Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fossasala Einars Benediktssonar
Fyrirtæki í sprengi-
efnaframleiðslu
keypti Dettifoss
ALÞJÓÐLEGT risafyrirtæki,
Nitrogen Products & Carbide
Company, sem stundaði meðal
annars umfangsmikla efnafram-
leiðslu á Bretlandi og í Skandin-
avíu, festi kaup á Dettifossi árið
1913. Aðaleigandi fyrirtækisins
var enski auðkýfíngurinn Alfred
Ernest Barton sem hafði stofnað
Dettifoss Power Company árið
1911 í félagi við Einar Bene-
diktsson og Frederik Hjorth,
einhvern reyndasta iðnjöfur og
fossakaupmann Noregs, sem átti
stóran þátt í stofnun Norsk
Hydro.
Óljóst er hversu langt áform
Nitrogen Products um virkjun
Dettifoss og stóriðju í Þingeyjar-
sýslu náðu en umsvif fyrirtækis-
ins voru gríðarieg. Rak það með-
al annars stærstu verksmiðju í
heimi sem framleiddi cyanamid,
en það var einkum notað til
sprengiefnagerðar. Er tahð að
ekkert hafí orðið úr framkvæmd-
um fyrirtækisins hér á landi
vegna þess að bresk yfírvöld hafi
óttast að sprengiefnaverksmiðja
á íslandi gæti komist í hendur
Þjóðverja.
Þetta kemur fram í öðru bindi
ævisögu Einars Benediktssonar
eftir Guðjón Friðriksson sem ný-
lega kom út.
Stofnhlutafé Nitrogen Prod-
uets var 2 milljónir sterl-
ingspunda. Með stofnun þess fer
Dettifoss Power Company að
fullu úr eigu Einars og Hiorths
og rennur inn í hið nýja félag, en
báðir högnuðust þeir mikið á við-
skiptunum.
Tvennum sögum fer
af fyrirtækinu
Nitrogen Products átti öll
vatnsréttindi í Jökulsá á Fjöllum
en auk þess þrjár ár í Noregi.
Kaup fyrirtækisins á Dettifossi
vöktu töluverða athygli á Norð-
uriöndum og Englandi, sam-
kvæmt því sem segir í bók Guð-
jóns.
The Times greinir frá málinu
og segir að fyrirtækið hyggist
nota Dettifoss til iðnrekstrar.
Það hafi haft með höndum mjög
mikla áburðar- og sprengiefna-
framleiðslu í Perú og Chile í Suð-
ur-Ameríku en telji nú arðvæn-
legra að flytja þessa starfsemi
nær Englandi og nota vatnsafl til
framleiðslunnar. Segir blaðið
Dettifoss á Islandi mjög hentug-
an stað fyrir slíka framleiðslu.
Starfsmaður norska sendi-
ráðsins í London, sem vann
skýrslu um starfsemi fyrirtækis-
ins fyrir norska utanríkisráðu-
neytið, taldi hins vegar að fyrir-
tækið hefði einungis stofnað
hlutafélag um Dettifoss til þess
að hala inn nýtt hlutafé til að
halda eldri félögunum gangandi,
sem sum hver hafi staðið illa.
Sumarið 1913 sendir Nitrogen
Products hins vegar verkfræð-
inga til íslands til að vinna mán-
uðum saman að mælingum við
Jökulsá á fjöllum. Danska blaðið
Politiken greinir frá þessari ferð
og segir að fyrirhuguð virkjun
við Dettifoss muni verða enn
stærri og hafa meiri framleiðslu-
getu en hinar þekktu virkjanir í
Harðangursfírði í Noregi og skil-
yrði við Dettifoss séu ágæt.
Fyrri heimsstyrjöldin setur
strik í reikninginn
Um svipað leyti og fyrri
heimsstyrjöldin hófst er Detti-
foss Power Company leyst upp.
Telur Guðjón Friðriksson að það
hafi ef til vill verið gert að kröfu
breskra stjórnvalda sem hafi ótt-
ast að sprengiefnaverksmiðja á
Islandi gæti komist í hendur
Þjóðverja. A sama tíma stöðvast
miklar framkvæmdir fyrirtækis-
ins við nýjar virkjanir og verk-
smiðjur á Mæri í Noregi og telur
Guðjón sömu ástæðu liggja þar
að baki.
Breska ríkisstjórnin ákvað
hins vegar í framhaldi að styrkja
Barton, aðaleiganda fyrirtækis-
ins, um 50.000 sterlingspund til
þess að reisa verksmiðju til
sprengiefnagerðar á Bretlandi.
Keiko fóðraður í kví sinni í Klettsvík.
Kvikmynda-
stjörnur sáu
mynd um Keiko
UM fjögur hundruð manns sóttu
fjáröflunarkvöldverð Ocean Futm-es-
samtakanna í Los Angeles í Banda-
ríkjunum á sunnudagskvöld. Þar var
sýnd kvikmyndin Keiko: Born to be
wild, um flutning háhyrningsins
heimsfræga frá Oregon til Islands.
Ocean Futures umhverfisverndar-
samtökin urðu til í mars sl. við sam-
runa stofnunar Jean-Michel Cou-
steau og Free Willy Keiko Founda-
tion, en fjáröflunarkvöldið í Los
Angeles markaði formlega stofnun
hinna nýju samtaka. Samtökin láta
hafið allt til sín taka, en hápunktur
styrktarkvöldverðarins í Los Angel-
es var frumsýning Keiko-myndar-
innar.
„Fjáröflunarkvöldið tókst mjög
vel. Þarna komu um 400 gestir og við
erum mjög ánægð með þá athygli
sem stofnun Ocean Futures-samtak-
anna hefur vakið,“ sagði Brian Huff,
upplýsingafulltrúi samtakanna, í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði þó of snemmt að segja til um
hve há fjárhæð hefði safnast, ekki
væri búið að gera upp allan kostnað.
í ávarpi sínu sagði Jean-Michel
Cousteau að verndun hafsins væri
jafnframt verndun mannkynsins.
Þess vegna ætluðu Ocean Futures-
samtökin að leggja áherslu á sjálf-
bærai- fískveiðar, aukin vatnsgæði,
uppbyggingu lífríkis við strendur,
verndun kóralrifa og verndun sjáv-
arspendýra.
Fjöldi frægra gesta
Margt frægra manna sótti fjár-
öflunarkvöldið. Þar fór fremstur í
flokki, auk Cousteaus sjálfs, kvik-
myndaleikstjórinn James Cameron.
Aðrir sem léðu málstaðnum nafn
sitt voru m.a. Bond-leikarinn Pi-
erce Brosnan og leikararnir
Bridget Fonda, Robert Wagner og
Glenn Close, sem er þulur í nýju
Keiko-myndinni. Leikarar voru þó
ekki einir um hituna, þarna var líka
að finna m.a. geimfarann Buzz
Aldrin og rithöfundinn Sidney
Sheldon.
Samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu Ocean Futures, www.oceanfut-
ures.com, greiddi hver gestur a.m.k.
250 dali fyrir aðgang að fjáröfiunar-
kvöldinu, eða um 17.500 krónur.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur skilað niðurstöðu í máli sóknarnefndar Holtssóknar
Staðan í Holtspresta-
kalli óviðunandi
ísafjöröur. Morguublaðið.
ÚRSKURÐARNEFND þjóðkirkj-
unnar hefur skilað niðurstöðu í
máli sóknarnefndar Holtssóknar í
Önundarfirði og nokkurra sóknar-
barna í Holtsprestakalli gegn
sóknarprestinum, sr. Gunnari
Björnssyni, vegna margvíslegra
ætlaðra ávirðinga í starfi. Einnig
beinist málið í nokkrum atriðum að
eiginkonu prestsins.
Brostið traust
í niðurstöðu úrskurðarnefndar
og rökstuðningi segir m.a.: „Máls-
hefjendur í máli þessu eru sóknar-
nefnd Holtssóknar og nokkur
sóknarbörn í Holtsprestakalli. I
greinargerðum þeirra hafa verið
rakin nokkur ágreiningsefni um at-
riði er snerta kirkjulegt starf. Þar
er sérstaklega tilgreindur ágrein-
ingur um verkaskiptingu milli
sóknarprests og sóknamefndar,
greiðslur vegna tónlistarflutnings
gagnaðila við kirkjulegar athafnir
og hlutverk maka í sóknarstarfi.
Þá hafa málshefjendur haldið því
fram, að gagnaðili [presturinn] hafi
brotið trúnað gagnvart sóknar-
börnum.
Við efnislega meðferð málsins
hefur komið í ljós, að kjarni þessa
máls snýst um fleira en að framan
er rakið. Málshefjendur búa í sam-
félagi sem varð fyrir mannskæðu
snjóflóði haustið .1995. Málshefj-
endur segjast þegar á þeim tíma
hafa misst traust á sóknarpresti
sínum. Málshefjendur telja sig
hvergi hafa getað leitað sálusorg-
unar í kjölfar áfallanna og fullyrða
að stór hluti íbúa þessa samfélags
sé sömu skoðunar. Málshefjendur
telja að endurteknar óskir þeirra
til þjóðkirkjunnar um úrbætur hafí
verið hunsaðar og upplifa viðbrögð
kirkjunnar sem stuðning við gagn-
aðila og skilningsleysi á vanlíðan
sóknarbarna."
Varðandi ásakanir um aga- eða
siðferðisbrot segir m.a. í niður-
stöðu nefndarinnar: „Málshefjend-
ur fullyrða að gagnaðili virði að
takmörkuðu leyti þá trúnaðar-
skyldu sem á honum hvíli sem
presti og að hann hafi brotið trún-
að við sóknarböm. Úrskurðar-
nefndin telur að þar sem engar
sannanir hafi verið lagðar fram um
ætluð trúnaðarbrot sé ekki unnt,
gegn eindregnum mótmælum
gagnaðila, að fallast á með máls-
hefjendum að hann hafi brotið
trúnað við sóknarbörn. Málshefj-
endur fullyrða að ágreiningsatriði
er snerta páskamessu, hlutverk
maka, meðferð gagnaðila á gjöfum
kirkna og námsleyfi og Banda-
ríkjaför feli í sér agabrot og til
vara siðferðisbrot. Úrskurðar-
nefndin telur þessi ágreiningsatriði
snerta ágreining á kirkjulegum
vettvangi án þess að teljast aga-
eða siðferðisbrot."
Verkaskipting prests
og sóknarnefndar
Hvað snertir „ágreining á
kirkjulegum vettvangi" segir m.a. í
niðurstöðum nefndarinnar um
verkaskiptingu sóknarprests og
sóknamefndar: „í máli þessu er
ágreiningur um verkaskiptingu
milli sóknamefnda annars vegar
og sóknarprests hins vegar. Snýr
sá ágreiningur einkum að móttöku
gjafa og umsjón með kirkjum, en
málshefjendur hafa einnig nefnt
ráðningu starfsmanna sókna, þátt-
töku sóknarprests í sóknamefnd-
arfundum og ákvarðanir hans sem
skuldbundið hafa sóknarnefndirn-
ar fjárhagslega.
A fundi úrskurðarnefndar með
gagnaðila 24. ágúst sl. var gagnað-
ili spurður um þessi ágreiningsefni
og staðhæfingar málshefjenda um
þau. Gagnaðili staðfesti að senni-
lega hefði hann ekki alltaf gætt
þess nægilega vel að hafa sóknar-
nefndir með í ráðum þegar honum
hefðu borist tilkynningar um fyrir-
hugaðar gjafir til kirkjunnar. Hann
kannaðist einnig við að hafa látið
falla tilgreind ummæli við einstak-
linga sem voru að þrífa kirkjuna í
Holti og hirða kirkjugarðinn þar.
Hann kannaðist einnig við að hafa
skipt um lás á kirkjunni í Holti. Þá
viðurkenndi gagnaðili að hann
hefði af athugunarleysi áritað
reikning sem formaður sóknar-
nefndar hefði átt að árita. Hann
staðfesti einnig að hafa fest kaup á
skáp án þess að kanna fyrirfram
hvernig fjárhagsstaða sóknarinnar
var áður en hann réðst í kaupin.
Hann viðurkenndi loks að hafa
hvorki sótt sóknarnefndarfundi frá
vori 1998 þar til hann fór í leyfi né
frá 1. júní 1999 eftir að leyfi lauk.“
Varðandi greiðslur fyrir tónlist-
arflutning prestsins við kirkjulegar
athafnir: „...almennt gildir sú
vinnuregla að starfsmaður getur
ekki gert launagreiðanda reikning
fyrir vinnu sem fellur utan dag-
legra skyldustarfa nema um slíkar
greiðslur hafi verið samið áður.“
Afskipti maka af málefnum
prestakallsins
Um hlutverk maka prests í safn-
aðarstarfi: „í máli þessu liggur fyr-
ir að ýmsar umkvartanir málshefj-
enda beinast fremur að maka
gagnaðila en að gagnaðila sjálfum.
Eru þar tilgreind afskipti maka af
málefnum prestakallsins og símtöl
og önnur samtöl við málshefjendur.
Maki prests er ekki starfsmaður
þjóðkirkjunnar. Takist maki prests
á hendur að styðja prest í starfi
verður presturinn að setja stuðn-
ingnum skýr mörk og gæta þess að
stuðningur maka gangi ekki svo
langt að hann skarist við embættis-
skyldur hans. Prestur verður að
gæta þess að maki hans blandi sér
ekki inn í störf hans með þeim
hætti að ágreiningi geti valdið við
sóknarböm. Þar sem gagnaðili hef-
ur ekki mótmælt þeim umkvörtun-
um sem málshefjendur nefna
vegna afskipta maka hans telur úr-
skurðarnefnd að þær umkvartanir
eigi við rök að styðjast.“
Stóð ekki við loforð
í samantekt úrskurðamefndar
segir svo m.a.: „Úrskurðarnefnd
telur að staða mála í Holtspresta-
kalli sé óviðunandi. Gagnaðili hefur
ekki staðið við loforð sem lögmaður
hans gaf fyrir hans hönd í bréfi til
biskups í febrúar sl. þar sem fram
kom að hann myndi leggja sitt af
mörkum til að ná sáttum við sókn-
arbörnin eftir að hann sneri aftur
til starfa í júní. í greinargerðum
málshefjenda kemur fram að gagn-
aðili hefur engar slíkar tilraunir
gert og aðspurður viðurkenndi
hann á fundi með úrskurðarnefnd
24. ágúst sl. að svo væri ekki. Úr-
skurðarnefnd telur að finna þurfi
lausn á þeim vanda sem við er að
etja í Holtsprestakalli en nefndin
hefur ekki vald til að koma fram
með slíka lausn, eins og mál þetta
er vaxið. Tilraunir nefndarinnar til
að leita sátta reyndust árangurs-
lausar. Úrskurðarnefnd telur að
biskup hafi að lögum vald til að
leysa vanda Holtsprestakalls, sbr.
11. gr. þjóðkirkjulaga. Úrskurðar-
nefnd beinir þeim tilmælum til
biskups að lausn verði fundin í mál-
um Holtsprestakalls."
Almennur safnaðarfundur í
Holtssókn, haldinn í Holtsskóla sl.
laugardag, ályktaði eftirfarandi
vegna niðurstöðu úrskurðarnefnd-
ar sem hér hefur verið gripið niður
í: „Fundurinn harmar það að úr-
skurðarnefnd þjóðkirkjunnar skuli
ekki hafa vald til að koma fram
með lausn í málinu, þótt hún taki í
öllum aðalatriðum undir sjónarmið
Holtssóknar, en vísar málinu til
biskups íslands. Fyrir liggur að
biskup íslands benti Holtssókn á
að fara með málið til úrskurðar-
nefndar í apríl sl. eftir að hafa ver-
ið með málið til úrlausnai- í eitt ár.
Fundurinn tekur að svo komnu
máli ekki afstöðu til áfrýjunar til
áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar."
i
I