Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 52
< 52 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
KIRKJUSTARF
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Safnaðarstarf
Kirkjukór Sel-
fosskirkju
með tónleika
KIRKJUKÓR Selfosskirkju verður
með tónleika fímmtudaginn 11. nóv-
ember kl. 20.30 í Selfosskirkju. Tón-
leikarnir eru haldnir í tilefni 1000
ára afmælis kristnitöku á Islandi.
Halla Dröfn Jónsdóttir syngur ein-
söng með kórnum. Glúmur Gylfason
er stjórnandi kórsins ásamt Mar-
gréti Bóasdóttur.
' Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra
í dag kl. 13.30.
Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður
með ung börn kl. 10.30-12 í safnað-
arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í
safnaðarheimilinu. Orgelleikur á
undan. Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Samverustund eldri
borgai-a kl. 14-16. Biblíulestur, sam-
verustund, kaffíveitingar. Starf fyrir
10-12 ára böm kl. 17. Unglingastarf
kl. 20.
Hallgrímskirkja. Opið hús íyrir for-
eldra ungra barna kl. 10-12. Nátt-
söngur kl. 21. Opið hús frá kl. 20-21 í
safnaðarsal.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrir-
bænir kl. 18.
Langholtskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 13-17. Spil, lestur,
handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15.
Djákni flytur hugvekju. Söngstund
undir stjórn Jóns Stefánssonar org-
anista.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. St-
arf fyrir 7-9 ára börn. TTT kl. 16.
Starf fyrir 10-12 ára börn. Ferming-
artími kl. 19.15. Unglingakvöld kl. 20
á vegum Laugarneskirkju, Þrótt-
heima og Blómavals. Nýtt og spenn-
andi tilboð fyrir unglinga í Laugar-
neshverfí.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Fræðsla um dyslexiu. Elfa
Björk frá Dyslexíufélagi Islands.
Samræður um trú og líf kl. 17.15. Sr.
Örn Bárður Jónsson. Bænamessa kl.
18.05. Sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára
börn kl. 17-18.15.
Árbæjarkirlg'a. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13.3Q-16.
Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu á eftir. Kirkjuprakkarar,
starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16. TTT
starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.
Digraneskirlga. Unglingastarf á
vegum KFUM & K og Digranes-
kirkju kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður. KFUM
fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl.
20-22 í Engjaskóla.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnað-
arheimilinu Borgum. Starf á sama
stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir
velkomnir. Léttur kvöldverður að
stund lokinni. Tekið á móti fyrir-
bænaefnum í kirkjunni og í síma
567 0110.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14-16.30. Heigistund, spil
og kaffí.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr-
irbænir, léttur málsverður á eftir í
Ljósbroti, Strandbergi kl. 13.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl.
12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samverastund í
Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa,
salat og brauð á vægu verði. Allir
aldurshópai-. Alfanámskeið (eldri
hópur) kemur saman í Kirkjulundi kl.
20.
Þorlákskirly'a. Mömmumorgnar á
miðvikudögum kl. 10. Sóknarprestur.
Landakirlga Vestmannaeyjum. KI.
20 opið hús í KFUM & K húsinu.
Hvað skyldi Skapti tapa fyrir mörg-
um í borðtennis I kvöld?
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Súpa
og brauð kl. 18.30. Kennsla, skipt nið-
ur í deildir kl. 19.30. Ungbarnakirkja
fyrir 0-3 ára, krakkaklúbbur fyrir
3-12 ára. Allir hjartanlega velkomnir.
KEFAS, Dalvegi 24. Samverastund
unglinga ki. 20.30.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12
bæn og súpa. Allir velkomnir.
Morgunblaðið/Araór
Páll Þórsson og Frímann Stefánsson, sigurvegarar í yngri flokknum,
spila gegn Þorsteini Péturssyni og Þórði Þórðarsyni.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Itag narsson
ÍSLANDSMÓT í tvímenningi í
flokki yngri og (h)eldri spilara fór
fram um síðustu helgi. Þátttakan
var afar dræm eða 10 pör í eldri
flokknum og 6 pör í yngri flokknum.
í (h)eldri flokknum sigruðu Björn
gm- Theodórsson og Gylfí Baldursson
nokkuð öragglega, hlutu 105 yfír
meðalskor, en Selfyssingarnir
Gunnar Þórðarson og Sigfús Þórð-
arson urðu í öðru sæti með 93. Hafn-
firzku bræðurnir Halldór og Frið-
þjófur Einarssynir urðu svo í þriðja
sæti með 49.
I yngri flokknum sigruðu Páll
- Þórsson og Frímann Stefánsson
með yfírburðum en þeir fengu 143
yfir meðalskor. Guðmundur Gunn-
arsson og Bjarni Einarsson urðu í
öðru sæti með 78 og Daníel Sigurðs-
son og Heiðar Sigurjónsson þriðju
með 42.
Spilað var í einum riðli og sá Jak-
ob Kristinsson um útreikninga og
keppnisstjórn.
Bridsfélagið Muninn Sandgerði
Miðvikudaginn 3. nóvember lauk
hausttvímenningi hjá félaginu og
urðu úrslit efstu para þessi:
KarlG.Karlss.-GunnlaugurSævarss. 53
Kristján Kristjánss. - Þorgeir Halldórss. 30
AmarAmgrímss.-GunnarSiguijónss. 20
Lokastaða efstu para varð þessi:
Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Sævarsson og
AmórKagnarsson 128
Kjartan Olason - Gunnar Guðbjömsson og
Valur Símonarson 47
Amar Amgrímss. - Gunnar Sigurjónss. 44
Næsta miðvikudag hefst
haustsveitakeppni hjá félaginu og
verða spiluð 2x14 spil.
Björn, Gylfí, Frímann og
Páll íslandsmeistarar
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Gulikorn í
tilverunni
ÉG var einn morguninn í
Vesturbæjarlauginni. Að
mér kemur þá hópur af
ungum drengjum. Allt í
einu snýr einn drengurinn
sér að mér og segir: A ég
að syngja fyrir þig. Ég hélt
hann væri að gera at í mér
en sagði: Já þakka þér fyr-
ir. En þá söng hann fyrir
mig „Astarfaðir himin
hæða, heyr þú barna þinna
kvak“.
Mér fannst þetta svo
sérstakt en drengurinn var
ekki nema svona 9 ára
gamall. Mér finnst þetta
vera smágullkorn í tilver-
unni.
Eldri kona.
Þakklæti
ÉG vil senda mitt hjartans
þakklæti fyrir Bónus,
Rúmfatalagerinn og Ótrú-
legu búðina.
Láglaunakona.
Oster-hrærivél
VEIT einhver hvar Oster-
hrærivélar eru seldar?
Þær voru t.d. seldar í
Húsasmiðjunni fyrir
nokkrum árum en fást þar
ekki lengur. Ef einhver
veit hvar hægt er að fá
Oster-hrærivél eða getur
útvegað svoleiðis vél, vin-
samlega hringið í síma
555 2773.
Þjóðarsálin
HLUSTANDI RÚV hafði
samband við Velvakanda
og vildi hann koma þeirri
ósk sinni á framfæri að fá
að heyra aftur í Þjóðarsál-
inni. Segir hann að þessi
þáttur sé þarfaþing fyrir
þjóðina og vilji hann ekki
að þjóðin verði svikin um
þennan þátt og vonast til
að hann verði á dagskrá
sem fyrst.
Þakkir til
Mjólkursamsölunnar
SONUR minn er í 3. bekk í
Breiðagerðisskóla og fór
bekkurinn í heimsókn í
Mjólkursamsöluna. Var
heimsóknin bæði skemmti-
leg og lærdómsrík fyrir
krakkana, t.d. lærðu þau
allt um bakteríur hjá
Bjarna galdramanni, en
hann kenndi börnunum að
þvo sér um hendumar, var
með sýnikennslu. Eins
fengu þau góðar veitingar.
Vil ég senda Mjólkursam-
sölunni þakkir mínar fyrir
að taka svona vel á móti
börnunum og finnst mér
þetta þakkarvert og mjög
til fyrirmyndar því krakk-
ar hafa mjög gott af því að
læra um atvinnulífið. Þið
eigið heiður skilið fyrir
þetta framtak.
Ánægð móðir.
Tapað/fundið
GULUR GSM-sími, Nokia
5110, týndist á Café Viktor
sl. laugardagskvöld. Sím-
ans er sárt saknað af eig-
anda. Þeir sem hafa orðið
símans varir hafi samband
í síma 861 0579.
Húslyklar í óskilum
HÚSLYKLAR fundust við
Smáratorg í Kópavogi.
Upplýsingar í síma
554 1613.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND m/4ra
blaða smára íhengi týndist
á höfuðborgarsvæðinu
fimmtudaginn 28. okt.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 515 2195 eða
565 1780.
Dýrahald
Skotta er týnd
SKOTTA er með hvíta
fætur, hvíta bringu, annars
brúnbröndótt. Hún var
með rautt hálsband með
endurskinsmerki á. Skotta
týndist frá Neshaga 7
þriðjudaginn 2. nóvember.
2 og hálfs árs gömul læða.
Þeir sem hafa orðið henn-
ar varir hafi samband í
síma 561 2646.
Síamsköttur í óskilum
SÍAMSKÖTTUR er í
óskilum í Hátúni 49. Hann
er svartur á trýni og skotti
en grár/brúnn á skrokk-
inn. Þeir sem kannast við
köttinn vinsamlega hafið
samband í síma 552 3393.
Nói er týndur
NÓI er 3ja ára gamall gul-
bröndóttur loðinn högni.
Hann er eyrnamerktur og
var með gula ól. Ef einhver
veit um ferðir hans og/eða
hvar hann er niðurkominn
þá vinsamlega hringið í
síma 565 6333 eða
861 9968. Nói er með meiri
feld en á myndinni.
SKAK
Hinsjón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp í árlegri keppni
bestu öldunga heims gegn bestu
konum heims. Að þessi sinni var
hún kölluð Flamenkómótið og
fór fram í Marbella á Spáni.
Ungverjinn Lajos Portisch
(2.550) hafði hvítt og átti leik í
stöðunni gegn Maju Tsjí-
burdanidze (2.550) frá Georgíu.
46. Rf6! - Hc8(Ekki 46. - cxb4
47. Dxh6+! - gxh6 48. Hg8 mát)
47. dxc5 og svartur gafst upp.
Öldungarnir sigruðu örugg-
lega í þetta sinn, með 30% vinn-
ingum gegn 191/2 v. Kortsnoj
hlaut 7Vá v. af 10 mögulegum,
Portisch og Hort 6% v., Spasskí
5Vz v. og Smyslov 4% v. Engin
kvennanna náði 50% vinningshlut-
falli: Xie Jun og Tsjíburdanidze 4%
v., Pia Cramling og Zhu Chen 4 v. og
Galliamova 2% v.
Öldungarnir náðu sér vel á strik á
Spáni en í fyrra lauk keppninni með
jafntefli og þar áður sigraðu konurn-
ar tvö ár í röð. Polgarsystra var sárt
saknað að þessu sinni.
Hvítur leikur og vinnur.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329, sent á net-
fangið ritslj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni l’, 103
Reykjavík.
Víkverji skrifar...
SAMSTARFSKONA Víkverja
varð fyrir því einn morguninn
nýverið að bíll hennar varð bensín-
laus á leið hennar til vinnu. Menn
geta ímyndað sér að það er lítið
gaman að vera á aflvana bíl í morg-
unumferðinni í Reykjavík, á einum
mesta annatímanum og þegar allir
eru að flýta sér og bíllinn fyrir öll-
um sem æða áfram með streitu í
augum. En konunni tókst að mjaka
bíl sínum á hliðargötu. Þar gat hún
yfírgefið hann í leit að bensín-
dropa.
Ekki hafði hún gengið nema tíu
skref frá bílnum þegar að henni
renndi bíll og ökumaður, sem var
kona, bauð aðstoð þar sem hún
hafði séð að eitthvað hefði farið úr-
skeiðis. Ekki er að orðlengja það að
hjálparhellan skaut samstarfskon-
unni ungu á næstu bensínstöð og til
baka að bflnum bensínlausa og sá
þar með til þess að deginum hennar
var borgið. Og ekki mátti minnast á
borgun fyrir greiðann.
Þessi óvænta greiðasemi varð
konunni umhugsunarefni, hún kvað
hana allsendis óvænta og hélt
reyndar að slíkt væri liðin tíð. En
mönnum er greinilega ekki alls
vamað á þessum síðustu og verstu
tímum. Konumar spjölluðu að sjálf-
sögðu saman meðan á bensínferð-
inni stóð og uppúr dúmum kom að
hjálparhellan stundaði guðfræði-
nám. Þar kom þá skýringin. Hver
kemur til hjálpar ef ekki sá sem
leggur stund á guðfræði? Hún hefur
kannski nýlega verið búin að kafa í
frásögnina um miskunnsama Sam-
verjann!
Annars ætti atvik sem þetta auð-
vitað ekki að koma okkur á óvart.
Það er ennþá til fólk sem tekur eftir
náunganum sem er í vanda. Tekur
jafnvel á sig krók til aðstoðar. Og er
ekki endilega að flýta sér.
XXX
OSKÖP er nú gott þegar maður
getur hert upp hugann og skellt
sér til tannlæknis. Ekki þarf að
ræða um nauðsyn þess að hafa heil-
brigðar tennur og því ætti það að
vera meira en sjálfsagt að heim-
sækja þetta ágæta fólk reglulega.
Það vill hins vegar oft dragast. Við
teljum okkur trú um að allt sé í lagi,
við höfum ekki efni á því eða bara
viljum ekki eiga yfír höfði okkar
kvöl og pínu.
Víkverji reynir að heimsækja
sinn mann reglulega, en stundum
kemst nokkur óregla á sambandið
og þá hefur tannsi gjaman samband
eða öllu heldur hægri hönd hans. Er
það helst með litlum fyrirvara, „það
var nefnilega að losna tími, gætir þú
kannski komið á morgun?“ Þetta er
fyrirkomulag að skapi Víkverja.
Þegar svona er spurt er ekki undan-
komu auðið, maður verður bara að
skella sér ef engin afsökun finnst í
fljótu bragði. Kosturinn er náttúr-
lega sá að þá þarf heldur ekki að
kvíða fyrir tímanum dögum saman.
Og tannlæknirinn er vænsti mað-
ur. Spjallar um daginn og veginn,
segir fréttir og spyr almæltra tíð-
inda. Ekki er auðvelt að svara með
fullan munn af tækjum og fingrum
og ekki verður úr því annað en uml
og mm og nn eða önnur búkhljóð.
En það gerir ekkert til, því hann
skilur svona málfar mæta vel. Vík-
verji uppgötvaði hins vegar ekki
fyiT en nýlega af hverju það er.
Hann er nefnilega hjá barnatann-
lækni.