Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 t Þökkum af heilum hug samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNS ÞORVALDSSONAR fyrrverandi skólastjóra f Siglufirði. Friðþóra Stefánsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Henning Finnbogason, Þorvaldur Jóhannsson, Stefanía Jóhannsdóttir, Indriði Jóhannsson, Kristjana Björk Leifsdóttir, Freysteinn Jóhannsson, Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og bróður, SIGURÐAR TORFA SIGURÐSSONAR, Flétturima 1, Reykjavík. Anna Árnadóttir, Guðbjörg Torfadóttir, Sigurður Örn Jónsson, Eva Björg Torfadóttir, Jón Þór Guðjónsson, Theodóra Torfadóttir, Thelma Torfadóttir, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir og systkini. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRMANNS BJARNASONAR frá Laufholti, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til vina og starfsmanna Hraunbúðum. Halldóra Ármannsdóttir, Snorri Snorrason, Herbert Ármannsson, María Ármannsdóttir, Grímur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU BJARGMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reykjalundar. Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, Ólafía Aðalsteinsdóttir, Örvar Aðalsteinsson, Ævar Aðalsteinsson, tengdabörn og barnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR GUÐRÚNAR SÍMONARDÓTTUR. Þjónustuskrifstofa iðnfélaga, Suðurlandsbraut 30. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags: blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardags- blað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyr- ir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. MINNINGAR_________ NANNA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR + Nanna Ingi- björg Einars- dóttir fæddist á Brekku á Bæ f Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu 7. nóvem- ber 1919. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 5. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 15. október. Elsku amma mín. Það er alltaf erfitt kveðja en eins og stendur í söngtextanum sem þú hélst svo mikið upp á: „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Loksins ertu búin að fá hvíld eftir mikla og erfiða baráttu. Eg veit að þessi bar- átta var erfið og sársaukafull en aldrei kveinkaðir þú þér. Þú slóst frekar á létta strengi við okkur, eins og þér einni var lagið. Þú fylgdir mér í gegnum lífið allt frá fæðingu og er það mesta blessun sem mér hefur verið færð. Þegar ég skoða gamlar myndir af okkur þar sem ég sit í kjöltu þinni er ekki erfitt að sjá hversu samrýndar við vorum. Strax mynduðust órjúfanleg vináttubönd. Þér fannst á einhvern hátt þú þurfa að vernda mig og passa. Þú minntist svo oft á það að ég hefði verið svo agnarsmá að það hefði verið hægt að koma mér fyrir í skókassa, um leið og þú straukst mér um vangann og hlóst. Hjá prestinum stóðstu með mig í faðmi þínum og presturinn skýrði mig í höfuðið á þér. Elsku amma mín, ég er stolt að því að bera nafn þitt og veit að því fylgir gæfa. Þú varst mjög trúuð og lagðir strax áherslu á að kenna mér faðirvorið. Alltaf baðstu Guð um að geyma þá sem þér þótti vænt um og baðst mig um að gera hið sama. Þetta gerð- irðu svo lengi sem ég man. A þenn- an hátt sá ég hver hugur þinn var til allra þeirra sem voru þér nánir. Tryggari og betri vin hefði ég ekki getað átt. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og voru það ófáar stundimar sem ég heim- sótti þig og leitaði nærveru þinnar. Þú stóðst alltaf eins og klettur við hlið mér og hvattir mig áfram í öllu því sem ég gerði. Þú hélst mikið upp á tónlist og dans, áttir það til að dansa og syngja inni í stofu af fullum krafti. Þér var það því mikið mál að hvetja mig í öllu því sem ég gerði og ekki síst í dansinum. Ef ég var svo óheppin að missa af strætó vissi ég að eina manneskjan sem myndi bjarga mér værir þú. Þú varst ekki lengi að koma á hvíta bílnum þínum og keyra mig. Eg man alltaf þá sögu sem þú sagðir mér að þú hefðir þurft að hætta í skóla og fara að vinna, þú fórst grátandi upp að húsvegg, því þér þótti svo gaman í skólanum. Þannig var fátæktin í þá daga og vildir þú sýna mér hve dýrmætt það væri íýrir mig að geta haldið skóla- göngu minni áfram. í gegnum árin fylgdist þú með þínum nánustu hvert fótspor og klipptir út allt sem birtist af þeim í blöðunum. Allar þessar úrklippur geymdir þú undir gleri á snyrti- og náttborðinu þínu. I dag horfí ég á þessar úr- klippur og sé hvað þú varst stolt af öllu þínu fólki og hófst það oft upp til skýjanna. Heimili þitt var eins og dagbók fjölskyldunnar, því þú geymdir alla persónulega muni, sem tengdust fjölskyldunni á einhvem hátt. Allt var eins og í uppruna- legri mynd. Hluti, sem flestir hefðu hent, geymdir þú eða gafst frá þér. Aldrei mátti henda neinu sem heilt var. Fegurðarskyn þitt var mikið og alltaf varstu að fegra í kringum þig. Þegar ég skoða allt handverkið sem þú hefur gefið mér, fallegar út- saumaðar myndir af móður og bami, merkt handklæði og visku- stykki með upphafsstafnum þínum, hvað sem ég skoða er allt svo fallegt og vandað. Allir í fjölskyldunni muna eftir garðinum þínum á Tunguveginum, sem var líkastur ævintýri. Stórbrotinn garður með flestum íslenskum blómum sem fyr- irfinnast í íslenskri náttúru, skreytt með hrauni og hvítum jöklasteinum. Þegar ég hugsa til baka um þennan garð var hann einkenni þitt. Með því að skoða garðinn var hægt að skyggnast inn í þá persónu sem þú hafðir að geyma. Eldrauð blómin fyrir ást, jöklasteinar og hraun fyrir tryggð og ósérhlífni. Blær garðsins fyrir þá endalausu hlýju sem þú gast gefið. Einstakan áhuga hafðir þú á dýr- um og áttir hana Lady þína á seinni áram. Þau tilfinningabönd sem þú bast við dýrin vora ekki ólík því sem þú sýndir þínum nánustu. Þegar Lady dó tók það mikið á þig og mátti þá sjá hversu stórt hjarta þitt var. Ekki varstu mikið fyrir að biðja aðra um hjálp. Þannig að þú gekkst í öll störf sjálf, hvort sem um var að ræða að lyfta þungum hlutum eða þrífa bílinn þinn. Bílamir þínir vora alltaf eins og splunkunýir, svo vel hugsaðir þú um alla þá hluti sem þú áttir. Gjafmildari konu þekkti ég ekki. Það var alltaf hægt að koma og bragða á góðu pönnukökunum þín- um, ávallt vildirðu gefa fólki þínu meira þótt allir væra löngu orðnir saddir. Aldrei máttir þú sjá neinn minni- máttar og hafðir þú mikla samúð með þeim sem áttu um sárt að binda. Eg man eftir einum vini þín- um sem þú heimsóttir reglulega. Þú reyndir að stytta honum stundir eftir fremsta megni. Þér fannst það vera skylda þín gagnvart góðum vinj. Eg minnist skemmtilegrar kímni- gáfu þinnar og ávallt var gaman að koma heim til þín og hlæja. Þú hafð- ir einstakt lag á að gleðja fólk og þannig hreifst þú það með þér. Þó að þú væri komin á efri ár virtist ekki vera aldursmunur á þér og á þeim sem yngri vora. Avallt kvaddir þú alla með blíð- legu brosi, þar sem þú stóð í dyrun- um, jafnvel í miklum kulda og vindi, þar til gestirnir voru horfnir þér sjónum. Þetta sýndi hvað þér þótti vænt um þá sem þú þekktir. Fjölskylda þín og vinir vora þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst svo sterkri og yndislegri manneskju sem þú varst. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði en ég get verið sátt því nú er allur þinn sársauki horfinn og sá staður þar sem þú hvflir var óskastaðurinn þinn, rót- gróinn og friðsæll staður. Eg veit að hinum megin tekur Guð við þér opnum öiTnum og mun ég alltaf finna fyi'ir nálægð þinni. Eftir standa góðar og hlýjar minningar. Elsku amma mín, ég veit að undh- lokin varstu alltaf að kveðja mig og kveð ég þig með sömu orðum: Guð geymi þig, elsku amma mín, um leið og ég faðma þig. „Amma geymir innra með sér heim sem þú þekktir aldrei. Hún fræðir þig um hann, bætir honum í minningasafn þitt, svo þú getir miðlað barnabörnum þínum af þeim fróðleik. Gættu hans vel.“ (Pam Brown) Nanna. Nú þegar þú ert farin, elsku amma, minnist ég allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Sér- staklega minnist ég jólanna þar sem þú komst með jólaandann heim til okkar. Við sátum oft tímunum sam- an og spiluðum inni í eldhúsi og tæmdum heilu konfektskálarnar og hlógum og kýttumst á. Þú lagðir mikla áherslu á að heimsækja leiði látinna vina þinna á aðfangadag og fór ég oft með þér upp í kirkjugarð og hjálpaði þér að kveikja á kertunum. Víst er að ég kveiki á kertinu þínu núna um jólin. Þú varst alltaf full af krafti og gleði og mun ég sakna þess meira en orð fá lýst að geta ekki verið með þér. Þegar þú veiktist trúði ég alltaf að þú myndir ná þér fljótt því þú varst alltaf svo sterk og mér fannst alltaf að þú myndir lifa að eilífu. Nú þegar þú ert farin hef ég misst ástkæran vin sem ég gat alltaf leitað tfl þegar ég þurfti. Elsku amma, ég kveð þig og bið guð að vernda þig. Henning Þór Hauksson. Leiðrétting Nokkrar ritvillur urðu í ljóði Þóra Bjarkar Benediktsdóttur í minning- argrein hennar um Nönnu Ingi- björgu Einarsdóttur á blaðsíðu 42 í Morgunblaðinu föstudaginn 15. október. Það birtist hér á nýjan leik og era hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á mistökunum: Ég leit út að Bæ í Lóni er lágreistu húsin kúra, þar léttstíg stúlkan löngum lifði við fjör í bú. Þú ólst upp við djörfung og dugnað sem djúpt átti þína veru. Þar fagur fjallahringur faðmaði litla hrund. Ég kveð þig núna, Nanna, hjá náðugum himnafóður áttu nú elskandi skjól við eilífa faðminn hans. (Þóra Björk Benediktsd.) SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist í Skollatungu (Tungu) í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu 2. ágúst 1913. Hún lést í Hveragerði 8. október siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 16. október. Elsku besta langamma. Mig langar til að minnast þín í nokkram orðum nú þegar kveðjustundin er komin. Er ég hugsa aftur í tímann þá áttum við góðar stundir saman. Þegar þú áttir heima hér í Þorlákshöfn og ég kom þá til þín þá varstu búin að blanda gott djús og alltaf bauðstu mér kökur eða eitthvað gott. Svo var líka alltaf nammi í nammiskálinni. Eg hjálpaði þér líka oft að vaska upp og varðst þú alltaf mjög ánægð og vildir alltaf launa mér fyrir. I eitt skiptið sem ég kom til þín þá gafstu mér eymalokka úr ekta gulli og þótti mér mjög vænt um þá, en svo týndi ég þeim á lands- móti skáta í júlí og varð ég þá mjög sár. Svo var það grjónagrauturinn sem ég fékk nokkram sinnum hjá þér, það var sko ekta langömmu- grautur. Og öll jólaboðin þín. Hvernig verða jólin eiginlega? Ekkert jóla- dagsboð með ekta súkkulaðikakói og kökum. Það kakó var líka ekta langömmukakó. Og á gamlárskvöld þegai- margt af skyldfólkinu hittist heima hjá þér, nú verður þetta allt heldur skrýtið. Þegar þú fluttir að Ási í Hveragerði komum við mamma stundum til þín og þá þótti þér vænt um að fara í Eden og fá þér kaffi og flatköku með hangikjöti, en ég vildi bara fá mér ís. Og það sem mér þótti vænt um var að þú vildir að ég kallaði þig ömmu en ekki langömmu því þér þótti það skemmtilegra. Ég mun sakna þín, elsku besta langamma. Þín litla nafna Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.