Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPT! Össur með 111 milljóna hagnað fyrstu níu mánuði ársins Ráðin fjármálastjóri hjá Scandsea Hag’naðurinn 64% meiri en á sama tíma í fyrra OSSUR hf. Úr milli- uppgjörum 1999 og1998 Rekstrarreikningur Miiijónir króna Rekstrartekjur Rekslrargjöld Hagnaður fyrir fjármagnsiiði Fjármunatekjur og tjármagnsgjöld Hagnaður fyrir skatta Skattar af reglulegri starfsemi flhrif dótturfélaga Hagnaður tímabilsins Jan.- sept. 1999 1.040,6 853,9 186,7 172,5 59,6 ■1.5 111,4 Jan.- sept. 1998 813,4 688,3 125,1 -19,4 105,7 37,1 ÆL 67,8 Breyt. +28% +24% +49% -27% +63% 61% +86% +64% HAGNAÐUR Össurar hf. sam- kvæmt óendurskoðuðu 9 mánaða árshlutauppgjöri er 111 milljónir króna eftir skatta og fjármagns- gjöld, en hagnaður fyrir skatta er 172 milljónir. Ekki var um neinar óreglulegar tekjur að ræða á þessu tímabili. Hagnaður alls ársins í fyrra var 79 milljónir króna. í frétt frá Össuri hf. kemur fram að mestur hagnaður af rekstri félagsins verði yfirleitt til á öðrum og þriðja ár- sfjórðungi, en um 15% af hagnaði ársins 1998 hafi orðið til á síðasta fjórðungi þess árs. Velta fyrirtækisins árið 1998 var 1.033 milljónir króna og er áætluð velta 1999 um 1.350 milljónir. Nánast allur þróunarkostnaður á tímabilinu er gjaldfærður, að und- anskildum 3 milljónum sem eign- færast vegna einkaleyfaumsókna erlendis. Þróunarkostnaður hefur aukist um 97% og markaðs- og sölu- kostnaður um 54%, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Kostnaður vegna hlutabréfaútboðs, sem þegar hefur verið gjaldfærður, nam um 9,5 milljónum króna. „Fjárhagsstaða félagsins er sterk og er handbært fé þess u.þ.b. 1.100 milljónir en félagið mun nýta þetta fjármagn í vexti komandi ára, eins og fram kom í útboðslýsingu sem gefin var út fyrir hlutafjárútboðið. Sala á vörum Össurar hf. hefur farið fram úr áætlun á aðalmarkaðs- svæðum fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og í Evrópu. Dreifikerfi fyrir- tækisins hefur verið eflt til muna á þessum mörkuðum og er sú breyt- ing nú að skila sér. Hagræðing í rekstri félagsins á þessu ári er um- talsverð og munar þar mestu um nýja staðsetningu á söluskrifstofu Össurar hf. í Baltimore og flutning á framleiðsludeild í Bandaríkjunum og söluskrifstofu í Lúxemborg til Is- lands. Á árinu voru tvær nýjar vörur settar á markað. Annars vegar er um að ræða VARILOCK tengibún- að og hins vegar ICEFLEX hnéhlíf, sem markar upphaf að uppbygg- ingu á nýrri vörulínu fyrirtækisins á sviði tengihlífa. Viðtökur á þessum vörum hafa verið góðar. Félagið var skráð á aðallista Verðbréfaþings íslands 11. október og tóku 8.500 aðilar þátt í hlutafjár- útboði félagsins. Utboðsgengið var 24. Mikill áhugi var á hlutafé í Öss- uri hf. í hlutafjárútboðinu og tals- verð viðskipti hafa verið með hluta- bréf í félaginu í kjölfar þess. Til að mæta þeim mikla áhuga almennings á Össuri hf. í hlutafjárútboðinu, var ákveðið að birta nú óendurskoðaðar rekstrarupplýsingar að afloknum 9 mánuðum til að upplýsa hluthafa um rekstrarafkomu félagsins. „Þetta er gríð- arlegt tækifæri“ JÓHANNA Waag- fjörð hefur verið ráðin fjármálastjóri sænska fyrirtækisins Scands- ea AB frá 1. desember næstkomandi. Jóhanna er þjóð- hagfræðingur frá Há- skóla Islands, lauk MBA-námi í Banda- ríkjunum og starfaði þar í fjögur ár á fjár- málasviði hjá fyrir- tækinu Rubbermaid. Nú starfar hún við verðbréfamiðlun hjá FBA en hefur auk þess unnið að sérverk- efnum tengdum verð- mati og yfirtökum fyrirtækja. Hún segir að núverandi starf hafi orðið til þess að henni var boðið starfið hjá Scandsea. „Eg vann að verkefni fyrir Scandsea, sem varð að samningi á milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Scandsea. Þannig kynntust forráðamenn fyrirtækisins mér og í kjölfarið kom símtalið frá þeim. Eg varð alveg forviða en þetta er gríð- arlegt tækifæri fyrir mig.“ Að sögn Jóhönnu er verið að gera breytingar á stjómun fyrirtækisins og við þær færist núverandi fjármál- astjóri í forstjórastarfið. Þar af leið- andi opnaðist fjármálastjórastaðan í fyrirtækinu. „Það verður náttúr- lega erfitt að fara héðan enda er FBA frábær vinnustaður. Hins veg- ar er þetta það sem ég stefndi að frá upphafi, að vera meðal stjórn- enda og helst í fjármála- stöðu. Því greip ég þetta einstaka tæki- færi,“ segir Jóhanna. Scandsea er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í útgerð og viðskipt- um með sjávarafurðir en fyrirtækið var í frétt- um nýlega vegna kaupa SH á 20% hlut í fyrir- tækinu. Þess má einnig geta að íslenska fyrirtækið Fisk- afurðir er að fullu í eigu Scandsea, þannig að tengsl þess við íslenskan sjávarútveg eru töluverð. „Velta fyrirtækisins er á bilinu 5-6 miUjarðar íslenskra ki-óna á ári. Það á skip sem það gerir út en er mest að kaupa og selja fisk, aðallega með því að gera samninga \úð fiskiskip og fiskiskipaeigendur um að ijármagna veiðamai- fyrir þá. Fyrirtækið fær svo greiðslu í afurðum sem það selur áfram,“ segir Jóhanna að lokum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins em í Helsingborg í Svíþjóð og þar mun Jóhanna starfa en Scandsea starfar einnig á Islandi, í Kanada, Banda- ríkjunum og Rússlandi. Jóhanna WaagQörð Fundur um áhrif hlutabréfamarkaðar á stjórnun fyrirtækja Langtímaáætl anir það sem koma skal Morgunblaöiö/Ásdís Agnar Hansson frá Viðskiptaháskólanum í Reykjavík á fundi Gæða- stjórnunarfélags íslands í gær. STEFÁN Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís- lands, segir upplýsingagjöf ís- lenskra fyrirtækja á VÞI standa því sem gerist erlendis að baki. I fyrir- lestri sínum á fundi á vegum Gæða- stjómunarfélags Islands í gær rakti hann m.a. það sem gæti breyst við aukna upplýsingagjöf íslenskra fyr- irtækja. „Það er vaxandi þrýstingur á ársfjórðungsuppgjör og sama máli gegnir um birtingu _ á launum og kjömm stjómenda. Itarlegri sund- urliðun tekna og afkomu fyrirtækja er fyrirsjáanleg og birting langtíma- áætlana og spáa.“ Stefán segir þennan þátt einn meginmuninn á íslenskum fjármála- markaði og á markaði víða erlendis. Þar er venjan að birtar séu áætlanir þrjú ár fram í tímann en á íslandi ná áætlanir yfirleitt ekki yfir eitt ár. Stefán nefnir einnig að talsmenn er- lendra fyrirtækja hafi lýst furðu sinni á að lykildagsetningar liggi ekki fyrir. Þ.e. hvenær aðalfundur verði haldinn, hvenær verði arður borgaður út o.s.frv. „Erlendir fjár- festar em vanir meiri upplýsing- um,“ segir Stefán og bindur vonir við að ýmislegt gerist samhliða raf- rænni skráningu verðbréfa á Is- landi. Stefán rakti þrjú stig í þróun verðmats á hlutabréfum. I fyrstu hefðu hlutafélög verið metin út frá eignum líkt og um staðgreiðslu væri að ræða, síðan hefði í auknum mæli verið treyst á fyrirséð fjárstreymi, eins og með skuldabréf og nú væri stundum farið að byggja á vænting- um án trygginga. Stefán líkti því síð- astnefnda við eigin seðlaprentun. „Erlendis er að finna fleiri fjárfesta og meiri peninga til að borga fyrir væntingar jafnvel þótt við séum að hneigjast í þessa átt hér á landi. Fé- lög með „stóra drauma" hljóta því að sækja á erlenda markaði." Græðgin grunnforsenda Fundurinn í gær bar yfirskriftina ,Áhrif hlutabréfamarkaðar á stjóm- un fyrirtækja". Fyrirlesarar vora, auk Stefáns, Agnar Hansson frá Viðskiptaháskólanum í Reykjavík, Gylfi Amason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf., Þórður Pálsson deildarstjóri hjá Kaupþi ngi og Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands. Agnar Hansson hjá Viðskiptahá- skólanum í Reykjavík gekk m.a. út frá grunnforsendum fyrir viðskipt- um í erindi sínu. Að hans mati er græðgi grannforsenda viðskipta á milli manna, þeir vilji yfirleitt meira frekar en minna og hagnaður eigi ekki að vera feimnismál. Agnar seg- ir mikilvægt að ryðja úr vegi hindr- unum að upplýsingum hjá íslensk- um fyrirtæýum. „Ef menn vilja vera þátttakendur í hagkerfinu eiga þeir að gangast undir upplýsinga- skyldu. Áukin upplýsing leiðir til aukinnar velferðar,“ sagði Agnar og klykkti út með orðunum „verum gi-áðug og tölum um það!“ Þórður Pálsson, deildarstjóri greiningardeildar Kaupþings hf., fjallaði um hvað ræður verðmati hlutabréfa í erindi sínu. Þórður segir upplýsingar úr ársreikningum fyiir- tækja nauðsynlegan upphafspunkt í verðmati, þótt ársreikningar séu söguleg plögg. „Sú aðferð sem mestrar hylli nýtur við verðmat á fyrirtækjum era sjóðstreymisgrein- ingar. Samkvæmt sjóðstreymis- hugsunarhættinum er fjármagnið kvikt, þarf í sífellu að vinna fyrir sér og leita í hagkvæmasta farveginn." Þórður segir opinskáa umræðu um fyrirtæki forsendu skilvirkrai- verðmyndunar á hlutabréfamark- aði. „Þar hafa verðbréfafyrirtæki veigamiklu hlutverki að gegna. Þau þurfa að vera ófeimin við að láta í ljós skoðanir sínar á einstökum fjár- festingarkostum og það er jöfn skylda þeirra gagnvart viðsldptavin- um að vara við óálitlegum kostum og að benda á álitlega. Breytt staða stjórnandans Gylfi Ámason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf., segir stjórnendm’ fyrirtækja á íslenskum hlutabréfa- markaði nú búa við breytt ástand. „Starfsmenn era eigendur, eigendur eru viðskiptavinir og starfsmenn eiga í viðskiptavinum,“ sagði Gylfi í erindi sínu og vísaði til þess að starfsmenn fyrirtækja gætu átt hlutabréf í öðrum fyrirtækjum og sú staðreynd gæti haft áhrif á störf þeirra. Staðan hefði verið einfaldari áður þegar stjómandinn hafði sam- skipti um þrjár aðgreindar leiðir, við viðskiptavim, eigendur eða fjárfesta og starfsmenn. Gylfi vísaði í reglur um upplýs- ingaskyldu fyrirtækja á Verðbréfa- þingi íslands þar sem segir að þing- inu skulu „sendar viðeigandi upplýsingar ekki seinna en um leið og þær eru birtar öðrum“. Gylfi seg- ir strangar reglur um þetta t.d. inn- an Hewlett Packard sem hann starf- aði hjá erlendis um skeið. „Þar era ýmis gögn birt stjómendum með ákveðnu númeri og þeim fyrirvara að þeir eigi ekki viðskipti með hluta- bréf í viðkomandi félagi nema undir skilgreiningunni innherji." Gylfi lagði áherslu á að gengi hlutabréfa væri skammsýnn mæli- kvarði þar sem árstíðabreytingar gætú orðið miklar og rekstur fyrir- tækja gengið vel einn ársfjórðung en verr þann næsta. Fyrirlesarar tóku flestír undir þetta sjónarmið og sögðu lykilatriði að langtímaáætlan- ir yrðu birtar. Hætta felst í persónugervingu Steinþór Skúlason, forstjóri SS, lagði áherslu á að veruleg hætta fæl- ist í að persónugera fyrirtæki eins og raunin hefði orðið hérlendis þeg- ar stjómendur fyrirtækja era samn- efnarar þeirra. „Fyrirtæki þurfa að vera yfir persónur hafin,“ segir Steinþór. „Verðmæti fyrirtækis er tengt ímynd þess og huglægum þáttum og upp getur komið óvissu- ástand. Fyrirtækið fer að verða þessi persóna og það þarf að varast.“ Stefán Halldórsson tekur undir orð Steinþórs og að hans mati er það styrkleikamerki á fyrirtæki ef fleiri en einn eru í forsvari fyrir það. Steinþór gerði viðurlög við inn- herjaviðskiptum og hlutverk sam- keppnisyfirvalda einnig að umtals- efni í erindi sínu. „Það verður að taka til greina að íslenskur fjármála- markaður er að þroskast en það er nauðsynlegt að viðurlög, t.d. við inn- herjaviðskiptum, verði hert. Aðhald samkeppnisyfirvalda hér á landi hef- ur einnig verið lítið, þau létu til skar- ar skríða hjá grænmetisfyrirtækj- um um daginn en aðhaldið þarf að ná víðar. Opinberir aðilar þurfa t.d. að hafa eftirlit með samranaferli sem getur skapað ákveðna hættu fyrir verðþróun í landinu." í" XEROX OPTÍMÁI Ljósritunarvélar Þjónusta Rekstrarefni Arnúla 8 - Sími 588 9000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55787
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.10.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 256. tölublað (10.11.1999)
https://timarit.is/issue/132282

Tengja á þessa síðu: 24
https://timarit.is/page/1950623

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

256. tölublað (10.11.1999)

Aðgerðir: