Morgunblaðið - 20.10.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 45
+ EIías Jóhann
Leósson fæddist
í Reykjavík 23. nóv-
ember 1946. Hann
lést á heimili tví-
burabróður síns í
Reykjavík 12. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Gíslína J. Jóns-
dóttir, f. 5. septem-
ber 1925, og Leó St-
anley Petosky, f. 27.
júní 1922, d. 4. októ-
ber 1989.
Elías ólst upp
ásamt Jóni bróður
sínum, hjá afa sínum Jóni
Gíslasyni og ömmu sinni Karen
Maríu Jónsdóttur á Hverfis-
götu lOla í Reykjavík. Þau eru
bæði látin. Þeir áttu sitt annað
heimili hjá móður sinni og fóst-
urföður, Hilmari B. Guðmunds-
syni. Systkini Elíasar eru: Jón
Karel, f. 23.11. 1946; Regína, f.
16.12. 1949; María, f. 15.6.
1951; Sigríður, f. 13.10, 1952;
Fjóla, f. 10.6. 1957, og Asta, f.
20.7. 1959.
Elsku pabbi. Mér líður eins og ég
lifi í draumi og langar ekki til að
vakna. Lífið er einkennilegt en ég
verð að reyna að sætta mig við
hvernig það er og reyna að trúa því
að þetta sé vilji Guðs og þótt að til-
vera þín á jörðinni sé á enda ertu
núna á betri stað þar sem þér líður
vel. Sárast þótti mér að hafa ekki
getað kvatt þig áður en þú fórst frá
mér, þar sem þetta gerðist svo
skyndilega, og gefið þér gott vega-
nesti eins og þú gafst mér oft. Þú
áttir marga góða vini og í bænum
mínum þakka ég sérstaklega Gulla
vini þínum fyrir að sjá til þess að þú
varst ekki einn þessa örlaganótt
heldur í faðmi Nonna frænda sem
hefur styrkt mig mikið á þessum
erfiðu tímum. Ég vissi að þú værir
veikur en ekki svona mikið veikur,
þess vegna tók ég undir það þegar
þú varst að grínast með veikindin,
en þannig varstu alltaf, slóst öllu
upp í grín og komst öllum til að
hlæja.
Ég hélt að fyrsti dagurinn eftir
andlát þitt væri sá erfiðasti en dag-
arnir verða þyngri og þyngri eftir
sem á líður en sterk og góð fjöl-
skylda og góðir vinir hjálpa mér í
sorginni. Þú varst mér meira en
góður faðir, þú varst minn trúnaðar-
vinur og við sögðum hvor öðrum allt
bæði góða hluti sem og slæma. Þú
munt alltaf eiga ákveðinn stað í
hjarta mínu og ég mun aldrei
gleyma þér.
Astarkveðjur. Þinn sonur,
Bragi.
Elsku Elli frændi. Við sitjum hér
systkinin og hugsum til baka. Marg-
ar minningar og ánægjustundir
koma þá upp í hugann og erum við
þér mjög þakklát fyrir þær. Þú
varst ætíð glaður með bros á vör og
er erfitt að þurfa að sætta sig við að
eiga ekki eftir að njóta þess oftar.
Það er erfitt að kveðja og vita það að
þú átt ekki eftir að koma í næsta af-
mæli, faðma okkur, kyssa og segja:
„Sæll frændi,“ eða „Sæl frænka,“
eins og þér var einum lagið. Við
munum alltaf muna hvernig þú
breyttir röddinni þegar þú talaðir
við okkur systkinin, það kom upp lít-
ið glettnisbros og þar á eftir hugljúf-
ar spurningar beint frá hjartanu.
Spurningar sem gáfu það í skyn að
þig langaði til að hlusta og fá að vita
hvað við værum nú að bardúsa þessa
dagana. Þú vildir vera viss um að við
hefðum það gott. Þú hafðir alltaf
góða skapið meðferðis og varst alltaf
tilbúinn til að hlusta enda var mjög
gott að tala við þig því þú hafðir
alltaf eitthvað gott að segja. Þú
varst alltaf góður við okkur systkin-
in, eins og alla aðra, og ef það var
einhver sem fékk okkur til að líða
vel þá varst það þú.
Þú lagðir ætíð mikið upp úr því að
við vissum að það væri einhver sem
Árið 1970 kvænt-
ist Elías Maríu Guð-
rúnu Finnsdóttur.
Börn þeirra eru: El-
ías Gísli, f. 1.7.
1967, og Karen Jó-
hanna, f. 26.5. 1969.
María og Elías
skildu.
Árið 1974 hófElí-
as sambúð með Est-
er E. Isieifsdóttur.
Þeirra börn eru:
Bragi Valur, f. 22.2.
1979; Iris Eyíjörð, f.
13.4. 1983; og Jó-
hanna Ýr, f. 15.6.
1987. Ester og Elías slitu sam-
vistir.
Elías byrjaði ungur að vinna
við hin ýmsu verkamannastörf.
Hann starfrækti siðan sitt eigið
hreingerningafyrirtæki um
margra ára skeið. Siðustu árin
rak hann sína cigin verslun í
Kolaportinu og var jafnhliða
starfsmaður þess.
títför Eh'asar fer fram frá
Fossvogskrikju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
vakir yfir okkur, einhver sem heldur
yfir okkur vemdarhendi og trúum
við að þú hafir tekið við því hlut-
verki. Éfst í huga okkar eru þó
Jesúmyndirnar er við fengum frá
þér. Við höfum hvert og eitt eina fal-
lega mynd yfir rúminu sem leiðir
okkur inn í nóttina og vaknar með
okkur á morgnana. Munu þessar
myndir ætíð vera okkur hin fegursta
minning um þig, elsku frændi, vegna
þess að þær lýsa þér að svo miklu
leyti, því góðsemi, hlýja og um-
hyggja voru þín kjörorð. En þú
varst einnig mjög stríðinn. Alveg
sama hvort það var elsti fjölskyldu-
meðlimurinn eða sá yngsti, þér þótti
alltaf gaman að stríða smávegis og
koma öðrum til að hlæja.
Hefur hún Linda Björk ort til þín
ljóð og hljóðar það svo:
Hann var góður vinur og frændi.
Hann sagði alltaf eitthvað gott.
Nú er hann uppi, uppi hjá Guði
ogvakiralitafyfirmér.
Hann gaf mér eitt sinn Jesúmynd
sem er mér voða kær.
Svona var hann góður vinur
hann Elii frændi minn.
Elsku Elli frændi, okkur þykir,
þótti og mun alltaf þykja alveg
óendanlega vænt um þig. Þín er sárt
saknað. Kær kveðja,
Þín
Elva Björg, Siguijón, Linda
Björk og Ama Karen.
Vinur þinn er þér allt
Hann er akur sálarinnar,
þar sem samúð þinni er sáð
og gleði þín uppskorin.
Hann er brauð þitt og arineldur.
Þú kemur til hans svangur og í leit að friði.
Þriðjudaginn 12. þessa mánaðar
hringdi síminn og Nonni, tvíbura-
bróðir Ella, sagði mér að Elli væri
dáinn. Hann bað mig um að koma til
sín, sem ég og gerði. Kvöldið áður
keyrði ég Ella á Borgarspítalann því
þá var honum svo illt í hægra fæti
og var búinn fyrr um kvöldið að
finna fyrir óþægindum, svita og
ógleði. Ég spurði lækninn hvað hann
héldi að væri að. Hann sagði þetta
vera þursabit, en eitthvað var það
annað.
Ég kynntist Ella blessuðum fyrir
átta til níu árum þegar ég byrjaði að
selja í Kolaportinu og betur kynntist
ég honum þegar hann var farinn að
heimsækja mig, fyrst á Klapparstíg
og þar sem ég átti heima síðar. Okk-
ur varð vel til vina og kom hann nán-
ast á hverju kvöidi að heimsækja
mig. Ef ég var ekki heima beið hann
í bílnum eftir að ég kæmi, til að fá
kaffisopann sinn. Oft var hann hjá
mér um jól, páska og aðra frídaga.
Það verður sárt að hafa þig ekki um
jól og áramót, Elli minn, við sem
ætluðum að vera uppi á Öskjuhlíð
um næstu áramót, en þú kemur með
mér í huganum.
Það var gott að biðja Ella bónar,
því alltaf var hann tilbúinn, hvort
sem það var að flytja eða annað. Það
er höggvið stórt skarð í mitt líf eftir
fráfall þitt, því mér þótti afskaplega
vænt um þig, Elli minn, og ég mun
sakna þín mikið, þú varst svo góður
drengur. Hafðu þökk fyrir allt.
Nonni minn, böm Ella og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur öllum
samúð mína. Megi algóður guð gefa
ykkur kjark og blessun.
Þinn vinur
Gunnlaugur.
Der Mensch denkt aber Gott
lenkt. (Maðurinn hugsar (ráðgerir)
en Guð stjórnar.)
Þessi þýszki málsháttur kom mér
í hug þegar eg heyrði lát vinar míns
Elíasar, eða Ella, auglýst í útvarp-
inu. Það er eigi langt um liðið frá því
að hann sagði mér frá því áformi
sínu, að skreppa vestur á Snæfells-
nes, og að sumri hafði hann í huga
að fara út á land.
Laugardaginn 9. október hitti eg
hann eins og oft áður í Kolaportinu,
þá sagðist hann ætla að heimsækja
mig á miðvikudaginn. Eg var að fara
út á land næsta dag en bjóst við að
koma heim aftur á þriðjudag eða
miðvikudag, og bað hann þess vegna
að hringja til mín, svona í öryggis-
skyni áður.
Eg kom í bæinn á þriðjudags-
kvöldið og bjóst við hringingu frá
honum á miðvikudag eða þá á
fimmtudag. Miðvikudagur og
fimmtudagur liðu án þess að eg
frétti nokkuð. Þá lætur hann heyra
frá sér á föstudaginn, hugsaði eg.
Svo kom hin óvænta frétt á laug-
ardaginn. Ekki hafði mér til hugar
komið, og allra sízt, að Elías, eða
Elli, yrði á undan - þannig er nú það
- stundum.
„Der Mensch denkt, aber Gott
lenkt.“ Maðurinn áformar (hugsar),
en Guð stýrir (stjórnar).
Elías sagði mér frá ýmislegu
áhugaverðu og skemmtilegu, sem
hann um ævina hefði reynt. Eg hafði
það svo sem í huga, eða á bak við
eyrað, eins og komist er að orði
stundum, að skrá þetta allt niður,
áður en af því gæti orðið, þurfti og
eg helzt að ljúka ýmsu öðru, en eg
hlakkaði hinsvegar til verksins.
Maðurinn hugsar, en Guð stjórnar,
og við stjórn hans verður maðurinn
að sætta sig og fyrir stjórn hans að
beygja sig, hvað sem annars tautar
og raular.
Hugur reikar til liðins tíma, og
myndir minninganna streyma fram.
Eg kynntist Elíasi fyrst í Kola-
portinu gamla - og hinu eiginlega
Kolaporti - árið 1992, að mig minn-
ir, eða um það leyti - starfaði þá á
sumrin sem stöðuvörður. Kunn-
ingsskapur okkar varð svo smátt og
smátt meiri og mér tókst að fá Elí-
as til þess að ganga inn í Góðtempl-
araregluna, en hann gekk inn í
stúkuna Framtíðina nr. 173, og þar
var hann félagi til hinzta dags. Og
nú kveðja Framtíðarfélagar hann
með söknuð í huga, og votta um leið
syrgjendum, ástvinum hans samúð
sína.
Eftir situr í huganum tómleiki,
angurværð, eins og ávallt, þegar
vinur er horfinn á braut, kvaddur
heim.
Stundum spyr maður sjálfan sig,
getur eigi að því gjört, hvers vegna
góðir drengir þurfi að verða í brautu
kallaðir, einmitt á hátindi ævinnar,
en það er nú einu sinni þannig, og
sem betur fer, að enginn veit lengd
síns lífstíma. Óvænt er nú einum
vininum færra orðið, og farin áform-
in fýsilegu.
Þannig er það, Der Mensch
denkt, aber Gott lenkt, mennimir
(maðurinn) ráðskast, en Guð ræður.
Eg votta hinum syrgjandi ætt-
ingjum samúð mína, og er þakklátur
fyrir minningar um góðan dreng.
Björn G. Eiríksson.
Elías Jóhann Leósson, eða Elli
eins og vinfr og samstarfsfélagar í
Kolaportinu kölluðu hann, var ávallt
mikill merkisberi Kolaportsins og
hefur selt þar notaða muni frá upp-
hafi. Þau fáu skipti sem hann tók frí
síðustu tíu árin var vegna veikinda.
Kolaportið var hans annað heimili og
fyrir utan að selja sína vöru sá hann
um þrif í Kolaportinu að hluta fyrstu
árin og að öllu leyti frá því að Kola-
portið fluttist í Tollhúsið. Hann var
því allt í senn seljandi, samstarfsfé-
lagi og vinur okkar í Kolaportinu.
Það sem hefur ekki hvað síst
skapað Kolaportinu sérstöðu er sala
á notuðum munum og þar hefur Elli
frá upphafi, eða í tíu ár, lagt línuna
með sínum sérstaka sölubás. Það
var alltaf gaman að koma í básinn
hans Ella og það verður að segja að
þessi skrautlegi sölubás hans átti
engan sinn líka. Það er ótrúlegur
fjöldi fólks sem hefur heimsótt bás-
inn hans og skiptir sá fjöldi sjálfsagt
þúsundum.
Þær eru margar skemmtilegar
sögurnar sem við minnumst og gam-
an er að eiga eftir þennan Ijúfa
dreng. Sem dæmi má nefna klukk-
una góðu sem vantaði í kólfinn og
þegar viðskiptavinur spurði hvort
þetta ætti að vera svona svaraði Elli
því til að þetta væri klukka fyrir
heyrnarlausa. Það var alltaf stutt í
húmorinn og brosið hjá Ella vini okk-
ar og nágrannar hans í Kolaportinu
nutu þess að hafa þennan brosmilda
og þægilega félaga nálægt sér.
Alla laugardagsmorgna fór Elli
sína hefðbundnu skoðunarferð um
Kolaportið með kaffikönnuna í
hendinni. Oft gerðum við grín að því
að rekja mætti morgungöngu þessa
vinar okkar á kaffiblettunum sem
slettust upp úr könnunni. Við eigum
líka eftir að sakna Ella í morgun-
kaffinu þar sem í gegnum árin hefur
verið spjallað um heimsins gagn og
gaman. Elli vinur okkar mun lifa
áfram sem einn af þeim sem tóku
þátt í gera Kolaportið að veruleika.
Við sem erum í Kolaportinu og höf-
um notið þess að fá að kynnast Ella,
kveðjum þennan vin okkar og þökk-
um fyrir ánægjuleg kynni og vottum
aðstandendum hans samúð.
F.h. vina og samstarfsfélaga í
Kolaportinu
Guðmundur G. Kristinsson.
• Fleirí miimingargremar um Elías
Jóhann Leósson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLAFÍA STEFÁNSDÓTTIR
frá Grund,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi að
morgni mánudagsins 11. október.
Jarðarförin fer fram frá Staðarhólskirkju í Saurbæ
föstudaginn 22. október kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
LILJA JÓNSDÓTTIR
frá Flateyri,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Skjóli,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 21. október kl. 13.30.
Jón Eyjólfsson,
Guðrún Indriðadóttir,
Eyjólfur Jónsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir,
INGVI KARL INGVASON,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 7. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Helga Halldórsdóttir, börn
og systkini hins látna.
t
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HARALDAR HERMANNSSONAR
rafvirkjameistara,
Fellsmúla 10,
Reykjavík.
Innilegar þakkir til starfsfólks taugalækningadeildar Landspítalans.
Pálína Kjartansdóttir,
Halldóra Haraldsdóttir, Ingólfur Arnarson,
Sigrún Haraldsdóttir, Jón Ástvaldsson,
Bergþóra Haraldsdóttir, Guðmundur Ómar Þráinsson,
Herdis Haraldsdóttir, Björn Hjálmarsson,
Kjartan Haraldsson, Sigríður E. Magnúsdóttir
og afabörn.
ELÍAS JÓHANN
LEÓSSON