allt flutt af þekktu
hljómlistarfólki.
Steingrímur hannaði mikið
sjálfur þau húsgögn sem hann
framleiddi og hann fékkst einnig
nokkuð við málaralist, svo mörg
heimli á Húsavík bera vitni um
listrænt handbragð hans og nú
bætist hljómlist hans þar við.
Islandskynning
fyrir dönsk börn
BÆKUR
Karnabók
KENDER DU ISLAND?
VIKINGER
PÁ VULKANER
Eftir Palle Petersen. Kobenhavn,
Borgen 1999. 32 síður.
OFT finnst okkur íslendingum að
frændur okkar á hinum Norður-
löndunum séu ótrálega fáfróðir um
okkur og í raun viti íslendingar
miklu meira um nágranna sína en
þeir um okkur. Sama gildir um
tungumál þjóðanna. Við verðum að
læra dönsku eða eitthvert annað
Norðurlandamál í okkar skólum, en
bræður okkar handan hafsins
þekkja að jafnaði hvorki nafnahefð,
stafróf né annað sem snertir okkar
fornnorræna menningararf.
Palle Pedersen hefur skrifað
barnabók um ísland, „Kender du
Island“, og vill með henni bæta úr
fáfræði danskra barna um landið í
vestri. Önnur bók með sama nafni
var gefin út af höfundi árið 1980.
Pedersen er danskur rithöfundur
og ferðamaður mikill og hefur oft
komið til Islands. Eftir hann liggja
einar 70 bækur, bæði bókmennta-
verk og fagrit. Pedersen hefur víða
ferðast og skrifað bækur fyrir
börn, þ.m.t. um Grænland, um
Færeyjar, um Víetnam auk margra
annarra um ferðalög og framandi
lönd. Grænland hefur og fangað
hug Pedersens og konu hans svo
mjög að þau eiga sitt annað heimili
þarí landi.
„Kender du Island? er skrifuð
frá sjónarhóli íslensks barns sem
gæti verið 11-12 ára. Helga kynnir
land og þjóð fyrir dönskum bömum
og segir frá hlutunum eins og hún
sér þá í sínu umhverfi. Textinn er
kryddaður danskri kímni, látlaus
og fjarri því að vera nokkuð hátíð-
legur. Meðal annars era skop-
myndir úr dönskum blöðum t.d. frá
1918 þegar Islendingar vildu að-
skilnað við Dani. I bókinni er komið
víða við, fjallað um landnám, komu
víkinganna og upphaf Reykjavíkur,
náttúrufar, þar með talin eldgos, og
þá kosti og galla sem eldvirknin
skapar, menningu, trúarbrögð,
sögu og tengsl Islands og Dan-
merkur, auðlindir og efnahagsmál.
Fjallað er einnig um ágreinings-
mál, svo sem um hvalveiðar og
þorskastríðið og loks er kafli um
hvað það er að vera íslendingur.
Allt era þetta stuttir kaflar og bók-
in er mikið myndskreytt og að-
gengileg á allan hátt og er efnisval
og framsetning til fyrirmyndar.
Sá íslendingur sem les þessa bók
hnýtur þó um nokkra ónákvæmni
sem spillir gæðum verksins sem
fræðibókar. Nokkur dæmi skal
taka. Sagt er að íslendingar hafi
verið á barmi þess að gera uppreisn
gegn Dönum vegna þess hve illa
þeir voru meðhöndlaðir (s. 2). Önn-
ur atriði era tæplega í samræmi við
nútímann, t.d. frásögnin af því þeg-
ar þorskurinn kemur fram með Is-
landsströndum í sumarfríunum og
konur og börn þyrpast að til að
vinna í stóra fiskiverksmiðjunum
(s. 27). Sagt er að flestallir Islend-
ingar lifi af fiskveiðum (s. 7) sem er
ekki í samræmi við stöðu mála árið
1999.1 bókinni kemur líka fram sú
landlæga klisja að íslendingar séu
ákaflega ameríkaniseraðir og er sú
staðhæfing lögð í mun stúlkunnar
íslensku. Skýringin er sögð vera
dvöl hersins í landinu og sjónvarp
hersins, svo og amerískt sjónvarps-
efni sem Islendingar nái í gegnum
gervihnattasjónvarp. Islenskt
sjónvarpsefni er sagt vera mjög lít-
ið (s. 11) og æðri menntun (hojere
uddannelse) þurfi að sækja alfarið
til útlanda (s. 31). Fleira má tína til.
Heldur finnst mér líka ósennilegt
að Islendingar eigi heiðurinn af
nafni Keikós (s. 29) og veitingahús í
Hafnarfirði er í myndatexta kallað
Víkingakirkja í víkingaþorpinu (s.
15).
Verra þótti mér þó að sýnishom
sem gefin era um íslenskt mál og
stafsetningu era ekki rétt. Sem
dæmi er gefið upp: „Taler pú
dönsk? Hvad er klukken?“ sem á
auðvitað að vera „Talar þú dönsku?
Hvað er klukkan?" (s. 10). Þingvell-
ir eru skrifaðir Þinvellir (p. 14),
biskupasetrið „Skólholt" kemur
fyrir í myndatexta (s. 17), kvik-
mynd er kölluð „kvikmund" (s. 10)
og Egill karlinn er Skalagrimsson
(s. 12). Það kemur mér einnig
spánskt fyrir sjónir að danska
prentsmiðjan skuli ekki eiga
bókstafinn þ í sínum fóram og not-
ist í staðinn við grískt stærðfræði-
tákn sem á það til að verða að
bókstafnum p. Þetta era kannski
allt smáatriði og sparðatíningur, en
að mínu mati spilla þessi atriði ann-
ars stórgóðri bók.
„Kender du Island? er ætlað að
fræða dönsk börn um ísland. Bókin
er skemmtileg aflestrar, léttilega
skrifuð og allt útlit bókarinnar og
hönnun gott dæmi um fræðibók
fyrir börn. Myndavalið er sérlega
vel heppnað sambland af ljósmynd-
um, teikningum og skopmyndum,
gömlum og nýjum, og sýndar era
myndir af handritum og gömlum
kortum. Víða er komið við og
hvergi er farið út í ónauðsynleg
smáatriði.
Bókin bætir eflaust úr brýnni
þörf fyrir danskt lesefni um nútíma
Island, en meiri nákvæmni hefði
þurft að vera viðhöfð til að hafa
staðreyndir í textanum óhrekjandi.
Sigrún Klara Hannesdóttir