Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERSLUN með manneskjur kom til umræðu á ráðstefn- unni um konur og lýð- ræði. Forseti Lett- lands sagði frá þessari skuggahlið í heima- * landi sínu og aðrar konur á ráðstefnunni höfðu einnig áhyggjur af þessu alvarlega vandamáli. A meðan á ráðstefnunni stóð fóru 30 íslenskar konur á þá staði sem hér bjóða upp á nektardans og einkadans og mót- mæltu þeirri starf- semi sem þar fór fram. Fyrir þetta framtak eiga þær heiður skilið. En hvað skyldi fara fram á þeim stöðum sem þess- ar konur og hundruð annarra kvenna hafa mótmælt? Viðskiptavinurinn byrjar á því r að greiða aðgangseyri sem er um 1.000 kr., vínið er dýrara en annars staðar og þama sveima á milli 20 og 30 stúlkur á meðan ein sýnir dans. Hverjum og einum sem þarna kemur inn er boðið upp á einkadans og eru til þess gerðir smáklefar sem stúlkurnar fara með karlmennina í og verðskráin er eftirfarandi: Fyrir þrjár mínút- ur 3.000 kr., fyrir sex mínútur 6.000 kr. fyrir 30 mín- útur 25 þúsund kr. Verðskráin hangir frammi - engin leynd- armál þar. Mér skilst líka að þar hangi spjald sem á stendur: Bannað að snerta. Um vernd handa þessum stúlkum er ekki vitað. Hvaðan kemur varan? Að sjálfsögðu er hér ekki um neitt ann- að að ræða en útstill- ingu á vöru með mát- unarklefum. Samkeppnin um kúnnann er algjör. Það væri fróð- legt að láta skoða hvemig trygg- ingum og heilbrigðisþjónustu við þessar stúlkur er háttað, hvað þær fá í eigin vasa og hvernig tekjur þessara staða era færðar á skatt- framtali og hvernig launaseðlar stúlknanna líta út. En hverjar eru þessar stúlkur? Þær koma frá Eystrasaltsríkjun- um, Póllandi og Kanada en stúlkur frá fyrrverandi austantjaldsríkjum bera þessa staði uppi. Flestar þessara stúlkna koma úr mikilli fá- tækt og eymd og ýmsar ástæður eru fyrir því að þær grípa til þessa ráðs. Það gæti t.d. verið draumur- inn um betra líf á vestræna vísu og ónóg tækifæri í heimalandi sínu eða hrein og klár fátækt, viljinn til að sjá fjölskyldunni farborða í fjar- lægu landi og leggja sitt af mörk- um. Jafnframt getur verið um vímuefnaneyslu að ræða og þá er þetta ein leiðin til að fjármagna hana. Klám og vændi er oft angi af fíkniefnaheiminum, það er enginn nýr sannleikur. Auk þess er þekkt í Evrópulöndum að stúlkum er hreinlega rænt og þær dópaðar og svo látnar starfa við vændi. Ég minni á fréttir frá Svíþjóð i blöðum nýverið þar sem í ljós kom að stúlkum frá fyrrverandi austan- tjaldslöndum var haldið þar nauð- ugum til að þjóna kynlífsfíkn. Slíkt er að sjálfsögðu nútímaþrælahald. Við tölum um að ráðast að þeim sem versla með vímuefni. Þó er lík- lega margt ljótara á ferðinni, þ.e. verslun með manneskjur. En sem betur fer höfum við ekki heyrt af neinu viðlíka hér á landi ennþá. Gert út á fátækt Við skulum halda vöku okkar. Þarna er verið að nýta sér fátækt og örbirgð stelpnanna. Það grát- broslega hefur nú gerst að kúnni hefur kært þjónustuna á dansstöð- um - hún var kannski ekki nógu mikil? Ég hef velt því fyrir mér Þrælasaia Öllum tiltækum ráðum þarf að beita til að upp- ræta þessa glæpi, segir Guðrún Ögmundsdótt- ir, og koma höndum yfir níðingana. hvort þetta væri mál íyrir Sam- keppnisstofnun? Islenskar stúlkur fá ekki vinnu á þessum stöðum. Slík er tryggðin við íslenska við- skiptavini. Hún er algjör. Vett- vangur íslenskra kvenna til að þjóna meintri kynlífsþrá lands- manna virðist fyi-st og fremst ein- skorðast við svokallaðar símalínur sem auglýstar eru í DV. Umræða um þá hlið mála hefur farið fram á hinu háa Alþingi. Það má velta því alvarlega fyrir sér hvort leggja á fram frumvarp um bann við kaupum á kynferðis- legri þjónustu og varpa þar með ábyrgðinni frá þessum ungu stúlk- um yfír á þá sem leita eftir þjón- ustunni. Það hefur verið reynt er- lendis og væri kannski rétt að skoða þá reynslu. I fjölmiðlum var nýverið sagt frá því hvemig barn- aníðingar nota Netið til þess að koma sér í kynni við börn til þess að geta nýtt sér þau í kynferðisleg- um tilgangi. Auðvitað fer hrollur um fólk þegar sagt er frá þessum ógeðfelldu auglýsingum. En ein þeirra hljómar svona: „23ja ára ungur maður óskar að komast í kynni við börn 7-12 ára.“ Og önnur auglýsing er á þessa leið: „Barnungur maður óskar eftir ungum vinum sem vilja kynnast unaðssemdum ástalífsins." Að sjálfsögðu er trúnaði heitið. Svona heldur viðbjóðurinn áfram. Jafn- framt hefur verið talað um að spjallrásir á Netinu séu kjörinn vettvangur íyrir barnaníðinga til að komast í tengsl við krakka. Hér þarf að upplýsa foreldra svo þeir geti gert viðhlítandi ráðstafanir til varna í heimilistölvunni. Hluti af alþjóðasamfélaginu Öllum tiltækum ráðum þarf að beita til að uppræta þessa glæpi og koma höndum yfir níðingana. Allt er þetta angi af sama meiði. Island er hluti af alþjóðasamfélaginu með kostum þess og göllum. Því er mik- ilvægt að við beitum okkur í öllum þessum málum. Umræða um þessi mál er á fljúgandi ferð bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Kirkjuþing hefur síðast rætt þessi mál og ég veit að um þetta mál er pólitísk samstaða. Ég er ekki málsvari þess að af- greiða mál sem þessi með einföldu banni að lögum. Klámheimurinn er fjölbreyttur heimur. Hann spann- ar sviðið allt frá því ljótasta sem ég hef hér nefnt um barnaklám og misnotkun á neyð fólks og fákunn- áttu til þess að allsgáðar fullorðnar manneskjur hafa jifíbrauð sitt af þessari starfsemi. I ljósi þessa þarf að rannsaka hvernig þessum mál- um er háttað hér á landi með það fyrir augum að koma í veg fyrir að börn og saklaust fólk verði fyrir barðinu á þeim sem einskis svífast í misnotkun sinni og niðurlægingu á lifandi fólki, sér til framdráttar. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar. V erslun með manneskjur Guðrún Ogmundsdóttir Hver á að selja áfengi? ENN á ný hefur spunnist umræða um einkasölu ríkisins á áfengi eftir að opn- uð var „lokuð" áfengis- verslun í Nýkaupi. Núverandi iyrirkomu- lag rekur upphaf sitt um 70 ár aftur í tí- mann þegar vínbann- inu lauk og Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins var stofnuð. Markmiðið - x var þá að gera fólki erfitt fyrir að kaupa áfengi með því að hafa útsölustaði fáa og smáa, og þannig halda drykkju þjóðarinnar í skefjum. Hversu mikinn fælingarmátt biðr- aðir og póstpantanir höfðu hér áður er erfitt að segja, en hins vegar er ljóst að þessir tímar eru liðnir. Verslanir ÁTVR eru nú eins og venjulegir stórmarkaðir sem eru opnir á laugardögum og fólk getur valið þar úr hillum í góðu tómi. Þá fer útsölustöðum sífellt fjölgandi m.a. vegna óska bæjarfé- laga úti á landi. Þann- ig er hið upphaflega markmið með rekstri ÁTVR farið forgörð- um. Stofnunin stendur eftir sem dýrt, ríkis- rekið dreifingarkerfi sem teygir sig um landið. Líklega vildu fáir landsmenn snúa klukkunni við og taka aftur upp sömu sölu- hætti og tíðkuðust í áfengissölu hér áður. Tafir, biðraðir og tilbúin fyr- irhöfn við innkaup er sóun á tíma neytenda sem flestir hafa fengið nóg af. Ef fæla á fólk frá því að kaupa brennivín þá ber að gera það með hærri áfengisgjöldum svo rík- Ásgeir Jónsson Anna & útlitið... veittrJjér Jjersónulega cuJstoð við valágler- augum í versttm okkar Smáratorf’i, í dag, miðvikudag 10.nóv.kL 15-18. Verzlun Landsmenn fá harla lít- ið í staðinn, segir Ásgeir Jónsson, fyrir þá miklu fjármuni sem eru ---------------7----- bundnir í rekstri ATVR. issjóður hagnist með aukinni skatt- heimtu, en ekki að láta fólk eyða tíma sínum í biðröðum, engum til gagns. Dýr rekstur Eins og leikar standa núna er um einn og hálfur milljarður króna af almannafé bundinn í fasteignum og rekstri ÁTVR. Þetta eru fjármunir sem hægt væri að finna betri not fyrir, s.s. í almennum forvömum, löggæslu eða meðferðarheimilum. Þá er rekstrarkostnaður ÁTVR drjúgur eða rúmlega 900 milljónir á ári þegar fórnarkostnaður eigin fjár hefur verið tekinn með í reikn- inginn (m/v 7% ávöxtunarkröfu). Þetta eru fjárútlát ríkisins á ári hverju vegna smásölu á áfengi og heildsölu á tóbaki og þau fara vax- andi. Sífellt eru gerðar meiri kröfur um aukna þjónustu, lengri af- greiðslutíma og fleiri útsölustaði, sem þenja út umsvif stofnunarinn- ar. ÁTVR er orðin að stórmarkaða- keðju með fjölda útibúa og erfitt er að sjá að rekstur stofnunarinnar- geti talist virk áfengisvarnarstefna á nokkura hátt. Aftur á móti, eins og Nýkaup sannar, gætu flestar matvöruversl- anir landsins séð um áfengissölu án IlLBISIVH HAGFISKUR hagur heimilinna 5677040 Rækja, humar, hðrpuskel. ýsa, lúfta.slungur, lax ol FRI HEIMSENDING þess að leggja úti miklar fjárfest- ingar eða aukaráðningar á fólki. Þannig myndi stór hluti af þessum 900 milljóna verslunarkostnaði samfara rekstri ÁTVR sparast ef áfengisverslun yrði sameinuð ann- arri verslun. Sparnaðurinn gæti komið fram í lægra áfengisverði þar sem sölukostnaður hverrar flösku hlýtur að lækka. En jafn- framt er líklegt að almennt vöru- verð lækki þar sem fastur kostnað- ur yrði borinn uppi af fleiri vörum og meðalkostnaður hverrar seldrar einingar lækkar. Áfengissala í mat- vörubúðum myndi því koma fram í lægra matvöruyerði sem yrði öllum til hagsbóta. Áhrifin yrðu líklega mest úti á landi þar sem umsetning er minni og verslun á í vök að verj- ast. Hins vegar ef það er ósk ríkisins að koma í veg fyrir lækkun áfengis- verðs, er hægur vandi að hækka áfengisskatta til samræmis þannig að hluti af áðurgi’eindum spamaði rynni beint í ríkissjóð. Afnám ÁTVR leiðir því til þess sem á fínu máli kallast þjóðhagslegur sparn- aður, þar sem allir aðilar hagnast sem koma að máli, neytendur, kaupmenn og ríkisvaldið. Brennivínsgróðinn í hugum margra landsmanna hefur ÁTVR það hlutverk að tryggja að „áfengisgróðinn renni allur í vasa ríkisins en lendi ekki í krumlunum á kaupmönnum. Hér gætir nokkurs misskilnings, þar sem títtnefndur gróði er aðeins inn- heimta á sköttum og réttlætir ekki tilvist ríkiseinkasölu ein og sér. Ef samkeppni ríkir á milli einkaaðila um áfengissölu verður raunveru- legur arður vart meira en gerist og gengur í almennri smásöluverslun. „Brennivínsgróðinn" er því ekki til ef verslun er frjáls og einkaaðilar ættu að standa skil á áfengisskött- um rétt eins og t.d. virðisauka- skatti. Þá hefur einnig heyrst að kaup- mönnum sé ekki treystandi til þess að framfylgja áfengislögum lands- ins, t.d. hvað varðar aldur kaup- enda og afgi’eiðslutíma. Þetta er þó ástæðulaus ótti ef eftirlit er til stað- ar og refsingar við brotum eru óvægnar. Sú er t.d. raunin í Banda- ríkjunum. í þeim fylkjum sem áfengissala fer fram í matvöru- verslunum er verslunarfólki skylt að spyi'ja þá um skilríki sem líta út fyrir að vera yngri en þrítugir þrátt fyrir að lögaldur til áfengisdrykkju sé mun lægri eða 21 ár. Þá má af- greiðslufólk undir lögaldri ekki af- greiða áfengi, áfengissala er bönn- uð á sunnudögum og kosningadögum, og ekki er heldur leyft að selja kælt áfengi í matvöru- búðum. Þessum reglum er fylgt út í ystu æsar m.a. vegna þess ef út af bregður missir verslunin áfengis- söluleyfi og starfsfólki er jafnvel refsað sérstaklega. Ekki verður annað séð heldur en álíka reglur ættu að halda hérlendis ef þeim væri fylgt eftir. Lítið fyrir mikið Þegar öll kurl eru komin til graf- ar er ljóst að landsmenn fá harla lít- ið í staðinn fyrir þá miklu fjármuni sem eru bundnir í rekstri ÁTVR. Þá er dýrt að halda úti sérstöku dreifikerfi og stórmörkuðum fyrir eina vörutegund um landið þvert og endilangt. Eins og nú er komið er ÁTVR ekkert annað en hol skel af áfengisstefnu fortíðar sem hefur reynst gagnslítil og ekki er lengur vilji til þess að fylgja eftir. Annað- hvort verður að halda aftur til for- tíðar, minnka verulega þjónustu ÁTVR og gera fólki verulega erfitt fyrir að kaupa áfengi eða halda sig við nútímann og taka upp nýjar áherslur. Nú er þörf á aðgerðum er ná beint til drykkjusiða lands- manna og læknun þeirra sem eru áfengissjúkir, í stað þess að verja miklum fjármunum til þess eins að halda úti ríkisreknum áfengisversl- unum. Víman er sú sama, hvort sem flaskan er keypt í ríkisverslun eður ei, og það er erfitt að sjá að ríkisreknir áfengisstórmarkaðir geti talist áhrifarík áfengisstefna. Þess vegna yrði áfengisvörnum unnið mikið gagn ef þessir 1,5 mill- jarðar yrðu teknir út úr ÁTVR og varið til verðugri vímuvarna. Landsmenn eiga skilið markvissari og árangursríkari stefnumörkun í áfengismálum. Höfundur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.