Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SMtogtiiiHiifeifr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TÍU ÁR FRÁ
FALLI MIJRSINS
MÚRINN sem umlukti Vestur-Berlín var helsta tákn kalda
stríðsins og jafnframt vitnisburður um þjóðskipulag þar
sem nauðsynlegt var að loka þegnana inni í búri til að koma í
veg fyrir að þeir yfirgæfu sæluríkið er byggt hafði verið upp í
nafni sósíalisma og jafnaðar. Fall Berlínarmúrsins á nöpru nóv-
emberkvöldi fyrir tíu árum var til marks um að þær hugmynda-
fræðilegu deilur er skiptu Evrópu í tvennt væru að líða undir
lok.
I Ijósi þess hve harðvítugar þær deilur voru er undravert
hversu friðsamlega umskiptin áttu sér stað. Breytingarnar
hófust sumarið 1989 með fjöldamótmælum almennings í Ung-
verjalandi og Tékklandi er leiddu til þess að landamæri Ung-
verja að Austurríki voru opnuð í septembermánuði. Eitt af öðru
féllu síðan vígi kommúnismans í austurhluta álfunnar án
blóðsúthellinga. Einungis í Rúmeníu kom til blóðugra átaka.
Atökin í kjölfar upplausnar Júgóslavíu nokkrum árum síðar
sýndu að það er ekki sjálfgefið að jafnróttækar breytingar
gangi jafn snurðulaust fyrir sig og raunin var fyrir áratug.
Atburðir haustsins 1989 hafa breytt heimsmynd okkar á jafn-
róttækan hátt og kalda stríðið gerði á sínum tíma. Togstreita
risaveldanna, kjarnorkuváin og járntjaldið er skipti Evrópu
skiptu mönnum í pólitískar fylkingar hér líkt og annars staðar.
Ríkin sem áður tilheyrðu Varsjárbandalaginu sækjast nú
flest eftir aðild að Evrópusambandinu og NATO. Pólverjum,
Tékkum og Ungverjum var fyrr á þessu ári veitt innganga í
Atlantshafsbandalagið.
En þótt umskiptin hafi átt sér stað án átaka voru þau ekki
sársaukalaus. Enn í dag er efnahagsleg gjá á milli vesturs og
austurs. Jafnvel í hinu sameinaða Þýskalandi hefur ekki enn
tekist að brúa bilið þrátt fyrir að himinháum fjárhæðum hafi
verið varið til uppbyggingar í austurhlutanum. Almennt má þó
segja að þau ríki sem reyndu ekki að lina þjáningarnar heldur
stokkuðu upp efnahagskerfi sitt þegar í stað, s.s. Tékkland,
Ungverjaland og Eistland, standi nú best að vígi efnahagslega.
Önnur, s.s. Búlgaría og Rúmenía, eru enn að fást við drauga
fortíðarinnar.
Þrátt fyrir það gengur kraftaverki næst hversu lipurlega hef-
ur gengið að snúa baki við fortíðinni. Efnahagslegir erfiðleikar
hafa yfirleitt ekki getið af sér pólitíska upplausn. Lýðræðið
blómstrar í nær öllum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Eftir því
sem austar dregur er hins vegar ástandið dekkra og ríkin er
urðu til við upplausn Sovétríkjanna eru flest hver vart byrjuð
að feta leið pólitískra og efnahagslegra umbóta. Fátækt og
eymd ráða ríkjum í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Það er því viss
hætta á að ný skipting sé að verða i Evrópu, þótt landamærin
hafi færst í austurátt.
RÖDD ÆSKUNNAR
UNGMENNI 175 landa funduðu um framtíðina á Barnaþingi
Sameinuðu þjóðanna eða heimsþingi æskunnar, eins og það
var kallað, sem haldið var í fyrsta sinn í París 21. til 27. október
síðastliðinn. í yfirlýsingu sem 350 fulltrúar 175 þjóða birtu á
þinginu kemur glögglega í ljós hvað stendur ungmennum
heimsins hjarta næst á þessum tímamótum.
Eins og fram kom í samtali við tvo fulltrúa íslenskrar æsku á
þinginu í blaðinu í gær, þær Þórunni Helgu Þórðardóttur úr
Alftamýrarskóla og Janet Maríu Sewell úr Hvassaleitisskóla,
var menntun lykilorðið í öllum vinnuhópunum sem störfuðu á
þinginu: „Menntun var í huga allra mikilvægasta atriðið til að
bæði vinna að framförum heima fyrir og að friði í heiminum,“
segir Þórunn Helga og heldur áfram: „Tillögur margra fólust
líka í því að efla menntun um málefnin og fræðslu í samfélaginu.
Þau voru þakklát fyrir menntun sína.“ Menntun vekur skapandi
huga, eykur víðsýni og siðgæðisvitund, segir í yfirlýsingunni.
Lykillinn að 21. öldinni er menntun, segir þar ennfremur.
Þetta ákall ungmennanna á aukna áherslu á menntun í al-
þjóðasamhengi er tímanna tákn. Aukin tækni- og hnattvæðing
kallar sífellt á meiri menntun. Ekki endilega sérmenntun, held-
ur almenna og víðtæka grunnmenntun, en efling hennar er að
mati margra ein öruggasta leiðin til þess að styrkja lýðræðis-
þróun og réttindabaráttu undirokaðra, svo sem kvenna. Áhersla
ungmennanna á að menntun verði aðgengileg hverjum einstak-
lingi, óháð kynþætti, stöðu, trú og menningarlegum bakgrunni,
er eitt af grundvallaratriðum þess að slík markmið náist. Yfír-
lýsing ungmennanna fjallar um frið, menntun, umhverfi, þróun,
samstöðu og menningu. Þó að mest áhersla hafi verið á tvo
fyrstu þættina eru ungmennin því með hugann við flest þeirra
mála sem efst eru á baugi í alþjóðlegri stjórnmálaumræðu. Rödd
æskunnar hefur iðulega verið talin markast af rómantískum
hugsjónum og skorta þroskað raunsæi. Því hefur hún kannski
ekki verið tekin of alvarlega. Vafalaust væri það mörgum þeim
sem sýsla um framtíð hennar hollt að ljá henni oftar eyra.
Fjöldi nemenda við Háskóla Islands hefur fimmfaldast á þremur áratugum
Aukningin skýrist að einhverju
leyti af vaxandi hlutfalli
kvenna sem lýkur stúdentsprófí
Stúdentum sem stunda
meistara- og doktors-
nám við Háskóla ís-
lands hefur fjölgað
jafnt og þétt undanfarin
ár. Útskrifuðust 9
kandídatar úr fram-
haldsnámi háskólaárið
1985-1986 en 39 há-
skólaárið 1997-1998.
Þessar og fleiri upplýs-
ingar koma fram í sam-
antekt Örnu Schram
um starfsemi Háskóla
Islands árið 1998 sem
birtar eru í nýút-
—
kominni Arbók
Háskóla íslands.
Morgunblaðið/Kristinn
Rúmlega átta hundruð kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla íslands á síðasta ári. Þessi mynd
er hins vegar tekin við brautskráningu kandídata nú í haust.
PÁLL Skúlason, rektor
Háskóla íslands (HÍ),
segir í formála Árbókar
Háskóla íslands 1998,
sem sameinuð hefur verið
Ársskýrslu Háskólans, að Háskóli ís-
lands sé í senn fjölmennasti og fjöl-
breyttasti vinnustaður landsins en
þar starfa daglega um sjö til átta þús-
und manns, nemendur, kennarar og
annað starfsfólk. Skipulagðar náms-
leiðir í grunnnámi til fyrsta háskóla-
prófs eru 57, til meistaraprófs eru
þær 47, en 7 eru til doktorsprófs. Auk
þess er boðið upp á sérhæft starfs-
nám á 16 námsleiðum að lokinni
fyrstu háskólagráðu og haldin eru um
1.500 námskeið árlega í deildum og
námsbrautum skólans.
„Þessar tölulegu staðreyndir gefa
vísbendingu um hve fjölþætt starf-
semi fer fram í Háskólanum og hve
samofin hún er þjóðlífinu öllu,“ segir
rektor í upphafsorðum sínum og
bendir aukinheldur á að Háskólinn
eigi í samstarfi við fjölda fyrirtækja
og stofnana jafnt á landsbyggðinni
sem á höfuðborgarsvæðinu. Starf Há-
skólans snerti því alla þjóðina beint
eða óbeint, segir rektor, og tilvist
hans hvílir á þeirri sannfæringu að
þekkingin skipti sköpum fyrir sjálf-
stæði okkar bæði sem einstaklinga og
sem þjóðar.
Aðsókn að námi við Háskóla ís-
lands hefur aukist til muna hin síðari
ár og má sem dæmi nefna að fjöldi
nemenda hefur fimmfaldast á þremur
síðustu áratugum. Fjöldi skráðra
nemenda var í fyrsta sinn yfir sex
þúsund nú í haust en fyrir ári voru
nemendur rúmlega 5.800 talsins. Til
samanburðar voru rúmlega 4.290
nemendur skráðir í Háskólann haust-
ið 1988.
I Árbókinni kemur fram að fram-
haldsskólum hafi fjölgað hér á landi
úr fjórum í 26 á síðustu þrjátíu árum
og að hlutfall þeirra sem ljúka stúd-
entsprófi af hverjum fæðingarár-
gangi hafi farið stigvaxandi ár frá ári
og er nú um 50% (um 40% hjá piltum
og um 60% hjá stúlkum). Háskólum
hafi sömuleiðis íjölgað en þeir taki þó
flestir takmarkaðan fjölda nemenda.
„Námsgreinar eru [auk þess] fáar og
námssætum í þeim hefur ekki fjölgað
í neinu hlutfalli við vaxandi fjölda
þeirra sem brautskrást með stúd-
entspróf," segir í Árbókinni. „Ef
námskostum fjölgar ekki annars
staðar verður að gera ráð fyrir að
þeim sem vilja fá aðgang að Háskól-
anum fjölgi í samræmi við þann
aukna hluta hvers árgangs sem lýkur
stúdentsprófi. Háskólinn verður þá
að geta brugðist við. Ymsir möguleik-
ar eru vissulega til staðar en hér er
vandi sem Háskólinn getur ekki tekið
á nema með auknu fé til kennslu-
deilda og auknu húsrými og öðrum
nauðsynlegum búnaði," segir enn-
fremur.
Dregið úr aðsókn
í tannlæknanám
Eins og fyrr sagði var fjöldi stúd-
enta við Háskóla Islands rúmlega
4.290 haustið 1988 en yfir 5.800
haustið 1998. Forvitnilegt er að skoða
fjölgun nemenda í einstökum
kennslu- og vísindadeildum á þessu
tíu ára tímabili. Hlutfallslega hefur
hún mest orðið í guðfræðideild, (frá
57 nemendum árið 1988 til 125 nem-
enda árið 1998) hjúkrunarfræði, (frá
279 árið 1988 til 523 árið 1998) og fé-
lagsvísindadeild (frá 573 árið 1988 til
1.109 árið 1998). Töluverð fjölgun
hefur einnig orðið í sjúkraþjálfun á
þessum árum en hún skýrist aðallega
með því að samkeppnispróf voru tek-
in þar upp haustið 1990, sem fjöldi
manns reynir við árlega. Áður voru
stúdentar, 18 manns, valdir inn þegar
kennsla hófst í september.
,Að einhverju leyti skýrist fjölgun
stúdenta Háskólans af vaxandi hlut-
falli kvenna sem lýkur stúdentsprófi
en þær eru nú í miklum meirihluta til
dæmis í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálf-
un, heimspekideild og félagsvísinda-
deild,“ segir í Árbókinni en þess má
geta að konur eru nú um 57,5% stúd-
enta við Háskólann. Athygli vekur
hins vegar að nokkuð hefur dregið úr
aðsókn að tannlæknanámi síðastliðin
þrjú til fjögur ár og má í því sam-
bandi benda á að haustið 1993 voru
63 nemar skráðir í tannlæknadeild en
voru 42 haustið 1998.
Fjöldi nemenda við Háskólann seg-
ir þó ekki alla söguna enda hefur
virkni þeirra verið reiknuð út, þ.e.
reiknað er út hversu stór hluti stúd-
enta skilar fullu námi ár hvert. Nem-
endur í fullu námi voru þannig 3.178
árið 1988 eða 74% af heildarfjölda
skráðra nemenda en tíu árum síðar
eða árið 1998 voru um 700 fleiri virkir
nemendur við Háskólann. Þá voru
nemendur í fullu námi með öðrum
orðum 3.886 eða 66,4% af heildar-
fjölda skráðra nemenda.
Fjöldi skráðra stúdenta í Háskóla íslands árin 1988 og 1998
Kennslu-og Fjöldi stúdenta
vísindadeildir Ok .: 1988 1998
Guðfræðideild 57 125
Læknisfræði 319 381
Tannlæknadeild 64 42
Lyfjafræði lyfsala 76 82
Hjúkrunarfræði 279 523
Sjúkraþjálfun 65 109
Lagadeild 449 432
Viðskipta- og hagfr.deild 834 862
Heimspekideild 873 1.100
Verkfræðideild 254 344
Félagsvísindadeild 573 1.109
Raunvísindadeild 451 741
ALLS: 4.294 5.850
Fjölgun 1988 -1998 36,2%
Nemendur í fullu námi 3.178 3.886
Hlutf. nem. í lullu námi 74,0% 66,4%
Meistaranám í nánast
öllum deildum
Eins og fyrr greinir fór fjöldi
skráðra nemenda við Háskóla Islands
í fyi-sta sinn yfir sex þúsund í haust
eða um 6.100. Samkvæmt upplýsing-
um frá nemendaskrá HI er þessi
fjölgun nemenda í haust aðallega tal-
in stafa af vinsældum hinna nýju hag-
nýtu námsleiða sem háskólinn býður
nú upp á í fyrsta sinn og einnig vegna
þess að meira er um meistaranám í
háskólanum en áður. Meistaranám
hefur verið í heimspekideild Háskóla
Islands allt frá stofnun hans árið 1911
en á undanfömum árum hefur meist-
ara- og doktorsnám staðið til boða í æ
fleiri deildum Háskólans. Nú er
meistaranám til að mynda í boði í
nánast öllum deildum háskólans og í
mörgum þeirra er einnig boðið upp á
doktorsnám. Stúdentum sem stunda
meistara- og doktorsnám hefur þar
með fjölgað jafnt og þétt og braut-
skráðust 39 kandídatar úr framhalds-
námi háskólaái’ið 1997 til 1998 en alls
brautskráðust 836 kandídatar frá
skólanum á því háskólaári. Þá fóm
þrjár doktorsvamir fram árið 1998,
tvær í læknadeild og ein í heimspeki-
deild og að auki luku 99 svokölluðu
viðbótarnámi (einu ári að loknu BA-
/BS-prófi). Til samanburðar braut-
skráðust níu kandídatar úr fram-
haldsnámi háskólaárið 1985 tO 1986.
I Ái'bókinni kemur fram að það sé
Háskólanum mikið kappsmál að efla
framhaldsnám tengt rannsóknum og
bent á að þekking sú sem stúdentar í
framhaldsnámi afla með námi og
rannsóknum nýtist bæði Háskólanum
og þjóðfélaginu í heild. „Skortur á fé
hefur hins vegar takmarkað kennslu-
framboð í framhaldsnámi, staðið þró-
un þess fyrir þrifum og leitt til óör-
yggis hjá stúdentum," segir hins veg-
ar í Árbókinni og bent er á að stúd-
entar hafi gjarnan verið teknir inn í
framhaldsnám með fyrirvara um að
deildin gæti haldið úti kennslu í nám-
skeiðum. „Þetta er til dæmis reyndin
í raunvísindadeild, þar sem sá fyi’ir-
vari er jafnframt gerður að stúdent
hafi styrk úr Rannsóknanámssjóði
eða frá stofnun eða fyrirtæki sem
greiðir kostnað vegna verkefnis.
Veittar voru 30 m.kr. til Rannsókna-
námssjóðs háskólaárið 1997-1998 og
voru 35 stúdentar Háskólans styrkt-
ir. Mjög brýnt er að efla þann sjóð
svo að aukið fé fáist til kennslunnar."
Fleiri karlar sækja
um fræðistörf
I upphafi var vitnað í orð Háskóla-
rektors um að HÍ væri einn stærsti og
fjölbreyttasti vinnustaður landsins. Er
því ekki úr vegi að enda þessa saman-
tekt á því að minnast á kennara og
annað starfsfólk Háskólans. Árið 1998
voru laun greidd til um þrjú þúsund
starfsmanna en fastir starfsmenn
samkvæmt starfsmannaskrá voru um
780. Stundakennarar voru um 1.580 en
margir unnu auk þess að einstökum
verkefnum á vegum skólans, s.s.
vegna dómnefndarstarfa, prófdómara-
starfa, prófyfii’setu og fl.
Eins og áður skipa mun fleiri karl-
ar en konur stöður prófessora, dós-
enta og lektora við Háskóla íslands
en konur eru mun fleiri en karlar í
skrifstofu- og tæknistörfum. Að síð-
ustu má geta þess að 93 ný störf voru
auglýst við skólann á síðasta ári og
þar af voru 55 sem þurftu hæfisdóm
við. Umsækjendur um almenn störf
voru tæp 60% konur en umsækjend-
ur um fræðistörf voru 79% karlar. At-
hyglisvert þykir ennfremur að mun
fleiri sóttu um störf við Háskólann
árið 1998 en 1997 og segir í skýrsl-
unni að því megi ætla að Háskólinn
þyki áhugaverður vinnustaður þrátt
fyrir aukna samkeppni um vinnuafl.
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 33
Fyrsta ársskýrsla embættis ríkislögreglustjórans
H
■ARALDUR Johannessen
ríkislögreglustjóri segir
m.a. í inngangi að árs-
skýrslu embættisins að
ihugleiða mætti, hvort
ekki væri skynsamlegt að sameina
lögi’egluliðin og fækka lögregluum-
dæmum.
í skýrslunni kemur fram að halla-
rekstur hafi verið í byrjun hjá emb-
ættinu og hjá efnahagsbrotadeild
embættisins voru gefnar út 76 ákærur
á síðasta ári. Fjöldi umferðarlaga-
brota á hverja 100 þúsund íbúa í
Reykjavík á síðasta ári voru 8,108 á
móti 8,235 á landsbyggðinni.
Ríkislögreglustjóri segir að emb-
ætti ríkislögeglustjórans hafi beitt
sér fyi’ir innbyrðis samvinnu lög-
regluliðanna 27 og samstarfi tolla- og
lögi’egluyfirvalda. Hafi vel tekist til
og hugleiða mætti, hvort ekki væri
skynsamlegt að sameina lögi’egluliðin
og fækka lögregluumdæmum, og
setja yfir þau lögreglustjóra sem ein-
göngu sinnti lögreglustjórn.
,Að því má leiða rök að slíkar
gi’undvallarbreyt-
ingar á skipulagi lög-
reglunnar í landinu
og aðskilnaður sýslu-
mannsstarfa og lög-
reglstjórastarfa
hefði í för með sér
öflugri, skilvirkari og
kostnaðarminni
starfsemi en nú
þekkist,“ segir ríkis-
lögreglustjóri.
Raunkostnaður
við rekstur embætt-
isins nam 5,9 mkr.
umfram 77,9 mki’.
fjárheimildir frá
stofnun þess 1. júlí
1997 til ársloka, að
því er fram kemur í
samantekt Þóris
Oddssonar vararíkis-
lögi’églustjóra. Hall-
inn var færður yfir á
árið 1998 og dróst þá
úr fjárheimildum,
sem námu samtals
225,3 mkr. Raun-
kostnaður ársins nam 216,4 mkr.,
þannig að fjárheimildir umfram
rekstrai’kostnað eftir að halli ársins
1998 hafði verið greiddur námu 3
mkr., sem færðar voru yfir á árið 1999.
Hjá efnhagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra voru gefnar út 76 ákærur
á síðasta ári. Dómar gengu í 48 málum
á síðasta ári og unnust öll, nema eitt,
eins og fram kemur í samantekt Jóns
H. Snorrasonar, yfirmanns deildarinn-
ar. Dæmdar sektir í málunum námu
rúmlega 52 mkr.
Deildin fer með rannsókn og sak-
sókn alvarlegri fjármunabrota, þ.á m.
skattalagabrota, umhverfisbrota og
tölvubrota sem tengjast efnahagsbrot-
um og rannsókn og meðferð tilkynn-
inga banka og peningastofnana vegna
grunsemda um peningaþvætti.
Ákærurnar 76 sem framar var getið
voru gefnar út í fimm brotaflokkum,
en flestar ákærumar voru vegna
skattalaga- og bókhaldsbrota, eða 45
talsins. Þá voru 23 ákærur gefnar út
vegna skjalafals og þrjár vegna tolla-
lagabrota. Þrjár ákærur vora þá gefn-
ar út vegna mála sem varða vigtun
sjávarafla og tvær vegna umhverfis-
brota.
Tölvubrot ný af nálinni
Samkvæmt ársskýrslunni eru tölvu-
brot ný af nálinni sem viðfangsefni
lögreglu en á síðasta ári voru sjö kær-
ur teknar til meðferðar hjá efnahags-
brotadeildinni auk þess sem rannsókn
slíks máls frá árinu 1997 lauk í fyiTa.
Öll málin hafa fengið afgreiðslu nema
tvö þeirra, sem eru óupplýst. Fjögur
mál upplýstust án þess að grundvöllur
væri til ákæru í þeim, en skýring
þeirra málaloka er sú að sakborningar
voru yngri en 15 ára og því ósakhæfir.
I öðrum tilvikum var ekki upplýst um
aðra háttsemi en þá að farið var í
tölvupóst eða upplýsingar sem vistað-
ar voru í tölvu, án þess að af hlytist
eyðilegging.
Vekur það nokkra athygli að í
þessum málum eru brotamenn á
aldrinum 13-17 ára og er þess getið í
ársskýrslunni að þrátt fyrir að þeir
hafi fengið tölvukennslu hefur þeim
ekki verið gert ljóst að notkun tölv-
unnar getur leitt af sér óþægindi fyr-
ir aðra og jafnvel tjóni þegar
boðsendingar valda breytingum eða
Gæti verið skyn-
samlegt að sam-
eina lögregluna
*
I fyrstu ársskýrslu ríkislögreglustjórans
kennir ýmissa grasa. Raunkostnaður við
rekstur embættisins var innan fjárheimild-
um á síðasta ári. Fram kemur að fíkniefna-
neysla sé rándýr og að efnahagsbrotadeild-
in hafi unnið öll mál sín í fyrra fyrir
dómstólum, nema eitt.
upphæð þurfi að reiða fram mánaðar-
lega fyi’ir fjögur grömm af kókaíni.
Fjórar e-töflur um helgar kosta neyt-
andann þá um 50 þúsund krónur át
mánuði.
Verð á fíkniefnum tekur mið af
ýmsu, m.a. styrk og gæði efnisins,
framboði og eftirspurn, áhættunni við
að flytja það til landsins og dreifa því
og kaupverði efnisins erlendis.
Talið er að hertar aðgerðir lögreglu
og þungir dómar sem féllu í e-töflumál-
um í fyrra og hitteðfyrra hafi haft áhrif
á verð á e-töflum, en verð á þeim hækk-
aði um þriðjung á þessum árum eftir að
hafa verið í sögulegu lágmarki árið
1996. Var e-taflan dýrust iyrst er hún
fór að berast til landsins árið 1992.
Auðgunarbrot á hverja 100 þúsund
íbúa í Reykjavík voru 4776 árið 1998
samkvæmt ársskýrslunni.
Tíðnin í höfuðborginni er mun hærri
en á landsbyggðinni, þar sem auðgun-
arbrotin voru 1,749 á hverja 100 þús-
und íbúa á síðasta ári.
Brot á umferðarlögum eru langal-
gengustu lagabrotin hérlendis, en af
þeim átta brotaflokk-
um sem tilgreindir eru
í ársskýrslunni var
fjöldi umferðarlaga-
brota á hverja 100
þúsund íbúa í Reykja-
vík 8,108 á móti 8,235
á landsbyggðinni.
Ofbeldisbrot voru
780 á hverja 100 þús-
und íbúa í Reykjavík á
síðasta ári á móti 429
á landsbyggðinni og
fíkninefnabrot voru
358 á móti 194 á lands-
byggðinni. Þá voru
brot á áfengislögum
1,498 í Reykjavík á
móti 576 á lands-
byggðinni og ýmis
brot er varða fjárrétt-
indi 2,311 á móti 1,229
á landsbyggðinni.
Fram kemur í skýrslunni að
lögreglan í landinu hafi lagt
hald á tæp 20 kg af fíkniefnum.
Morgunblaðið/Kristinn
Yfinnaður efnahagsbrotadeildariimar er Jón H. Snorrason saksóknari
sem sést á myndinni fyrir miðju ásamt starfsfólki efnahagsbrotadeildar.
Alþjóðlegt lög-
reglusamstarf
Fíkniefni sem yfirvöld lögðu hald á árið 1998
Embætti HÍll^ Kannabis grömm Amfetamín grömm Kókaín E-töflur grömm fjöldi
Akranes 208,2 13,8
Akureyri 51,3 22,2
Eskifjörður 2,3
Hafnarfjörður 378,9 45,6 26,0 117,5
Húsavík 1,8
Hvolsvöllur 70,4
ísafjörður 8,6 1,4 §1®,
Keflavík ^ 156,3 23,0
Kópavogur 69,3 12,8
Neskaupstaður 32,5 9,5
Patreksfjörður 3,1
Reykjavík (+Keflav.flugv.) 13.810,1 1.712,7 1.051,0 2.031,0
Sauðárkrókur 11,4 7,3
Selfoss 35,2 10,0
Seyðisfjörður 4,0 0,3
Siglufjörður 2,0
Stykkishólmur 72,6 2,0
Vestmannaeyjar 45,1 14,0 0,5
SAMTALS: 14.963,0 1.874,6 1.077,5 2.148,5
eyðileggingu í tölvum eða tölvukerf-
um annarra.
tæp 20 kg af fíkniefnum
Á síðasta ári lagði lögreglan í landinu
hald á rúmlega 20 kg af fíkniefnum,
mest kannabisefni eða tæp fimmtán kg.
Fjórtán menn voru dæmdir í átta mán-
aða til fimm og hálfs árs fangelsi í
tengslum við átta stór fíkniefnamál
sem upp komu á tímabilinu 1. júlí 1997
til 31. desember 1998. f nokkrum mál-
um til viðbótar er beðið dómsniður-
stöðu.
Alls var hald lagt á 14.963 grömm af
kannabisefnum á síðasta ári og rúm
1.874 grömm af amfetamíni. Þá var
Iagt hald á rúm 1.077 af kókaíni, 2.148
e-töflur og 268,5 skammta af LSD.
í ársskýrslunni segir að það vímuefni
sem náð hefur einna mestri útbreiðslu
hérlendis sé e-taflan, sem sett var á
lista yfir ólöglega vímugjafa í Banda-
ríkjunum árið 1985 vegna óvæntra
dauðsfalla sem hlutust af neyslu henn-
ar. Efnið varð til árið 1914 í þeim til-
gangi að draga úr matarlyst^en aldrei
sett á markað í því skyni. Á sjöunda
áratugnum kviknuðu hugmyndii- um að
nota mætti efnið til geðlækninga en
gildi þess sem lækningalyfs var aldrei
metið hlutlægt og efnið sett á bannlista.
Fíkniefnaneysla hefur aukist
Viðvíkjandi framvindunni í fíkni-
efnamálum hérlendis er það mat
flestra lögregluembætta landsins að
aukning hafi orðið á neyslu fíkniefna á
síðustu áram. Nefna sum embættin að
neysla harðari efna hafi aukist, eink-
um á amfetamíni. Þá er það mat lög-
reglu að a.m.k. í sumum umdæmunum
sé auðveldara aðgengi að fíkniefnum
en áður. Aldurshópurinn sem einkum
þurfi að beina sjónum að sé 14-25 ára.
Hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur
verið hafist handa við að undirbúa
gerð reglna og leiðbeininga á heildar-
skipulagi í fíkniefnamálum.
I ljósi þess hve kostnaðarsöm fíkni-
efnaneysla er, leiðir neysla hennar
auðveldlega af sér fleiri og alvarlegri
afbrot. Segir í ársskýrslunni að það
kosti þann sem reyki kannabisefni
daglega um 50 þúsund krónur á mán-
uði að fjármagna neyslu sína. Sömu
Þrír íslenskir lög-
reglumenn starfa að jafnaði í Bosníu-
Herzegóvínu í tengslum við fjölþjóð-
legt samstarf um uppbyggingu lög-
reglunnar þar í landi. Samstarfið er
liður í friðarferlinu í Bosníu-
Herzegóvínu og byggist á friðarsamn-
ingi sem kenndur er við Dayton.
Akváðu íslensk yfirvöld árið 1997 að
þrír lögreglumenn skyldu vera þar við
störf og hefur ríkislögreglustjóri haft
skipulag og umsjón með þátttöku Is-
lands í samstarfinu, fyrst í samvinnu
við dómsmálaráðuneytið, en síðan
beint í tengslum við utanríkisráðu-
neytið.
Fjöldi skráðra mála hjá alþjóða- ‘
deild ríkislögreglustjórans hefur
aukist talsvert milli áranna 1997 og
1998, einkum þau sem berast í gegn-
um alþjóðalögregluna Interpol, eða
úr 88 í 190. Aðildarríki Interpol eru
177 og tengjast lokuðu tölvuneti
Interpol sem um 2 milljónir skeyta
fara um árlega. Samskiptakerfið hef-
ur komið að notum m.a. við fyrir-
spurnir til Kína, Ástralíu og fleiri
fjarlægari landa auk hinna hefð-
bundnu samskipta við Evrópulönd,
sem er meginuppistaða samskipt-
anna. Samskipti alþjóðadeildarinnar
við erlend yfirvöld fara ennfremur
m.a. fram í gegnum PTN, sem er
norrænt lögreglu- og tollasamstarf,
en auk þess er beint samband við -
lögregluumdæmi á Norðurlöndunum.
Öndunarmælar eiga þátt í fækkun
alvarlegra umferðarslysa
Skömmu eftir stofnun embættis ríkis-
lögreglustjóra afhenti dómsmálaráð-
herra ríkislögi’eglustjóranum sérstakt
mælitæki af gerðinni Intoxilyzer
5000N til notkunar við sönnunar-
færslu í ölvunarakstursmálum. Þrátt
fyrir þann stutta tíma sem tækin hafa
verið í notkun, segja skýrsluhöfundar
ljóst, að verulegur árangur hafi náðst
við fækkun alvarlegra slysa vegna ölv- t
unaraksturs á síðasta ári. Er það í
samræmi við markmið umferðarör-
yggisáætlunar Alþingis og reynslu
annarra þjóða, þar sem öndunarsýna-
mælar hafa verið teknir í notkun við
sönnunarfærslu í ölvunarakstursmál-
um.
Ársskýrslu ríkislögreglustjórans er
að finna í heild sinni á lögregluvefnum.
Slóðin er www.logreglan.is.