Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 é. ................ MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR Það voru fleiri en van Gogh sem máluðu sdlliljur af stakri snilld og hér hefur Anthony van Dyck málað sjálfan sig fyrir framan eina. Horfir um leið spurulum augum út úr myndinni, beint á skoðandann, og bendir með vísifingri á þetta fagra sköpunarverk náttúrunnar. Myndin var eins konar kennimark sýningarinnar í London og birtist á veggspjöldum, eftirprentunum, kynningarbæklingum, burðarpokum o.fl. Van Dyck var undrabarn sem fékk inngöngu í listaháskóla 12 ára að aldri og var nemandi á verkstæði Peter Paul Rubens. Royal Academy of Art til 10. desember. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson I Berlín var allt á suðupotti er mig bar að, nýopnaðar voru þrjár viðamiklar sýningar á þýskri list í hundrað ár. Þrjár minni til viðbótar voru opnaðar 30. septem- ber, ásamt því að og sjöundi frammngurinn er að mönnum býðst bílferð og leiðsögn um alla borgina þar sem á dagskrá er að kynna það helsta í byggingarlist borgarinnar á tímabilinu, kannski einnig frá upphafi. Framkvæmdirnar standa til 9. janúar árið 2000. Þessi undarlega kona var eitt hið fyrsta er ég rakst á við formlega setningu Iistakaupstefnunnar, Art Forum, á hinu risastóra kaupstefnusvæði, Messegelande Berlin. Stóð Iangt fram á kvöld daginn fyrir almcnnu opnun- ina 30. september. Listaflakk ÞAÐ hefur trauðla farið framhjá les- endum menningarsíðunnar, að mikið hefur verið um að vera á vettvangi heimslistarinnar á þessu ári margræðra hvarfa í sögunni. Austan hafs og vestan eru menn að rýna í og skilgreina þróun myndlistar aldar- innar, og í Antwerpen og London minnast menn þess að 400 ár eru lið- in frá fæðingu hins mikla en skamm- lífa málara Antony van Dyck (Antwerpen 1599, London 1641), og í París að 300 ár eru frá fæðingu Je- an-Baptiste Siméon Chardin (París 1699, París 1779). Þá er víst óþarft að nefna, að 250 ár eru frá fæðingu Goethe, sem varði 40 árum lífs síns í rannsóknir á Iitakerfmu og var sann- færður um að niðurstöðurnar væru mesta afrek lífs síns. Undanfarið hefur rýnirinn verið víða á vettvangi og hermir á næstunni í greinarflokki af því helsta sem fyrir augu bar. Þótti rýninum rétt að kynna strax sitthvað af því í máli og myndum. Viðburðir sem enn eru í gangi fara þá væntanlega síður framhjá þeim sem hugsanlega eiga leið á þessar slóðir og lesendur vita hvað bíður þeirra. Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson ’ Mikið var um að vera í nýju húsnæði FIAC listakaupstefnunnar í París á nýja kaupstefnusvæði borgarinnar við Versailles-neðanjarðarstöð- ina. Jafnvel þótt kaupstefnan hafi ekki verið jafn miðsvæðis og áður var stöðugur straumur fólks á hana. Aldurforseti Iisthúseigenda Parísarborgar, sjálf Denise Réne, var að venju mætt til leiks og var deild hennar ekki síður glæsileg en í fyrra, enginn getur vænt hana um að fylgja ekki tímanum því í nágrenni hennar verður aldurinn af- stæður. Hér er hún á tali við einn af ásum sínum til lengri tíma, hinn snjalla Yaacov Agam. I Þjóðlistasafninu í Brussel beið mín stærsta yfirlitssýning á lífsverki þess mikla málara James Ensor (1860-1949) sem haldin hefur verið í Belgíu, en hann ásamt Edvard Munch og Ferdinand Hodler eru iðulega nefndir helstir brautryðjendur úthverfa innæisins, expressjónismans. Eyddi þar dagstund í miklu mannhafi og leit aðeins inn í aðrar deildir, en safnið er mjög gott, einkum er afar vel og hugvitsamlega búið að samtímalist. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Eins og fram hefur komið í fréttum, voru 10 stórar svart- hvítar Ijósmyndir Maríu Guðmundsdóttur settar upp í gangi aðalstöðva UNESCO í París. í tengslum við sýninguna sem lauk 6. október var kynnt ný og afar vönduð bók með Islandsmyndum hennar. Hér er María við formlega opnun sýningarinnar sem Sigríður Snævarr sendiherra bauð til, í hópi fleiri aðsópsmikilla valkyrja og liafgúa, þeirra Lindu Pétursdóttur, Brypju Nordquist og Vigdísi Grímsdóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.