Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis um matsskyldu Fljótsdalsvirkjunar
Með full-
um krafti
í haust-
verkin
HAUSTVERKIN eru mörg og
sjálfsagt hjá Jóni Helgasyni, ein-
um af starfsmönnum Reykjavík-
urborgar, að nota blíðuna til að
spúla kringum Ráðhúsið. í dag
verður áfram suðlæg átt með
rigningu og súld sunnan- og vest-
aniands. I veðurspá næstu daga
gerir Veðurstofan ráð fyrir hlý-
indum fram á laugardag. Vætu-
samt verður áfram sunnanlands
og vestan en bjartviðri norðan-
og austanlands. Gert er ráð fyrir
að um helgina fari að kólna.
Óútgefið framkvæmdaleyfi
hindrar ekki undanþágu
AFSTADA iðnaðarráðuneytisins til
matsskyldu Fljótsdalsvirkjunar er
skýr, að sögn Þorgeirs Örlygssonar
ráðuneytisstjóra. Hann segir að um-
mæli Aðalheiðar Jóhannsdóttur lög-
fræðings, sem sá meðal annars um
að semja frumvarpið sem varð að
lögum um mat á umhverfisáhrifum, í
Morgunblaðinu í gær muni ekki hafa
nein áhrif á þá afstöðu ráðuneytisins.
Þorgeir sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að ráðuneytið hefði
skoðað lögin um mat á umhverfis-
áhrifum í langan tíma. „Það er afstaða
ráðuneytisins að Fljótsdalsvirkjun var
heimiluð með lögum um raforkuver
árið 1981, með lögum um Landsvirkj-
un árið 1983 og leyfi ráðherra frá
1991. Því h'tur ráðuneytið svo á að
þannig séu til staðar útgefin leyfi í
skilningi bráðabirgðaákvæðis II í lög-
um um mat á umhverfisáhrifum. Af
því leiðir að virkjunin þurfi ekki í mat
á umhverfisáhrifum,“ sagði Þorgeir.
Þorgeir sagði jafnframt að þetta
væri samhljóða niðurstöðu sem um-
hverfisráðuneytið hefði áður komist
að. „Sú afstaða kemur fram í bréfi
umhverfisráðuneytisins til nefndar-
sviðs Alþingis hinn 15. júlí á þessu
ári og raunar einnig í bréfi til okkar
5. nóvember síðastliðnum."
Skipulagsstjóri telur ekki
rétt að tjá sig um málið
Spurður um þá túlkun Aðalheiðar
að framkvæmdaleyfi hefði þurft að
liggja fyrir áður en EES-samning-
urinn tók gildi, svo hægt væri að líta
svo á að virkjunin væri undanskilin
lögum um mat á umhverfisáhrifum
sagði Þorgeir:
„Framkvæmdaleyfið sem hún
[Aðalheiðui-] er að vitna til er nýtt
leyfi samkvæmt skipulags- og bygg-
ingarlögum. Framkvæmdaleyfi í
þessum skilningi var ekki til staðar,
hvorki samkvæmt eldri byggingar-
lögum né skipulagslögum," sagði
Þorgeir.
Stefán Thors skipulagsstjóri
kvaðst í gær telja að málið væri þess
eðlis að hann teldi ekki rétt að tjá
sig um það að svo stöddu. Hins veg-
ar yrði það tekið til skoðunar innan
stofnunarinnar.
Endurskoðuð lög lögð
fyrir þingið á næstu vikum
I umræddu viðtali við Aðalheiði
Jóhannsdóttur lögfræðing í Morg-
unblaðinu í gær kemur fram að ís-
lensk stjórnvöld hafi ekki enn breytt
íslenskri löggjöf í samræmi við til-
skipun ESB um mat á umhverfis-
áhrifum, en það hafi þeim borið að
gera í mars 1999. Ástæður þess að
endurskoðuð lög um mat á umhverf-
isáhrifum hafa ekki enn verið lögð
fram á Alþingi koma fram í svari
Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra við fyrirspurn Kolbrúnar
Halldórsdóttur alþingismanns hinn
20. október sl. á Alþingi.
„Hinn 30. október 1997 skipaði
Guðmundur Bjamason, þáverandi
umhverfisráðherra, nefnd sem feng-
ið var það hlutverk að endurskoða
lög um mat á umhverfisáhrifum [...]
Nefndin skilaði tillögum sínum í
formi endurskoðaðra laga með bréfi
dagsettu 10. desember 1998.
Frumvarp það sem unnið var á
vegum stjórnskipaðrar nefndar og
áður er nefnt var lagt fyrir ríkis-
stjórn með nokkrum breytingum
stuttu fyrir þinglok á næstsíðasta
löggjafarþingi en ekki vannst tími til
að leggja það fyrir Alþingi þar sem
þingið var óvenju stutt vegna al-
þingiskosninga. Frumvarpið hefur
verið til umfjöllunar í ráðuneytinu
og hefur ráðuneytið í sumar og
haust leitað umsagna þeirra aðila
sem sérstaklega eru undir lögin
settir með það fyrir augum að reyna
að einfalda matsferli og stjómsýslu
á þessu sviði. Síðustu umsagna er að
vænta á næstu dögum,“ sagði ráð-
herra.
Ráðherra kvaðst jafnframt reikna
með því að frumvarpið yrði lagt
fram á næstu vikum þegar unnið
hefði verið úr þeim umsögnum sem
borist hefðu ráðuneytinu. „Á þessari
stundu er erfitt að áætla hvenær
nýju lögin taka gildi. Það fer að
sjálfsögðu eftir vinnunni hér á hinu
háa Alþingi," sagði ráðherra enn-
fremur í svarinu.
Victor Young, forstjóri FPI, furðar sig á tilboði NEOS Seafood
„V erulega
lágt tilboð“
Starfsmenn FPI mjög andvígir yfirtökunni
Verðmat á eigum
Sjúkrahúss Reykjavíkur
Ríkið greiði
1,5 milljarða
RÍKISSJÓÐUR skal greiða Reykja-
víkurborg 1,5 milljarða fyrir eignar-
hlut borgarinnar umfram 15% í fast-
eignum, búnaði og tækjum Sjúkra-
húss Reykjavíkur í Fossvogsdal,
Grensásdeildar og vistheimilisins í
Arnarholti. Að sögn Hjörleifs Kvar-
an borgarlögmanns nær matið yfir
tvær aðrar eignir, sem ríkið skal
greiða að fullu; 70 milljónir fyrir
Hvítabandið við Skólavörðustíg og
helmingshlut borgarinnar í meðferð-
arheimili við Kleifarveg eða tæpar
12 milljónir.
Þetta kemur fram í skýrslu nefnd-
ar um mat á eignum Sjúkrahúss
Reykjavíkur, sem lögð hefur verið
fram í borgarráði. Að sögn Hjörleifs
var samið um það í desember árið
1998 að ríkið tæki yfir Sjúkrahús
Reykjavíkur og að ríkið ætti að end-
urgreiða Reykjavíkurborg eignar-
hlut borgarinnar í sjúkrahúsinu um-
fram 15%. „Borgin mun áfram eiga
þessi 15%,“ sagði hann.
VICTOR Young, forstjóri Fishery
Produets International Ltd. í
Nýfundnalandi, segist furða sig á til-
boði NEOS Seafood, sem Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna á m.a. hlut í,
enda ljóst að tilboðið sé verulega
lágt. Hann segir að tilboðið verði
engu síður skoðað vandlega. Veru-
leg andstaða gegn tilboðinu er meðal
starfsmanna FPI Ltd.
Eins og greint hefur verið frá er
NEOS Seafood nýstofnað félag í
eigu kanadísku sjávarútvegsrisanna
Barry Group og Clearwater Fine
Foods og Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hf. Félagið lagði í síðustu
viku fram tilboð í eignarhlut
kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins
Fishery Products International Ltd.
(FPI) fyrir 142 milljónir kanadadoll-
ara eða 9 dollara í hvern hlut.
Tilgangurinn óljós
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Victor Young, forstjóri FPI,
bókfært verð félagsins 10,75 dollara
á hlut og reksti-arfé félagsins væri
um 7,65 dollarar á hlut. „Við höfum
nýverið skilað besta ársfjórðungs-
uppgjöri í fjögur og hálft ár. Það er
því ljóst að tilboð upp á 9 dollara fyr-
ir hlutinn er verulega lágt boð.“
Hann sagði marga velta fyrir sér
hver væri tilgangur NEOS Seafood
með tilboðinu. „Satt best að segja
gerum við okkur ekki grein fyrir því
hver stefna FPI yrði ef tilboði NEOS
Seafood yrði tekið. Margir hafa furð-
að sig á því að tilboðið er gert undir
þeim merkjum að fyrirtækin þrjú
vilja gera FPI að alþjóðlegu sjávar-
útvegsfyrirtæki. FPI er nú þegar
stærra en öll fyrirtækin þrjú, heild-
arsala félagsins er um 700 milljónir
dollara á ári, og það er mun stærra
en Icelandic Freezing Plant Cor-
poration. Við teljum FPI eitt af betri
sjávarútvegsfyrii'tækjum í heiminum
og okkur finnst það því kaldhæðnis-
legt að yfirlýst stefna þessara fyrir-
tækja sé að gera FPI að því sem það
nú þegar er.“
Hann sagðist ekki geta greint frá
því hvort aðrir aðilar hefðu sýnt fyr-
irtækinu áhuga en svar við tilboði
NEOS Seafood lægi væntanlega fyr-
ir innan tveggja mánaða.
„Við tökum þetta tilboð af mikilli
alvöru og við munum fara vandlega
yfir það. í þeirri vinnu munum við
fyrst og fremst bera hag hluthafa fé-
lagsins fyrir brjósti," sagði Victor
Young.
Óánægja meðal
starfsmanna
í kanadíska dagblaðinu The Tel-
egram er í gær fjallað um tilboð
NEOS Seafood í FPI. Þar kemur
fram að megn óánægja ríkir meðal
starfsmanna félagsins vegna tilboðs-
ins, einkum vegna þátttöku Bill
Barry, eiganda Barry Group, í því.
Segjast starfsmennirnir ósáttir
vegna þess að nú hafi tekist að snúa
rekstrinum til betri vegar með miklu
erfiði á undanförnum árum. Þá ótt-
ast starfsmennirnir að laun þeirra
lækki verði tilboðinu tekið, enda sé
talsverður munur á launum starfs-
manna í verksmiðjum FPI og verk-
smiðjum í eigu Bill Barry.
Tilboð NEOS Seafood er háð því
skilyrði að aflétt verði lögum í
Nýfundnalandi sem kveða á um 15%
hámarks eignaraðild einstaklinga og
félaga í fyrirtækjum. 1 viðtali við
The Telegram á föstudag sagði Bri-
an Tobin, forsætisráðherra
Nýfundnalands, að lögunum yrði
ekki breytt nema almenningur í
landinu hefði af því hag.
Sérblöð í dag
w. in b L i s • •
Wgskra
Verðlaunakrossgáta
► Þættir - fþróttir
► Kvikmyndir - Fólk
Hálfur mánuður
af dagskrá
frá miðvikudegi
til þriðjudags
► í VERINU í dag er sagt frá verðmun á þorski á
fískmörkuðum eftir veiðarfærum, setningu 39.
ársþings Farmanna- og fiskimannasambands
Islands sem hófst í gær og greint frá ályklunum
formannafundar Sjómannasambands fslands.
Gunnleifur
ekki á förum
fráKR
Grunfeld ekki
sýnd nein
gestrisni
Rúnar
orðaður
við Stoke
B3
B2
B1
4SHi
Á MIÐVIKU-
DÖGUM