Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
. 46 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
i-------------------------------
FRÉTTIR
Myndakvöld FI frá
nágrenni Vatnajökuls
MYNDAKVÖLD Ferðafélags ís-
lands verður haldið í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20.30 og er það
að venju haldið í FÍ-salnum í Mörk-
inni 6.
Fyrir hlé verða sýnda myndir úr
vinsælum hálendisferðum Ferðafé-
lagsins sl. sumar, en Ferðafélagið
fór tvær 8 daga sumarleyfisferðir
og tvær helgarferðir með góðri
þátttöku. Þar var áhersla á svæðið
norðan Vatnajökuls og komu við
sögu umtöluðustu staðir í óbyggð-
um Islands, Hafrahvammagljúfur
og Eyjabakkar, en sýnt verður frá
fjölda annarra athyglisverðra staða
í nágrenni Vatnajökuls og víðar. Þá
verða Ferðafélagsferðir á næst-
unni kynntar. Þau sem sýna eru
Kristján M. Baldursson, Sigurður
Kristinsson og Inga Rósa Þórðar-
dóttir.
Eftir hlé er á dagskrá gönguferð
sem nefnd var leyndardómar
óbyggðanna vestan Vatnajökuls og
farin var í byrjun ágúst við miklar
vinsældir, líkt og hálendisferðimar.
Vonarskarð, Köldukvíslarbotnar og
Veiðivötn koma þar við sögu. Gerð-
ur Steinþórsdóttir sýnir myndir sín-
ar og Agnars Bjömssonar úr ferð-
inni.
Allir em velkomnir á mynda-
kvöldin, en þau era haldin annan
miðvikudag í mánuði. Kaffiveitingar
eru í hléi.
Frá Hafrahvammagljúfrum.
Fundur um
fjkniefnamál
í Grafarvogi
OPINN fundur um löggæslu og
fíkniefnamál verður haldinn í kvöld,
kl. 20 í félagsheimili sjálfstæðis-
manna, Hverafold 5, Grafarvogi.
Gestir fundarins verða: Sólveig
Pétursdóttir dómsmálaráðherra og
fulltrúar lögreglu. Sólveig ætlar að
fjalla um málin eins og þau snúa að
ráðuneytinu og hvað er verið að
gera á vegum þess. Lögreglan fjall-
ar um einkenni þess að börn og ung-
lingar séu farin að neyta fíkniefna
ásamt því að fjalla almennt um fíkni-
efna- og löggæslumál.
í fréttatilkynningu segir að það sé
nauðsyn fyrir alla foreldra í Grafar-
vogi að kynna sér þessi málefni.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
PFræðslumiðstöð
Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Kennarar
Selásskóli, sími 567 2600
.. Almenn kennsla í 5. bekk vegna veikindafor-
falla frá 11. nóvembertil áramóta.
Önnur störf
Starfsfólk til að sinna ýmsum störfum, s.s.
gangavörslu, þrifum o.fl.
Engjaskóli, sími 510 1300
50-100% störf.
Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar-
skólastjórar.
Umsóknir ber að senda í skólana.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi
stéttarfélög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Vaktstjóri / hlutastarf
Ert þú heimavinnandi, hress og tilbúinn
að vinna tvö kvöld í viku og adra hverja
helgi?
Unnið er á líflegum veitingastað með bíla-
lúgum í Reykjavík.
Ef þú vilt hressilegt og skemmtilegt starf þar
sem alltaf er mikið að gera þá er þetta rétta
starfið fyrir þig!
Hæfniskröfur.
Þú þarft að geta unnið vel undir álagi, hafa
hæfni í mannlegum samskiptum og hafa
ábyrgð og stjórn á þinni vakt.
Mjög góð laun í boði.
Lausar eru þrjár stöður vaktstjóra.
Umsækjandi þarf að vera 30 ára eða eldri.
Uppl. í íma 896 8882 eda 588 9925.
Verkamenn
Verkamenn óskast í byggingavinnu í Reykja-
vík. Upplýsingar gefur Jens í síma 897 3166.
ÍAV
Rafvirkjar
Rafvirkjar óskast í framtíðarvinnu á Reykjavík-
ursvæðinu. Upplýsingar gefur Erik í símum
566 8900 og 892 3349.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Eyrargata 3,0201, 2. hæð, Siglufirði, þingl. eig. Jónina Halldórsdóttir,
gerðarbeiðandi Guðmann Ólfjörð Guðmannsson, mánudaginn
15. nóvember 1999 kl. 13.00.
Hvanneyrarbraut 63, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Sigríður Mark-
úsdóttir og Kristján Þorkelsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús-
næðisstofununar, mánudaginn 15. nóvember 1999 kl. 13.10.
Túngata 33, Siglufirði, þingl. eig. Sverrir Eyland Gíslason og Sigurrós
Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og sýsiumaðurinn
á Siglufirði, mánudaginn 15. nóvember 1999 kl. 13.20.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
8. nóvember 1999.
Björn Rögnvaldsson.
TIL SÖLU
Ritfangaverslun
Til sölu frábær og vinsæl ritfanga-
verslun á mjög góðum stað í fjöl-
mennu og virtu hverfi. Selur rit-
föng, leikföng og bækur í umboðs-
sölu. Ýmis umboð fylgja með.
Er í nálægð skóla og hefur mjög
góð viðskipti við þá í gegnum árin.
Eftirsótturtími framundan og mik-
ill sölutími. Langur leigusamning-
ur. Skemmtileg vinna fyrir snyrti-
legt fólk. Frábært tækifæri til að
eignast traust og skemmtilegt fyr-
irtæki sem gefur vel af sér enda
mjög góð velta. Vel staðsett á fjöl-
mennum stað.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F,YRIRTÆKIASALAN
SUÐURVE R I
SiMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Langar þig til að
opna skemmtilega
gjafavöruverslun?
Þekkt verslun, sem af sérstökum ástæð-
um hefur ekki verið starfrækt um nokku-
ra mánaða skeið, ertil sölu. Það er lager,
mikil sambönd og þekkt nafn. Aðeins
vantar að finna hentugt húsnæði.
Selst á góðu verði. Uppl. í síma 568 7135.
Verksmiðja til sölu
Til sölu er glugga- og hurðaverksmiðja í Reykja-
vík. Unnið er með álprófíla. Góður lager. Mikil
verkefni framundan. Traustir og áhugasamir
kaupendur hafi samband í síma 893 1121.
ATVINNUHÚSNÆSI
Skrifstofuhúsnæði
óskast til leigu
Svæði 103,105,108
Gott skrifstofuhúsnæði óskast til leigu ca
60—100 fm. Aðkoma þarf að vera snyrti-
leg. Ekki nauðsynlegt að aðstaða sé stúkuð
niður. Þarf að vera laust fljótlega. Vinsam-
lega hringið í síma 896 8882
FUN 2 IR/ MANNFAGNAOUR
Aðalfundur
knattspyrnudeildar KR
verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember
kl. 20.30 í félagsheimili KR við Frostaskjól.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir.
Skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt.
Stjórnin.
Sjómannafélag Reykjavíkur
Framboðsfrestur vegna
stjórnarkjörs
Listar vegna stjórnarkjörs í Sjómannafélagi
Reykjavíkur þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir
kl. 12.00 mánudaginn 22. nóvember.
T rúnað ar man naráð
Sjómannafélags Reykjavíkur
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ GLITNIR 5999111019 1
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
I.O.O.F. 18 = 18011108 e Bk.
□ HELGAFELL 5999111019 IV/V
I.O.O.F. 7 = 18011108'/2 = 9.ll.
I.O.O.F. 9 = 18011108'/2 ■
SAMBAND ÍSLENZKRA
$3P/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Afmæli Kristniboðsfélags
kvenna. Guðlaugur Gunnarsson,
kristniboði, predikar. Sönghóp-
urinn Rúmlega átta syngur.
Allir hjartanlega velkomnir.
http://sik.torg.is/
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 10. nóv. kl.
20.30. Myndakvöld Ferðafélags-
ins, Hálendið norðan Vatnajökuls
o.fl., haldiö í F.í.-salnum f Mörk-
inni 6. Fyrir hlé: Myndir úr há-
lendisferðunum sl. sumar, sum-
arleyfis- og helgarferðum. Ferða-
félagsferðir á næstunni kynntar.
Eftir hlé: Gönguferðin: Leyndar-
dómar óbyggðanna vestan Vatn-
ajökuls I byrjun ágúst með Von-
arskarði, Köldukvíslarbotnum
o.fl. Allir velkomnir. Verö. 500 kr,
kaffi og meðlæti innifalið.